Þjóðviljinn - 02.09.1951, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 02.09.1951, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 2. september 1951 Gunithildar kóngamáðir Framhald af 3. síðu. arfars og refsinga, og meira að segja í daglegu tali nútíma- fólks eru menjar, sem minna á þær. Við skiljum til dæmis öil orðatiltækið „að kveða niður“ illgjarnan orðróm. Það merkir að sínu leyti það sama og með- ferðin á óheiðarlegum karl- manni — eða ótrúrri konu — sem voru hæluð niður í vota gröf sína til að þola ævarandi refsingu. (Á enskunni nefnist grein þessi „The False Queen Gunhild from Jutiand". Kaflafyrirsagn- ir eru Þjóðviljans. Frekari fróðleik um Gunnhildi er að finna í Áföngum Sigurðar Nor- dals prófessors). S KÁ K Framhald af 3. síðu. víga orustu sézt van Schelt- inga yfir brellu í 35. leik, og það verður til þess að hann tapar. Alexander hefur kannske séð þessa brellu í 32. leik, en þarf ekki að hafa séð hana, fyrr en að honum var komið að leika 35. leik. Þetta ræður úrslitum. Er rétt að segja að Alexander hafi verið heppinn og van Schelt inga óheppinn, eða á að telja úrslitin sanngjörn, með tilvísun til þess að skákin sé barátta fyrst og fremst, og þýðing hvers atriðis skuli því metin út frá baráttugildi þess, en ekki vegin á rökfræðilega eða fag- urfræðilega vog? Hér er ekki líklegt að allir verði sammála, en látum lesendur sjálfa dæma þessa skák, sem til umræðu er. Þegið drottningarbragð. Scheltinga. Aiexander. 1. d2—d4 d7—d5 3. c2—c4 d5xd4 3. Bgl—f3 Bg8—f6 4. e2—e3 e7—e6 5. Bflxc4 c7—c5 6. 0—9 a7—a6 7. Ddl—e2 b7—b5 8. Bc4—d3 Eb8—c6 9. a2—a4 c5—c4 10. Bd3—c2 Rc8—b7 11. a4xb5 a6xb5 12. HalxaS Dd8xa8 13. Rbl—c3 Bb7—a6 14. e3—e4 Bc6—b4 15. d4—d5 Bb4xc2 16. De2xc2 Bf8—b4 17. d5xe6 f7xe6 18. e4—e5 Bf6—d7 19. Bf3—g5 Da8—c6 20. f2—f4 g7—g6 21. Bc3—e4 Ba6—b7 22. Be4—46f Bd7xf6 23. e5xf6 Dc6—c5f 24. Kgl—hl Dc5—f5 25. f6—f7+ Ke8—e7 26. De2—f2 h7—hO 27. Df2—b6 Df5—d5 28. Db6—c7f Dd5—d7 29. Dc7—e5 Hh8—f8 30. Bg5xe6 Dd7xe6 31. De5xb5 DeO—e4 32. Db5xb4f Ke7xf7 Þá er staðan sem um var rætt komin fram. Ef hvítur léki nú 33. Dd2 (Hd8 34. Df2), er skákin sennilega jafntefli. 33. Hfl—f3? Frá sparneytnissjónarmiði er vitaskuld betra.að nota hrók- inn er drottninguna til þess að verjast hótun svarts, en leikur inn veikir fyrstu reitaröðina hættulega. 33 ..... Hf8—d8 34. Bcl—e3 34. Bd2 strandar á Hxd2! og Dblf 34 ..... Hd8—dlt 35. Be3—gl Ðe4xf3! og hvítur gafst upp. illilega vör við augnatillit hans, reynir að troða sér í rennvota skóna og taka upp um sig sokkana. Hún lítur undan, eldrjóð og skömmustuleg, meðan hún festir sokkaböndin. Gjör tottar pípuna. Hann þarf aftur að hreinsa hana og troða í hana. En hann er undarlegur maður. Ekkert virðist fara framhjá honum, frú Krane tekur eftir því. Hún ákveður hálft í hvoru að tala við Gjör, þegar Borghildur er farin. Hún ætlar að reyna að fá hann til að tala um fyrir henni Kat- inku ----- Er lokað hjá ykkur á simnudögum, eða hvað? rausar