Þjóðviljinn - 02.10.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.10.1951, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 2. október 1951 — 16. árgangur — 223. tölublað Dkkurmní Aðalfundur þingholtadeildar verður í kvöld kl. 8.30 á venjuleg- ura stað. Féiagar fjölmennið. Stjórnin. isfendi k e p p i nny sund Sæsilega Finnar næstir með 350326 stig - Ssiendingur ték þátt s keppninni ngar i i Konunifsbikarinn, seni Ilákon Noregskonungur gaf, og islenzka þjóðln hefur nú unnið. \ ' ♦ ___ ____ ___ < í. Islandsbikarlnn, sem menntamáki- ráðuneytið gaf, og Ólafsfjörður hefur nú unnið. Dióðviuinn 12 nýir áskrifendur bættust við í gær, og er heildartalan nú orðin 51, eins og sjá má á svarta strik- inu á spássíunni hér fyrir neðan. Þess er . vænzt að strikið haldi á- fiam að dengjast jafnt og þétt hvern dag og að áskrifendum fjölgi eftirleiðis ekki síður ört en hingað til. Þegar 150 áskrif- endur hafa fengizt nær strikið yf- ir þvera síðu, og velunnarar Þjóð- viljans munu sjá tii þess að það verði að lokum tvöfalt á sem lengstu svæði. Áskrifendur þeir sem nú eru komnir hafa safnazt á viku. Hing að ti! hafa vinir Þjóðviljans jafn- s.n sótt á eftir því sem á söfnun- artímann hefur liðið, og verði það einnig. þannig að þessu sinni eif glæsilegur. árangur víg. Úrslit saranorrænu siradkeppninnar voru birt í öllum Norð- urlöndunum í gær. Sigur Islendinga varð miklu glæsilegri en nokkur þórði að gera sér vonir um. Úrslit urðu þessi: Land ísland Finníand Danmörk Noregur Svíþjóð Þátltakendafjöldi 36037 251874 50492 32004 128035 stig 540555 359820 189345 137160 128035 % af íbúafjölda tæp 25 um 6 uni 2,5 um 1 tæp 2 Blaðamenn voru í gærmorg- un kvaddir á fund menntamála ráðh., Björns Ólafssonar, og var þar mætt ncfndin er hafði með höndum framkvæmdastj. keppninnar af Islands hálfu.þeir Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn, Þorsteinn Einarsson í þróttafulltrúi ríkisins og Þor- geir Sveinbjörnsson sundhallar- stj. Auk fræðslumálastjóra, Helga Elíassonar voru einnig viðstaddir nokkrir þeirra er unnu að þessu máli hér. Formaður nefndarinnar, Ej;- lingur Pálsson skýr'ði þar frá úrslitum keppninnar hér á landi, en tæp 25% af þjóðinni tóku þátt í keppninni. Ólafs- fjörður varð hæstur af kaup- stöðunum með 42% en hæst af sýslunum varð Suður-Þingeyj- arsýsla með 29,1%. Elzta konan sem þátt tók í keppninni var Sesselja Þorkels- dóttir, Laugaveg 11, fædd 31. ágúst 1884 að Lækjarkoti í Mýrasýslu. Fær hún í verðlaun ísskáp er Rafha gaf. ELzti karlmaðurinn var Jón Gíslason, Frakkastíg 4, f. 10. ágúst 1867 á Stokkseyri. Hann fær bók frá Menningarsjóði. Yngsta stúlkan var Sigur- björg Sigurpálsdóttir, Lundi, Skagafirði, f. 29. nóv. 1945. Hún fær 50 dollara frá Árna Helgasyni ræ'ðismanni Chicago. Yngsti pilturinn var Nikulás F. Magnússon, Bergþórugötu 14 a. f. 13. cOtt. 1945. Við þetta tækifæri þakkaði Eriingur Pálsson öllum þeim sem unnu a'ð sundkeppninni, sérstakar þakkir færði hann Þorsteini Einarssyni íþróttafull- trúa er hefur haft framkvæmda starfið með höndum. Síðdegis í gær, þegar skeyti frá hinum Norðurlöndunum höfðu borizt, ræddu blaðamenn aftur við framkvæmdanefndina. Erlingur Pálsson las þá skevti, hamingjuóskir frá formann’ Norræna sundsambandsins og annað frá Sænska sundsamband inu. Þorsteinn Einarsson skýrði siðan frá úrslitunum, en þau hafa þegar veri’ð birt hér að frainan. Úlrslit í kaupstöðunum. Úrslit