Þjóðviljinn - 19.09.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.09.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. sept. 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Karl G. Sigurbergsson: GARASAMNINGANNA og ofleiðingar glópsku Sjómannafélagsstjórnarinnar verkkiianna Bréíið sem stjórn Sjómanna- félags Reykjavíkur birti í Al- þýðublaðinu 11. þ. nfi. varðandi væntanlega uppsögn kjarasamn- inga vakti talsverða furðu sjó- manna, ekSki sízt'þeirra, sem vTei bafa fylgzt með vinnubrcgðum stjórnarinnar í kaupdeilum við útgerðarmenn á undanförnum árum. Þó nú skipi þá stjcm að nafninu til aðrir menn en und- anfarandi ár, tel ég samt fyrr- verandi stjórn, og þá um leið formann þeirrar er nú situr, raunverulega ábyrga fyrir kaup deilunni síðustu og nú aftur liinni væntanlegu kaupdeiiu sem stjórnin telur sig san- þykka. * KjaraíSeilan 1949 og framkvæmd I kjaradeilunni 1949 fengu sjómenn að kenna á því að virka forustu vantaði við samn- ingsgeroina, og kusu því úr sínum liópi tvo menn af hverju skipi (svokallaða baknefndar- menn). Þeir áttu að vera önnur hönd samninganefndarinnar (stjórnarinnar) og jafnframt tengiliður milli hennar og starfandi manna á sdpunum. En í reynd vildi verða mis- brestur á því skipulagi. Sátta- fundir voru oft haldnir án þess að allir nefndarmenn væru boð- aðir, og þeir sem nutu náðar- innar að mega koma fengu ekki að ræðast við nema takmarkað, og á ég þar einkum við fuil- trúa félaganna úti á landi, sem beinlínis var meinað að ræða við baknefndina og kynna sér hennar kröfur. * fOTsfnna bresfyr tækifæri yrði að segja þeim upp og sjómenn neyddir í kaupdeilu aftur, en meðan þeir hcldu gildi yrðu þeir teygðir eins og hrátt skinn af útgerðarmönnum hvað kaupgreiðslu snerti og ýmis tor- fengin hlunnindi sem samning- arnir áttu þó að tryggja obkur, nema þá með sífelldu nuddi og nauði og jafnvel málaferla vegna vafaatriða. Sú varð líka raunin. * Lærdómar íéiags- sfjórnarinnar Nokkur áhrif mun það hafa haft á úrslit atvæðagreiðslunn- ar um sáttatillöguna að menn sáu hvao stjörnin var völt fyrir og neytti aðstöðu sinnar til að veikja. samheldni manna og bar- áttuþrek með ýmsum bolabrögð- um, sem henni einni er lagið að nota. Hefði hún í þess stað sýnt vilja og virlka baráttu fyrir hönd sjómanna hefði imargur maðurinn hrifizt með og íélagsstjórnin borið gæfu t.il að knýja fram hagstæða samn- inga eftir aðein,s örlítið lengri vinnustöðvun. * Repslan af samn- íngunum Þá bentu bæði óg og fleiri á hvílíkt glapræði væri verið að gera með því að troða upp á okkur cjómenn samningum sem iværu }:að óhagstæðir og jafn,- frant óljósir að við fyrsta Menn urðu þess brátt varir hvað hafði gerzt og meira að segja stjórn félagsins, er sífellt var ónáðuð af sjómönnum sem þurftu að fá upplýsingar og skýringar á ýmsum greinum samningsins og leita réttar síns á einn eða annan hátt. Hefur það sjálfsagt verið allþreyt- andi hlutverk sem stjórnin varð að leika á þeim tíma, ætlazt var til að hún útskýrði atriði sem hún alls ekki skildi, og þó hún skildi eitthvað af því hafði hún engan dugnað til að fylgja skýringum sínum eftir þegar á fund útgerðarmanna var komið. Enda velti hún oft- ast byrðunum af sínum herðum yfir á starfsmann félagsins sem alltaf gaf góð svör en brast getuna eins og hina. * Kjaradeilan 1950 Margur gæti haldið að stjórn- in hefði fengið nóg af siíku og lært af reynslunni að við svo búið mátti ekki standa. En það var öðru nær. I kjaradeilunni sem hófst 1. júlí 1950, tók hún enn söimu afstöðu til vilja starfandi sjómanna, sem fullan hug höfðu á þvi að fá leiðrétt- ingu mála sinna og báru fram eindregnar og álkveðnar kaup- kröfur ásamt þeim sjálfscgðu mannráttir.dum að fá lengclan hvíldartíma. Þessum kröfum héldu þeir fast fram og hefðu vart hopað frá