Þjóðviljinn - 14.10.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.10.1951, Blaðsíða 8
istaMRaskáiaOTra t da I dag kl. 2 opnar einn af efnilegustu Iiinr.a yngri listamanna, líörður Ágústsson, sýningu á verkum sínum í Listainanna- skálanum. 1‘etta er önnur sýning hans hér heima, en auk þeirra Iiefur hann haft tvær sýningar í París og auk þess tekið þátt >' nokkrum sýningum þar. Fyrsta sýning Harðar hér heima var 1949 og eru á sýn- ingunni nú verk er hann hefur unnið síðan og mun því öilum er sáu fyrri sýningu hans for- vitni ’á að sjá þessi nýju .verk. — Á sýningunni eru 64 olíu- málverk og nokkru fleiri teikn- ingar. Hörður hafði sérsýningu í Paiús í júlí í sumar. Listdórnári Parísarblaðsins Combat sagði um sýninguna m. a.: I verkum málarans Harðar má sjá mjög persónuleg einkenni, án þess að skýrskotað sé til íslenzks upp- runa hans. Þessi einkenni sýna ao listamáðurinn hefur sterka þörf til að veita tilfinningum sinum útrás á ofsafenginn hátt, en myndræn bygging málverks- ins tekur einnig hug hans og þeldur ofsanum innan hinnar öruggu takmarka viljans. Þykk áferð olíunnar, sem djarfur leikur spaðans lífgar oft, og djúpir, ríkir litir eru efniviður og um leið hin ytri auðlæsu tákn þessarar listar, sem grípur okkur og heillar óinótstæðilega, því við finnum að hún er djúphugsuð. I mynd- rænni breyting forma náttúr- unar sem íklæðist mjög áþreif- anlega efni, fáum við hugboð um samsvörun: maðurinn og náttúran, umhverfi hans, eru jafnan sýnileg og líkjast hvert öðru. Þrátt fyrir þetta virðist sem tímabær framlenging hins norræna expressionisma hafi þarna fundið sitt tjáningarform. Dr. Simrður ís- Samkomulag hefur orðið um það milli Sjómannadagsráðs og erlendu f jöllistamannanna að þeir dvelji hér eitthvað fram í þe-Ga viku og haldi sýningum áfram, en hefðu samningar ekki tekizt um þetta átti síðasta sýn- ing kabarettsins að fara fram annað kvöld. Vegna óviðráðanlegrá orsaka verða íþróttakvikmyndirnar er Frjálsíþróttasamband íslands ætlaði að sýna í Tjarnarbíói í dag ekki sýndar, en þær ver'ða sýndar mjög bráðlega, og þá tilkynnt nánar síðar. Nýít nátíiiru- lækniogafélag Nýtt náttúrulækningafélag var stofnað á Akranesi fimmtu- daginn 11. okt. Á fundinum voru forseti Náttúrulækninga- félags Islands, Jónas læknir Kristjánsson, sem flutti þar er- indi um orsakir og útrýminau sjúkdóma, og framkvæmda- stjórinn, Björn L. Jónsson, veðurfræðingur, sem gerði grein fyrlr stefnu og starfi félags- samtakanna. — Lög voru sam- iþyk'kt og í stjórn kosin: Jóhann Guðnason, byggingarfulltrúi (form.), Rannveig Magnúsdótt- ir, frú, Björn Lárusson, húsa- emíðameistari, Einar Helgason, bílasmiður, og Gisli Guðjónsson, írésmiður. Stofner.dur vcru um 33. skipaður sendiherra ís- • lands í Danmörku Forseti íslands hefur hinn 12. þ. m. skípað dr. Sigurð Nordal sendiherra Islands í Danmörku. Þá hefur Bjarni Ásgeirsson, sendiherra í Noregi, einnig ver- ið skipaður sendiherra í Pól- landi í stað Péturs Benedikts- sonar, sem hefur verið leystur frá því embætti. (Frá ríkisráðsritara). Krakkai kveikja í Kl. 11,40 í gærmorgun var slcikkviliðið kvatt að Baldurs- götu 31 hér í bænum. Höfðu krakkar kveikt þar í kjallara- herbergi með því að fleyja log- andi eldspýtu inn um glugga. Eldurinn var fljótlega slökktur og litlar sem engar skemmdir urðu af honum. OffaliS hjá Finnum Frá landsnefnd samnorrænu sundkeppninnar hefur Þjóð- viljanum borizt eftirfarandi: Af skeytum sem báfust frá Finnlandi 1. okt. um úrslit keppninnar, varð ekki betur skilið en að þar í landi hefðu synt 200 metrana 251874 sem gæfu 359820 stig, en nú hafa borizt glöggar tölur, sem sýna að 176312 Finnar syntu og fyr- ir þann