Þjóðviljinn - 24.06.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 24. júní 1951
Bæjarfréitir
Framhald af 4. síðu.
lestur: Heiðdis Norðfjörð (10 ára)
les sögu og kvæði. c) Tónleikar
o. fl. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón-
leikar: Píanólög eftir de Falla
(plötur). 19.45 Auglýsingar. — 20.00
Fréttir. 20.20 Einsöngur: Ferru-
ccio Tagliavini syngur (plötur).
20.35 Erindi: Huliðsverur (Grétar
Fells rithöfundur). 21.00 Kvöld-
vaka Tónlistarfélagskórsins: a)
Tónlistarfélagskórinn syngur; dr.
Urbancic stjórnar. b) Einsöngvar:
Guðmunda Elíasdóttir, Árni Jóns-
son, Gunnar Kristinsson, Maríus
Sölvason og sér Þorsteinn Björns-
son syngja sitt lagið hvert. c) Dr.
Urbancic leikur píanólög eftir
Ólaf Þorgrímsson. d) Karlakvart-
ett syngur. e) Dúett: Ásta Hann-
esdóttir og Svava Þorbjarnardótt-
ir. f) Gamanvísur: Guðmunda
Eliasdóttir syngur. g) Terzett:
Hanna Hegadóttir, Inga Sigurð-
ardóttir og Svava Þorbjarnardótt-
13.00—13.30 Óskalög sjúklinga
Björn R. Einarsson). 15.30 Mið-
dégisútvarp. — 16.25 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfr.egnir. 19.30 Tónleik-
ar: Lög úr kvikmyndum (plötur).
19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir.
20.20 Útvarpshljómsvéitin; Þórar-
inn Guðmundsson stjórnar: a) ís-
lenzk alþýðulög. b) „Zampa“, for-
leikur eftir Herold. 20.45 Um dag-
inn og veginn (Gylfi Þ. Gíslason
prófessor). 21.05 Einsöngur: Ebba
Wilton syngur (plötur). 21.20 Er-
indi: Nýju samningarnir milli
verkamanna og atvinnurekenda
dr. Benjamín Eiríksson). 21.40
Töhleikar (plötur): Paganini-til-
brigðin eftir Brahms (Wilhelm
Backhaus leikur). 22.00 Fréttir.
SKAK
Framhald af 3. síðu.
4. Bb5—a4 Rg8—f6
5. 0—0 Rf6xe4
6. d2—d4 • b7—b5
7. Ba4—b3 d7—d5
8. d4xéö Bc8—cC
9. Ddl—e2 Bf8—e7
10. c2—c4 b5xc4
11. Bb3—a4 Be6—d7
Ekki 11. ■— Dd7 vegna Rd4.
12. Rbl—c3 Rá4xc3
13. b2xc3 Rc,6—a7
14. Ba4—c2 Dd8—c8
15. Bcl—g5! Dc8—d8
16. Bg5—f6!
Ef nú gxf6, þá exf6 og svartur
getur ekki hrokað.
16. 0—0
17. Kf3—g5 h7—h6
17. — g6 strandar á 18. Dh5!
18. De2—h5 Ra7—b5 ?
Svartur hyggst bjarga skipta-
muninum, en lendir í öðru
verra.
19. Dh5xh6 ! Gefst upp.
SKÁKDÆMI
Langt er síðan boðið hefur
verið upp á skákdæmi hér í
dálkunum, en hér er eitt, sem
óg rakst á um daginn, nokkuð
óvenjulegt.
HVÍTUR: Kel—Hal—Pa2,
a3, a4, aö, a6, a7!
SVARTUR; Ka8.
Hvítur á að máta í áttunda
leilc.
Lausnin er ekki eins erfið
og hún er löng!
Síldarveitíð
Framh. af 5. síðu
unum á miðin við Doggerbank
til að rannsaka botninn, sildai-
göngur og síldartegundir.
Hollendingar hafa stundað
síldveiðar síðan á 12. öld og
voru um tveggja alda skeið
mesta síldveiðiþjóð heims.
Japanir
Framhald af 5. síðu.
Anatahan fyrir ári síðan, sann-
færði hann um að stríðinu væri
í raun og veru lokið og síðan
hafði hann beðið færis að kom-
ast í burt.
Inúe sagði þær fréttir af fé-
lögum sínum, að þeir hefðu
verið 33 saman, er hefðu orð-
ið innlyksa á Anatahan, er
bandarískar fiugvélar sökktu
skipum þeirra við eyna í júní
1944. Átta voru drepnir í inn-
byrðis bardögum og þrír lét-
ust af slysförum.
Hópurinn fékk flest það, sem
þurfti til að halda lífi á eynni
úr flaki bandariskrar sprengju-
flugvélar, sem fórst þar árið
1944, þar á meðal eina vél-
byssu, Mennirnir hafa lifað á
eðlum, kröbbum, kókoshnetum
og banönum og mangóávöxt-
um.
Inúe skýrði frá því, að for-
ingi hópsins, Nakagawa Ichire,
hóti að drepa hvern þann,
sem reyni að komast burt frá
Anatahan. Sjálfur bar hann ör
eftir þrettán hnífstungur úr
viðureignum við félaga sína.
