Þjóðviljinn - 22.06.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.06.1951, Blaðsíða 8
Sfjórn íhaldsins á fjármánum Reykjavíkur harðlega gagnrýná í bæjarstjórr. Préun sem verður að sföðwsi Skuldir bæjarius sJ. ár jukust um 17,8 milljónir kroiaa Á bæjarstjórnarfundi í gær flutti Guömundur Vig- íússon eftirfarandi tillögu: „Vegna framkominna athugasemda við reikninga Reykjavíkurbæjar og fyrirtækja hans fyrir árið 1950, og með tilliti til aukinnar dýrtíðar og vaxandi fjárhags- crfiðleika skattgreiðenda, ályktar bæjarstjórn að gæta þurfi framvegis meira hófs og aðgæzlu við f jármálastjórn bæjarins en verið hefur á síðastliðnu ári, og felur bæjar- ráði að taka framkomnar athugasemdir og gagmýni til athugunar og afgreiðslu.“ Reikningar Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1950 voru til síðari umræðu og afgreiðslu á bæjar- stjórnarfundinum í gær. Guð- mundur Vigfússon gagnrýndi í ítarlegri ræðu f jármálastjórn íhaldsins og væri niðurstaða reikninga bæjarins slík að bæj- arstjórnin og almenningur þyrfti alvarlega að athuga að ekki yrði lengra haldið á þeirri braut. f Svo aðeins sé stiklað á stærstu atriðunum í ræðu Guð- mundar benti hann á að á- ætlaðar tekjur Reykjavíkurbæj- ar fyrir árið 1950 voru 66 millj. kr. en urðu 70,6 millj. kr. fram úr áætlun. Áætlað var til eigna breytinga 10,5 millj., en var varið á árinu 6.6 millj. og hefði því mátt vænta verulega góðr- ar útkomu, en þvert á móti varð reynndin ekki sú, heldur fóru rekstrarútgjöld bæjarins yfir 8 millj. kr. fram úr áætlun, en af þeirri upphæð eru að vísu 2,5 millj. samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eftir að áætlunin var samin. Skuldaaukning 17 millj kr. Skuldir bæjarins á árinu juk- ust um 17 millj. kr., þar af lausaskuldir 15 millj. kr. og voru lausaskuldir í árslok 29 millj. og skuldaði bærinn í árs- lok sámtals 40,5 millj kr. 1. jan. 1950 átti bærinn inni hjá Landsbankanum um 700 þús., en við síðustu áramót hafði þetta breytzt þannig að bærinn skuldaði þar 9,4 millj. króna. Alir sjóðir eyddir Þá er svo komið að allir sjóð- ir bæjarins, sem stofnaðir hafa verið á undanförnum árum hafa verið notaðir sem eyðslufé og eru því tæmdir, þannig að ef nota ætti þá t. d. ráðhússjóðinn, til þeirra framkvæmda er þeir voru ætlaðir, eru allar horfur á að grípa yrði til þess ráðs að leggja á bæjarbúa þá upp- hæð er sjóðirnir nema. Tilbúin lánsfjárkreppa. Til sjóðanna hefur verið gripið til margvíslegra fram- kvæmda af þeim sökum að fyrirtæki bæjarins eins og hita- veita, rafveita o. fl. hafa eklti fengið lán með eðlilegum hætti hjá bönkunum til nauðsynlegra aukninga þessara fyrirtækja. 11 blöð bönnuð Hernámsyfirvöld Vesturveld- anna í Þýzkalandi hafa bannað útkomu ellefu af 16 blöðum kommúnista í Vestur-Þýzka- landi í þrjá mánuði. Tilefni bannsins segja hernámsyfirvöld in vera skrif blaðanna gegn hervæðingu Þýzkalands. Þessi stefna núverandi ríkis- stjórnar og bankanna — sem bæjarstjórnaríhaldið er sam- sekt, veldur því að öll fyrir- tæki bæjarins skulda honum nú stórar upphæðir, og til að reyna að minnka þær skuldir er verið að velta stórum aukaútgjöldum á bæjarbúa. Er þetta ein aðferð ríkisstjórnarafturhaldsins til þess að rýra lífskjör almenn- ings, því Ijóst er að eftir því sem almenningur þarf áð greiða hærri gjöld fyrir rafmagn, vatn, strætisvagnaferðir o. s. frv. héfur hann minna til að nota til annarra.