Þjóðviljinn - 20.06.1951, Side 5

Þjóðviljinn - 20.06.1951, Side 5
Miðvikudagur 20. júní 1951 — 'ÞJÓÐVILJINN — (5 „Kommúnisminn í Evrópu er aftur í sókn" BÆJA- og sveitastjórna- kosningar i hvaða landi sem er, vekja ekki að jafn- aði mikla athygli með öðr- um þjóðum. Til þess liggja því sérstakar ástæður, að slíkar kosningar um megin- hluta ítalíu, sem fram fóru í þrem áföngum síðustu helgina í maí og tvær fyrstu helgarnar í júní, vöktu at- hygli um heim allan og með þeim var fylgzt af spenningi. Camille Cianfarra, fréttarit- ari bandaríska stórblaðsins „New York Times“ í Róm gerir mætavel grein fyrir þýðingu þessara kosninga í fréttapistli, sem blað hans birti sama daginn og fyrsta umferðin í kosningunum fór fram. Hann sagði þar: „Vegna þess, að andkommún istisku flökkarnir hafa byggt kasningaherferð sína á þjóðmálum en ekki hreppa pólitík . á hverjum Stað, er búizt við að í kosningunum komi greinilega fram, hvern- ig stjórnmálaástandið er í landinu. Þær koma að vissu leyti beint við bandarískum skattgreiðendum, sem munu fá að sjá sjálfir á kosninga- úrslitunum, hvaða pólitískan arð dollarafjárfesting þeirra í evrópsku lýðræði hefur gef ið af sér eftir þriggja ára Marshalláætlun. Árið 1948 fékk kaþólski Kristilegi lýð- ræðisflokkurinn undir for- ystu núverand forsætisráð- herra, Alcide De Gasperi, hreinan meirihluta á þingi enda þótt yfir 8.000.000 at- kvæði féllu á flokkana lengst til vinstri. Síðan þá hefur Italía þegið 1.300 milljónir dollara frá Banda- ríkjastjórn til að byggja upp striðseytt atvinnulíf sitt og stemma. stigu við kommúnistaflóðinu. Kaþ- ólska kirkjan bíður einnig kosningaúrslitanna með mik- illi eftirvsntngu, því að páfa stóllinn hefur síðan í stríðs- lok barizt miskunarlaust til að losa tök kommúnista á tveim milljónum flokksmeð- lima. Páfinn hefur borið fram margar persónulegar á- skoranir, þar sem hann hef- ur fordæmt hættuna sem kirkjunni stafar af guðlaus- um og klerkafiandsamlegUm skoður.um flokkanna yzt til vinstri." „QTJÖRNMÁLAMENN úr ^ andstöðuflokkum komm- únsta viðurkenndu í einka- viðtölum í dag,“ heldur Cian farra áfram, „að ef fylking vinstrisósíaldemókrata og kommúnista fengi fleiri at- kvæði en í apríl 1948, myndi það þýða, að almenn óá- nægja ríkti yfir stefiju þeirri sem ríkisstjórn andkommún- ista hefur fylgt undanfarin þrjú ár bæði í innanlands- og utanríkismálum. Að þeirra sögn myndi það sérstaklega þýða, að milljónir Itala væru andvígir hervæðingunni og samvinnu við aðrar vest rænar þjóðir (Atlanzhafs- bandalaginu), að hlutleysis- stefnan, sem kommúnistar og vinstrisósíaldemókratar halda fram ætti miklum vin sældum að fagna meðal verkalýðsins, og af þessu rriyndi teiða, að kaþólskir og hinir áridkommúnistisk'u flokkarnir, sém hafa stutt’ þessa stefnu, misstu virð- ingu pg vald“. SVO fór, að þessi orð hins bandariska frétttaritara reyndust hin spámannleg- ustu. Úrslit kosninganna urðu þau, að alþýðufylking