Þjóðviljinn - 30.06.1951, Síða 5

Þjóðviljinn - 30.06.1951, Síða 5
Laugardagur 30. júní 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 BJÖRN í smíðum Það, sem ferðamaður rekur fyrst augun í þegar hann kem- ur til Neskaupstaðar, eru hálf- byggð hús eða að minnsta kosti ópússuð og að einhverju leyti hálfköruð. Á stöku stað blasa við honum nýreistir kjallarar, þar sem f jölskyldur virðast búa, en þar með er öll byggingin bókfærð. Þessi sérstæði, norð- firzki byggingarstíll á sér allt aðrar rætur en fúnkisinn eða gótikin, því að hér getur ein- ungis að líta viðbrögð dugandi manna við lánsfjárskorti, sem heftir allt athafnalíf í landinu. Þó er verið að ljúka við stór- hýsi í þorpinu og ekkert til þess sparað. Þetta er hvorki sjúkrahús né rafstöðin nýja, sem bæði eru meðal hinna ófull- gerðu húsa, heldur kaupfélags- húsið ,,Fram“. I þeirri byggingu mun verða ein af viðhafnar- mestu sölubúðum landsins og margs konar aðrar bráðnauð- synlegar vistarverur, sem verða þorpsbúum sennilega notadrýgri en hversdagsleg íbúðarhús. Að minnsta kosti virðast kaupfé- lagsmenn ekki eiga við mikla lánsfjárörðugleika að stráða. 1 bænum eru nokkrar verzlanir fyrir, þar á meðal kaupfélagið „Pan“ eða Pöntunarfélag al- þýðu, Neskaupstað. 40.000 kr. meðal- tekjur • :Ég lagði le'tð mína á skrif- stofu bæjarstjóra og hitti þar Bjarna Þórðarson með firna- mikinn doðrant fyrir framan sig, rýnandi í langa talnadálka. Talið barst brátt að afkomu manna í bænum, þar eð ég sá, að hann var að leggja síðustu hönd á útsvarsskrána. Hann telur, að afkoma bæjarbúa megi teijast góð, þótt kaupgeta hafi farið minnkandi. Árið 1950 námu nettótekjur bæjarbúa kr. 10.250,000.— samkv. skattskrá, en eru nú 11 millj. kr. Þessi tekjuaukning nær hvergi nærri að vega á móti aukinni dýrtíð, en atvinna hefur veriö- allör- ugg og fólk haft talsverða kaup getu. ÍHver einasti bæjarbúi hefur haft um 8000 kr. í nettó- tekjur s. 1. ár eða hver fimm manna f jölskyida um 40.000 kr. Tekjur manna eru furðu jafn- ar, svo að sárafáir komast yfir þetta meðaltal. Atvinnuvegir & Bæjarfélagið er stærsti vinnu veitandinn, og rekstur bæjar- togaranna tveggja skapar flest- um atvinnu. Þar er formaður Bjarni Þórðarson, en fram- kvæmdarsti. Lúðvik Jósefsson. Samvinnufélag útgerðarmanna rekur einnig stórt fiskiðjuver undir forystu Lúðviks og Ár- manns Eiríkssonar. Kaupfélag- ið Fram. á einnig frystihús, svo að allmikill fiskiðnaður er í bænum. Þaðan eru gerðir út níu 40-100 lesta bátar, alimargir 15—25 iesta og mikil og vax- andi trinubátaútgerð. Þessi at- Þ0RSTEINSS0N, sagnfræðingur: Norðfjarðarlaug að vetri. Margra metra snjóhengjur grúfa yfir sundmeyjimum. vinnutæki gera betur en að fullnægja þörfum bæjarbúa, svo að allmargir utanbæja'rmenn eru jafnan á bátunum. Iðnað- armönnum hefur fjölgað á sáð- ari árum aðallega í vélaiðnaði og skipa- og húsasmiði. I bæn- um er dráttarbraut, þar sem hægt er að taka allt að 100 smálesta báta til viðgerðar. — Þegar talið berst að hag út- gerðarinnar, þyngist bæjarstjór- inn á brúnina og telur hann mjög slæman sökum aflabrests og aukins tilkostnaðar vegna gengisfallsins. Hann flýtir sér þó að bæta við, að útlitið sé á engan hátt mjög alvarlegt, því að utgerðin hafi fengið aðstoð með eftirgjöf skulda. Hagur bænda er aftur á móti miklu verri á Austurlandi. Harðindi hafa leikið bændur mjög grátt um allan Austfirðingafjórðung í tvö undanfarin ár, svo að þar hefði orðið stórkostlegur fjár- fellir, hefðu þeir ekki fengið aðstoð. Ef ofan á allt