Þjóðviljinn - 02.08.1951, Page 3
Fimmtudagnr 2. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Ásmundur Sígurjónsson:
r i
Hernám IsSands og dauðateygj
valdsþjóðfélagsins
auð-
grunntónninn í menningu Vest
urlanda, bæði í þeirri grein
hennar, sem kennd er við efnið
og þeirri sem kennd er við and-
ann. Þar sem gera má ráð fyrir,
að mannkindin sé í eðli sínu
bjartsýn á lífið, — annars væri
erfitt að skilja hvernig henni
hefur tekizt að þrauka hér á
jörðinni —, er næsta eðlilegt,
að menn spyrji sig, hvernig á
því stendur, að það þjóðskipu-
lag, sem maðurinn hefur skapað
sér eftir árþúsunda þróun, fóstr
ar við barm sinn bókmenntir,
listir og vísindi, sagt með einu
orði menningu, sem byggist á
vonleysi, nærist á svartsýni og
lýkur í mannfyrirlitningu.
jk;.
Nú mun einhverjum ef til vill
finnast, að hér sé of fast að
orði kveðið. Og rétt er það, að
svartsýnin er ekki öllu ráðandi
gjarnt er að dæma menningar-
ástand á Vestui'löndum eftir
bókmenntum sem þar verða til,
a. m. ik. vafasamt að láta þann
dóm byggjast eingöngu á höf-
undum eins og þeim sem hér
voru nefndir. I rauninni er þátt-
ur þeirra í bókmenntum og þar
með menningunni harla lítill,
bækur þeirra flestra með öllu
ókunnar þeim lýð, sem er þjóð-
fólagið, sumir eiga sér aðeins
fáein hundruð lesenda, — af-
skipti þeirra hundruð milljóna,
sem Vesturlönd byggja, af
menningunni, eins og hún birt-
ist í rituðu máli, eru fremur
fólgin í lestri hasarblaða, morð-
reyfara og kvennafarssagna.
Djúpið milli listar og lýðs er
eitt þeirra vandamála sem mest
ber á í umræðum um menning-
armál á Vesturlöndum, og eru
ýmist listamenn ásakaðir fyrir
skilningsskort á hc|gum o
þörfum fólksins eða fólkið fyr-
Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn verður
áreiðanlega minnzt í íslandssögu þegar skýrt er frá hin-
um örlagaríku aðburðum volrsins 1951. Drengileg og rök-
studd mótmæli islenzku menntamannanna í Höfn og eins
í Osló og Stokkhóhni, urðu mörg’um heima á Islandi upp-
örfun þá dimmu daga.
1 bæklingi Hafnarstúdenta er birt framsöguræða
formanns félagsins frá fundinum 16. maí. Næst tók til
máls ÁSMUNDUR SIGURJÓNSSON stud. polit. og
flutti ræðu þá sem hér er birt. — Fyrri hluti ræðunn-
ar birtist í blaðinu í gær.
Framhald.
Ungur menntamaður skrifaði
í vetur grein í íslenzkt blað um
brezka heimspekinginn Bert-
rand Russell. Hann sagði þar
m.a. eitthvað á þá leið, að það
væri álit Russells, að mannkyn-
ið ætti nú aðeins um þrjá kosti
að velja: algera tortímingu,
afturhvarf til steinaldarinnar
eða myndun alheimsstjórnar,
sem réði yfir öllum þeim vopn-
um sem nú eru þekkt. Þetta er
náttúrlega hugsað með hliðsjón
af atómsprengjunni, og hafa
margir orðið til að láta svipaða
skoðun í ljós, þótt þeir teldust
ekki eiga kröfu á nóbelsverð-
launum. Það sem var sérstak-
lega athyglisvert við ummæli
þessa mikilsvirta manns var að
jafnframt þeim tók greinarhcíf-
undur fram, að hann væri bjart
sýnn maður. Það má teljast
virðingarvert hugrekki að vera
bjartsýnn við slíkar framtíðar-
horfur. Flestum okkar hinna
mun þó veitast erfitt að eiga
hér samleið með honum, enda
eru bjartsýnir menn á framtíð-
ina orðnir sjaldgæf fyrirbrigði
meðal okkar. Fyrir skömmu
skrifaði ritstj. danska blaðsins
„Fjármálatíðinda", sem gefið
er út fyrir auðmenn Danmerk-
ur og því eðlis síns vegna hlið-
hollt núríkjandi þjóðskipulagi:
„Komi til styrjaldar, getur
(hinn auðtrúa þjóðfélagsþegn)
vænzt tortímingar af völdum
atómsprengjunnar eða á annan
hátt. Verði framhald á vígbún-
aði „kalda stríðsins", vígbúnaði,
sem ekki verður séð fyrir end-
ann á, mun tilveru hans sem
frjáls manns lokið .... Og
komi ekki til styrjaldar og
hætti vígbúnaðurinn, þá dynur
hrunið yfir heiminn með at-
vinnuleysi, verðfalli og allri
þeirri eymd, sem laust lýðræð-
isheiminn örvæntingu á árun-
um milli heimsstyrjaldanna."
