Þjóðviljinn - 02.10.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.10.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. október 1951 ÞlÚÐVIUINH Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SÓBÍalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansaon, SigurBur Gu5mund3son (á,b.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason, BlaSam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsaon, Gu5m. Vlgfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi 7500 (þrjár línur). Áakriítarverð kr. 18 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. elnL Frentsmiðja Þjóðviijana b-f. Samskipfi fslands og Kína Dagurinn 1. október mun síðar meir verða talinn einn af örlagadögum mannkynsins. Þann dag fyrir tveimur árum var stofnað Alþýðulýðveldið Kína. Kínversk alþýða hafði sigrað irnlenda og erlenda óvini og hóf viðreisnar- starf við hin örðugustu skilyrði. íslendingum, eins og öllum þjóðum heims, er nauð- syn að fylgjast með því eftir megni hvað sá fjórðungur mannkynsins er byggir víðlendur Kína hefst að. Stofnun félags til menningarlegra samskipta við hið unga al- þýðulýðveldi Kínverja gæti orðið fyrsta skrefið í átt til nánari kynna þjóðanna. Einmitt nú í tilefni tveggja ára afmæli'sins *mun slík félagsstofnun fyrirhuguð, að frumkvæði esperantóhópsins Mateno, sem haft hefur samband við hið öfluga Esperantosamband Kína. Ríkisstjóm Islands hefur fram að þessu.tekið ,þá af- stöðu að láta ssm alþýðustjóm Kína væri ekki til, en viöurkennt ræningjastjórn Sjang Kaisjeks á Taívan sem löglega stjói’n alls Kína, gott ef ekki er íslenzkur konsúll á hennar snærnm. Danmörk. Sviþjóð og Noregur eru meðal þeirra þjóða sem hafa viðurkennt alþýðustjórnina, hafa við hana stjómmálasamband og leita þar viðskipta. ísland ætti að þessu leyti að feta í fótspor Norðurlanda, þó ekki væri til annars en fylgjast með þeim markaðs- möguleikum og viðskipta sem opnazt gætu við þjóðahaf Kína. Viðurkenning íslands á alþýðustjóm Kína er sjálf- sögö ráðstöfun, ekki sízt vegna þess að helztu keppinautar íslendinga í markaðsöflun hafa komið á eðlilegu stjórn- málasambandi austur þangaö. Ráð gegn okri Alþýðublaðið prédikar nú af offorsi miklu að taka verði upp að nýju kerfi það í verzlunarmálum sem blómg- aðist á valdadögum Stefáns Jóhanns Stefánssonar; það sé ráðið við milljónaokri því sem nú er orðið uppvíst. Öll þjóðin veit þó að aldrei hafa óheiðarlegir verzlunarhættir, okur og spillir.g verið á hærra stigi á íslandi en meðan Alþýðuflokkurinn hafði forustu í ríkisstjórn og Emil Jónsson var viðskiptamálaráðherra. Sá efnahagslegi ólifn- aður sem þróaðist í, skjóli skriffinnskunnar var jafnvel ennþá siðlausari en okrið nú, og þeir munu fáir sem líta þau ár með söknuði. Ráðið gegn okrinu er vissulega ekki það að hverfa aftur til þsss ömurlega skipulags. Ráðið er þvert á móti hitt að koma á raunverulega frjálsri verzlun. Eins og margsinnis heíur verið rakið á núverandi ástand ‘ ekbsrt skylt við frjálsa verzlun. Það eitt hefur gerzt að valdið yfir innflutningnum er tekið úr höndum Fjárhagsráðs og afhent Landsbar.kanum. Ráðamenn Landsbankans beita svo nákvæmlega sömu þrælatökunum og Fjárhagsráð áöur, hygla þeim sem eru í náðinni en banna hinum allar bjargir sém ríkisstjómin hefur ekki velþóknun á. í stað- inn fyrir skriífinnskueftirlit er nú komið fjárhagslegt eftirlit, sem er ekki síður öruggt. Þar við bætist svo báta- gjaldeyriskerfið. sem ;r hin versta einokun sem hugsazt getur og beinlínis sett á laggirnar til okurstarfsemi. Það er þessi einokun sem veldur því að möguleikar eru á okurstarfsemi, og gamalt form á einokuninni myndi auövitaö ekkert bæta Ef samtök almennings hefðu hins vegar sjálf möguleika að flytja inn ailan varning og verð- leggja hann í samræmi við hagsmuni neytenda myndi grundvellinum vera kippt imdan starfsemi okraranna, þá fyrst kæmi raunveruleg samkeppni til greina. Almenningi verður vissulega ekki bjargað frá okrinu með ráði Alþýðu- blaösins, heldur með hinu að