Lar- sen, sem á að afgreiða Lydersen. Hún þurrkar hvað eftir annað af borðinu og lagfærir á sér hárið í sífellu. Það væri að minnsta kosti réttast. Einn dag í viku ætti fólk að geta komizt af án aspiríns og laxerolíu, það hefði gott af því. En þið gleymið því, telpur mínar, að það er húsbóndi í lyf jabúðinni okkar, sem kemur stöku Sinnum og leysir veslings lyfjafræðinginn af. Og svo er nemi, ágætis nemi — Lydersen segir þetta til að segja eitthvað, á því er enginn efi. Hann er að bulla. Annaðhvort eru menn á vakt eða ekki og svo ekki meira um það. Jafnvel Larsen veit það, þrátt fyrir takmarkaðan skilning. Hann eltir Borghildi með augun- um. Hún er komin í kápuna og er að kveðja Gjör. Þér látið mig þó ekki reka yður burtu, ungfrú Stordal----? Þessu er látið ósvarað. Gjör segir: Flýtið yður heim, skiptið um sokka og hefjizt handa eins og við töluðum um. Hann tek- ur einnig upp dagblað, gamalt dagblað, flettir því eins og hann væri að leita að einhverju sérstöku, hverfur bak við það. Borghildur flýtir sér út. Lydersen snýr sér við. Hann lyftir brúnum eins og hann sé mjög undrandi. Svo spyr hann: Segið þér mér, er fólk á prívatinu í dag líka? Ég sé að dyrnar eru lokaðar. Það er þessi sami karlfugl, hreytir Sönstegárd út úr sér. Frú Krane lítur ásökunaraugum á hana. Þetta hefði hún ekki þurft að segja. Er hún annað en afgreiðslustúlka. Já, en þetta nær ekki nokkurri átt-. Á þetta að verða dag- legt brauð, eða hvað? Og með augnagotum og höfuðsveiflu spyr hann hvort ná- unginn sé í fylgd með einhverjum í dag? 1 sama félagsskap? "Sönstegárd kinkar kolli og sýgur úr tönnunum. Hneyksli, segir Lydersen: Það er ekki hægt að kalla það snnað. Hann er andstyggilegur, segir Larsen. Þetta er orðið eins konar griðastaður fyrir hann? Hann og lagskonu hans? En það væri öðrum sæmra en Lydersen að setja upp vand- lætingarsvip. Hann dansar prýðilega, það má hann eiga, set- ur svip sinn á kaffihúsið á kvöldin og gerir sitt til að laða konur að staðnum. Enda hefur hann fengið að njóta þess, hann hefur iðulega verið liðinn um borgun. Og það ætti að duga. Frú Krane er dálítið höstug, þegar hún segir: Mað- urinn vinnur við höfnina og hann hefur komið hingað oftar en einu sinni. 1 svona veðri er enginn rekinn á dyr. Ekki fólk sem borgar fyrir sig. Þeir skilja sneið sem eiga. Þar fékk Lydersen á baukinn. En hann jafnar sig á augabragði. Og Larsen sem kemur stikandi með kaffi og vínarbrauð þarf aúðvitað að leggja orð í belg: Hann hefur meira að segja komið hingað að kvöldi til. Hann skálmaði inn eins og venjulega með hendurnar í buxnavös- unum og hattinn á höfðinu. Hann kann sig ekki, maðurinn sá. En bekkurinn var setinn sem betur fór. Krane gat ekkert sagt, því að hingað kemur stundum fólk utan af landi. En hann var feginn þegar maðurinn fór út aftur, það leyndi sér ekki. Það er ekki af því að hann vinnur við höfnina, ég á ekki við þ^'ð ■■■ .. r . n *■ „ " Nei, auðvitað ekki. En hann er ókurteis. Skuggalegur