þátttakendafjölda fær Finnland 251874 stig, svo að útkoman úr keppninni er því þessi: maður ársins Á síðastliðnu ári efndi tíma- ritið Ailt um íþróttir til at- kvæðagreiðs'Ju um hver hefði, að álíti lesenda, skarað mast l'ram úr á íþróttaleikvanginum það árið. •Milkill áhugi var fyrir at- kvæðagreiðslunni og hefur tímaritið því ákveðið að halda þessu áfram. Mun atkvæðaseðill fylgja 'októberhefti ritsins, sem væntanlega kemur út bráðlega, en úrslit atkvæðagreiðslunnar munu birt í jóla.hefti þess. Þátttakendur Stig Island 36037 540555 Finnland 176312 251874 Danmörk 50492 189345 Noregur 32004 137160 Svíþjóð 128035 128035 Mannlaus sumar- bustaður brenimr Um bl. 11 í fyrrakvöld brann sumarbústaður Dagbjarts Sig- urðssonar á Vatnsendahæð tii kaldra kola. Bústaðurinn var alelda þegar slökkviliðið kom á sta.ðinn og féll þakið niður litlu síðar. Varð engu bjargað úr rústunum. Grinur leikur á að kveikt hafi verið í sumarbústaðnum, en ’aann átti að vera mannlaus. Sást til ferða stráka á þe~~um sióðum skcmmu áður en eldur- ;nn kom upp. Efnilegur íþrótta- maður Guðm'undur Hermannsson á ísafirði, varpaði kúiunni nýlega 14,75 m en það er ]»riðji bezli árangur Isiendings í kúluvarpi á þessu ári og jafnframt nýtt- Vestfjarðarmet. Frá þeseum _ árangri Guð- mundar er skýrt í nýútkomnu hefti af, tímaritinu Allt um íþróttir og þess jafnframt getið að Guðmundur hafi sett nýtt Vestfjarðamet í kringiukasti, 41,56 m, sem einnig só prýðis- árangur. Guðmundur er sagður mjög alhliða ílþróttamaður, einnig góður í stökk'um og spretthlaupum. Telja íþrótta- menn hann mjög efnilegan lœppanda í tugþraut og fimmt- arþraut. Mýtt söngkffahelti: Forsefi íslands farinn utan til heilsu- bótar Forseti Isimds, herra Svejnn Björnsson, tók sér far með e.s. GuIIfossi til Englands í dag. Fer forsetinn utan til heilsu- bótar að ráði 'Iækna sinna.' (Frá forsætisráðuneytinu.) Nýtt nótnahefti, Strengjastef eftir Jónas Tómasson bóksala á Isaí'irði, er nýkoinið á bóka- markaðinr.. I heftinu eru 32 IJg fyrir blandaðan kór, 25 frumsamin og 7 íslenzk iþjóðlög, raddsett af höfundinum. Er heftið gcfið út að tilhkitan Sunnukórsins á ísafirði í tilefni af 70 ára af- mæli höfundarins 13. aþríl s.l. og söng kórinn mörg af lögun- um á afmælishljómle’kum. sem haldnir voru s.l. vor. Jónas Tómasson hefur um 40 ára skeið unnið að söngmálum á ísafirði, verið orga.nisti Isaf jarðarkirkju og söngstjóri Sunnukórsins og karlakórs Isafjarðar. I ráði er að gefa út fleiri af lögum Jónasar, sem flest eru onn lítt kunn. Útgefendur er Sunnustef og er heftið ljós- prentað í Lithoprent. Frágang- ur er smekklegur. Sunnudagur 14. október 1951 — 16. árgangur — 234. tölublað Blaðamannaféla”: íslands heldur fund í dag kl. 1,30 að Hótel Borg. ítætt verður um norrænan blaða- mannafund. Leikritið „Segðu steininum“ verður sýnt í næst-síðasta sinn í kvöld í Iðnó. — Myndin sýnir þá Gunnar Eyjólfsson og Gísla Halldórsson. Foircsíalvsiki í USá I fregn frá Washington segir: „Rússar geta hvenær sem cr sprengt í loft upp 20—30 banda rískar borgir með kjarnorku- sprengjum", sagði bandaríski þingmaðurinn Henry Jackson nú í vikunni í þingræðu, Var hann að rökstyðia þá tillögu að Bandaríkin hækkuðu framlag sitt til framleiðslu kjarnorkuvopna, úr einum millj- arð dollara í 6—10 milljarða! ieSfoss! Góður vinur minn á Selfossi skýrði mér frá því í gær að íbúar húsanna ó vesturbakkan- um við Ölves'árbrúna væru þegnar Selfoso. Ég bið iþví Sel- fossbúa og aðra lesendur grein- ar minnar í blaðinu í gær, af- sökunar á því ranghermi er þar stóð. Sökin er mín, enda þótt. ég hefði þær upplýsingar eftiv öðrum er það blaðamannsins að ganga úr skugga um sann- leiksgildið áður en