annað hefðu bætzt hafísar, svo að flutningar hefðu teppzt, væri þar aumlegt uon að litast. Fann- ir eru enn í túnum og gróður allur með lélegasta móti. Fén- aðarhöld munu þó vera all- sæmileg. Skilvíst bæjarfélag • Neskaupstaður er talinn eina bæjarfélagið á landmu, sem hefur staðið í skilum við trygg- ingarstofnun ríkisins. Bæjar- gjöldin greiðast þar þó illa eins og annars staðar, og veldur þar mestu löggjöf, sem bannar að innheimta gjöld útgerðarfyrir- tækja og útgerðarmanna. Vinnu veitendur skulda þar langmest af bæjargjöldunum, svo að Nes- kaupstaður verður e. t. v. að taka sér önnur bæjarfélög til fyrirmyndar á næstunni og hætta skilvísi sinni við trygg- ingarnar. Þar fer um 6. til 7. hluti útsvara til trygginganna, en Bjarni taldi þó óhætt að fullyrða að tryggingarnar hefðu létt af bæjarfélaginu veruleg- um útgjöldum til framfærslu- mála. Alvarlegustu örðugleik- ar bæjarfélagsins stafa af láns- fjárskorti. Þar er sjúkrahúss- bygging á döfinni, en miðar seint áfram sökum fjárskorts, en Norðfirðingar eru iila settir að því leyti, að þeir hafa verið nær læknislausir um langan tíma, og ekkert sjúkrahús er þar nærlendis. Þótt háskólinn útskrifi marga lækna árlega, þá fást engir þeirra til langframa í afskekkt héruð, þótt tekjuhá séu. Hér er um alvarlegt mál að ræða og telja Norðfirðing- ar; að. læknar muni einkum setja fyrir sig erfið starfsskil- yrði, og ætluðu að bæta úr þeim með því að reisa vandað sjúkra- hús, en skilningur stjórnar- valdanna virðist lítill á því máli. Þar hefur bryggjubygg- ing einnig stöðvazt í miðjum klíðum sökum lánsfjárskorts, en af því stafa miklir örðug- leikar á allri afgreiðslu við höfnina. Rafstöð bæjarins er ófullgerð af sömu orsökum og þannig mætti lengi telja. Nú er bæjarfélaginu ókleift að leggja í nokkrar nýjar frám- kvæmdir, og gengislækkimin eyðilagði gjörsamlega rekstrar- grundvöll rafstöðvarinnar, svo að hún er rekin með miklum tekjuhalla. En allt um það er Neskaupstaður enn með blóm- legustu bæjarfélögum landsins og færir stöðugt út kvíarnar. Bæjarstjórnarbað og línudans • Norðfirðingar eru mjög hrifn- ir af sundlauginni sinni, sem var vígð 8. ágúst 1943. Bað- gestafjöldi er nú rúmar 14 þús- undir á ári, en íbúar bæjarins eru um 1300 Reynt er að reka sundlaugina allt árið, þó er oft -örðugt um vik á veturna, þegar stofnunina kæfir í fönn. Gufubaðstofa er í sambandi við laugina, opnuð í október 1948, og á hún stöðugt auknum vin- sældum að fagna. Fullorðna fólkið telur liana mikla heilsu- lind og bezta meðal við gigt og alls konar kvillum. Hvert barn frá 7 ára aldri fær að minnsta kosti 30 stunda sundkennslu ár- lega, en oft er t.ekið að kenna 5 ára börnum að svnda, og tvær 6 ára telpur hafa synt 200 m. Heilsufar er almennt gott í bænum, æskan hraust og sólbökuð, eins og hún kæmi sunnan frá Miðjarðarhafi. — Þann 20. júní hafði nokkuð á 4. hundrað manns tekið þar þátt í samnorrænu sundkeppn- inni eða tæp 30% bæjarbúa. Sundkennarinn, Stefán Þorlaifs- son, hefur eldlegan áhuga á starfi sínu og stendur við laug- ina frá morgni til kvölds og þjálfar mannskapinn. Suncl- kapparnir hans eru ekki a'Uir háir í loftinu. Þegar mig bar þar að garði, var hann að hjálpa einum snáðanum úr bux- unum, því að meðhjálparir.n. hún mamma, var hvergi nálæg. Þessi ungi sundmaður kvaðct vera briggja ára og geta synt laugina á enda með kút. 1 Nes- kaupstað er auðvitað margt af ágætu sundfólki, en beztan orð- stír hefur Erna Marteins- dóttir getið sér. Hún er 15 ára, og sttti nýtt