raunverulegt frelsi verði veitt bæði til útflutnings og innflutnings, þannig að hngsmunir almennings geti mótað viðskiptalífið allt. , „Vinnuskóli“ bæjarins A. H. skrifar: „Síðastliðið vor hóf starfsemi sína nýr skóli á vegum bæjarins, er nefndur var „Vinnuskóli". — Átti hann að vera frábrugðinn „unglinga- vinnunni" að því leyti að kenna átti meðferð ýmissa vinnutækja og véla. Ég var einn ef þeim er fengu þessa vinnu. Vinnan hófst en skólinn ekki og vorum við látnir grafa skurði með flága. Eftir nokkurn tíma fóru strák- arnir að tala um það sín á milli hvenær vélakennslan ætti að hefjast. Spurði ég svo verk- stjórann um þetta, en hann sagði að verið væri að kenna okkur að fara með skófluna. Sáu aldrei vélarnar „Einn góðan veðurdag kom Ingólfur Davíðsson, grasafræð- ingur, og hélt fyrirlestur um ýmsar jurtir, sem voru þarna á jörðinni. Við höfðum lítið gaman af þessu því flestir höfðu lesið grasafræðina í skól- anum. Nokkru seinna hélt Ragnar Lárusson fyrirlestur um gamla sveitabæi, og var hann heldur skárri. Þetta var allt og sumt, aldrei fengum við að vita né sjá neitt af þessum vélum sem við áttum að fá að læra á. Þetta reyndist aðeins agn. Svona eru svikin á öllum sviðum hjá þeim sem stjórna bænum. — A. H.“ Óafgreiddar kærur Sjómaður á Suðurnesjum skrifar: „Undanfarið hefur mik- ið verið rætt og ritað um land- helgismál, og mikill fyrirgang- ur hefur verið í íhaldsblöðun- um út af landhelgisbrotum rússnesku skipanna. Ég tel því rétt að fá það upplýst hverju það sætir að fimm karur á hendur íslenzkum snurvoðar- bátum hafa ekki veri'ð afgreidd- ar, þótt þær séu búnar að liggja hjá bæjarfógeta Keflavíkur og sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu í 2—3 mánuði. — Kærur þessar eru þannig t’.l komnar að í júní og júlí í sum- ar gerðust snurvoðarbátar mjög ágengir í Garðsjó og undan Höfnum á Reykjanesi. Fóru þá nokkrir formenn úr Garðin- um á trillubátum að þessum veiðiþjófum og stóðu þá að verki, tóku mið af sta'ð skips- ins og sendu kærur á henditr viðkomandi bátum. • A að svæfa málið? „Síðan var varðskip ffngið til að mæla upp stað veiðiþjóf- anna og reyndust þeir vera ým- ist 2 eða 3 sjómílur fyrir in.n- an landhelgislínu. Þessar kær- ur voru flestar sendar af hrepp- stjóranum í Garðinum (á Garð- skaga) og því hægt að fá þetta staðfest hjá honum. Ég skrifa þetta af því tilefni að ég hitti fyrir skömmu þekktan íhalds- mann í Keflavík og þegar ég spurði hann um þetta sagði hann að þetta væri orðið pólit- íslct mál og yrði svæft. e Fyrirspurn 'til dóms- málaráðuneytisins „Svo er hér smá fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins: Er þa'ð rétt að ekki finnist í is- lenzkum lögum neitt bann við því að síldveiðiskip vinr.i að viðgerð veiðarfæra í landbelgi? Sé þetta ekki rétt, hver eru þá sektarákvæði fyrir slík brot? — Spurningin er borin fram vegna þess að mér er tjáð að þegar átti að dæma rússneska. skipið, sem tekið var við að vinna að veiðarfærum innan landhelgislínu, hafi komið í ljós að engin lagastafur væri til um sektarákvæði fyrir siík brot. Er mér og mörgum fleir- um nokkur forvitni á að fá þetta að fullu upplýst af kunn- ugum og ábyrgum aðiljum. — Sjómaður á Suðumesjum“. . Kíkisskip Hekla er í Reykjavík. Esja er í Reykjavík og fer þaðan á föstu- daginn vestur um land í hring- ferð. Herðubreið var á Raufar- höfn síðdegis í gær. Skjaldbreið var væntanleg til Reykjavíkur seint í gærkvöid eða nótt frá Breiðafirði. ÞyriK er í Reykjavik. Ármann fór frá Reykjavík í gær- kvöld til Vestmannaeyja. Eimskíp Brúarfoss fór frá Vestmannaeyj um í gærm. 1.10. til Breiðafjarð- ar og Vestfj. Dettifoss kom til Ant verpen 28.9. fer þaðan til Ham- borgar og Rotterdam. Goðafoss fór frá Rvik kl. 22.00 i gærkvöld 1»10. til N.Y. Gullfoss fór frá Rvík. 29.9. til Leith og Kaupmannahafn ar. Lagarfoss fór frá N.Y. 29.9. til Reykjavíkur. Reykjafoss kom til Dordrecht í Hollandi 29.9. frá Séte í Prakklandi. Sefoss er í R- vik. Trö’lafoss fór frá Reykjavík 25.9. til N.Y. Röskva er í Gauta- borg, fer þaðan til Reykjavíkur. Bravo lestar í London 5.10., fer þaðan til Hull og Reykjavíkur. Loftleiðir li.f.: . í dag verður flogið til Akureyr- ar, Hellissands 'og Vestmanna- eyja. — A morgun er áætlað að fljúga ti! Akureyrar, Hó’mavikur, Isafjarðar og Vestmannaeyja. Frá Menningar- og minningar- sjóði kvenna ‘Þær konur sem eiga eftir að gera. skil fyrir merkjasölu sjóðs- ins eru vinsamlega beðnar að gera það í skrifstofu K.R.P.