Þjóðviljinn - 30.06.1951, Blaðsíða 8
'■■Sft
ISnþing íslendinga:
ES
ia
stfórncsriimar lið iyrir lið
13. iðnþing íslendinga hélt áfram störfum í fyrradag
og vom þá tekin í LandssambandiÖ tvö ný félög, Iönað-
armannafélag Rangæinga og Iðnaðarmannafélagið Ham-
ar í Hveragerði. Þingiö bar fram kröfur um að ríkisstjórn-
in léti af hinum skipulagöa lánsfjárskorti sínum, að tryggt
væri að byggingarefni væri flutt inn svo snemma aö bygg-
ingar geti hafizt strax að vorinu, að almenningur fái
frelsi til að byggja sér ódýrar smáíbúðir. Ennfremur mót-
mælti þingið harðlega okurgjaldeyri. ríkisstjórnarinnar
og krafðist þess aö afnumdar yrðu skriffinnskustofnanir
stjórnarinnar, fjárhagsráð og undirdeildir þess.
Nokkrar samþykktir þingsins
fara hér á eftir:
Lánsfjárskorturinn
,,1, 13. Iðnþing Islendinga
skorar á ríkisstjórn og Alþingi:
a. Að leggja á næsta Alþingi
varanlegan grundvöll undir
fjáröflun til nauðsynlegra lán-
þarfa iðnaðins.
ta. Að tryggja hagkvæm og
nægjanleg lán «út á fasteignir
svo byggingastarfsemi ekki
leggist niður vegna fjárskorts.
c. Að tryggja iðnaðinum
nægilegt rekstrarfé í hlutfalli
við aðra atvinnuvegi þjóðar-
innar.“
Skemmdarverk í
innflutningsmálum.
„2. a. Iðnþingið beinir þeim
tilmælum tii innflytjenda að
þeir geri allt, sem í þeirra valdi
stendur til að efnivörur til iðn-
aðarins verði fluttar til lands-
Fékk 200 timnur
En veiðiveður var óhag-
stætt út af Snæfellsnesi
V. b. Einar Hálfdansson frá
Boíungarvík kom aftur að landi
í gær með 200 tunnur af síld.
Hafði hann fengið síldina á
svipuðum slóðum og daginn áð
ur, út af ísafjarðardjúpi.
M. b. Sveinn Guðmundsson
frá Akranesi fékk 60 tunnur af
síld í reknet í fyrrinótt út af
Snæfellsnesi, og v. b. Runólfur
frá Grundarfirði kom með 100
tunnur af sömu slóðum í gær.
Veiðiveður var ekki hagstætt
Framhald á 6. síðu.
ins það sneinma árs, að bygg-
ingar geti hafizt strax að vor-
inu.
b. Meðan f járhagsráð er starf
andi skorar iðnþingið á það að
leyfa innflutning á byggingar-
efni, það snemma, að bygging-
ar geti hafist strax að vorinu
og geti haldið viðstöðulaust á-
fram, ennfremur að fjárfesting-
arleyfi verði veitt fyrri hluta
ársins.“
Byggingaírelsi.
„Iðnþingið skorar mjög ein-
dregið á ríkisstjórnina að fram-
kvæma nú þegar þingsályktun
síðasta Alþingis um það, að
þegnum þjóðfélagsins sé frjálst
að byggja sér ódýrar smáíbúð-
Okurgjaldevrir og
skriííinnska.
,,13. þing Landssambands
iðnaðarmanna telur að þjóðar-
heill krefji að hömlum þeim á
gjaldeyris og innflutningsmál-
um þjóðarfnnar er ríkt hefur á
undanförnum árum, verði af-
Framhald á 7. síðu
Laugardagur 30. j orá 1951 — 16. árgangur — 114. tölubiað
ISLENDINGUM GEFIN ÞRJÚ SKINNHANDRIT:
Elzta bréf sei til er á íslenzku
Dr. Earl P. Hanson. piófessor við liáskólann í Delaware,
hefur sent íslenzka ríkinu að gjöf þrjú skinnhandrit, er faðir
hans, Albert Parker Ilanson, eignaðist á ferð sinni um Island
árjð 1898. Segir dr. Earl P. Hanson, að faðir sinn heitinn hafi á-
vallt haft í hyggju að krsma handritunum til Islands aftur og sé
hann með gjöf þessari að framkvæma fyriræílanir föður síns.
