Þjóðviljinn - 07.07.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.07.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 7. júlí 1951 .> Valerengen Idretfslag Framhald af 8. siðu. í vor sigraði VIF og eftir vor- tímabilið er það talið langsterk- asta lið Noregs, það hefur eng- um leik tapað það sem af er þessu ári og hefur að meðaltali skorað 3 mörk í leik. Það er nú talið hafa mesta möguleika á að hreppa Noregsmeistaratitilinn í haust. Lokastaðan í Hovedserien varð sú að VIF hlaut 19. st. og varð 4 stigum á eftir Fred- rikstad, en 5 st. á undan nr. 3. Það er því engum efa undir- orpið, að hér er á ferðinni mjög sterkt lið, enda er það stað- reynd að norski klúbbstandard- inn er nú kominn á sama stig og fyrir styrjöldina. I flokknum, sem hingað kem- ur ve"ða 20 menn, 3 fararstjór- ar og 17 leikmenn. Fararstjór- verða E. Knudsen, formaður félagsins, Helmuth Steffens, formaður knattspyrnudeildar- innar síðustu 5 árin. Á ferðum sínum í Noregi áttu leikmenn KR og Vals liauk í horni þar sem hann var. Einnig verður með í förinni þjálfari flokksins, Ragnar Sörensen . Leikmenn verða: Markv. Arild Andersen 23 ára) lék með landsliðinu gegn Svíum 1949 (3:3), hefur leikið fjöldan allan af úrvalsleikjum og nokkrum sinnum með lands- liðinu norska. Talinn einn af 3 sterkustu markvörðum Noregs. Bakv. Ragnar Berge (26) hef- ur leikið með mörgum úrvals- liðum og verið varamaður í landsliðinu. Bakv. Ragnar Andersen (30) hefur lei’kið með úrvalsliði Osló og norska B-Iandsliðinu. Framv. Torleif Olsen (29) bezt þekktur sem „Toffa“. Hef- ur skapað sér öruggan sess í landsliðinu með frammistöðu sinni gegn írum, Englendingum og Hollendingum í vor. Hefur éður leikið marga B-landsleiki, var m. a. fyrirliði liðsins, sem burstaði B-lands’iðið sænska í fyrrahaust 5:1. Hefur orð fyrir að eiga aldrei slæma leiki. Miðfrvörður Bjarne Hansen (,,Bangse“) (22) lék með úr- vali í Osló í vor. Framv. Egil Lærum (29), sennilega eini maðurinn, sem komið hefur hingað til lands áður, en hann lék með norska lándsliðinu 1947. Það var 5. landsleikur hans en jafnframt sá stytzti, því að hann varð að hverfa út af eftir 20 mín vegna meiðsla. Síðan hefur hann leik- ið 9 sinnum með landsliðinu og hefur VIF því í vor átt báða hliðarframverðina. Sennilega einhver fjölhæfasti íþróttamað- ur Norðmanna, því að hann er einr.ig í fremstu röð í hand- knattleik, frjálsíþróttum og skíðastökkum. Hann tók þátt í skíðastökkkeppni Olympíu- leikjanna 1948. H.úth. Einar Stangeby (27) hefur leikið fyrir Osló. Innherji Asbjörn Andersen (28) fastur maður í úrvali og varamáður í landsliði. Miðfrh. Einar Jörum (27) fyrirliði liðsins. Hefur leikið bæði með úrvalsliðum Osló og Þrándheims. Byggingaverkfræð- ingur að atvinnu. Innherji Leif Olsen (23) leik- ið fyrir Osló. Hann er svarti sauðurinn í flokknum, eða það sem Norðmenn falla „fotball- bohem“ og svipar áð því leyti til Danans Knud Lundberg — Langsimlega tekniskasti leik- maður liðsins. Vinstri úth. Ivan Liinensc- hloss (19) sérstaklega teknisk- ur en enn of hlédrægur. Varamenn eru Arne Hansen (29), markv, Torbjörn Andre- sen (32), bakv. og bróðir mark- varðarins Arilds, Rolf Svend- sen (30) bakv., Per Andresen (22) framv., Einar Winter (31) innherji og Knut Wikerholmen (22) framv. Flokkurinn dvelur hér í mán- uð og leikur hér 5 leiki, þar af 4 á íþróttavellinum en fimmtu- daginn 19. júlí leikur hann á KR-svæðinu í Kaplaskjóli við KR. Verður það vígsluleikur svæðisins og fyrsti opinberi kappleikurinn, sem háður verð- ur hér í borg á grasvelli. Leik- irnir á íþróttavellinum verða mánudaginn 9. júlí við KR, mið- vikudaginn 11. við Val, föstu- daginn 13, við íslandsmeistar- ana, Akurnesinga og síðan mánud. 