Bandaríkjafloti ætlar að gera
enn eina tilraun til að ná
mönnunum af Anatahan áður
en hann afhendir innanríkis
ráðuneyti Bandaríkjanna yfir-
stjórn eyjanna.
200 ára deila
Framhald af 5. síðu.
slóð eftir kynslóð og hvað höf-
um við grætt á því. Sjálfsagt
eru smábændurnir efra við
skurðinn sízt betur farnir en
við. Nú skulum við hætta þess-
ari heimsku og láta stórbænd-
urna slást sjálfa ef þeir vilja.“
Án þátttöku stórbændanna
náðist auðveldlega samkomulag
um skiptingu áveituvatnsins.
Tókst sú skipulagning prýðilega
þegar fyrsta vorið. Nú vinna
bændur við Húang-skurðinn
að auknum áveitum og njóta til
þess ríflegs ríkisstyrks, því
þeim er ljóst að einungis með
aukinni áveitu fæst varanleg
lausn á erfiðleikum þeirra.
(Úr kínverska esperantóblaðinu
EU POPOLA CINIO)
Undir eiiíidorsiiörnum
Eftir A. J. Cronin
189.
DAGUR
þjóðnýtinguna liggja á milli hlutajj ég fer að-
eins fram á að þið reynið að lögfesta lágmarks-
laun“.
Chalmers réri sér fram og aftur í stólnum
með gremjusvip.
„Herra formaður, við höfum ekki tíma til
að halda þessu stappi áfram þessi háttvirti
þingmaður verður að bíða með að láta álit sitt
í ljós og treysta því að stjórnin geri það sem
unnt er að gera undir núverandi kringumstæð-
um“.
Fleiri raddir kváffu við;
„Næsta mál á dagskrá".
„Ég er ekki áð tala um álit og kenningar11,
hrópaði Davíð. „Ég er að tala um fólkið. Ég
vil vekja athygli nefndarmann á því, að þessi
lög munu fylla námumennina örvæntingu, koma
af stað óeirðum .... “
„Þér fáið síðar tækifæri til að koma með
breytingartillögur", svaraði Dudgeon stuttur í
spuna. Svo hækkaði hann róminn:
„Hver er vilji fundarmanna?“
Fylgismenn hans hrópuðu hver í kapp við
annan:
„Næsta mál á dagskrá".
Davíð gerði örvæntingarfulla tilraun til að
halda umræðunum áfram, en það bar engan
árangur. Tilbreytingarlaus rödd Dudgeons tók
aftur til við þuluna. Fundurinn hélt áfram eins
og ekkert hefði í skorizt.
59
Þennan sáma hráslagalega desembermorgun
gekk Arthur að námunni eins og venjulega og
opnaði dyrnar að skrifstofu sinni. Hann var
snemma á ferli. Hann hengdi upp hatt sinn og
frakka, stóð andartak og starði á dagatalið. Svo
flýtti hann sér að rífa efsta blaðið af. Nýr
dágur. Ekki sakaði það. Hann hafði lifað af
heilan dag í viðbót. Hann settist við skrifborðið.
Endaþótt hann væri nýkominn á fætur, fannst
honum hann strax vera orðinn þreyttur. Hann
hafði sofið illa. Hann var þreyttur og úrvinda
eftir hina óendanlegu baráttu við fjárhagslegt
ofurefli, sem var að gera hann frávita. Andlit
hans var magurt, tekið og hrukkótt eins og
á gömlum manni.
Hann hringdi bjöllunni og Pettit kom inn með
póstinn. Bréfunum var vandlega raðað, þau
stærstu neðst, þau minnstu efst. Pettit var
mikið snyrtimenni.
„Góffan daginn, Pettit“, sagði Arthur vélrænt.
Rödd hans var óeðlileg, endaþótt hann reyndi
áð gera hana vingjarnlega og fjörlega.
„Góðan daginn, herra Barras. Það hefur ver-
ið töluvert frost í nótt, herra“.
„Já, það er kalt, Pettit“.
„Mjög kalt. Á ég að bæta í eldinn?“
„Nei takk, Petitt“.
Næstum áður en Pettit var kominn út úr
herberginu, þreif Arthur efsta bréfið sem hann
hafði búizt við — frá bankanum í Tynecastle
Hann reif það upp og las í skyndi hinar
fáu línur. Hann varð alls ekki undrandi tæp-
lega gramur. Bankinn sá sér í svipinn ekki
fært að veita fleiri lán meö stuttum fyrirvara.
Því míður .... Arthur lagði frá sér bréfið. Það
var vingjarnlegt af þeim að segja „því miður“.
Alltaf var sagt því miður þegar farið var fram
á peningalán. Hann andvarpaði. En hann hafði
búizt við þessu svari áður en hann skrifáði
DAVlÐ
bréfið. Hann var búinn með allar innistæðurnar
og hafði notað lánstraust sitt út í ystu æsar. Nú
vissi hann þó að minnsta kosti hvernig fjár-
málunum var háttað.
