Þjóðviljinn - 18.08.1951, Side 5

Þjóðviljinn - 18.08.1951, Side 5
—- Ijaugardagur 18. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Óskar B. Bjarnason efnaverkfrœSingur: ORKA Ef við lílum á yfirborð hlut- anna finnst okkur ef til vill trúlegast að efnið sé samfellt eða sílieitt. >að þarf þó ekki nema litla umhugsun til að skilja, að svo muni ekki vera. Og þó við þekktum ekkert til atómfræðinnar eða neinna kenn inga um byggingu efnisins, gæt- 'iim við með einfaldri tilraun gert okkur ljóst, að efnið hlýt- ur að vera byggt upp af að- greindum ögnum. — Tökiun ísmola, sem vegur 100 grömm og hitum hann upp þar til hann bráðnar. ísmolinn hefur þá breytzt í 0° heitt vatn, sem í’úmar 100 kúbíksentímetra eða 1/10 úr lítra. Við höidum áfram að hita upp þar til hita- stig vatnsins nálgast suðumark ið, sem er 100°. Rúmtakið hef- nr þá vaxið lítið eitt, er orðið 104 cc, cn þunginn er óbreytt- ur eða 100 grömm. Þcgar suðu- markinu er náð hækkar hitinn í vökvanum ekki meir, en vatnið breytist óðum í gufu. Við höld um áfram að hita upp þar til allt vatnið er orðið að 100° 'heitri gufu. Rúmtak gufunnar er þá orðið hérumbil 170 lítr- ar. Við erum ennþá með sömu 100 grömmin af þessu sama efni, sem'heitir vatn, en rúm- takíð hefur aukizt 1700 sinnum við þessa meðhöndlun. Ef við aukum enn hitann og höldum þrýstingnum óbreyttum eykst líka rúmtak gufunnar, en þunginn heldur auðvitað áfram að vera 100 grömm. Ef við t.d. ’hitum upp í 500° og látum þrýstinginn vera áfram eina loftþyngd, er rúmtak gufunnar orðið 352 lítrar. Samskonar til- x-aun getum við gert með önnur efni. Eftir þetta er erfitt að hugsa sér efnið síheilt eða samfellt; til þess að svo gæti verið yrði þanþol þess að vera ótrúlega mikið, eiginlega alveg takmarka laust Við höfum sem sagt sann að þá tilgátu að efnið sé byggt upp af aðgreindum eindum, eða. a. m, k. leitt að henni sterkar líkur. UpDhaf atómkenningarinnar er rakið til gríska heimspekings ins Demokrítosar, sem uppi var fyrir 2400 árum, Hann hélt því fram að efnið væii diskontín- uert þ. e. ósamanhangandi, upp bvggt af aðgreindum frúmögn- um, atómum sem væru ódeil- anleg og milli þeirra væri tómt rúm. Ekki eru til nema fáein brot úr ritum þessa mikla hugsuð- ar fornaldarinnar. en eftir því sem Arist.óteles segir frá, hélt hann bví fram úm atómin að þau væru hörð, hefðu lögun, stærð oe þunga. Þau væru ó- sýnileg PÖkum þess hve smá þau yærix. þiau hefðu engan lit. bragð eða Ivkt. Demokritos hugsa’ði sér ennfrémur að atóm in værn á, sifePdri hrevfingu og stiórnuðust af blindum örlög- um. Eins og við siáum eru hug- mvndír DemoVritosar furðulega nálægt hvf rétta, en Aristóteles var and=tæður þessum kenning- um og hélt fram því gagn- stæða: efnið væri kontinúert, samfellt eða síheilt og ekkert tómt rúm væri til. Og það sem stóð hjá Aristótelesi var um margar aldir óumdeilanlegur sannleikur. Það var ekki fyrr en um aldamótin 1800 að atómkenning in er sett fram á ný af Englend ingnum Dalton. Atómkenning Daltons er ekki að neinu veru- legu leyti fullkomnari en atóm keiming Demókrítosar. En Dalt- on benti á að atómkeimingin mundi vera hið bezta tæki til að skýra samsetningu efna og verkanir þeirra hvert á annað. Allar sameindir ákveðins