á- sýndum. ( Já, það er nú líkast til. Þessi líka augu. Það er eins og hann horfi í gegnum mann. En Lydersen hefur ekki lengur áhuga á þessu umræðuefni. Hann er áreiðanlega um annað að hugsa, en hann skrafar án afiáts út í bláinn: Hvað heyri ég, Larsen litla, horfir hann í gegnum yður. Það er vel af sér vikið. Nei, þér megið ómögu- lega reiðast mér. Það er reglulega fallegt að vera dálítið----- Og Lydersen teiknar bústið vaxtarlag hennar með hönd- unum: Það er allt of mikið til af horuðu kvenfólki. Um leið lítur hann vandræðalega á Sönstegárd. Já, ekki ber á öðru, hún sýgur úr tönnunum og hnusar. Auðvitað er það allt undir konunni komið. Lydersen reynir að bæta úr yfirsjón sinnni: Sumum fer annað betur en hitt. Sumum fer betur að vera grannar. Og hvað þennan manngarm snertir, þá eru ágæt kaffihús niðri í hafnarhverfinu. Það væri hægt að benda honum á það með fullri kurteisi. Um sveitafólkið er allt öðru máli að gegna------- Hann tekur fram úrið. Fjögur, segir Larsen. Þakka yður fyrir. En Larsen liggur annað á hjarta, margt og mikið. Nú er farið að verða yndislegt að ganga út með ströndinni, segir hún. Uss, ég er fegnastur því að vera innan fjögurra veggja, segir Lydersen. Hann er á varðbergi. Já auðvitað, í veðri eins og í dag. En þegar veðrið er gott. Til dæmis í gær------- Að heyra til yðar. Sönstegárd reynir að halda aftur af henni. Eruð þér strax farin að ganga um úti í rómantískum hug- leiðingum, ungfrú Larsen? Er það ekki alltof snemmt? Og vegirnir blautir? Það sakar ekki ef maður hefur skemmtilega 3amfylgd. Auk þess er víða hægt að fara inn — — Já, inn á lóðirnar, hreytir Sönstegárd út úr sér. Þær sem eru af því taginu------ Þið skrafið margt, stúlkur mínar. Lydersen lítur á klufckunaú Nú verð ég að fara. Þér skrifið þetta hjá mér, ungfrú Lar- sen. Þetta er síðast í mánuði, skiljið þér-- Hann segir þetta kæruleysislega um leið og hann fer í regn- kápuna og setur á sig hattinn: iSælar, frú Krane — — sælir, ritstjóri---- Og um leið er hann horfinn. Útidyrnar lokast á hæla honum. Frú Krane rís á fætur. Hún ætlar að taka rögg á sig. Hún ætlar að tala við Gjör. Hún hefur setið um hríð og búið sig undir viðtalið. I sömu svifum leggur hann frá sér dagblaðið og gengur til hennar: Já, vel á minnzt, situr frú Stordal ekki þarna fyrir mnan ? Á prívatinu ? Jú, rétt er það, ritstjóri. Guð minn góður, ef ritstjórinn gæti -----Svo að ekkert alvarlegt komi fyrir, á ég við — — Hún á uppkomin börn, og------— Ef ég ónáða frú Stordal ekki, langar mig til að tala fáein crð við hana, segir Gjör og sinnir orðum hennar engu. Hann er stór upp á sig, það verður ekki af honum skafið, henni finnst hún vera eins og krakki andspænis honum. Hann ber að dyrum. Hvað gengur nú á ? er sagt fyrir innan. Afsakið. Gjör tekur í hurðina og ýtir henni til hliðar, svo að hár og grannur líkami hans getur smeygt sér inn fyrir: Ég bið innilega afsökunar —

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.