Norskur nýsköpunar-selfang-
ari í Rekjavíkurhöfn
Eitt vandaðasta skip sem hingað
hefur komið
Hingaö til Reykjavíkur kom s.l. þriðjudag norski sel-
fangarinn Polorís frá Álasundi. Skipiö er á leigu hjá Dön-
um eins og stendur, og kom frá Grænlandi til að sækja
farþega sem væntanlegir voru hingað meö „Drottning-
unni“ frá Kaupmannahöfn.
Menntamálaráðuneytið bað
dr. Björn Karel Þórólfsson,
skjalavörð, að athuga handrit-
in og er umsögn hans á þessa
leið:
„Öll eru bréfin þrjú um
Reyki í Tungusveit. Elzta bréf-
ið er dagsett 23. júní 1311 og
er elzta bréf, sem til er á ís-
lenzku með ártali og dagsetn-
ingu. Það er prentað í íslenzku
fornbréfasafni, 2. bindi, 372—3,
eftir afriti, sem Jón, bróðir
Árna Magnússonar, gerði,* en
útgefandi fornbréfasafnins mun
aldrei hafa séð frumrit bréfs-
ins. Er þessi gjöf dr. Hansons
hinn mesti kjörgripur. Bréfið
hefur geymzt mjög vel, bókfell-
ið óskert og furðu hreint. Inn-
siglin bæði, sem sett voru fyrir
bréfið þegar það var gert, eru
þar enn, annað að vísu brákað.
Hver stafur í bréfinu er skýr
og læsilegur, svo að ekki verð-
ur um villst. Þó að bréf þetta
3Ó ekki langt, má margt af því
Framhald á 7. síðu
Prentarar semja
um Daffsbrúnar-
t
— eítir skyndiíund í
íélaginu
Skyndifundur var kallaður
saman í Ilinu íslenzka prent-
arafélagi í fyrradag með tæpra
fimm stunda fyrirvara. Fyrir
fundinum lá tillaga frá stjórn-
inni um að samið yrði við at-
vinnurekendur um að Dags-
Framhald á 6. síðu.
Þetta er nýtt og glæsilegt
skip, búið öllum fullkomnustu
tækjum. Stærð skipsins er 450
smálestir, með 1200 hestafla
þýzkri Man-diselvél. Ganghraði
skipsins er rúmar 11 mílur á
vöku. Selfangarinn var byggður
í Álasundi og hljóp af stokk-
unum á s.l. vetri. Þetta er stál-
skip með fjórum vatnsþéttum
skilrúmum. Verð skipsins var 3
milljónir norskay krónur. Skip-
stjóri og eigandi selfangarans
heitir Peter Brandal.
Tíðindamaður Þjóðviljans
hafði tal af skipverjum og fékk
þessar upplýsingar. Selfangar-
inn fór veiðiferð í Nýfundna-
Framhald á 7. síðu
Samvmmitrygglngar taka að sér
endurtr>ggmgar fyrir sænsku
Samvinnutryggingaraar
Fréttamenn út\arps og blaða áttu viðtal í gær við for-
stjóra Samvinnutrygginga. Erlend Einarsson, og skýrði hann
svo frá, að nýgengið væri f>á samningum um að Samvinnu-
tryggingar taki allr iklar endurtryggingar fyrir sænsku sam-
vinnutryggingafélögin. Hérlendis hafa dvalizt um nokkurt
skeið tveir uf forráðamönnum Folksam, sem er samband sam-
vinnuti yggingafélaga í Svíþjóð, þeir Seved Apelqvist forstjóri
þess og Bengt Frænkel framkvæmdarstjóri bruna- og bifreiða-
trygginga, og undirrlluðu þeir samningana fyrir Folksam.
