Þjóðviljinn - 02.08.1951, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. ágúst 1951
30 sovéttogarar
smiðaoir i Nviþjoo
Sovétstjórnin er nú að láta
smíða fiskiskip víða á norður-
löndum, og eru meðal þeirra 30
togarar, sem smíða á í Sví-
þjóð, til fiskveiða í íshafinu.
Skipasmíðastöð í Gávle á að
smíða 8 slíka togara og er sá
fyrsti um það bil tilbúinn.
Hann hefur hlotið nafnið ,,Am-
úr“ og er 700 tonn.
K í n a
Framhald af 1. síðu.
einungis hernumið grannland
Kína, Kóreu og ráðizt allt
norður að Jalú-fljóti með hem-
aðaraðgerðir, heldur hafa
bandarískar hernaðarflugvélar
hvað eftir annað rofið lofthelgi
Kína, varpað sprengjum á kín-
verskt land og drepið og sært
kínverska þegna.
Bandariskir heimsvaldasinnar
hika ekki við að vopna jap-
anskan her og búast jafnframt
til að halda Japan og Súður-
Kóreu varanlega hemumdum.
Þeir "hika ekki við að tæta
sundur alla alþjóðasamninga og
hyggjast semja sérfrið. við Jap-
an, sem Kína gefst ekki kostur
að ræða, hafa áhrif á né verða
aðili að.
Bandarískir heimsvaldasinnar
lýsa því opinskátt yfir að þeir
hyggist halda áfram ófriðleg-
um aðgerðum gagnvart alþýðu-
lýðveldi Kína. Og enda þótt
Kínverjar æski einskis fremur
en friðar, friðar í Asíu, friðar
um allan heim, neyðumst við til
að vera viðbúnir að verja land
okkar og frelsi.
Nú eru vopnahlésumræður
hafnar í Kóreu, og Kínverjar
óska þess að þær megi bera
árangur og Kóreudeilan leysast
á friðsamlegan hátt.
En Kínverjar gleyma ekki
hættunni, sem yfir þeim vofir.
Úr fátæklega alþýðuhernum
sem við stofnuðum 1. ágúst
1927 er að verða nútímaher,
landher, floti, flugher. búinn
nýjustu hergögnum og þjáif-
aður í nútímahernaði. Og það
skulu bandarísku heimsvalda-
sinnarnir vita að alþýðuherinn
er reiðubúinn að mæta hverri
þeirri árás sem gerð verður á
hið unga alþýðuveldi.
Kaff ih
Cora Sandel
GENGISSKRÁNING.
1 f kr. 45.70
1 $ USA kr. 16.32
100 danskar kr. kr. 236,30
100 norskar kr. kr. 228.50
100 sænskar kr. kr. 315.50
100 finnsk mörk kr. 7.00
100 belsk. frankar kr. 32.67
1000 fr. frankar kr 46.63
100 svissn.fr. ' kr. 373.70
100 tékkn. kr. kr. 32.64
100 gyllini kr. 429.90
Að ferðast um allan heiminn-------það er víst-------það er
að minnsta kosti garnan--------— ? heldur hún áfram hikandi
og vandræðaleg. Eins og hún viti ekki hvað hún á að segja.
Hún hefur gott af því að vera dálítið vandræðaleg. Það er
sjálfri henni að kenna.
Já, að mestu leyti, lcftið er hreint og himininn blár. Stund-
um er það þreytandi og stundum skemmtilegt og glæsilegt
kvenfólk í hverri höfn. Sumir hafa engan áhuga á kvenfólki.
Jú, auðvitað að vissu marki, en annars gefa þeir ekki túskilding
fyrir kvenfólk. En ég hef ánægju af kvenfólki, mér finnst
alltaf gaman að félagsskap kvenna, Mér geðjast að konum.
Það er auðvitað þrældómur að vera á sjónum, segir hann
og breytir um rödd: En þó er það betra en í landi. Og ég get
verið ánægður yfir minu hlutskipti eins og ástandið er meðal
sjómanna í heiminum. Sumir félagar mínir í Svíþjóð lifa á bón-
björgum.
♦
Og maðurinn fer meira að segja að tala um fjölskyldumál.