vinstrisósíaldemókrata og kommúnista bætti hvarvetna við sig atkvæðum en stjórn- arflokkarnir, og þá fyrst og fremst kaþólski flokkurinn, stórtöpuðu. í fyrstu kosn- ingalotunni var kosið í hér- uðunum í Pódalnum. Italski innanríkisráðherraim, hinn illræmdi Scelba, hefur ekki enn fengizt til að birta úr- PALMIRO TOGLIATTI slitatölur um, hvernig at- kvæði féllu þar. Síðustu töl- ur, sem tilkynntar voru, sýna að alþýðufylkingin hafði þá fengið þáma 1.710.000 at- kvæði en kaþólskir 1.559.000 Árið 1948 fengu kaþólskir 50,2% atkvæðanna í þessum héruðum en hafa samkvæmt þessum tölum hrapað niður í 36,3%. Fylgi alþýðufylk- ingai’innar hefur hinsvegar vaxið úr 32% í 39%. Af smærri flokkunum fengu hægrisósíaldemókratar nú 11,2% en árið 1948 9,1%, nýfasistar 3,9% á móti 0,9% 1948 og Lýðveldisflokkurinn einn af stuðningsflokkum stjórnar De Gasperi, fékk nú 3% en 2,2% 1948. Þessar tölur úr fyrstu kosningalot- unni komu eins og köld gusa yfir ítalska ráðamenn og bandaríska yfirboðara þeirra. I þrjú ár hafði lát- laust verið kyrjaður sá sónn, með forsöng frá Was- hington, að sú alda róttækni, sem gekk yfir Vestur-Ev- rópu í kjöífar stríðsins væri hnigin, Marshailáætlun- in hefði konúð kommúnism- anum í Vestur-Evrópu á kné. . Þessar staðhæfingar voru studdar kosningatölum frá útskæklaríkjum eins og Norðurlöndunum og Niður- löndum, en nú sýndu kosn- ingatölurnar frá Italíu, sem vegna legu sinnar og íbúa- fjölda hefur úrslitaþýðingu í Vestur-Evrópu, að þar íhafði rótæk verkalýðshreyf- ing haldið áfram að safna um sig fylgjendum jafnt og þétt þrátt fyrir milljarða dollara fjáraustur úr ríkis- sjóði Bandarikjanna, sem einmitt hefur haft þann meg intilgang að stöðva slíka þróun. Marshallmútuþegarn- ir í ríkisstjórn Italíu stóðu hinsvegar uppi rúnir veru- legúm Kluta af fylgi sínu. AÐSTAÐA ítalíu innan A- bandal. mun veikjast verulega, ef kosningarnar á Sikiley verða ekki hagstæð- ari kaþólska flokknum“ skrifaði fréttaritari borgara- blaðsins „Giornale D‘Italia“ í Washington blaði sínu eftir kosningamar í Pódaln- um og bætti við: „Það er áreiðanlegt, að Bandaríkja- menn eru allt annað en á- nægðir með kosningaúrslit- in.“ Ekki varð gleðin meiri í Washington yfir kosningun- um á Sikiley. Þar jókst at- kvæðatala alþýðufylkingar- innar um 38,3% frá 1948, úr 465.000 í 644.752. Kjósend- um kaþólskra fækkaði hins- vegar um 37,4%, úr 1.064. 000 niðurí 666.128. Af hin- um flokkunum fengu nýfas- istar 12,8% atkvæðanna á Sikiley, bandalag konungs- sinna og frjálslyndra 9,6%, hægrisósíaldemókratar 4,3 % (fengu 8,4% árið 1948) og Lýðveldisflokkurinn 1,7%. Eftir kosningarnar á Sikiley sagði Cianfarra í „Nevv York Times“: „I augum stjórn- málamanna í Róm var þetta ný sönnun þess, . .. að áróð- ur og skipulagning kommún- ista hafði hrundið með yf- irburðum sókn allra hinna flokkanna“. Enn var eftir þriðja kosningalotan, í Pied- mont, Emilia, Toscana og þrem syðstu héruðum Italíu