Þjóðviljinn - 12.05.1951, Side 7

Þjóðviljinn - 12.05.1951, Side 7
Laugardagur 12. maí 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (7 MINNINGARORÐ Hafliði Jónsson afgreiðslnmaður f. 13. - 3. 1897 d. 9. - 5. 1951 Þ a k j 'á r n og nokkrar plcfcur .asbest til sölu. Frakkastíg 22, 1. hæð. ji Almenna Fasteignasalan, !: Ingólfsstræti 3. Sími 81320. Dívanar alltaf fyrirliggjandi. Allar stærðir. Hagkvæmir greiðslu skilmálar. Bólstraraverk- stæðið Áfram, Laugaveg 55 (bakhús,.gengið inn í portið hjá Von). Kaupum og seljum allskonar verkfæri. Vöru- veltan, Hverfisgötu 59. — Sími 6922. Munið kafíisöluna í í Hafnarstræti 16. í Herraföt — Húsgögn ;|Kaupum og seljum ný og ::notuð húsgögn, karlmanna- l;föt o. m. fl. — Sækjum — ö Sendum. Söluskálinn, ;;Klapparstíg 11 — Sími 2926 Kaup — Sala i; Hmboðssala !; Otvarpsfónar, útvarpstæki, ngólfteppi, karlmannafátnað- ;;ur, gamlar bækur og fleira. ;| Verzlunin Grettisgötu 31, i; ■ sími 3562. Daglega ný egg, soðin og hrá. — Kaffisalan, Hafnarstræti 16. Kaupum tuskur !; Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ;;kaupir hreinar léreftstuskur. :: Kaupum — Seljum ;;allskonar notaða húsmuni. !;Staðgreiðsla. Pakkhússalan, Ingólfsstræti 11 - Sími 4663 Ragnar Ölafsson j hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lögfræðistörf, endurskoðun og fasteignasala. Vonar- stræti 12. — Sími 5999. i; Sendibílastöðin h.f., ;: Ingólfsstræti 11. Sími 5113 :i Viðgerðir ;;á allskonar stoppuðúm hús- ijgögnum. Húsgagnaverk- !; smiðjan, Bergþórugötu 11. i; Sími 81830. i| Saumavélaviðgerðir- i; skrifstofuvélaviðgerðir i; S y 1 g j a, :; Laufásveg 19. Sími 2656. i; Gúmístíqvélin ;: færðu fljótt og vel viðgerð Úhjá Birni, Stórholti 27. i; Nýja sendibílastöðih ;; Aðalstræti 16. Sími 1395 4 Lögfræðingar: Áki Jakobsson og Kristján;: ÍEiríksson, Laugaveg 27, 1.1; i hæð. — Sími 1453. ;| IÚtvarpsviðgerðir j; Radíóvinnustofan, ;! Laugaveg 166. 1; Farfuglar! Ferðamenn! Gönguferð á Esju n.k. 1; sunnudag. Farið úr bænum 1; ið morgni og ekið að Mó-;1 gilsá. Gengið þaðan á há-!; tind Esju, 909 m. Uppl. í;! VR, Vcnarstræti 4, kl. 8,30 c —10.00 í kvöld. 1: ■#############################* Uppboð Opinbert uppboð verður haldið í uppboðssal bo’rgar- fógetaembættisins í Arnar- hvoli fimmtudaginn 17. maí n.k. kl. 1,30 e.h. og verða þar seld ýmis konar hús- gögn s.s. ritvélarborð, arm- stólar, hægindastólar, skáp- ar, legubekkir og borð. Enn fremur rúmfatnaður, fatnað ur, borðbúnaður, bækur, leikföng (barnabílar og sand kerrur), 1 jósakrónur og ýmis legt fleira. Greiðsla fari fram við hamarsliögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Di. Helgi P. Briem sendi hena í Ráðstjórnar- ríkjunum Dr.. Helgi P. 'Briem, sendi- herra, afhenti í dag herra Nikolai Shvernik, forseta for- sætisráðs æðstaráðs Ráðstjórn- arríkjanna, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Ráð- stjórnarríkjunum. Sendiherrann hefur framveg- is aðsetur í Stokkhólmi. (Fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu). Kona slasast I fyrrakvöld féll kona af hest baki við Rauðavatn og slasað- ist. Konan heitir Elinborg Finnbogadóttir. Hestui’inn lenti í klakahlaupi og stakkst á höfuðið. «Við það féll konan úr hnakknum, en festist í ístaði og dró hestur- inn hana nokkurn spöl. Við það skarst hún á höfði og viðbeins- brotnaði. - ■*' ------hrrS-■-.j Rósinkar Guðmundsson Framhald af 6. síðu. gömlum vini gengnum, en um það stoðar ekki að fást. Hjá mér, og ég hygg hjá öllum, sem