efnasambands eru innbyrðis eins, en sameindirnar eru byggo ar upp af frumeindum, sem eru. hver annarri ólíkar, nema um sameindir frumefnis sé að ræða. Af frumeindategundum eru ekki til nema mjög takmarkaður f jöldi í heiminum, eða jafnmörg frumefnunum, sem eru um 90. Þetta var skoðun efnafræðinga á 19. öld um byggingu efnisins og allt fram á þá tuttugustu. Atómin voru talin ódeilanleg — klassísku aflfræðinnar gilda á- fram á sínu takmarkaða sviði, en afstæðiskenningar Einsteins og atómkemía 20. aldarinnar hafa víkkað heimsm>Tid okkar og umfram allt fært okkur auk ið vald yfir fyrirbærum náttúr- unnar. Tvö eru þau lögmál sem öðr- um fremur gátu talizt grund- vallarlögmál eðlisfræði og efna- fræði 19. aldarinnar. Þau eru þessi: 1. Efni eyðist hvorki né skapast en breytir aðeins um ástand og eðli. 2. Orka eyðist hvorki né ska.past, heldur breyt ir aðeins um form. Nú vita menn að lögmál þessi eru ekki strangt tekið rétt þótt þau gildi í flestum praktískum tilfellum. Efni gélur nefnilega brejtzt í orku og öfugt. I stað- inn fyrir lcgmálin um óbreytan- leik massans og orkunnar fáum við nýtt lögmál sem sameinar þau í eitt. Þetta lögmál hljóðar svo: Samanlagt magn massa og or.ku í heiminum er óbreytan- legt. Ummyndun efnis í orku fer í orku — Og raunar er varma- orkan sem myndast við venju- legan bruna einnig þannig til- komin en efnismagnið sem lxverfur er svo lítið að það er ekki mælanlegt mcð neinum ráö um. Þegar í byrjun 20. aldar hafði Einstein sett fram þá kenningu að efni og orka væri í eðli sínu hið sama, efni gæti breytzt í orku og orka í efni. Og hann setti einnig þá þegar fram þá stærðfræðilcgu formúlu sem gilti fyrir slíkar breyting- ar. Samkvæmt, jöfnum Einsteins er magn þeirrar orku sem myndast þegar efni breytist í orku jafnt massa efnisins í grömmum sinnum hljóðhrað- inn í cm á sekúndu margfaldað- ur með sjálfum sér. Fæst orkaii þá í svokölluðum absalút eining um sem kallast erg. Full þrjá- tíu ár liðu áður en þessar jöfn- ur Einsteins urðu sannaðar með tilraunum. En þær reyndust sem sagt vcra réttar. ’ Eftir þessum jöfnum má reikna að 1 kílógram efnis jafn- gildir 2500 milljónum kílówatt- stunda af raforku ef það breyt- ist allt í orku. Til samanburðar getum við nefnt að sú hitaorka sem fæst með því að brenna 1 kg. af góðum kolum nemur svo sem 7300 kg. kaloríum, en það verður umreiknað í raforku að- eins 8,5 . kwst. eru þó í athugun víða um lieim þótt af því fari ekki eins mikl- ar sögur. Fyrir lönd, sem ekki hafa að- gang að vatnsafli eða annarri ódýrri orkulind, virðist bygging kjarnorkustöðva til rafmagns- framleiðslu mjög álitleg. Danskur verkfræðingur Eigill Poulsen að nafni hefur nýlega birt útreikninga, sem sýna að hægt væri að lækka xafmagns- verðið í Danmörku úr 8,4 aur- um kwst. niður í 1,7 aura, ef byggð væri kjarnorkustöð, scm fullnægði allri orkuþörf Dan- merkur. En í Danmörku er engin orkulind tiltæk og verða Danir að framleiða allt sitt raf- magn úr innfluttu eldsneyti. Stofnkostnaður við byggingu kjarnorkustöðvar er mjög mik- ill, en reksturskostnaður aftur á móti lítill. Þegar orkustöðin er komin upp gengur hún svo að segja af sjálfu sér. Hráefnið er úraníum og mundi 100 þús kw. orkustöð þurfa um 70 