í kaupstöðum landsin^ urðu sem hér segir: Ólafsfjörður 42 %. Neskaupstaður 38,1% Isafjörður 32,8% Kefiavík 31,7% Akranes 31,6% Sauðárkrókur 30,6% Seyðisfjörður 30,5% Siglufjörður ' 30,3% Hafnarfjörður 29,1%, Reykjavík 28,2%, Vestmannaeyjar 27,8%. Akureyri 23,9%. Húsavík 23,7%. Úrslit í sýslunum. S-Þingeyjarsýsla 29,1%. Borgarfjarðarsýsla 27,6%. V-Isafjarðarsýsla 26,3%. Skagafjarðarsýsla 25,7%. V-Barðastrandasýsla 25,7%. Árnessýsla 25,4%. N-ísafjarðarsýsla 24 %. Strandasýsla 23,1%. Eyjarfjarðarsýsla 22,5%. Mýrasýsla 20,4%. Kjósarsýsla 19,6%. Rangárvallasýsla 17,3%. N-Þingeyjarsýsla 17,3%. A-Barðastrandasýsla 17 %. Dalasýsla 17 %. Gullbringusýsla 15,7%. S-Múlasýsla 13,4%. V-Húnavatnssýsla 13,2%. Snæf.- og Hnappad. 12,6%. V-Skaftafellssýsla 10,8%. A-Skaftafelissýsla 10,4%. A-Húnavatnssýsla 9,1%. N-Múlasýsla 8,9%. AHir staðirnir yfir áætlaðri þátttöku. Islandi var úthlutað hærri hlutfallstölu en hinum þjóðun- um, eða 7% þátttöku, en þrátt fyrir hið háa hlutfall hafa all- ir staðir á landinu farið upp KranihaM á 6. siðu. Forystumenn hins nýja Kína sjást hér á útiliátíð í Peking. Frá vinstri: Ljú Sjaósji varaforseti, Sjú Te varaforseti og yfirhers- höfðingi, Maó Tsetúng forseti og Sjú Enlæ forsætis- og utanríkisráðherra. Alþýðustjórn Kíncx tveggjcs ára í gær Tveggja ára aímælis kínversku alþýðustjórn- arinnar var minnzt í gær með hátíðahöldum um allt Kína. I höfuðborginnj Peking fór fram hersýning og skrúðganga 300.000 óbreyttra borgara að viðstaddrj alþýðustjórninni með Maó Tsetúng í broddi fylking- ar. Endurreisn atvinnulífsins. I dagskipun til - alþýðuhers- ins frá Sjú Te yfirhershöfðingja segir, að iðnaður og verzlun í Kína hafi nú verið endurreist og landbúnaðarframleiðslan sé orðin eins mii’.dl og fyrir stríðið við Japani. Sjú segir, að vegna árásarunöirbúnings Bandaríkj- anna verði Kína að koma sér upp öflugum her búnum nýj- ustu vopnum. Hann minnir á, að enn sé eftir að frelsa eyna Taivan undan oki Sjang Kai- séks. Heillaóskir. Maó Tsetúng barst heillaóska skeyti frá Stalín, sem óskar þess að vinátta Kína og Sovét- ríkjanna eigi enn eftir að efl- ast til tryggingar friði og ör- yggi í Austur-Asíu. Nehru, for sætisráðherra Indlands, segist í skeyti til Maó horfa fram til aukinnar samvinnu Kína og Ind lands í þágu heimsfriðarins og vináttu Asíuríkja. Hó Sji Min, forseti Viet Nam, sendi Maó eiiinig heillaóskaskeyti. NÝ ÞINGMÁL SÓSÍALISTA: 12 sfunda hvíld á togurum - Vz söSu* skattslns endur Alþingi var sett í gær og lögðu sósíalistar þá fram nokli- ur frumvörp og tillögur: M. a. lögðu þeir fram hið gamla baráttumál sitt um 12 stunda hvíld á togurum, en lausn þess máls er ekki aðeins rcttlætismál sjómanna hehlur einnig brýnt nauðsynjamá! þjóðarinnar alirar. Hin þröng- sýna andstaða afturhaldsins og fjandskapur við sjómenn í því máli hafa leitt til stöðvana á flotanum sem bakað hafa ó- hemjulegt tjón. Þá leggja sósíalistar frarn frumvarp um söluskattinn og lýsa þar yfir því að þeir muni belta sér fyrlr því að hann verði afnumimi um > næstu ára- mót. En jafnframt er lagt til að ríkið endurgreiði bæjariéiög unum Vá hluta af skattinum í ár í hlutfalli við íbúafjölda. Þó fái þau bæjarfélög enga endur- greiðslu sem lagt hafa á auka- útsvar nema þau felli niður inn- heimtu þess. Nánar verður sagt frá þess- •um málum og öðrum þinginál- um í næstu Þjóðviljablöðum. 51

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.