16. sennilega við úrval úr fram og Víking. Héðan fer flokkurinn þ. 21. með Gullfossi Norsk knattspyrna er nú að komast á svipað stig og fyrir styrjöldina og með hliðsjón af frammistöðu Valerengen í vor má gera ráð fyrir að hjá lið- inu fáum við að sjá norska knattspyrnu eins og hún hefur risið hæst. Laus sendi keimarastaða Sendikennarinn í dönsku, Martin Larsen lektor, lætur af því starfi 31. júlí. Fyrirhugað er að ráða í stöðuna hæfan danskan mann til þriggja ára. Þeir, sem kynnu að hafa hug á þessari stöðu, eru beðnir að snúa sér til skrifstofu Háskóla Islands fyrir júlílok. Bæjarfréttir Framhald af 4. síðu. varðandi hagsmunamál hjúkrunar- kvenna. —• Búnaðarblaðið Freyr júlí-heftið 1951 er nýkomið út. Af efni þess er þetta helzt: Heysend- ingar á harðindasvæðin eftir Sæ- mund Friðriksson; Orð í helg eft- ir Stefán Kr. Vigfússon, Gömlu mánaðakortin eftir Ólaf Sigurðs- son, Grein um vikur eftir G., Kapp er hezt með forsjá eftir Guðmund Jónsson, Hugleiðingar um garna- veiki eftir Sigurð Lárusson. Hús- mæðruþáttur er í heftinu og ann- áll og ýmislegt fleira. — Samtíðin 6. hefti er komið út. Af efni þess má nefna: Ágæt landkynning (rit- stjornargrein), Vordís (kvæði) effc- ir Hreiðar Geirdal, Myndasýða frá Þjóðlcikhúsinu, þróun íslenzkra flugmála gengur ævintýri næst eft- ir Örn O. Johnson, Þegar amma var ung eftir Gils Guðmundsson, Spurt og svarað, Fyrsta rafknúna þrystivélin smíðuð á Islandi, Ými§ legt annað efni er í heftinu. Rit- stjóri er Sigurður Skúlason. Framhald af 3. síðu. inn afturhaldsöflunum. En Jón Axel getur verið ánægður með varamann sinn. Hann er efni- legur lærisveínn í íhaldsþjónust unni, sem sýnilega ætlar ekki að gefa „Jóni hjá Ihaldinu“ eft- ir í neihui Undir eilífðarstiörnum Eftir A. J. Cronin 209. DAGUR og sneri sér síðan áð Ríkharði. „Jæja, gamli skröggur“, sagði hann. „Þú ert víst að koma úr brúðkaupsveizlu". Ríkharður leit á hann og það var eitthvað í augnaráði Ríkharðs sem kom báðum mönnunum til að skella upp úr. Þeir skulfu af hlátri. Svo sagði annar þeirral: „Skítt með þáð, gamli minn. Maður er ekki ungur nema einu sinni“. Og hann tók um axlirnar á Ríkharði og leiddi hann að trébekknum við gluggann. Ríkharður lét fallast niður á bekkinn. Hann vissi ekki hvar hann var, og hann vissi ekki hverjir þessir tveir menn voru, sem störðu svona á hann. Hann þreifaði niður í vasa sinn eftir vasaklút, og um leið og hann dró upp vasaklútinn féll pening- ur niður á gólfið. Það var hálfkróna. Annar maðurinn tók hann upp, spýtti á hann og glotti. „Sei, sei,“ sag'ði hann. „Þú ert bara heill herra- maður. Þetta verður hálfpottur á mann“. Ríkharður skildi hann ekki, svo að maðunnn varð að taka af honum ráðin: „Þrjá.hálfa ... .