þarfa. Kostnaður við stjórn bæj- arins hækkar stöðugt. Kostnaður við stjórn bæjar- ins hækkar ár frá ári. Eins og áður hefur verið ítarlega rætt var risnukostnaður bæjarins s.l. ár fjórðungur úr milljón. Bif- reiðakostnaður bæjarins eykst meir og meir, var 1948 kr. 168 þús., 1949 var hann 265, en s.l. ár 301 þús. Auk þess var bifreiðakostnaður lögreglunnar 390 þús. S.I. ár greiddu því bæjarbúar í bifreiðakostnað fyrir bæinn og lögregluna sam- tals um 700 þús. kr. Þróun sem verður að stöðva Þessa þróun í fjármálum Reykjavíkurbæjar sem hér hef- ur verið lýst þarf að stöðva. Þeir tímar eru nú yfirstandandi sagði Guðmundur, að Reykja- víkurbær hefur annað við tekj- ur sínar a'ð gera en að eyða þeim í sívaxandi kostnað við stjórn bæjarins, risnu og bif- reiðakostnað. Hér hefur aðeins verið drepið á það stærsta. — Borgarstjóri flutti mjög langa svarræðu, sem hann var svo hugulsamur sjálf- ur að kalla ,,sparðatíning“, og fór tiltölulega Iengstur hluti ræðunnar í að ræ'ða um þao sem borgarstjórinn nefndi „gest risni“, jafnvel skrapp hann alla Framhald á 7. síðu Skrúfu af togara stolið — Fannst í brotajárnsskipi í fyrrinótt var stolið togara- skrúfu, sem geymd var hjá fiskverkunarhúsi Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar í Flatahrauni og er eign bæjarútgerðarinnar. Skrúfan fannst í gær um borð í skipiriu „Rosida“, sem er í brotajárnsflutningum á vegum Steíans A. Pálssonar. Skrúfa þessi er úr kopar og þvi mikið verðmæti. Hún vegur um eitt tonn og er allfyrirferðar mikil. Þegar rannsóknarlögreglan í Reykjavík fann skrúfuna lá Rosida hér í höfninni og mun hafa verið tilbúin til brottferð- ar, því búið var að ganga frá lestarhlerum. Ekki mun upp- lýst hvernig skrúfunni liaefur verið komið um borð í skipið, en málið er að sjálfsögðu í rannsókn. Kosningablað Mýramanna Nytt tölublað Annað tölublað af kosninga- blaði Mýrarmanna kemur út í dag og verður einnig selt hér á götunum. Bergur Sigurbjörnsson skrif- ar þar um brottrekstur sinn úr Framsóknarfélögunum og grein ina „Er þetta lýðræði ?“ Hall- grímur Jónasson kennari skrif- ar greinina „Þegar Framsókn- arbroddarnir börðust við dýr- tíðina!“ og enn fremur má nefna greinina „Hvers vegna Andrés en ekki Sverrir?“, „Bjarni Benediktsson 25 ára stúdent lýsir trausti á Bjarna Benediktssyni ráðherra" og „Hermann í Heiðnabergi". Fjöl- margar aðrar greinar eru í blað- inu, sem er fjölbreytt og fjör- lega skrifað. Hofnfirðingar Hafnfirðingar, sem vantar bílfar á Jónsmessumót sósí- alista á ÞingvöIIum clagana 23. og 24. þ. m., ættu að gefa sig fram í síma 9615, síðasta lagi fyrir hádegi á laugardag. RútubíII mun fara úr Hafnarfirði ineð fólk á niótið, ef næg þátttaka fæst. Sósíalistafél. Hafnarfjayðar. Bœiirm gEeiðir sömu vísitöluappbót Söcfðu Eysfeini fyrir vesfan hann mœffi þcð! . Á bæjarstjórnarfundi fyrir hálfum mánuði fhitti Sigurður Guðgeirsson tillögu um að bær- inn greiddi starfsmönnum sín- um vísitöluuppbót í samræmi við það sem verkalýðsfélögin sömdu um i vor. Tillaga Sig- urðar þótti ekki hæf til sam- þykktar þá, en á bæjarstjórn- arfundi í gær flutti borgar- stjóri tillögu um að bærinn ákvæði að greiða vísitöluupp- bót í samræmi við fyrrnefndan samning og fela bæjarráði fram kvæmdina. Bofgarstjóri kvaðst ekki hafa verið reiðubúinn til þess á síðasta fundi, því þá hefði hann ekki verið 'búinn að tala við Eystein, en nú væri Ey- steinn kominn frá Bandaríkj- unum og hefði sagt sér að ríkið myndi greiða uppbætur samkv. samningi verkalýðsfélaganna við atvinnurekendur. Enn væri ekki víst hvort þær greiðslur vrðu miðaðar við 1. júní eða 1. júlí. — Slíkar vísitölugreiðslur myndu kosta bæinn á hálfu ári tæpl. 840 þús. kr. Föstudagur 22. júní 1951 — 16. árgangur — 137. tölublað Frá aðalíimdi SÍS: Miðstjórnarfundur alþjóðasambands samvinnnmanna haldinn hér næsta ár Sambandið sslái innlendar afurðir fyrir 119 millj. kr. á s.l. ári. — innflutningur SIS jókst að krónu- tölu en minnkaði að magni Frá því var skýrt á aðalfundi Sambands íslenzlcra sam- vinnufélaga, sem hófst í gær í hiimm nýju húsakyimum sam- vinimmanna í Borgarfirði, að alþjóðasamband samvinnumanna. niundi halda miðstjórnaríund sinn hér á Iandj ntesta ár. Ákvað SlS að bjóða alþjóða- sambandinu að halda þennan fund á Islandi í tilefni af 50 ára afmæli SÍS, sem er næsta ár, og flutti Vilhjálmur Þór, forstjóri, sem á sæti í