Rétt eins" og hann og Katinka væru gamlir vinir: Ég á dóttur.
Heima í Gávle.
Þá eruð þér ekki alveg einn, segir Katinka og hún er enn
vandræðaleg eins og hún viti ekki hvað hún á að segja.
Þvættingur.
Þetta hljómar afar ruddalega, en maðurinn hefur sjálfsagt
ekki ætlað sér að vera dónalegur, því að andartaki síðar segir
hann með þessari rödd, sem er næstum þægileg, þegar hánn
sést ekki sjálfur: Fyrirgefið þér. Ég veit að þér eruð að reyna
að vera vingjarnleg, en auðvitað vitið þér að þetta er þvætt-
ingur. Ungt fólk er alltaf sjálfu sér líkt. Drekkið þér nú. Ef
þér viljíð meira, þá skuluð þér fá það.
Og Katinka tekur boðinu tveim höndum. Glásið glamrar við
diskinn, Og rödd hennar er áreiðanlega dálítið þvogluleg þegar
hún segir: En þykir henni ekki vænt um yður?
Hún er að minnsta kosti ágeng eins og drukkið fólk er alltaf.
Það er eins og hún hafi afar mikinn áhuga á því, hvort telp-
unni þykir vænt um föður sinn eða ekki.
Henni er sjálfsagt ekki illa við mig. En hún er hjá tengda-
foreldrum mínum. Og tengdamamma hefur aldrei getið fyrir-
gefið mér að barnið fæddist of snemma. Og hún kennir mér
líka um dauða konunnar minnar. Konan mín fékk tæringu, og
það átti að vera vegna þess að ég stóð mig ekki nógu vel,
<Ok
svo að hún þurfti að vinna meira en hún þoldi. En aldrei
20 suiadmemt af 155
sem tilkynnfiu þáttfiöku sína í verðlaunasundi
Daily Mail syntu yfir Ermarsund
1 fyrra efndi euska stórblað-
ið Daily Mail til keppni í sundi
yfir Ermarsund, og er verðlaun
um heitið sem svara til ca. 350
þús. ísl. króna, þar sem fyrsti
maður og kona fær ca. 50 þús.
Blaðið endurtekur þessa
keppni í ár . og virðist áhuginn
sízt minni nú.
23. ágúst leggja þessir 20
Leiðrétting
Af misgáningi var Hannes
frá Undirfelli nefndur Jónsson
í leiðara blaðsins í gær en á að
vera Pálsson.
útvöldu sundmenn, sem eru frá
11 löndum í þessa hörðu og
þrekmiklu keppni. Blaðið til-
kynnir að þessir 20 keppéndur
hafi verið valdir mjög vandlega
úr þeim 155 sem tilkynntu þátt
töku en þeir voru frá 23 lönd-
um. Keppendurnir eru: frá Eng-
landi 5, Frakklandi 3, Svíþjóð,
Egyptalandi og Argentínu 2 frá
hverju, Bandaríkjunum Kanada,
Grikklandi Hollandi, Danmörku
og Peru, 1 frá hverju. Annar
sænski keppandinn ætlar í ná-
inni framtíð að synda leiðina
Kaupmannahöfn — Malmö sem
er 25 km.
sagði konan mín neitt 1 þá átt. Hún kvartaði aldrei. Hún fyrir-
gaf mér allt. Sjálfsagt hef ég gert ýmislegt sem ég átti ekki
að gera, en þannig eru flestir. En dóttir mín er á þeim aldri,
að hún lítur aðeins við jafnöldrum sínum. Og ég hef víst ekki
verið nógu góður við hana heldur. Hef ekki borgað eins mikið
og mér bar, skiljið þér. Já, hérna sit ég og létti á hjárta mínu
við yður. Skál.
Ég hef að minnsta kosti borgað, segir Katinka annars hugar.
Að vísu hefur hún gert það á sinn hátt, þótt hún hafi ekki
ævinlega staðið í skilum. En það nær ekki nokkurri átt að
tala svona við bláókunnugan mann.