skaga. Þar fór á somu leið og á Sikiley og í Pódalnum. Alþýðufylkingin bætti við sig atkvæðum en stjórnar- flokkarnir tÖpuðu. Verka- lýðsflokkamir fengu 38,5% greiddra atkvæða en kaþólsk ir 36%. I kosningunum 1948 féikk alþýðufylkingin 36% en kaþólskir 46%. I þessari PIETRO NENNI kosningalotu fengu hægri- sósíaldemókratar 8,2% at- kvæðanna en nýfasistar EKKI má gleýma því, er þessar kosningatölur eru athugaðar, að valdhafar Italíu, stjórnarflokkarnir og kaþólska. kirkjan, beittu hverskyns bellibrögðum og rangindum til að draga fram sinn hlutr Þjónar Scelba inn anríkisráðherra létu lýsa tí- unda hvert greitt atkvæði ó- gilt, slík tala ógildra at- kvæða er eins dæmi í kosn- ingum og þess hefur verið krafizt, að ógiltu atkvæðin verði endurskoðuð. Það sann aðist, að samtök kaþólskra leikmanna skiþulögðu grímu laus kosningasvik, létu bíl- farma af fólki greiða at- kvæði oft og mörgum sinn- um á-sínum kjörstaðnum í ihvert skipti. íhlutun kaþ- ólsku kirkjunnar í kosning- un var taumlaus og op- inbe?, enda þótt ítölsk lög harðbanni kirkjunni að hlut- azt til um stjórnmálabar- áttuna í landinu. Kardinálar, biskupar og klerkar hótuðu að setja hvem þann útaf sakramentinu, sem tæki virkan þátt í Lkosningabar- áttu alþýðufylkingarinnar. Biskupar Toscana lýstu yfir: „Kjósendur, sem greiða at- kvæði flokkum, er aðhyll- ast kenningar andstæðar kaþólskri trú, fremja dauða- synd“. Togliatti, foringi Kommúnistaflokks Italíu hefur lýst yfir, að tölumar úr kosningunum sýni, að í raunverulega frjálsum og heiðarlegum kosningum myndi alþýðufylkingin fá hrelnan meirihluta á Italíu.' STU ÓRN ARFLOKKiARNIR ítölSku og bandarískir húsbændur þeirra hafa reynt að hugga sig við það í öll- um hörmungunum, að þótt alþýðufylkingunni hafi auk- izt fylgi þá hafi hugvitsam- leg kosnngalög gert það áð verkum, að stjórnarflokk- arnir hafi unpið meirihluta í ýmsum borgum. Kosningalög in eru þannig úr garði gerð, að listabandalag, sem flest atkvæði fær, hlýtur tvo þriðju bæjarfulltrúa á borg- unum og fjóra fimmtu full- trúa í þorpunum. En þessar sigurfréttir hafa reynzt stór ýktar. Seelba innanríkisráð- herra hefur ekki getað svar að einu orði skýrslu blaðs- ins „Paesse . Sera“, sem sýndi, að alþýðufylkingin heldur meirihluta í 295 bæj- ar- og sveitarfélögum, sem ráðherrann hafði haldið fram að hún hefði tapað. Þá var það þungt áfall f>TÍr stjórnendur áróðursins gegn kommúnistum, að alþýðu- fylkingin hafði ekki veikzt heldur eflzt í borgunum Bol- ogna og Reggio Emilia, en tveir þingmenn þaffan sögðu sig úr kommúnistaflokknum í vetur. Ekki var það síður þungbært, að í ljós kom að vinstiisóslíaidémáíirataflokk- ur Pietro Nennis eflist jafn- hliða' kommúnistaflokknum. ískyggilegast fyrir kaþólska er.