Hér er líka um þrjá kosti að
velja: tortímingu, fasisma eða
heimskreppu, og sýnist enginn
þeirra vænlegur. „Það bjargast
ekki neitt, það ferst, það ferst.
Það fellur um sig sjálft og er
ei lengur. Svo marklaust er þitt
líf og lítill fengur, og loks er
eins og ekkert hafi gerzt," yrk-
ir skáld á Islandi.
★
Þessi ummæli eru tekin sín
úr hverri áttinni, viðhorf höf-
unda þeirra, brezks heimspek-
ings, dansks hagfræðings, ís-
lenzks skálds, eru að sjálf-
sögðu ólík, en að þessari niður-
stöðu komast þeir allir, hver
á sinn hátt, framtíðin felur
ekki í sér neina von, neitt fyrir-
heit, aðeins vissuna um tortím-
ngu, hrun, ragnarök. Og um-
mæli þessi eru engin einsdæmi,
þó ég láti mér .þau nægja hér;
það er vonleysið og vantrúin,
sem einkennir allt okkar líf,
alla okkar menningu. Þetta er
ekkert nýtt fyrirbrigði, þó svart
sýnin hafi færzt í aukana árin
eftir síðustu heimsstyrjöld.
Vonleysið hefur lengi verið
í menningu okkar, trúin á
manninn og mannlífið er ekki
alveg liðin undir lok, en ekki
þarf til dæmis að scikkva sér
djúpt niður í bókmenntir Vest-
url. síðustu áratugi til þess að
komast að raun um, að höfuð-
einkenni þeirra er svartsýni og
vonleysi. Hvert sem litið er blas
ir það sama við, Eliot og Kafka,
Joyee og Camus, Hemingway
og Sartre, Faulkner og Auden,
svo að einhver nöfn séu nefnd
af þeim, sem skærast hafa skin-
ið á himni nútímabókmennta
vesturálfu. Svartsýni þessara
bókmennta er ekki sama eðlis
og sú sem til dæmis er
eiginleg íslendingasögum e'ða
harmleikjum Shakespeares.
Hún mótast ekki af ósigri ein-
staklingsins í baráttunni við
meinleg og ósveigjanleg örlög,
nei það er sjálft vonleysi og
tilgangsleysi baráttunnar, og
því fánýti lífsins, sem hér ligg-
ur til grundvallar. Niðurstað-
an verður: Lífið er viðbjóður,
maðurinn andstyggð, jörðin
eyðimörk; dauðinn er takmark-
ið, tortímingin fyrirlieitið. Hér
skal elkkert um það sagt, hvort
bókmenntir, sem vaxa í slíkum
jarðvegi eru góðar eða slæmar,
þær eru sjálfsagt hvort tveggja,
en það væri til of mikils ætlazt,
að til þeirra gætu lesendur sótt
traust og bjartsýni á framtíð-
ina. Þeir geta þá huggað sig við,
að „sannleikurinn er ekki i
bókum, ekki einu sinni góðum
bókum, heldur í mönnum, sem
eiga gott hjartalag." (Það er
að vísu álitamál, hvort sann-
ir vanmat og skilningsleysi á
afrekum listamanna, og er
hvort tveggja auðvitað rétt).