kg. árlega. Eigill Poulsen áætlar að kjarnorkustöð fyrir Danmörku mundi kosta 20—30 þús. millj- ónir króna, en þá er gert ráð fyrir margfalt meiri notkun raf magns en nú á sér stað. Ef hægt væri að lækka rafmagns- verðið niður í 1,7 aura kwst. mundi notkun þess fljótlega aukast mjög í iðnaði, landbún- aði, flutningatækjum og á heirn KJARNORKUSTÖÐIN í PASCO, WASHINGTONRÍKI, BANDARÍKJUNUM Atomos er grískt orð og þýðir einmitt ódeilanlegur. Undir lok 19. aldar voru margir vísindamenn á þeirri skoðun að heimsmynd vísind- anna væri næsta fullkomin. Að visu þyrfti að ákveða ýmsar grundvallarstærðir með meiri nákvæmni, en það mundi ekki breyta í neinu hinum vísinda- legu kenningum um eðli efnis- ins. Þó voru ýmsir hlutir sem erfitt var að koma heim og saman t.d. varðandi eiginleika ljóssins. Og einmitt um þetta leyti var María Curie að gera rannsóknir á merkilegri hegðun sumra efna, sem hún nefndi geislavirk efni. Síðan hafa hug- myndir manna um efnið breytzt mikið. Það væru þó ýkjur að segja að vísindarannsóknir síð- ustu ára hafi kollvarpað hinni Newtonsku heimsmynd. Lögmál fram í öllum sólstjörnum. Orka sólarinnar sem viðheldur öllu lífi hér á jörðinni stafar frá efnabreytingum sem fara fram við margra milljón gráða hita. En þetta eru engar venjulegar kemískar efnabreytingar, held- ur er um að ræða árekstra milli sjálfra atómkjarnanna. Vetnis- kjarnar sameinast og mynda helíumkjarna jafnfi'amt því að sumt efni breytist í orku. Eins og kunnugt er geta menn nú komið af stað atomsprenging- um í stórum stíl hér á jörðinni í þungum atómkjörnum eins og t.d. úraníum og plútóníum og með því leyst úr læðingi nokk- uð af þeirri óhemju orku sem bundin er í atómkjörnum. Ork- an sem myndast í kjarnorku- ofnum og við sundrun atóm- sprengjunnar er einnig fram- komin við það að efni breytist Ef 1 g. af úraníum, eða hvaða efni sem er, breytist í orku samsvarar það 25 milljón- um kílówattstunda. Við um- setningu í kjarnorkuofnum breytist ekki allt efnið í orku heldur aðeins sem svarar einum þúsundasta hluta, þannig að úr 1 grammi af úraníum fæst 25000 kwst. sem hitaorka, en það er sem svarar því. hita- magni sem fæst með því að brenna tæpum 3 tonnurn af góð- um kolum. 1 gramm af úraníum, sem eldsneyti samsvarar þannig 3 tonnum af kolum cem eldsneyti í venjulegum gufukatli. Menn eru nú orðnir því vanir að tengja notkun kjarorkunnar við eyðileggingu og styrjöld. Mciguleikar á hagnýtingu kjarn- orkunnar til friðsamlegra þarfa ilum. Slík kjarnorkustöð mundi spara að mjög miklu leyti inn- flutning á kolum og öðru eld- neyti eða sem svaraði 10 millj- ónum tonna af kolum á ári. Einnig hefur verið stungið upp á að byggja kjarnorkustöð fyr- ir fleiri lönd sameiginlega t.d. Danmörk, Noreg og Svíþjóð. Erfiðleikar kynnu að verða á að útvega úraníum til rekst- urs slíkrar kjarnorkustöðval. En Danir gera sér vonir um að úraníum kunni að finnast á Grænlandi og er það ekki ólík- legt því úraníums er helzt að leita í grunnbergi. — Menn eru sem sagt að byrja aö venjast þeirri hugs- un að þeir eru ekki lengur háð- ir kolum og jarðolíu til fram- leiðslu á orku. Hagnýting hinn- ar óþrjótandi orku atómikjarn' anna er rétt að hefjast.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.