Þjóðviljinn - 28.08.1951, Side 5

Þjóðviljinn - 28.08.1951, Side 5
Þriðjudagur 28. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN (5 Verk til athugunar fvrir herra Morrison: Réttarofsóknir gegn frjálslyndum hreyflngum í brezku samve r Álirifamikið dæmi um þró- hins „frjálsa heims“ (e,n svo er auðvaldsheimurinn oft kall- aður) til fasisma, — feril, sem markaður er sívaxandi afnámi borgaralegra réttinda og ör- yggis (auðvitað samtímis hræsn isfullum ásökunum að heimur sósíalismans sé að afnema slík réttindi og öryggi), er að finna í réttarhöldunum í Pakistan, sem nefnd hafa verið „Rawal- )»indi samsíerismálið“, og hófst 15. júní í fangelsinu í Hydera- bad (Sind). Ákæran er um samsæri til að koma á með ofbeldi hernaðar- einræði í Pakistan. Sakborning- amir eru, auk nokkurra hátt- settrá foringja hersins hið vin- sæla skáld Pakistanbúa Falz Ahmad Faiz, ritstjóri hins frjál 'iynda stjómarandstoðublaðs Pakistan Times og stofnandi friðarhreyfingar í Pakistan; og Syed Sajjad Zaheer, frægur skáldsagnahöfundur og gagn- rýnir á úrdúmáli og aðalritari Kommúnistaflokks Pakistan og Syed Sibtey Hassan. kunnur blaðamaður og gagnrýnir, skrif ar einnig úrdú. Við réttarhöldin er lítið gert til að tryggja heiðarlega mála- færslu. Menn sem bornir eru þungum sökum verða að fá nákvæma vitneskju um ákær- una. Venjan er í Pakistan, eins og Bretlandi, að það sé tryggt með ýtarlegum málflutningi fyr ir föstum dómstól. En í þessu máli hefur málflutningur verið nær enginn og sakborningar látnir mæta í réttinum með mjög óljósa hugmynd um ákærurnar sem þeir eiga að svara. Og alltaf er meiri von til heiðar- legrar málsmeðferðar af föst- um dómstólum með víðtækar réttarvenjur og virðingu sem ekki má tefla í hættu en sér- dómstóls, skipaðan af ríkis- stjórn til að dæma í tilteknu máli, með dómendur valda af ríkisstjóminni, og þessi munur verður enn meiri þegar sakbom ingar eiga þess ekki kost að mál þeirra sé dæmt af kvið- dómi, eins og verið hefði fyrir föstu dómstólunum. í þessu máli koma því sakborningar fyrir dómstól sem á sér enga hefð osr skapar væntanlega ekki hefð. Það er undirstöðuatriði og ákaflega mikilvægt að sakborn ingar eigi þess kost að verja, sig í réttinum og geti undirbú- ið vörn sína. bar með talið að stefna vitnum. Þessi atriði verða enn mikilvægari í þessu máli þegar ýmsir aðrir erfið- leikar eru á því að ná rétti sínum. og þau fela í sér rétt til að kjósa verjanda og að verj- andi fái sæmilega aðstöðu til að vinna verk sitt. og að sak- borningar fái sanngjörn tæki- færi til sjá vandamenn sína og hafa tal af þeim meðan beðið er réttarhalda og dóms. En í þessu máli hefur sérdómstóll neitunarvald um val verjanda. honum er ekki leyfilegt að skrifa sér til minnis upp úr málsskjölum og ekki að fara með þau af staðnum til nánari : Eítir brezka lögíræðinginn D. N. Pritt rannsóknar eða leita ráða og stuðnings starfsbræðra sinna; engir ncma nánustu vanda- menn mega hitta sakboming- ana og þeim er ekki leyfilegt að ræða við þá um sakamálið. Vandamenn sem eiga heima í Indlandi hafa vikum saman beðið