Og hvernig sem okkur fellur
það lífsviðhorf, sem er bók-
mennta (í þrengri merkingu
þess orðs) Vesturlanda, ber
okkur að þakka þeim hreinskilni
þeirra og bersögli. Þær lýsa
þjóðfélaginu, sem þær eru orðn-
ar til í, hvort sem það er ætlun
þeirra eða ekki, þær lýsa við-
horfi einstaklingsins, sem í því
býr, og viðhorfi þess gagnvart
honum; í þeim má lesa sér til
um ástand þjóðfélagsins, sem
ól þær, lífsviðhorf þeirra er
lífsviðhorf þess.
★
Þetta þjóðfélag, eða réttara
sagt þjóðskipulag, var skapað
af framsæknum mönnum, af
framsýnni stétt, sem með trú
á framtíðina lagði heiminn und-
ir sig, vakti mannkynið úr dvala
og eignaðist skáld, listamenn,
. vísindamenn, sem ortu henni og
öllu mannkyni fagnaðarljóð í
orði og verki. Þá voru bók-
menntir hennar mótaðar af trú
á manninn og bjartsýni á fram-
tiðina; Anatole France, Walt
Whitman, Stefan Zweig, Johan-
es V. Jensen voru þá hennar
menn, ort voru aldamótaljóð,
en ekki atómkveðskapur.
Þessi þróun hefur auðvitað
ekki einungis orðið í bókmennt-
um og öðrum listum, sama reg-
indjúpið og skilur Whitman og
Eliot skilur einnig milli Paste-
urs og félaga hans á annan bóg
inn og bandarísku sýklabrugg-
aranna á hinn, milli Curies og
Ureys, milli Stuart Mills og
Russels, milii Lincolns og Tru-
mans. Hrörnun og ellimörk
hins borgaralega þjóðfélags eru
sto greinileg, hvar sem á er
tekið, að það er harla skiljan-
legt, að andlegir leiðtogar borr
arastéttarinnar hafa lagt hend-
ur í skaut, gefið upp alla von
um að sjúklingurinn eigi sér
nokkra batavon, og súnið sér
að fánýtu grufli um tilgangs-
leysi mannlegs lífs eða leitað
fróunar í skitkasti í það fólk,
sem þoldi ekki lengur nálykt-
ina af hræinu og varpaði því
fyrir' borð.
★
En stjórnmálaleiðtogar borg-
arastéttarinnar hafa ekki enn
gefið upp alla von um, að með
einhverjum hætti megi taikast
að lífga sjúldinginn við, þó erf-
itt sé að sjá á hverju sú von
er byggð; enda hefur það löng-
um verið svo, að betur hefur
mátt lesa sér til um ástand
þjóðfélagsins í verkum skáid-
anna en ræðum stjórnmála-
mannanna. En þeir eru sem
sagt ekki af baki dottnir. Þeir
þruma í sífellu um nauðsyn
þess að verja auðvaldaþjóðfé-
legið frá árás utan frá og upp-
lausn innan frá, ekkert skal lát-
ið ógert til að halda lífinu í
sjúklingnum, atómsprengjur og
sýklar eru talin sjálfsögð vopn,
og það er álitið bæði nauðsyn-
legt og sjálfsagt að fórna ís-
lenzku þjóðinni, ef það mætti
verða til að lengja ævi sjúk-
lingsins. En i öllum orðaflaumn-
um er ekki hægt að koma auga
á neitt það, sem styrkt gæti trú
manns á framtið þessa þjóðfé-
félags, það býr engin sannfær-
ing í honum þrátt fyrir síend-
urteknar glósur um lýðræði og
frelsi,, þessi fegurstu hugtök
mannkynsins eru í munni
stjórnmálamannanna jafn flosn
uð og slitin og sveitasæla,
; hetjur hafsins og frjáls verzl-
un. Stjórnmálastarfsemi borg-
arastéttarinnar er öll neikvæð,
miðar öll að baráttu gegn þeim
otflum innan þjóðfélagsins, sem
hún óttast og gegn þeim ríkj-
um, þar sem henni hefur verið
fleygt á öskuhauginn. Hún get-
ur ekki gefið nein fyrirheit um
bjartari framtið, betra líf, vax-
andi velmegun, meiri hamingju.
ríkara þjóðlíf; og sá grunur
hlýtur að læðast að manni, að
þrátt fyrir borginmennsku og
grunnhyggni stjórnmálamann-
anna búi þeir yfir sama ótta
og ugg um framtíð þess þjóð-
félags, sem orðið hefur hlut-
skiþti þeirra að verja, og þau ‘
skáld og hugsuðir, sem gert
hafa hlut þess að sínum.
