Þjóðviljinn - 19.10.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.10.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. október 1951 Ókeypis skélavist á NorðuHöndum Undanfarin fjögur ár hafa 7—10 nemendur fariö árlega á' vegum Norræna fáiagsins til hinna Norðurlandanna, þar sem þeir hafa notið ókeypis skólavistar í lýðháskólum einn vetur. Næstkomandi vetur fá 12 nemendur þessa ókeypis skólavist pg eru þau fyrir skömmu farin. Ti] Svíþjóðar fóru: Arnþrúður Arnórsd., Þverá, S.-Þing. Ágúst Árnason, Rang- árv.-sýslu. Haukur Helgason, Hafnarfirði. Helga Þórsdóttir, Dalvík. Ingibjörg Bergsveinsd., Reykjavík. Katrín Karlsdóttir, Svarfaðard., Eyj. Kristín Gests dóttir, Svarfaðardal, Eyj. Gísl- rún Sigurbjörnsdóttir, Reykja- vík. —- Til Finnlands: Valgarð- ur Jónsson, Sauðárkróki. — Til Noregs: Árni Jóhannsson, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. Jó- hann Daníelsson, Syðra Garðs- horni, Svarfaðardal. Sigurveig Sigurðardóttir, Dalvík. Vetiarólympíaleikamií Framhald af 3. síðu. snjalla menn að ræða og má. óefað gera ráð fyrir að dvöl þeirra hér hafi haft mikla þýð- ingu fyrir væntanlega ólymp- íufara og aðra. _ Gera má ráð fyrir að ekki líði á löngu þar til að SKl birt- ir nöfn þeirra sem mesta mögu- leika eru taldir hafa til að komast til keppninnar í Randu- kleif og Norðfjalli við Osló. 17. DAGUR hann nú að gera? Gæti hann spurt einhvern, gæti hann spurt Hegglund án þess að koma upp um — Hann studdi á ljTtuhnappinn. Lyftan fór af stað niður á við. Herrabúð. Herrabúð. Allt í einu datt honum nokkuð í hug. Mann- inn vantaði silkisokkabönd. Hvar var hægt að fá keypt silki- sokkabijnd — í verzlun auðvitað, í verzlun sem seldi herrafatnað. Auðvitað. Herrafataverzlun. Þangað færi hann. Og á leiðinni niður tók hann eftir vingjarnlegum blökkupiltj í lyftunni og spurði hann: „Veiztu hvort nokkur herrafataverzlun er hérna í nágrenninu". ,,Það er ein hérna í húsinu, rétt við innganginn að sunnan- verðu“, svaraði pilturinn og Clyde flýtti sér þangað fegins hugar. Og þó kunni hann undarlega við sig í þessum -aðskorna einkennisbúningi með þessa skrítnu húfu. Hann var dauðhrædd- ur um að þessi litla, þrönga húfa dytti af honum. Og hahn ýtti henni í sífellu niður á höfuðið. Hann flýtti sér inn í verzlunina sem var fagurlega uppljómuð og kallaði ,,Ég átti að fá ein iBoston silkisokkabönd". „Gerðu svo vel, vinurinn", svaraði strokinn, lágvaxinn maður með gljáandi skalla, rautt andlit og gullspangagleraugu. „Handa einhverjum hótelgestinum, er það ekki? Jæja við skulum segja sjötíu og fimm sent og harna eru tíu sent handa þér“, sagði hann um leið og hann batt utanum pakkann og setti dollaraseðil- inn í peningakassann. „Ég er alltaf liðlegur við ykkur strákana, því að ég veit að þið komið til mín, þegar þið getið“. Clyde tók tíu sentin og pakkann og hann vissi varla hvað hann átti að halda. Sokkaböndin hlutu að kosta sjötiu og fimm sent — það sagði maðurinn. Hann þurfti því aðeins að skila aftur tuttugu og fimm sentum. Tíu sentin átti hann sjálfur. — Og — ef til vill gæfi maðurinn honum líka aukaskilding. Hann flýtti sér heim á hótelið aftur og að lyftunum. Einhvers staðar var hijómsveit að leika. Fólkið var á ferli — vel búið, öruggt í framkomu og gerólikt því fólki sem hann sá á götun- um. Lyftudyrnar opnuðust. Nokkrir gestir gengu inn, og síðan Clyde og^innar vikapiltur sem sendi honum forvitnisaugnaráð. Á sjöttu hæð fór pilturinn úr lyftunni. Á áttundu hæð fór Clyde út og gömul kona. Hann flýtti sér til herbergis nr. 882 og barði að dyrum. Maðurinn opnaði; hann var kominn í fleiri spjarir en áðan. Hann var í buxum og var að raka sig. ,,Kominn?