kynntust Rósinkar Guð- mundssyrh, dvelur til æviloka minning íslenzks alþýðu- manns eins og þeir gerast bezt ir. Trú hans á algeran sigur verkalýðsins förlaðist aldrei og hún er okkur hinum örfun. Vertu sæll, Rósinkar. Hendrik Ottósson. Dýr mundi Hafliði allur Framh. af 5. síðu missi ástvina hans, og þegn- félagsins eins er að gjalda og taka þær mannbætur, sem vert væri að kæmu fyrir dauða hans. I útfararsannleik hlýtur að vera leyfilegt að segja frá því, að heitust ósk Hafliða hefði það verið, ef dauði hans mætti friðkaupa sakamann einn og gera úr honum eins gagnleg- an þegn og Hafliði var sjálf- ur. Vel væri, ef allir gerðu sitt til, að þar kæmi fyrst eins manns lið í bæturnar eft- ir Hafliða Jónsson úr Skála- vík. Ógæfa sú, sem ég veik nú að, átti að Hafliða dómi sál- fræðilegar rætur og rök þar vestur frá fyrir minni flestra manna, sem þetta lesa, og skiptir sú saga hér aðeins máli að því leyti, sem saka- mannsþjáning nútíðar fram- lengdi og endurspeglaði stöð- ugt í Hafliða augum for- feðraþjáninguna undir oki valdstéttar. Hann fann í æðum kvöl son- arins, þá sem Þorsteinn Er- lingsson lýsir í þriðja fremsta kvæðinu í Þyrnum. Það heitir Arfurinn. Sá var föðurarf- ur Hafliða. Vafalaust hefur Hafliði erft drjúgan hlut gáfna sinna úr föðurætt. „Hvað var það allt móti ógoldnu hefndunum eða sem níðingur bregðast í efndunum ?“ Fyrstu og mestu efndir á heitum æskunnar voru þær að gerast traustur þegn batnandi þjóðfélags, sem bauðst á fyrstu tugum þessarar aldar. Sú var hefndin göfugust að uppræta mein fortíðarinnar, hvar sem einstaklingurinn megnaði það. Til hins gafst sjaldnar tóm og tækifæri á vaxtarárunum að svala þorsta andans. En róttækni Hafliða í skoð- unum var hvert andartak ævinnar vakin af minningum eins og þeirri, þega-r hrepps- nefndin vestra ætlaði að þröngva móður hans í neyð- inni til að þiggja af sveit og gefast á manna vald með barnahópinn. Aldrei, aldrei gátu kólnað í hug hans þau glóandi svör, sem hútí varðist með þá, né tár hennár í einrúmi á eftir. Ekkert stolt gat á ævinni síð- ar jafnazt á við það að geta, stráklingur, aflað slíkri móð- ur fisk í soðið. Hafliði er einn þeirra þús- und föllnu drengja, sem lifðu kannski mest til þess að færa móður sinni fisk í soðið, en vita skaltu, eins og sex alda þjóðkvæði segir við manns- lát eitt, að ,,svo fóru dýrir drengir“, — svo dýrir, að aldrei skulu þeir fullbættir fyrr en á íslandi ríkir sam- virkt og réttlátt þjóðskipulag. Björn Sigfússon. Hafliði ólst upp vestur í Bolungarvík við hörð lífskjör. Strax og hann gat nokkuð, fór ha-nn að vinna eins og orka hans leyfði. Sjóróðra stundaði hann þar á opnum bátum á unglingsárum sín- um, og drakk þá í sig þrótt og harðfylgi sjómannsins með sjósókn og erfiði fyrir dag- legu brauði. Hann þráði stæra og sterk- ari skip, þar sem sjómennirn- ir voru öruggari og báru meira úr býtum fyrir þræl- dóm sinn. Hann var þar for- maður á mótorbát í nokkur ár, unz hann fluttist hingaö suður og réðist á togara og vann á ýmsum þeirra við góðan orðstír bæði sem verk- maður og félagi. Hann vír á þeim tímum mjög virkur félagi í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, sat í stjórn þess um tíma og gegndi ýmsum öðrum trúnað- arstöðum fyrir félag sitt. Hann stóð jafnan dyggur vörð um réttindi og hagsmuni sjómannastéttarinnar, sem var ekki vinsælt á þeim tím- um meðal útgerðarmanna, og að lokum var hann hrakinn úr skiprúmi fyrir að hann barðist fyrir og vildi fá aukið öryggi