Og samt eruð þér einmana. Það eruð þér áreiðanlega. Það
er sama hvernig maður fer að. Það er alveg eins gott að
svíkjast um. Þau hirða ekki hót um okkur, hugsa ekki um neitt
nema sjálf sig. Eiginlega er ungt fólk andstyggilegt. Það hef
ur ánægju af að særa. Hafið þér ekki tekið eftir því? Það er
eins og það hafi ógeð á okkur.
Harðkúluhattinum er liðugt um málbeinið. Og Katinka ræf-
illinn tekur undir: Já eiginlega----
Sjálf þykjast þau vera hreinasta afbragð, af því að þau eru
ung. Þau geta ekki þolað að fólk eldist. Við þurfum að eiga
mikinn auð, völd og hafa góða stöðu í þjóðfélaginu til að standa
þeim á sporði. Ef svo tr ekki-----Og jafnvel þótt svo sé------
Þau eru full af ofmetnaði, af því að þau eru ung.
Þarna situr Harðkúluhatturinn og mælir allt upp í henni
Katinku. Hún er þó nógu afleit fyrir. Larsen lítur á Sönstegárd
á frú Krane. Frú Krane hristir höfuðið með mæðusvip.
Það er nauðsynlegt að halda í við þetta unga fólk, segir
hann: Gefa þeim mat og þvíumlíkt. En segja fátt.
Segja fátt.
Nú er hún líka farin að tala sænsku. Og það eins og hún
hafi fensrið svar við vandamáli sem hún hafi lengi haft áhyggjur
af. Er það nú háttalag.
Þetta er heilagur sannleikur, staðhæfir Harðkúluhatturinn: Og
spyrja einskis-----
Nei, spyrja einskis-----
Þau muna aldrei eftir því að þau verða sjálf gömul fyrr en
varir.
Mér er alveg orðið sama um þau.
Katinka er farin að tala hátt, eins og hún sé að reyna að
yfirgnæfa eitthvað: Ég get ekkert gert fyrir þau hvort sem er.
Ég hef hoppað og skoppað í kringum þau eins og lítill hvolpur,
segir hún gremjulega.
Harðkúluhatturinn tautar eitthvað. Það er ekki hægt að heyra
orðaskil, en það er eins og hann berji hnefanum í borðið.
Svona nú, segir frú Krane os virðist komin með eftirþanka.
Uss, segja Larsen og Sönstegárdi: Við skulum heyra meira.
Og þær heyra meira. Katinka bullar allt hvað af tekur. Móður-
ástin, segir hún: Þau eru að tala um móðurást. Hún virðist eiga
að þola allt. En það er ekki annað en vitleysa. Hvað gefa flest
börn í aðra hönd? Fyrirlitningu. I hæsta lagi meðaumkun. Og
það drepur ástina, alls konar ást.
Þetta er heilagur sannleikur.
Mín börn skilja mig ekki, skal ég segja þér.
Hvað áttu mörg?
Tvö.
Tvö? Þá geta þau scmeinazt gegn þér.
Það er ef til vill of mikið sagt-----
Að hugsa ser þau eru farin að þúast. Þarna situr Katinka
og þúar þennan líka mann. Og'talar meira að segja um einka-
mál sín, börnin hvað þá annað. Frú Stordal er sokkin dýpra
en fólk hélt. Einu sinni var hún þó siðsöm og skikkanleg kona.
Mig langaði til að gera mitt bezta, skilurðu. En það er
heimskulegt. Það borgar sig ekki. Maður uppsker ekki annað
en fyrirlitningu
• Kr.rðv. þig kollótta um þau,
Ég geri það. Það er einmitt þáð sem ég geri. Þekkir þú
þess konar ást sem líkist reiði, hún er svo aflvana. Þekkir þú
hana ?
Já ætli ekki það------
Um jólin til dæmis. Kuldaleg gagnrýnisaugnaráð þeirra. Ö-
þægileg þögn. Maður hefur lagt sig allan fram. Verið á þön-
um Betlað. Stofnað sér í skuldir. Skuldir á skuldir ofan. Það
er aldrei nóg. Það er tilgangslaust að koma með útskýringar.
Og hvað er hægt að útskýra? Enginn getur gert meira en sitt
fcezta,
Að sitja heima ein jól í biðbót? Eins og glæpamaður? Eins
og einhver sem vanrækir skyldur sínar? Nei, nei og aftur nei.
T