Í., Skálho’tsstíg 7 næstu daga kl. 4—6 e. h. Lestrarfélag kvenna. Vetrarstarf Lestrarfélag kvenna er nú að hef jast. Bókasafn fálags. ins, sem er á Laugaveg 39, 1. hæð, verður opið í vetur alla mánu daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4—6 og 8—9. Allmargt er nýrra bóka, bæði cftir innlenda og erlenda höfunda, sömuleiðis heim- ilisrit og tízkub’öð. — Á mánudög- um kl. 4—6 eru innritaðir nj’ir félagai'. Árstillag er aðeins 20 kr. Næturvörður er í Laúgavegsapó- teki. — Sími 1616. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Frú Þóru Björg- vinsdóttur og Prið rik Stefáns. Laugá nesveg 81, fædd- ist 16 marka dótt- ir 30. september. Ljósatími bifreiða og annarra öku- tækja er frá kl. 20,25 til kl. 6,20. 8,00—9,00 Morgun- útvarp. 10,10 Veð- urfr. 12,10—13,15 Hádegisútv. 15,30 Miðdegisútv. 16,25 Veðurfr. 19,25 Veð- urfregnir. 19,30 Þingfréttir. Tón- leikar. 19,45 Auglýsingar. 20,C0 Fréttir. 20,20 Tón’eikar: Strengja- kvartett op. 11 eftir Samuel Bar- ber (Björn Ólafsson, Josef Felz- mann, Jón Sen og Einar Vigfús- son ieika). 20,40 Erindi: Spari- fjárstarfsemi i skólum (Snorri Sigfússon námsstjóri). 20,55 Tón- leikar: Andrews Sisters syngja létt lög (pl.) 21,15 Upplestur: „Áhorf- endui-", smásaga eftir Maxim Gorki (Hannes Sigfússon þýðir og les). 21,45' Tónleikar: NBC- h’jómsveitin leikur lög eftir Irving Berlin o. f 1.; Milton Kaims stjórn- ar (pl.) 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 Vinsæl lög (p'.) 22.30 Dagskrárlok. Óháði fríkirkjusöfnuðuriim. (Gjafir og áheit): Kirkjubyggingarsjóður: Áheit frá G. J. kr. 100,00; kona á Meðallandi 50.00; E. E. 100.00; A. A. 500.00; S. J. 100.00. — Gjafir: Minningar- gjöf um móður frá M. B. 100.00; Jón í Brún 20.00; S. J. 100.00; Þ. Jónsson 1.000.00; Afhent af presti safnaðarins frá utansafnaðarkonu K. E. kr. 1.000.00. — Safnaðarsjóð- ur: — Áheit: Frá Sigurði kr. 50.00; E. Jóhannsdóttir 100.00. -— Gjaflr: Steindór kr. 80.00; kona 10.00; kona 5.00; Sigurður og Ólafía 50. 00; H. Isleifsson 100.00; N. N. 100. 00; V. 100.00; Þ. L. Jónsson og frú 200.00; A. A. 100.00; afhent af frú 1. Isaksdóttur frá E. M. kr. 50.00; N. N. 10.00 og frá ónefndri konu 50.00; Afhent af presti safn- aðarins frá utansafnaðarmanni H. L. kr. 300.00; vildarvin safnað- arins 50.00; J. J. 100.00. — Kærar þakkir. — Gjaldkerinn. Til Sólheiinadrengsins. Frá S. Ó. kr. 50.00. Sl. sunnudag voru gefin sam- an í hjónaband af sr. Garðari S vavarss., ung- frú Edit Ger- hardt frá Lubeck í Þýzkalandi og Örn Ásmundsson, Selby-camp 5 í Reykjavík. — Nýlega voru gefin. saman í hjónaband ungfrú Kristín Ingvarsdóttir og Ólafur Ágúst Örn ólfsson, loftskeytamaður. Heimili ungu hjénanna verður á Langholts vegi 37. — Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband á Akureyri ungfrú Þórunn H. Björnsdóttir, Ijósmóð- ir og Þorvaldur Gunnlaugsson, sjó- maður. 50 ára er í dag Guðmundur Krist insson verkamaður, Laugavegi 153. Hann er hægíátur eljumað- ur, sem vinnur störf sín í kyrr- þey. — Guðmundur hefur unn- ið hjá Reykjavikurhöfn síðastlið- in 26 ár. —■ Hann kynntist bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar á unga aldri og hefur ávalt verið traustur fylgismaður hennar. —■ Ái þessum merkisdegi ævi hans á ég enga ósk betri, honum til handa, en að honum auðnist, glöð um og hraustum að sjá þann dag rísa, sem stótt okkar þráir heit- ast. Þ. Þ. Bólusetning gegn barnaveiki Pöntunum veitt móttaka þriðju- daginn 2. okt. n. k. kl. 10—12 f. h. í síma. 2781.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.