sjómanna á hafi úti, svo og að önnur réttindi þeirra væru í heiðri höfð. Lengi var honum synjað um skiprúm af þessum örsök- um, því að útgerðarmenn vildu ekki hafa slíkan upp- í’eisnarmann á skipum sínum, því mál sitt flutti hann jafn- an með rökum, mælsku og skörungsskap, bæði á sjó og landi, á fundum og í kunn- ingjahóp, og skeyti hans hittu alltaf í mark. Þá var það að hinn víðsýni og frjálslyndi baráttumaður Héðinn Valdimarsson réði Hafliða til vinnu hjá Olíuverzl un íslands, og mun það hafa ráðið miklu, að hann taldi það ómaklegt, að menn yrðu að missa atvinnu sína fyrir skoð- anir sínar og drengilega bar- áttu í verkalýðshreyfingunni. Milli Hafliða og Héðins tókst svo náin vinátta, sem hélzt meðan báðir lifðu. Nokkru eftir að Hafliði réð- ist til O. I. gerðist hann ben- zínafgreiðslumaður hjá því félagi og gegndi hann því starfi alltaf síðan, fram á dauðastund, því að hann féll niður mitt í starfi sínu og var látinn nokkrum mínútum síð- ar. Þeir eru margir sem þekktu Hafliða á benzíngeyminum í Tryggvagötu, því allir sem þangað komu nutu lipurðar hans og hjálpsemi, sem hann þreyttist aldrei á að sýna við- skiptamönnunum. Það var líka alltaf hressandi að koma til hans, heyra hann segja álit sitt á þjóðlífinu, gagnrýn% stjórnmálamenn og gerðir þeirra, og hvernig þeir snér- ust við vandamálunum á hverjum tíma, gagnrýna stjórnmálaflokka og stefnur, hvað honum fannst rétt og hvað honum fannst rangt. Hann var víðlesinn og fróður vel um marga hluti, og hafði góðan skilning á öllu sem bet- ur mátti fara á hvaða vett- vangi sem var, réttlætiskennd hans var mikil hver sem í hlut átti, henni var alltaf hægt að trej^sta. Þeir voru líka margir sem nutu gleði og ánægju hjá Haf- liða, og gleymdu um stund á- hyggjum og amstri hins dag- lega lífs, er þeir hlýddu á hin- ar bráðsmellnu sögur hans, bæði gamlar og nýjar, sem hann hafði jafnan á hrað- bergi, en voru þó ávallt græskulausar, en sagðar af manni sem hafði góða frá- sagnarhæfileika, og gat séð skoplegu hliðina á hverjum hlut, enda var liann alltaf hrókur alls fagnaðar í kunn- ingjahóp. Síðasta heimsókn sem Haf- liði fékk á „geyminn“ var maðurinn með sigðina miklu, hann. hlustaði ekki á sögur hans eða rökræður um þjóðfé- lagsvandamál, heldur heimt- aði hann með séf yfir á hið ó- kunná land, þaðan sem enginn kemur aftur. Hann vár trúr yfir öllu sem honum var falið hér, þessvegna verður hánn settur yfir mikið hjá hinum miklá forstjóra lífsins í landi ei- lífðarinnar, þar munum við vinir hans og vinnufélagar hitta hann glaðan og ham- ingjusaman þegar við verðum kallaðir héðan, hvenær sem það verður. En meðan við lif- um munum við margir minn- ast hans sem góðs vinar og félaga, minnast hans með þakklæti og gleði fyrir allar ánægjustundirnar, sem hann veitti okkur meðan hann lifði og starfaði meðal okkar. Við þökkum honum fyrír samfylgdina og biðjum guð að blessa sál hans. A.G. Æskulýðssíða Framhald af 3. síðu. svara slíkri ósvífni með því að hætta við allt saman. Og hvar voru menn þá staddir? Ekki var þetta fyrir hann gert. Verzlunin, útgerðin, lifrar- bræðslan, fiskverkunin. Hann gat vel lifað án þess arna, — það vissu allir. Nei, þegar öllu var á botn- inn hvolft, þá vissu menn hverju þeir slepptu, en ekki hvað þeir hrepptu. Þess vegna voru engar kröf- ur gerðar, og engu breytt, — og’ fólkið hélt einhvernveginn áfram að treina fram líftóruna fyrir guðs og kaupmannslns náð. Gj. c

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.