“ hrópaði hann. Þá kom kvenmaður út úr bakherberginu, grönn, dökkhærð kona með fölt, tært andlit. Hún hellti whisky í þrjú glös, en um leið og hún hellti í þriðja glasi'ð leit hún hikandi á Ríkharð. „Hann hefur varla gott af meiru“, sagði hún. „Bull og vitleysa. Það munar ekkert um einn dropa í viðbót í svona vætutíð". Hann gekk til Ríkharðar. „Hana, gamli geithafur", sagði hann. „Saft- blanda hana þér“. Ríkharður tók við glasinu sem maðurinn rétti honum og drakk það sem í því var. Það var whisky, og eldurinn brenndi hann að innan og setti hamarinn aftur á stáð í höfði hans. Og whiskyið minnti hann líka á Neptúnnámuna. Hann hélt að það væri hætt að rigna. Og menn- irnir einblíndu á hann, svo að hann varð að lokum dauðhræddur við þá. Hann mundi að hann var Ríkharður Barras, eigandi Neptúnnámunnar, virðulegur borgari og auðugur maður. Hann vildi komast út, burt héðan og í Neptúnnámuna. Hann reis með erfiðismunum upp af bekknuny og skjögraði til dyra. Hlátrasköll mannanna kváðu við á eftir honum. Þegar Ríkharður kom út úr „Huggun námu- mannsins", var hætt að rigna og skýin voru að hverfa. Sólin skein framan í hann og hann sveið í augun, en þrátt fyrir þetta brennandi ljóshaf sá hann námuturninn gnæfa við himin framundan í dýrlegum l.ióma. Neptúnnáman hans. Neptúnnáman hans Ríkharðar Barras. Hann dragnaðist af stað yfir námusvæði'ð. Ferðin yfir gamla námusvæðið var undarleg og hræðileg ferð. Ríkharður hafði enga meðvit- und um hana, Fætur hans drógust yfir blauta moldarköggla og óðu grugguga læki. Fæturnir sviku hann og hann datt hvað eftir annað. Hann skreið og klifraði. Hann baðaði út öllum öngum eins og einhver kynjaskepna. En hann hafði enga hugmynd um neitt. Hann hafði enga hugmynd um að hanli datt og brölti á fæt- ur aftur. Líkami hans var dauður, hugur hans var dauður, en sál hans leitaði upp á við í átt- ina að einhverju stóru, máttugu og himnesku. Neptúnnáman, Neptúnnáman og turninn sem gnæfði við himin í sólskininu, seiddi sál hans til sín og hélt henni fjötraðri. Allt annað var fjar- læg martröð sem engu máli skipti. En hann komst ekki að Neptúnnámunni. Á mi'ðju námusvæðinu datt hann og reis ekki á fætur aftur. Andlit hans var orðið öskugrátt undir forinni, varir hans voru þurrar og bláar og það korraði í honum. Nú var ekkert rafmagn lengur. Rafmagnið var horfið og hafði tekið allan mátt úr líkama hans með sér, en bar- smíðin var afleit, alveg afleit. Það var barið og slegið inni í höfðinu á honum, og hamarinn var aftur a'ð reyna að brjóta það. Hann gerði mátt- vana tilraun til að rísa á fætyr. Svo sló ham- arinn síðasta högg sitt í höfði Ríkharðs. Hann féll fram yfir sig og hreyfði sig ekki framar. Hin hnígandi sól varpaði gullnum geislum sín- um á námuturninn og hellti rauðu ljósflóði yfir eyðilegt námusvæðið og látna mánninn. Líflaus hönd hans var framrétt og lófirtrt var fullur áf for. 63 Nýja námufrumvarpið var til þriðju umræðu, klippt og skori'ð á viðeigandi hátt. Þessa stund- ina var til yfirvegu.nar breytingartillaga frá heiðruðum þingmanni Keston kjördæmis, herra St. Clair Boone. St. Clair Boone háfði með undra- verðri skarpskyggni bent á að fyrir framan orðið „ákveðið" í þriðju línu í 7 grein ætti að skjóta inn orðinu „lagalega". I þrjá klukkutíma höfðu staði'ð rólegar umræður um þetta grundvallar- atriði. Davíð sat með krosslagða handleggi, sviplaust andlit og hlustaði á umræðurnar. Gæðingar rík- isstjórnarinnar risu upp hver af öðrum til að lýsa þeim erfiðleikum sem stjórnin hefði átt í höggi við, og hversu mjög stjórnin hefði ein- beitt sér til áð sigrast á þessum erfiðleikum. Davíð hlustaði, titrandi af reiði og gremju — þeir töluðu þarna Dudgeon, Bebbington, Hume og Cleghorn og undirlægjuhátturinn skein