árangurslaust eftir leyfi að fá að koma til Pakistan og hitta hina ákærðu. Hvemig geta sakborningar, sem eiga líf sitt að verja, tryggt sér nauð- synleg vitni við slíkar aðstæð- Lnupiat AH Klian, stefnir 1 á fasisma sam- kvæmt banda- rískri fyrir- skipun. > AliKharrí ur? Hvernig geta þeir komizt að því hvort þeir eiga kost á vitnum er stutt gcta málstað þeirra? Hvemig geta þeir náð sér í vitni í tæka. tíð þar sem réttarhöldin em hespuð af og yfirleitt neitað imi allan frest. Mesta öryggið liggur í að allt fari fram fyrir opnum tjöldum. I öðmm löndum eru lögfræðingar á einu máli um það að réttarhöldum sé opinþer athygli jafnnauðsynleg og sól- skin mönnunum. Allir vita að til em mál sem nauðsyn er vegna almenns öryggis að flytja fyrir Iokuðiun dyrum. En það færist nú mjög i vöxt, í mörg- um löndum, að mál séu rekin fyrir lokuðum dymm, undir ýfirskini almenns öryggis, þó sannleikurinn sé að ríkisstjórn- ir séu að hafa í gegn vafasöm mál sem þyldu ekki almenna at- hygli. í þessu máli hafa öll réttarhöld verið leynileg. Það sem fram kemur er ekki einu sinni ritað nema í útdrætti. Engar blaðafregnir um réttar- höldin verða leyfðar, engin skýrsla gefin nema, um dómana, uema almenningsálitið verði nógu sterkt til að breyta þess- ari óhugnanlegu málsmeðferð. Enn ein öryggisráðstöfun hefur verið að engu höfð. Jafnvel beztu dómstólum getur skjátl'- azt og því er áfrýjunarréttur- inn ein hin mikilsverðasta ör- yggisa-áðstöfun. En í þessu máli þar sem sakborningum er gert eíns erfitt fyrir og hugsanlegt er að ná rétti sínum, er ekki um neinn áfrýjunarrétt að ræða, og það þó dómarnir geti orðið dauðadómar. ’ Mér kemur aðeins í hug ein misbeiting réttvísinnar sem ekki hefur til þessa verið beitt í málinu, að senda verjanda sak bominga án dómsúrskurðar í fangelsi, fyrir óvirðingu við róttinn. En hver veit nema sú sérkennilega bandaríska tján- ing „frelsis" eigi eftir að koma. Ekki er að furða þó þessi réttarhöld gegn háttsettum foringjum í hernum og mennta- mönnum, rekin með jafnlúaleg- um aðferðum, hafi orðið til þess að vekja margskonar orð- róm um raunverulegar orsak- ir þeirra. Forsætisráðherrann Liaquat AIi Khan má slálf- um sér um kenna ef orð- rómurinn gerir honum rangt til, því hann er ábyrgur fyrir ákærunni, leyndinni, hinni sví- virðilegu málsmeðferð, og hann hefur eitrað andrúmsloftið með því að halda á lofti bréfum sem hann segist hafa fengið frá vinum sínum er krefjizt þess að sakborningar séu skotn- ir tafarlaust, án dóms og laga og með því að láta nýlega hand taka tugi menntamanna auk hinna fyrri. Orðrómurinn er auðvitað á ýmsa lund. Það er vitað að Lia- guat Ali Khan lofaði í ferð sinni til Washington að senda her til Kóreu, en heimkominn til Pakistan sögðu herforingj- ar hans honum að ekki væri á það treystandi að Pakistanher- menn létu senda sig gegn Kór- eumönnum; og víst er um það að milljónir manna trúa þeim orðrómi að hann sé með mála- ferlunum að reyna að ldsa sig við hernaðarráðgjafa sína, kúga stjórnmálaandstöðuna og berja niður friðarhrcyfinguna, kveða niður „rauðu hættuna“ og