Er hér um að ræða mjög
merkan þátt í starfi endurtrygg
ingadeildar Samvinnutrygginga,
en áður hefur deildin annazt
endurtryggingar fyrir félög í
Englandi, Kanada, Ástralíu og
Israel. Að þessum samningum
Joknum munu endurtryggingar-
iðgjöldin nema allverulegri upp
hæð en þau greíðast í erlendum
gjaldeyri. .
Trygingarstarfspmi byggist
fyrst og fremst á því að dreifa
Framhald á 6. síðu.
IngóIfsfJarG’arverk-
smiðfan tilbúin
Síldarverksmiðjan í Ingólfs-
firði á Ströndum hefir tilkynnt
að hún kaupi síld til bræðslu og
getið tekið á móti nú þegar.
Hvað hyggst Sfómannafélagsslfórnin íyrir?
Farmannasamningarnir
eru útrunnir í kvöld
Sljórn S. R. gerir ekkert til að knýja fram sainninga
Á miðnætti í kvöld eru gildandi kjarasamningar milli
Sjómannafélags Reykjavíkur annarsvegar og Eimskipa-
félags íslands, Skipaútgerðar ríkisins og Eimsskipafélags
Reykjavíkur hinsvcgar, gengnir úr gildi samkvæmt upp-
sagnarákvæðum þeirra. En samningunum var sem kunn-
ugt er sagt upp af hálfu sjómanna með tilskildum fyrir-
vara.
Hinsvegar er ekki kunnugt, að stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur hafi enn boðað vinnustöðvun á farskipaflot-
anum eða yfirleitt gert nokkrar ráðstafanir til þess að
knýja fram kjarabætur og nýja samninga fyrir farmenn-
ina.
Farmennirnir hafa lengi búið
við mjög lágt kaup og léleg
kjör án þess að nokkrar veru-
legar breytingar til bóta hafi
náðst fram. Var því samþvkkt
að viðhafðri allsherjaratkvæða-
greiðslu meðal þeirra í vor, að
segja samningunum upp og eru
þeir útrunnir T. júlí. Jafnframt
fékk stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur umboð til að
leggja fram nýtt uppkast að
samningum og boða vinnustöðv-
un á flotanum þegar til kæmi.
Fyrir nokkru lagði stjórn S.
R. fram uppkast sitt að nýjum
samningum, með nokkrum
breytingum til hækkunar á
kaupi o. fl. Útgerðarfélögin hafa
neitað allri grunnkaupshækkun
Framhald á 7. síðu
Hvítahandinu lokað
vegna viógerða
Ákveðið hefur verið að loka.
sjúkrahúsi Hvítabandsins um
mánaðartíma vegna óhjákvæmi-
legra viðgerða á húsinu. Eru
vatns- og rafmágnsleiðslur
hússins stórlega bilaðar orðnar.
Mun sjúkrahúsið loka nú um
mánaðamótin, en gert er ráð
fyrir að það geti tekið til starfa
að nýju um 1. ágúst n. k.
Krossanesverksmiðjan iiEbúin að
taka á méti síid app úr
mánaðamótnnum
Frá fréttaritara Þjóðviljans á Akureyri
Akureyrartogaranir Svaibakur og Harðbakur lönduðu ný-
ver?,ð afla sínum í síldarverksmiðjjmni í Krossanesi hvor um sig
379 tonnum af karfa til bræðslu. Auk karfans var allmikið af
grálúðu í báðum.
I vor hefur Krossanesverk- smiðjuna undir að geta tekið
smiðjan alls tekið á móti frá
öllum f jórum togurum Akureyr-
arkaupstaðar 6476 tonnum
til bræðslu.
Verið er nú að búa verk-
á móti síld, ef hún kynni að ber
ast, og er gert ráð fyrir að
hægt verðj að hefja mótttökii
síldaf fljótlega upp úr mánaff-
armótunum júní—júlí.