eftir er haft, J. B. Lesstofa tr Ö NÝ3AM MYNmn t LEST" VINASALNU31 i . Sýning á nýjum verkum Ásmundar Sveins- sonar heíst um næstu helgi I dag kl. 1 opnar Listvinasalurinn við Freyjugöt'a aftur með niyndaúrvali eftár fjölmarga Isienzka listamenn, eldri og jngri. Meðal þeirra, sem eiga uppi —:--------------------- myndir fyrst um sinn eru: Ás- grímur Jónsson, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Jóhannes Jó- hannesson, Kjartan Guðjóns- son, Kristín Jónsdóttir, Nína 'Tryggvad., Sigurður Sigurðs- ison, Skarphéðinn Iiaraldsson, Snorri Arinbjarnar, Valtýr Pét- ursson, Þorvaldur Sikúlason og fleiri. Eru þetta vatnslitamynd- ir, málverk, svartlist. og teikn- ingar. Flest eru þetta nýjar myndir, sem salurinn hefur ekki áður haft, t. d. ný málverk eftir Þcrvald Skúiason, sem hann gerði í París í sumar, nýjar vatnslitamyndir eftir Skarphéð- inn Haraldsson og margt fleira. Eins og áður hefur verið getið, lauk sýningu þeirra Magnúsar og Barböru í fyrra- kvöld og hafði staðið í 10 daga og 20 myndir selzt. • Um næstu helgi hefst svo sýningin. á nýjum verkum eftir Ásmund Sveinsson, sem margir hafa beoið með óþreyju. Eru það aðallega tréskurðarmyndir, einnig gifs- og steinmyndir. Þangað til sýning Ásmundar hefst er salurinn daglega opinn frá kl. 1 til 7 en á sunnudögum og fimmtudögum til kl. 10. Að- gagur er öllum ókeypis. Með- limatala Listvinacalarins fer dagvaxandi og er hagur hans að komast á öruggan grundvöll. SUNNUDAGINN 30. sept- embei’, opnaði danska ielagið „Dannebrog“ hér, lesstofu og skrifstofu á Laugaveg 58. (bak- húsið niðrí). Þangað var boðið mörgum velunnurum félagsins bæði fyrr og síðar. Formaður félagsins Börge Jonsson, bauð menn velkomna, bg skýrði frá tildrögum þessa máls og vígði síðan lesstdfuna. Er ætlazt til þess að félags- menn geti lesið þar og teflt a. m. k. tvisvar í viku, fyrst um sinn, og oftar eftir samkomu- lagi. Félagið á stórt og gott bókasafn. Meðal gesta var sendiherra Dana frú Bodil Bergtrup, og flutti hún félaginu árna'ðarósk- ir og þakkir fyrir lesstofuna, sém hún vbnaði að yrði mikið notuð. Þá tók til máls Ludvig Storr, ræðismacur hér. Enn - fremur K. Bruun, formaður Det Danske Selskab hér. P. Ammendrup klæðskcrameistari, K. Kronkvist og fleiri. Létu al)- ir ræðumenn ánægju sína í ljós með lesstofuna, og óskuðu félaginu til hcilla í framtíðar starfi og gleði. Lesstofan er mjög smekkleg, me'ð nýjum vönduðum húsgögn um og fögrum vegglömpum. Félagsmenn liafa unnið ókeyp- is að breytingu húsnæðisins, og sjálfir smíðað hin smekklegu húsgögn. Ilefur margur félags- maðurinn lagt fram mikið starf til að lesstofan og skrifstofan yrði sem vistlegust. Og hefur hvorutveggja tekist ágætlega. Mun ekkert efamál að þeir Dan- ir sem hér dvelja, þótt ekki nema um stundarsakir sæki les- stofrna sér til gagns og gleði. Og á félagsstjórn „Dannebrog“ beztu þakkir fyrir þetta fram- tak sitt. Félaginu barst fjöldi heilla- skeyta og gjafa í tilefni dags- k'iAarví^áO Israel eykur víg- sinn Um 66% af þeim ríkistekj- um sem vantar móti hinum gíf- urlega auknu hernaðarútgjöld- um Israelsríkis, verða fengnar með beinum sköttum, segir í fregn frá Tel Aviv. Þar sem nú þegar er greidd- ur ,,lúxusskattur“ í Israel af nær öllu sem nafni ncfnist, er talið að þessir nýju skattar, af- leiðing af vígbúnaðarstefnu hægrikratastjórnarinnar, komi mjög tilfinnanlega við alþýðu manna. Stjórnir Bretlands, Frakk- lands og Bandaríkjanna hafa lýst vfir því við ísra.élsstiórn að hún þurfi ekki að hafa neinn ótta af hinu fyrirhugaða hern- aðarbandalagi rikjanna við Mið- jarðarhafsbotn, því það verði pirmnprio vnrnarbnndalaír

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.