út úr hverri setningu. Eyru hans voru þjálfuð af langri stjórnmálareynslu og gremjan hvessti heym hans, svo að hann heyrði hvert einasta blæbrigði, sérhverja afsökun og hverja tilraun sem gerð var til að breiða yfir slæman málstað. Honum varð heitt og kalt á víxl og hann var að reyna áð vekja athygli formannsins á sér. Hann varð að tala. Honum var ógemingur að sitja þegjandi og hlusta á þennan blekkingavef. Var það þetta sem hann hafði unnið að. barizt iyrir og helgað líf sitt? Meðan hann beið var hann að hugsa um hina sleitulausu baráttu und- anfarinna ára, allt frá því að hann bvrjaði á skrifstofunni hjá Heddon í Tynecastle; hina tor- færu lei'ð gegnum stjórnmálaógöngur, hina löngu sjálfsafneitun, starf og strit fyrir þessu mál- efni sem átti hug hans allan. Og til hvers hafði verið barizt, ef þetta tilgangslausa plagg, þessi svik við öll gefin loforð, þessi skopstæling á réttlætinu, ætti að tákna uppfyllingu vona hans. Hann leit skyndilega upp, einbeittur á svip og starði á manninn sem hafði orðið. Það var Stone, Eustace gamli Stone, sem hafði smakkað á flestum stjórnmálastefnum um dagana. Stone var meistari í stjórnmálarefjum og slunginn eins og gamall refur, og hann hrósaði frum- varpinu blygðunarlaust í von um a'ð verða aðl- aður. Stone hafði alla ævi þráð aðalstign, og nú nálgaðist hún óðum og brátt gæti hann gripið hana gráðugum krumlum. Til þess að auka vin- sældir sínar úthellti hann smjaðri og fagurgala til hægri og vinstri og rödd hans var mjúk eins og smjör. Hann lagði út af göfugmennsku námumannsins og taldi þá göfugmennsku koma í veg fyrir alla óánægju yfir frumvarpinu. „Er nokkur maðui hér inni“, sagði hann með há- tignarsvip, „seih þorir að halda því fram að í hjarta brezka námumannsins sé annað en dyggð og trúmennska? Mér finnst viðeigandi að við 1 þessu sambandi minnumst þeirra. orða sem háttvirtur þingmaður Carnarvon lét falla. Með leyfi háttvirtra þingmanna ætla ég a'ð hafa yfir þessi minnisstæðu orð. „Hann setti andlitið í stellingar og hafði yfir: „Ég hef séð námu- verkamanninn að starfi og betri verkmaður er ekki til. Ég hef séð hann sem stjórnmálamann og spilling er honum fjarri. Ég hef hlustað á hann sem söngvara og þar stendur enginn honum á sporði. Ég hef séð hann leika knattspyrnu og þar er hann öllum fremri. Og í sérhverju sem hann tekur sér fyrir hendur, ber mest á trú- mennsku, heiðarleika, hugrekki . . . . “ Hamingjan góða, hugsaði Davíð. Hvað á þetta að standa lengi? Hann fór að hugsa um íkveikj- una í Neptúnnámunni, skemmdarverk sem var í rauninni óafsakanlegt, en sýndi þó glögglega hverjum augum námumennirnir litu á hlutskipti sitt. Reiðin ólgaði í honum, meðan hræsnin og fagurgalinn flaut í stríðum straumum af vörum Stones. Hann leit sem snöggvast á Nugent, sem sat við hlið hans og huldi andlitið í höndum sér. Nugent hugsáði eins og hann; en Nugent var þreyttari og hann var næstum örlagatrúar og átti því auðvéldara með að sætta sig við hið óhjákvæmilega. Davið gat ekki beygt sig á þenn- an hátt. Aldrei, aldrei. Hann varð að tala, hann mátti t’ii. Vegna málefnisins reyndi hann eftir megni að halda rósemi sinni, stillingu og dirfsku. Þegar Stone hafði að lokum loki'ð við hina slepjulegu ræðu sína og settist niður með á- nægjusvip, spratt Davíð á fætur. Hann beið grafkyrr og gagntekinn eftirvænt-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.