Austurlandsmet í 50 m skriðsundi kvenna á sund- móti í Norðfjarðariaug 17. júní s. 1, Tími hennar var 37,6 sek. Erna lærði að synda 9 ára, en •keppti fyrst 17. júní 1949 (13 ára) og sló þá Austurlandsmet og hefur síðan verið að bæta það. Þann 17. júní eru jafnan fjölþætt íþróttakeppni í Nes- kaupstað. Einna mesta eftirtekt i ár vakti boðsundskepni milli drengja og stúikna úr barna- skólanum, þar voru yngstu keppendurnir 7 ára, eggjaboð- sund, einnig þreytt milli pilta og stúlkna og uanu stúlkurnar báðar þessar keppnir méð yfir- burðum. Einnig var þreyttur línudans, og skyldu menn ganga eftir kaðli, sem strengdur hafði verið yfir sundlaugina og þeim heitið 200.00 kr. verðlaunum, sem færi ekki út af línunni. Svo óheppilega vildi til áð alíir hrukku út af línunni, og var ekki örgrannt um, að einstakl- ingar drægju af þessu nokkrar pólitískar ályktanir. Undanfarin ár hefur höfuðskemmtun bæj- arbúa 17. júní verið fólgin í því að draga bæjarstjórn stað- arins út í sundiaugina í reip- togi, Sumir bæjarfulltrúamir eru lítt syndir, svo að flestir geta skilið þá óblöndnu ánægju kjósendanna, þegar þeir sjá bæjarfuiltrúana halda dauða- haldi um kaðalspotta. Eg býst við að fleiri bæjarbúar ættu að taka sér Norðfirðinga til fyr- irmyndar í þessum efnum, hvort bæjarstjórnir þeirra hefðu ekki gott af því að fara í bað. Af öllu framansögðu munu lesendur skiija, að sundlaug Norðfirðinga er óyfirbyggð og telja þeir henni það sérstaklega til ágætis. Kringum hana er hlaðið ágætt áhorfendasvæði, svo að þar er einn höfuðsam- komustaður bæjarbúa. — Þeir stunda auðvitað fleiri íþróttir en sund, og á skíðaíþróttin sér- sta-klega auknum vinsældum að fagna. Það kemur greinilega fram í ýmsu, að bæjarfélagið reynir*að búa sem bezt að yngstu kyn- slóðinni, enda eru börnin í þorpinu mjög hraustleg. Þar er rekið dagheimili, og mælist það mjög vel fyrir meðal bæj- arbúa. I þorpinu er dálítill skrúðgarður, en áform eru uppi um það, að stækka hann mjög og fegra og var unnið af kappi við alls konar endurbætur á honum. Ný trúarbrögð • Bæjarbúar eru óðum að snú- ast til nýrrar og betri trúar á gro’ður landsins. Þeir hafa auð- vitað stofnað skógræktarfélag og girt reit uppi í f jállshliðinni. Framhald á 7. síðu. Jlýr bæMingnt ia®ð iæ§a IsiaaEES stúáeafla- fél. og svasi viS aiðl hiss áar.ska „Mogga1" um lýéveldissfloÍRunma sjálfsíæðs islanas tít er koiiiinn bæklingur er nefnlst „Ilafnarstúdentar og hersetan“, geíinn út af stjóra Félags íslenzkra síúdenta í Kaupmannahöín. Fl.vtur hann frainsiiguræðu formanns stúdentafélagsins, Stefáns Iíarlssonar, er hann íluttíi á fundinum 16. maí s.l. þegar félagið samþykkti hin skorin- orðn og eiiidregnu mótmælí gegn hernámi íslands, er verst hotnr farið fyrir brjóstjð á skrifíinnum Mbl. Er það gott dæmi um heiða»íeika allra afturhaldsblaðanna, að ekkert þeirra hefar þo.að að birta álykfun Hafnarstúdenta, né ann- arra íslenakra stúdenta erlendis er gert hafa samskonar samþykktir, en i þess stað flutt um þá níð og rógburð. Auk ræðu Stefáns flytnr bæklinguriiin m. a. svar við skrifum danska blaðsins „Berlingske Tidende“ (danskur Moggi), er réðisí á stúdentana og fúr niðrandi orðnm um lýðveldisstofnuniaa og sjálfstæði Islands. Alíir sem vlija kynna sér afstöðu íslenzkra Ilafnar- stúdenta íil hernáms fslands þurfa að lesa þeiinan bækl- ing. Hann fæst í öllum bókaverzlunum bæjarins. Þátttakendur I sundkeppninni 17. júní s.l. Erna Marteinsdóttir er fimmta frá hægri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.