miðstjórn inni, henni boðið. Var það þeg- ið, svo að hingað munu koma samvinnuleiðtogar frá mörgum löndum um víða veröld á fund- inn. Sigurður Kristinsson, formað- ur stjórnar SlS, setti áðalfund Sambandsins í gærmorgun. — Guðmundur Jónsson á Hvítár- bakka var kjörinn fundarstjóri en Sverrir Gíslason í Hvammi annar fundarstjóri. Ritarar eru þeir Karl Kristjánsson og-Hjört ur Hjartar. Sigurður Kristinsson flþatti skýrslu stjórnarinnar og ræddi hann rekstur og afkomu Sam- bandsins s. 1. ár. Vilhjálmur Þór flutti ítarlega skýrslu um starfsemina s. 1. ár. Sala á inn- lendum afurðum jókst mjög hjá Sambandinu á árinu, bæði vegna hækkandi verðs og aukins magns, og varð 119 milljómr. — Innflutningur Sambandsins jókst einnig að krónutölu vegna hækkandi verðs, en minnkaði að magni. Sala á fram leiðslu eigin verksmiðja jókst um 8,6 milljónir. Rekstur Sam- Engin síldveiði ennþá Fyrsfa skipið farið á veiðar Siglufirði í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Eitt sk.ip fór liéðan á síld- veiðar aðfaranótt þriðjudags- ins. Var það Særún frá Siglu- firði. Er hún fyrsta skipið sem fer á síklveiðar á þessu ári. Særún kom hingað inn í dag, en hafði ekkert aflað og ekki orðið síldar vör. Höfðu skip- verjar farið einu sinni í bátana og reynt ap kasta á ufsa, en ekkert fengið. Fanney, sem er í síldarleit á vegum hins opinbera, fer í síldarleit í kvöld frá Siglufirði. Veður var ágætt á Siglufirði í dag. Logn og hiti: Flciri skip eru nú ao búa sig á veiðar, en ekki er búist við að þau fari fyrr en í lok þessa mánaðar. Fyrir hálfum mánuði síðan taldi flugmaður nokkur, sem flaug milli Akureyrar og Siglu- fjarðar, að hann hefði séð tvær síldartorfur út af Héðinsfirði cg Ólafsfirði. Taldi flugmaður- inn öruggt að hann hefði séð þetta rétt, en ýmsir eru von- daufir um að svo hafi verið, heldur hafi það verið ufsi sem flugmaðurinn. sá. bandsskipanna gekk mjög vel og hafa samvinnufélögin fulla þörf fyrir aukinn skipastól. Framkvæmdastjórarnir Helgi Pétursson, Helgi Þorsteinsson, Leifur Bjarnason og Harry Frederikssen fluttu einnig skýrslur, en að því loknu hóf- ust umræ'ður. Fundurinn held- ur áfram í dag. HeiísufazIS í bænum Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarlæknis . voru allmörg kvefsóttar- og kverka- bólgutilfelli í bænum í s.l. viku. Mislingasjúklingar voru þá 36, en 33 í vikunni þar áður. Hins- vegar var ekki vitað um neitt influenzutilfelli í þeirri viku og aðrar farsóttir voru lítið út- breiddar. 113 gagttfræðingar iuku prófi í vo; frá Gagn- fræðaskéía Austurbæjar Á því starfsári, sem nú er að Ijúka, voru skráðir nemend- ur í skólann alls 656 og var starfað í 22 bekkjardeildum. Undir vorpróf gengu 649 nemendur þar af nokkrir utan- skóla. Prófum var lokið 31. mai Gagnfræðaprófi luku 113 nem- endur. Miðskólaprófi bóknáms- deildar (landsprófi) luku 115 nemendur. Þar af fengu 70 nem endur 6,00 eða hærra í me'ðal- einkunn í landsprófsgreinum. Framliald á 6. síðu. þlÓÐVILJINII I gær barst aðeins einn áskrifandi frá Hafnar- firði og vir'ðist sem lægð sé að skapast hér í Reykjavík. Nokki'- ar deildir eiga enn eftir að ná marki því sem þær settu sér í upphafi söfnunarinnar og geta þær varla verið þekktar fyrir annað en að ná því þar sein þeim hefur verið gefin mánað- arframlcnging á tíma til þess. Eftirfarandi deildir eiga enn ó- lokið við að ná sínu marki: Vesturdeild vantar 3 áskrif- cndur, Nesdeild 3, .Meladeild 7, Valladeild 2, Skerjafjarðardeild 3, Skuggahverfisdeild 5, Bar- ónsdeild 3, Sunnuhvolsdeild 3, Túnadeild 4, Laugarnesdeild 8 og Langholtsdeild 2. — 7 deild- ir hafa náð sínu marki þar af þrjár tvöföldu, Herðum sókn- ina. Söfnuninni lýkur 1. júlí og verður þá fróðlegt að vita hve langt við förum fram úr mark- inu. — Þjóðviljann inn á hvert íslenzkt heimili. •— Þjóðviljinn er sjálfstæðisblað Islendinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.