Hann sat kyrr við skrifborðið. Endaþótt hann,
væri þreyttur átti hann mjög eríitt með að
sitja kyrr. Hann þurfti áð geía taugaæsing
sínum útrás. Hann fór enn einu sinni að rifja
allt upp sem gerzt hafði. Það kom þjáningar-
svipur á andlit hans.
Hann átti sér langa leið að baki frá því er
slysið vildi til, og nú var ekki til nein leið
lengur, aðeins ófæra, iðnaðarkviksyndi — krepp-
an. Kolin höfðu enn fallið í verði um fimmtán
shillinga á tonn, en jafnvel fyrir þetta gat hann
ekki selt þau. Stóru sameignarfélögin gátu selt
kolin sín, en hann, smáframleiðandinn, stóð al-
veg ráðþrota. Og samt varð hann að borga
skatta — sex pens af hverju tonni sem unnið
var úr námunni. Og verkamennirnir? Hann and-
varpaði aftur. Hann hafði gert sér vonir um að
fá þá á sitt band með því að berjast fyrir úr-
bótum og öryggi í námunum. En að mestu
leyti hafði hann orðið fyrir hrapalegum von-
brigðum. Verkamennirnir virtust næstum vera
reiðir yfir tilraun hans til að vinna vináttu þeirra
og litu tortryggnum augum á umbótatilraunir
hans. Hann vissi að hann var lélegur stjórnandi.
Hann var oft reikull í ákvörðunum sínum og
reyndi með fortölum að fá menn á sitt mál,
þegar hann hefði átt að vera harður og ósveigj-
anlegur. Hann átti þáð líka til a® sýna þráa,
þegar sterki maður liefði hlegið að öllu sam-
an og látið undan. Verkamennirnir vissu um
veiklyndi hans og notfærðu sér það. Þeir gátu
skilið hörku Barrasar eldri. Þeir höfðu óttast
hana o^ ef til vill dáðst að henni um leið. En
þeir vantreystu og fyrirlitu mannkærleika og
háleitar hugsjónir Arthurs.
Þessi fáránlega staðreynd lá á Arthur eins og
mara. Hann fylltist djúpri örvæntingu. Hann
vildi ekki viðúrkenna þessa fjarstæðu.
Hann hafði ekki beðið ósigur. Hann var aðeins
niðri í djúpum öldudal. Hann ætlaði að seigl-
ast við og halda áfram að berjast. Bráðum
hlyti að fara að rakna úr fyrir honum. Hann
hugsaði málið enn einu sinni. Hann horfffist
djarflega í augu við staðreyndir. Skuldir hvíldu
á námunni, lánstraust hans var uppurið og hagn-
aðurinn var minni en hann hafði verið síðast
liðin tuttugu ár. En hann hafði þá bjargföstu
trú, að bráðlega hlyti allt að fara. að lagast.
Einhvern tíma hlyti kreppunni að ljúka, —
bráðum hlyti henni að ljúka. Hann ætlaði að
seiglast við þar til kreppunni væri lokið. Þá
lagaðist allt aftur. Hann gat látið þetta skrimta
í heilt ár enn að minnsta kosti. Það vissi hann
örugglega. Þegar hann sá fram á synjun bank-
ans hafði hann reiknað það allt út. Hann hafði
íhugáð öll málin vandlega og dregið sínar á-
lyktanir. Hann þurfti aðeins að draga úr út-
gjöldunum á skynsamlegan hátt og takmarka
framleiðslvma til að hún samrýmdist eftir-
sourninni. Hann hlaut að geta bjargað þessu við.
Hann vissi að hann gat það.
Hann andvarpaði þunglega. Takmörkun fram-
leiðslunnar var mesta vandamálið. En hún var
óh.iákvæmileg. I dag várð að seg.ja upp fimmtiu
mönnum í viðbót. Það varð að leggja niður
vinnu í einum göngum, þangað til hagurinn
vænkaðist. Hann tók afar nærri sér að þurfa
að segia þessum fimmtíu mönnum upp og ofur-
selja þá sömu örlögunum og hina sex hundruð
«sem þegar voru atvinnulausir. En hann hafði
ekki um neit.t að velja. Hann skyldi sannarlega
taka þá í vinnu aftur um leið og hann sæi sér
það fært.
Hann snéri til höfðinu og leit á klukkuna.
Hann varð að tilkynna. Armstrong þessa á-
kvörðun sína. Hann fór út úr skrifstofunni og
flýtti sér eftir gangi.num að skrifstofu Aram-
strongs.
Þar sat hann í hálfa klukkustund og ákváð
)í samráði við Armstrong hvaöa verkamönn-um
)ætti að víkja úr vinnu. Arthur heimtaði sjálfur
>að þeir íhuguðu nákvæmlega aðstæður hvers
Jeinasta manns, áður en nafn hans var strikað
út. Hann tók sér þetta jnjög nærri. Margir
)mannanna voru grónir starfinu, reyndir og dúg-
)legir, sem höfðu unnið í námunni í meira en
/tuttugu ár. En þeir urðu að fara. Þeir urðu
fað fará sömu leið og mennirnir sex hurtdruð og
auka eymdina og óánægjuna í Sleescale.