und- irbúa það að afhenda Banda- ríkjamönnum herstöðvar í Pak- ístan. Almenningsálitið úti um heim verður að koma til liðs við hið keflda aimenningsálit í Pakist- an, neýða ríkisstjórnina til að stöðva réttarskrípaleikinn og láta heiðarleg réttarhöld fara fram yfir sakbornirtgunum. Þá verður réttlætinu fullnægt, orð- rómurinn annaðhvort staðfest- ur eða afsannaður og snúið af stefnunni til fasisma. Þóroddur Guðmundsson: ALLT ER HEY I HARÐINDUM í síðasta tölublaði Neista, er gert að umtalsefni atvik, sem kom fyrir á fundi bæjarstjórn- ar Siglufjarðar fyrir nokkru síðan. Er „rosafrétt" þessi einnig birt í Alþýðublaðinu. En fréttin var sú, að forseti vítti úmmæli mín um forstjóra Trj'ggingarstofnunar ríkisins og tók af mér orðið. Af skilj- anlegum ástæðum tekur Neisti ekki orðrétt upp ummæli mín, heldur segir um hvað þau hafi verið og dregur síðan ályktanir af söguburði sínum. Þeir, sem ekki sátu fundinn, en lesa frá- sögn Neistp af )ij0num, mættu vel halda, að hér hefðu einhver ósköp gengið á, hóflausar skammir og brigslyrði, og að hinn óguðlegi kommúnistafant- ur Þ.G. hefði borið hinn „þraut- reynda“ verkalýðsforingja Har ald Guðmundsson upplognum sökum. Þetta gekk þó ekki þannig til. Á fundimnn var til umræðu samningur um fjármál milli Siglufjarðar og Tryggingar- stofnunar ríkisins. Voru Siglu- fjarðarbæ þar settir harðari kostir en heyrzt hefur um, að Tryggingarstofnunin hafi sett. öðrum kaupstöðum. Þó bæjar- stjóri og meirihluti bæjar- stjórnar væru sáróánægðir með samninginn og liefðu gert ítrekaðar tílraunir til að fá breytt hinum óaðgengilegu ákvæðum, en árangurslaust, — var þó lagt til að samþ. hann. Var það gert af þeim ástæðum einum, að naumast var annars úrkostur. En þáð undarlega skeður, að einn af bæjarfulltrú- um Alþýðuflokksins kveður sér hljóðs og deilir á bæjarstjóra og bæjarstjórnarmeirihlutann fyrir hin óaðgengilegu ákvæði samningsins, eins og það væri þeirra sök. Ég benti þessum fulltrúa á, að hann fæVi villur vegar. Það hefði verið marg- reynt að fá hinum chagstæðu og auðmýkjandi ákvæðum samnings-ins fvrir Siglufjörð breytt, en þar hefði staðið mest á flokksbróður þans Haraldi Guðmundssyni, sem mér hefði virzt í þessum samningum mjög f jandsamlegur Siglufirði og harðari í horn að taka, en hann hefði verið, meðan Alþýðu- flokksmaður var bæjarstjóri. Er auðvelt að sanna þetta. Þá gat ég þess, að ekki væri kunn- ugt um, að bæjarfélögum, sem Alþýðuflokksmenn stjórna, hefði Haraldur sett þá afar- kosti, sem Siglufirði væru sett- ir með þessum samningum. Alþýðuflokksfulltrúarnir urðu æfareiðir yfir þessum ásökun- um og töldu þær illkvittinn róg og tilhæfulausan, og pólitíska hlutdrægni. Væri ekki hægt að bera slíkt á hinn grandvara mann Har. Guðm.son í starfi hans. Ég bætti því við fyrrí ummæli mín, að ég væri þess fullviss, að Haraldur Guðmunds son hefði ekki tekið með sömu silkihönzkunum á sósíalista, er hefði dregið sér úr sjóði trygg- ingamna stór fó, eins og hann tók á máli eins flokksbróður síns, sem þetta gerði. Ekki vildu Alþýðuflokksmennirnir taka vitni að þessum