.rrr^pj
★
Þegar Halldór Laxness gaf
út bók sína um Atómstöðina.
fannst sumum að hann hefði
skotið yfir markið í lýsingum
sínum á fulltrúum borgarastétt-
arinnar. Lýsing hans á hinum
gáfaða og ríka auðnueysingja,
Búa Árland, manninum sem
hefur gert hlut deyjandi stétt-
ar að sínum og hlýtur því að
vinna henni þau verk, scm
hann hefur andstyggð á, cg
lýsingin á forsætisráðherran-
um, sem að loknum leynifund-
um með bandarískum erindrek-
um stendur á svölum alþingis
og sver, að Island skuli aldiei
selt, þær lýsingar þóttu mönn-
um ýkjur, karíkatúr. Nú skilst
þeim kannski, hve sannar þær
voru. Eg drep á þetta- atriði til
þess að leggja enn einu sinni
áherzlu á það samlrengi, sem er
milli svikanna og afstöðu svik-
aranna til auðvaldsþjóðfélags-
ins. Enginn skal halda, að öll-
um þessum fjörutíu cg þrem
mönnum, sem fæddir eru af ís-
lenzkum mæðrum, hafi veilzt
það létt verk að ofurselja land
sitt erlendu hervaldi, og sú
eina afsökun sem þeir hafa, cf
afsökun getur talizt, eru tengsli
þeirra við deyjandi þjóðskipú-
lag auðvaldsins. Sú afsökun.
mun einnig óspart verða notuð,
þó það verði í búningi fag-
urra orða um frelsi, lýðræði og
the american way of life.
Framtíð íslenzku bjóðarinnar
virðist ekki björt. Hún verður
nú að heyja baráttu fyrir til-
veru sinni, útlendingur í landi
sínu, sjö árum eftir unnið
frelsi er f jöregg hennar í hctad-
um hins bandaríska risa, eif-
iðasti áfangi sjálfstæðisbarátt-
unnar er hafinn. Auk hins vold-
uga erlenda f jandmanns veiður
hún að berjast við spillta.
höfðingjastétt, sem engin á-
hugamál á heitari en að þckn-
ast hinum útlenda ræningja.
Afli hennar mun sundrað, er.n.
um sinn mun takast að blekkja
hana, slungnir áróðursmcim
munu með fagurgala og rússa-
grýlum enn lokka hana til fylg-
is við svörnustu fjendur henn-
ar.
★
Á síðustu árum hafa runnið
yfir íslenzku þjóðina margir
dagar, sem taldir mun verða
með mestu óhappadögum £
sögu hennar; 5. október 1946,
30. marz 1949 og 5. maí 1951
eru alíkir dagar. En sá dagur
mun einnig koma, að íslenzk:
alþýða ræður ein í landi sínu,
að dagar bæði spilltrar yfir-
stéttar og erlends hervalds
verða taldir. Hafnarstúdentar,
leggjum okkar skerf af mörk-
um svo þess dags verði ekki
langt að bíða.
Landsliðið sigrali
í Gjögvik
íslenzka Iandsliðið, lék í
Gjögvik í Noregi á sunuudags-
kvöldið við úrvalslið Upplanda
og sigraði með 2 mörkum gegn
engu.
Li'ðið mun hafa að mestu leytí
verið óbreytt frá því í Þránd-
heimi. Þó lék Ríkharður Jóns-
son ekki með þennan leik.
Næsti og síðasti leikur Islend
inga í Noregi verður við B-Iands
lið, og fer sá leikur fram á
Bislet-leikvanginum í Osló síð-i
ar í þessari viku. A j