þó, að mest hefur alþýðu- fylkingin unnið á um Suður- ítálíu, en lienni hafa presta- vald og stórjarðeigendur allt af hingað til getað haldið sem öruggu vígi afturhalds- ins. Viðbrögð þeirra borgara legu afla, sem enn hafa kjark til að horfast 1 augu við veru leikann, kom skýrt fram í Parísarskeyti sænska blaða- mannsins Bertil Svahnström til blaðs síns „Stockholms- Tidningen“. Undir fyrirsögn- inni: „Kommúnismnn í Evrópu er aftur i sókn“ komst hann m. a. svo að orði: „Fylgisaukning komm- únista í ítölsku kosningun- um virðist marka tímamót í eftirstriðssögu Evrópu. .. Kosningalög duga ekki til lengdar í baráttu gegn kommúnisma ... ítölsku kosningarnar hafa sýnt, að kommúnisminn í Evróþu er aftur í sókn“, M. T. Ó. UWVWWUVWUVWVÍWUWWJWVVVVUWVVWVVWWWSftWiWVVWVftVWVVWWWAnAiWAftflAftWWWUWVWUVVW Miuningaskildir nm landskeppnina • í frjálsum :i íþróttum Frjálsar íþróttir munu vera einhvér vinsælasta íþróttagrein- in, sem hér er iðkuð. — Nöfn margra, frjálsíþrótta- manna vorra eru kunn víða um lönd, og hafa þeir borið ís- lenzk'ri íþróttaæsku fagurt vitni. Frjálsar iþróttir hafa því fengið marga aðdáendur í hópi áhorfenda, auk þeirra allra, sem komist hafa í lifrænt sam- band við þær sjálfar á s.l. 40 árum. Nú stendur fyrir dymrn keppni, sem forráðamenn. frjálsíþrótta og íþróttamenn- irnir sjálfir leggja mikið kapp á. að fari vel, íþróttalega og fjárhagslega. Þessi keppni er landskeppnin við Norðmenn og Dani í Osló. Þetta er kostn- aðarsamt fýrirtæki. I tilefni af þessu hefur FRÍ látið gera mjög smekklega silfurskildi til minningar um landskeppni þessa. Er þegar hafin sala á þeim, og sýnt að þessi hug- mynd á vinsældum að fagna. Með þessu geta menn líka stutt sína hugstæðu íþróttagrein þeg- ar mikið liggur við, og um leið eignast smekklegan minjagrip um þessa keppni. Gripi þessa er hægt að fá hjá stjórn FRÍ og í Bókaverzlun Isafoldar í Austurstræti. Upplag þessara silfurskjalda er ekki mikið, svo rétt er fyrir hina mörgu velunnara að draga ekki á langinn að eignast minjagripina og um leið að ljá lið góðu málefni til framgangs frjálsum íþróttum. „Meyjaskemma44 á íþróttavelliniiín Það var mörgum gleðiefni er ungar stúlkur tóku að iðka hér frjálsar íþróttir. Ýmsir vildu þó álíta að slíkt yrði til að aflaga kvenlegan yndisþokka. Manni finnst þessi móbára hafi átt rót sína að rekja til þeirra fordóma að konur ættu efeki að fást við karlaverk. Reynsl- an sýnir að þær glata ekki sinni kvenlegu fegurð, en bæt’a við krafti og þreki til að mæta baráttu lífsins, sem alltaf ligg- ur á næsta leiti. Því miður hefur aðbúnaður kvonnanna ekki verið sem bezt- ur undanfarið. Nú hefur þó svo úr rætzt að fyrir atbeina hins duglega vallarvarðar Baldurs Jónssonar hafa þær nú fengið sína sérstökp „meyjaskemmu“ sem er snotur og vistleg. Fylg- ■ir henni gott bað og vatnssal- erni. Auffvitað gleymdi Baldur ekki stórum og góðum spegl- um. Þessar umbætur ættu að draga ungar stúlkur til æfinga og leiks í vaxandi mæli. \ erkfalli liótað á Indlandi Fjögur félög járnbrautar-. starfsmanna á Indlandi hafg) samþykkt að gera verktall.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.