ummæl- um eða fá á þeim nánari skýr- ingar, þó ég byði þeim iþað. Hinsvegar virtist hin ofsalega reiði þeirra hafa mjög annarleg áhrif á forseta bæjarstjórnar. Forseti bæjarstjórnar var mjög annarshugar og utanvið sig á þessum fundi, en við reiðiköst kratanna rankaði hann þó við sér, vítti ummæli mín og svifti mig orðinu. Forseti bæjarstjórnar hefur oft hlustað á siðlausar skamm- ir tveggja fulltrúa Alþýðufl. í bæjarstjórn, þar sem þeir hafa borið andstæðinga sína tilhæfu- lausum svívirðingum og ekki hikað við að sneiða að æru þeirra, án þess að víta þau ummæli. En í þetta sinn, þegar sannar ásakanir eni bornar fram, að gefnu tilefni og öll- um viðstöddum sjáanlega að íhuguðu máli, boðist eil að standa við ummælin og gefa á þeim skýringar, sviftir forscti bæjarfulltrúa orðinu, með, að ekki sé meira sagt, mjög hæpn- um rétti. Það sem Neista gengur til að blása þetta mál upp eins og hann gerir, er málefnafátækt Framhald á 6. síðu. Blekkingum Mogga og Ménudagsblaðsins um skipverga á Maí hnekkt Málgagn sem gefið er út hér í bæ að nafni Mánudags- blaðið, sem aðallega virðist hafa það að höfuðviðfangsefni að þrefa um áfengismál og hafa allgóða þekkingu á þeim hlut- um frá báðum sjónarmiðum séð, tekur einstaka sinnum fyr- ir að ræða önnur mál og þá af næsta lítilli þskkingu, oftast í þeim dúr að skapa einhverjar æsingar utan um þau. Er þá oft á tíðum vandalítið að leið- rétta frásagnir blaðsins þó allur álmenningur sem orðið hefur fyrir þessum leiða ósóma hirði lítt um það. S. 1. mánudag birtir blaðið óþrifagreinar um einhverskon- ar „uppreisn“ sem á að hafa átt sér stað á b. v. Maí fyrir nokkru og lætur ritstjórinn sér ekki nægja að froðufella yfir þessu sjálfur heldur birtir ým- is bréf sem liann segist hafa fengið frá Pétri ag Páli, sem mjög eru á sömu leið og þar á meðal eitt undirritað „sjómað- ur“ og sézt einmitt á því hvaða þekkingu hann ber á hug sjó- manna. Eg hirði ekki um að svara þessum hugarfóstrum ritstjórans sérstaklega, en vil gagnvart almenningi sem lesið hefur þessar villandi frásagnir gefa nokkra skýringu á þessum atburðum. Þann 11. júlí s. 1. réði ég mig ásamt 20 öðrum mönnum á b. v. Maí sem þá átti að leggja upp á síldvelðar fyrir Norðurlandi. Segir ekki af því, nema 'að okkur gekk treglega svo sem flestum öðrum skipum hefur gengið í sumar, er hlut- ur okkar eftir sumarið tæp 1000 mál, Stafar þetta ekki ein- göngu af hinu almenna afla- leysi heldur og af útbúnaði veiðarfæi’a sjálfra, en bátarnir á skipinu voru í því ásigkomu- lagi að tvísýnt var að nota þá oft á tíðum og varð að hverfa frá síld vegna þess. Var þetta ekki aðeins skoðun okkar há- setanna lieldur mun það einn- ig skoðun skipstjórans sjálfs. Þetta og hið almenna aflaleysi seinni part ágústmánaðar varð til þess að við skipverjar á b. v- Maí er þetta mál snerti. að undanteknum þremur hásct- um og yfirmönnum, skrifuðu skipstjóranum bréf þar sem við tilkynntum honum að við myndum ekki fara í annan túr eftir að komið væri í höfn úr þeim túr, sem verið var í að Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.