ef stjórn félagsins hefði ekki þráfaldlega sýnt sig í því sem einsdæmi mun í sögu verka- lýðsbaráttunnar á íslandi, að falla frá fyrri kröfum og snú- ast á sveif með útgerðarmönn- um, til að knýja frarn samninga á allt öðrum og óvissum kaup- grundvelli. Ekki nóg með það. Þegar hún var búin að mæla með samningsuppkasti, sem var kolfellt af sjómönnum, lét hún útgerðarmenn og sáttanefnd hafa sig til þess skítverks tví- vegis að biðja um heimild til að undirrita samninga fyrir fé- lagsins hönd án alfrvæða- greiðslu. Þetta lúalega athæfi gagnvart sjomönnum, ásamt sí- endurteknum tilraunum að varna þeim þeirra sjálfscgðu rcttinda að fylgja sín'um kröf- um eftir sjálfir, hafci áhrif. Margir munu hafa álitið til- gaiigslaust ao halda áfram tví- sýnni baráttu, með félagsstjórn- ina á móti sór og engan styrk frá utanaðkomandi öflum sem félagsstjórn og Alþýðusamband- ið hefðu hæglega getað útveg- að. Þess vegna neyddust menn til að láta undan, þótt tíminn væri að nálgast er gaf skilyrði til að knýja fram betri kjör. En framkoma stjórnarinnar í þessu verkfalli hafði einnig aðr- ar afleiðingar. Félagsstjórnin þorði ekki að vera aftur í kjcVi og breytingar voru gerðar á hinu ólýðræðislega kosninga- fyrirkomulagi sem hún hafði hangið á í félaginu. * Húverandi félags- sijórn og þáiiur hennar í kjarabar- áiiu sjómanna Ég ætla mér e&ki að lýsa ýtarlega þeirri reynslu sem fengizt hefur af núgildandi samningum, þar nægir að minna á það sem ég og aðrir hafa bent á áður, og svo hafa sjó- menn fengið af þessum samn- ingum þá reynslu sem þeir munu seint gleyuna. I þess stað vildi ég víkja nokkrum orðum að núverandi félagsstjórn og hennar þætti í sögu Sjómanna- félags Reyjavíkur og minnast um leið á hennar reynslu af nú- gildandi kjarasamningum tog- arasjómanna. í bréfi því sem. ég ,gat um,í upphafi og stjórnin sendi Al- þýðublaðinu til birtingar, lýsir hún reynslu sinni eitthvað á» þessa leið: • Samningarnir eru livergi nærri skýrt orðaðir í öllum greinum, enda hefur við framkvæmcl þeirra orðið verulegur ágreir.ingur, sem ckki hefur náðst samlcomu- lag um hvernig skilja beri, * það vanla í þá ákvæðú er 'rarða afiaverðlaun af mjöli sem unnið cr um borð og fleira, ® beðið hefur verið um úr- skurð félagsdðms á atriði er varðar löndunarkostnað, sem enginn er þegar larulað er saltfiski í ÐanmörKii, ® og loks orðrétt: „Ségjá má að framkvæmd samning- a,nna ha.fi verið þann veg af hálfu útgerðarmanna, að reynt hafi vcrið að harga í hverjn hálmstrái, cf um ógreinllegt orðalr'g hefur vcrið að ræða, og þess jnfn- vel ekki þurft við í öl'úm greinum.“ Slik er reynslan. Þá er svo komið að við sem niest hnútukastið fengum í fyrrahaust fyrir það að halda fast við kröftir okkar og börð- umst fyrir leiðréttingu þcirra mistaka sem gerð voru, höfum lengið opinbera viðurkenningú félagsstjórnarinnar á réttmæti þsirrar baráttu. * Floffi Hvað hefnr gerzt? Hvað hef- ur komið þessum mönnum til að flýja fyrri iðju, sem var aðallega fólgin í því að bregða fæti fyrir samtök sjómanna? Vitanlega höfðu þeir tæftifæri til að láta ljós sitt skína þá eins og nú, bæði Garðar Jóns- son, fyrrverandi ritari félags- stjórnar, . Sigfús Bjamason starfsmaður félagsins, Eggert sem hans önnur hönd og Jón Sigurðsson skrifstofustjóri A. S. I. Þessir menn buðu togara- sjómönnum fárra króna kaup- hækkun í vor gegn því að fram- lengja samningana til 1. júlí 1952. Þeir stóðu einnig að samningsgerð fyrir farmenn í sumar, og var þeirra þáttur á þá lund, að augljós voru ó- heilindin gagnvart sjómúnnum. Þeir byrjuðu þar á þeirri ó- heillaaðferð að biðja um heimild til að undirrita samninga án atkvæðagreiðslu og ná þar með ákvörðunarréttinum og úrslita- valdinu úr höndum farmanna sjálfra. Þannig framkoma stjórnar í verkalýðsfélagi gleymist ekki þó veifað sé fögr- um loforðum og fyrírheitum um betri hegðun í framtíðinni. Nú stendur yfir atkvæða- greiðsla um uppsögn togara- samninganna cg jafnframt um uppsagnartímann. Fáir munu þeir starfandi sjómenn sem dkki vilja lagfæringu á samn- ingunum eftir þá reynslu sem þeir hafa af þeim liiotið. En hitt er aftur umhugsunarefni hvenær segja skal þeim lausum. Vegna þeirrar ádeilu sem Sjó- mannafélagsstjórnin fékk fyrir að hefja verkfall á óheppilegum tíma í fyrra, hefur hún nú teitað þess ráðs að kasta á- byrgóinni yfir á sjómenn sjálfa, \ntandi þó, að chægt er að á- kveða slíkt fyrirfram. ★ nýr!{g- En. eitt ættum við ejómenn að hafa hugfast, að varhuga- vert getur verið að hefja verk- fall meðan við höfum slíka for- ustu sem núverandi félags- stjórn og vænlegra myndi að miða heldur uppsögn við þann tíma sem við getum sjálfir ver- ið búnir að taka við stjórn á félagi okkar. Við skulum láta okkur til varnaðar verða þessi orð stjórnarinnar í áðurnefndu bréfi: „Dýrkeypt rejTisla hefur kennt þeim (sjómönnum) að treysta á sjálfa sig, samtök sín og forystu.“ Já, reynslan hefur kennt ckk- ur að barátta okkar verður í molum ef þetta þrennt fylgist ekki að. En þar sem forystan hefur verið það eina af þessari þrenningu sem brugðizt hefur undanfarið, þá þurfum við al- varlega að minnast þess fram- vegis, að við höfum réttinn til þess að velja forystuna sjálfir. Enda mun það ekki sízt af ótta við þann rétt, sem stjórninni hefur nú snúizt hugur í bili. Sicmannalí! Frambald af 8. síðu. erlendis. Flytur hann sjálfur skýringar á vinnubrögðum og öðru því sem fyrir augu ber og kemur ótrúlega mörgu að sem votnvörpuveiði varðar. Ein stökum atriðum vinnubragð- anna um borð er brugðið upp hvað eftir annað, en einmitt vegna þess verða þau auðskilii og minnisstæð, stundum verður þetta að beztu sýnikennslu. Og nokkrar mvndir af sjó og fjal'i og einsömlum fugli, ekki hrað- ar, teknar frá skipi sem rís og hnígur, ættu að snerta Islend- inga, svo oft hafa þeir einmitt haft þetta sjónarmið, einmitt þessa mynd fyrir augum. Ea menn verða að sjá þetta sjálfir. Þessa mynd af íslenzku sjó- mannalífi ætti að sýna i öllum skólum landsins. Enda þóti margt fleira þyrfti að vera í slíkri mynd til að gefa íslenzk- um æskulýð ýtarlega hugmynd um sjómannalif, er nóg í mynd Ásgeirs til fróðleiks og urnhugs- unar. Á undan er fréttamynd frá Hafnarfirði, sem Ásgeir hefur tekið. Tíminn 22. désembcr 1949: „t síðasta kuldakasti áttu þau cngin kol, svo að þau uMi-iið ‘ hírast í kuldanuni sem var litlu minni í þessu braggaskrifli en undir ber- um himni. Allt stokkfraus um nætur . . . tlrenguiinn tveggja ára gamall heíur tvívegis feng'tð lúngnabólgu frá því kólna tók í haust.“ „Vatn sem liún hefur 5 , bolla við höfðalagið frýs á \ hverri nóttu ef frost er þrjú eða fjögur stig . . . Hún hefur fjórmn sinnum fengið Iungnabólgu. Kuldinn er svo mikill í þessari „íbú5“ þegar frost cr að húsmóðirin verður að fara á fætur tvisvar á nóttu til þess að hakla við eldi i ofni í „svefnherberginu“ ef ekki á að stofna lífi barn- anna í voða. En nú í haust hefur hún ekki átt kol nema stundusn. Þegar ekki er hægt að kynda cr slagi svo £ mikiil að sá sem hallar sér upp að þili gegnblotnar eí hann cr éklti sjóldæddur“. Þegar þessi lýsing var skrifuð kostaði kolatonnið 240 krónur. Það kostar nú 650 kr. og hefur því liækk- að um 410 kr. eða 171%. Hvernig lialda menn að á- -standið verði í vetur í léleg- ustu íbúðunum í Reykjavík, þar sem þúsundir manna neyðast til að búa? Eins og sýnt var fram á í blaSinu í gær eru a. m. k. 360 kr. af okurverðinu á kol- um bein aflei'ðing gengis- lækkunarinnar, sem fram- kvæmd var undir forustu Framsóknar og með innileg- ustu þátttöku Rannveigar Þorsteinsdóttur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.