“ kailaði hann. „Já, herra“, svaraði Clyde og rétti honum pakkann og af- ganginn af peningunum. ,, Hann sagði að þau kostuðu sjötíu og fimm sent“. „Hann er bölvaður okrari, en afganginn geturðu átt fyrir því“, svaraði hann, rétti honum peningana og lokaði dyrunum. Clyde stóð agndofa um stund. „Þrjátíu og fimm sent —,, hugsaði hann — „Þrjátíu og fimm sent“. Fyrir smásnúning. Var "þetta svona auðvelt? Það var ómögulegt. Það gat ekki verið — ekki alltaf. Fætur hans sukku niður í mjúikt gólfteppið, hann kreppti höndina utan um peningana í vasanum og hann langaði til að æpa upp yfir sig eða hlægja hátt. Já, þrjátíu og fimm sent — fyrir svona smásnúning. Annar maðurinn hafði gefið honum tuttugu og fimm sent og hinn tíu sent og hann hafði ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Hann flýtti sér út úr lyftunni á neðstu hæð — leikur hljóm- sveitarinnar heillaði hann, glæsilega, vel búna fólkið fyllti hann unaði — og hann gekk að bekknum sem hann hafði setið á áður. Og síðan var kallað á hann til að bera þrjár töskur og tvær regnhlífar fyrir roskið fólk utan úr sveit, sem hafði beðið um stofu og svefnherbergi með .baði á fimmtu hæð. Á leiðinni tók hann eftir því, að þau störðu á hann, en þau sögðu ekki neitt. En þegar þau voru komin inn í herbergið og hann var’búinn að kveikja ljósið, draga gluggatjöldin fyrir og leggja tciskurnar á farangursgrindina hafði eiginmaðurinn, sem var klunpalegur og stirðbusalegur — hátíðlegur og skeggjaður -— virt hann vandlega fyrir sér og sagt að síðustu: „Ungi maður, þér virðist vera röskur og alúðlegur — betri en margir í yðar stétt“. „Svona hótel er ekki góður samastaður fyrir unga pilta", tísti í eiginkonunni — holdugri og virkjamikilli; hún var að rannsaka hitt herbergið. „Ég vildi ógjarnan að mínir drengir ynnu á svona stað — fólkið er svo misjafnt".. „Heyrið þér nú“, hélt eiginmaðurinn áfram um leið og hann lagði frá sér frakkann og leitaði í buznavasanum. „Éaupið þér nú fyrir mig þrjú eða fjögur kvöldblöð og komið ihirfgað með könnu af köldu vatni, og ég skal gefa yður fimmtán sent þegar þér komið aftur“. „Þetta hótel er betra en hótelið í Omaha, pabbi“, sagði konan hugsandi. „Gólfteppin og gluggatjöldin eru miklu fallegri hér“. Þótt Clyde væri grænn, þá gat hann ekki varizt því að brosa með sjálfum sér. En hann lét enga svipbreytingu á sér sjá, tók við peningunum og fór. Eftir andartak var hann kominn aftur með vatnið og kvöldblöðin, og síðan fór hann brosandi með fimmtán sentin í vasanum. En þetta var bara byrjunin, þvi að hann var ekki fyrr seztur á bekkinn aftur en hann var sendur upp á herbergi nr. 529 og þaðan inn á barinn eftir drykkjarföngum — tveim flöskum af engiferöli og tveim sódavatnsflöskum — fyrir hóp glæsilegra ungra manna og kvenna sem hlógu og töluðu inni í herberginu, meðan dymar voru opnaðar lítið eitt og hann fékk fyrirskip- anir sínar. En það var spegill yfir arinhillunni og hann sá fólkið —oOo—- —oOo—- —oOo—■ ■—oOo— —oOo—■ —oOo— —oOo— BARNASAGAN 6. DAGUR Sagan af Fertram og Isól björtu Síðan héldu menn til borgar. ísól var þá komin heim; höíðu þær klæðaskipti, Næírakolla og hún, og vissi enginn aí því nema drottning sjálí. Hún spurði dóttur sína, hvað hún heíði gert aí barninu. „Ég át það, móðir mín," mælti hún. „Það var rétt, dóttir mín," mælti drottning. En er kvöld var komið, íóru menn að hátta; brúðguminn var hátt- aður, og brúðurin ætlaði að fara að afklæða sig. Brúðguminn spurði hana þá, hvað hún hefði sagt, begar ermarnar hefðu verið dregnar á hana. „Ég held ég hafi ekki sagí mikið, og man ég ekki eftir því," segir ísól; „en ég get spurt drottninguna, hvað það hafi verið." Nú fór hún og spurði, hvað stelpu- skömmin hefði sagt, þegar ermarnar voru dregnar á hana, þegar hún reið út. Drottning sagði henni, að hún hefði sagt: ,,Vel sóma ermar eiganda armi.“ Fór hún þá inn með þetta og sagði brúðgum- anum. Hún fór smámsaman að reita af sér fötin. Hann spurði hana enn, hvað hún hefði sagt, þegar hún tók við hönzkunum. „Það man ég ekki, það hefur íráleitt verið svo merkilegt," segir hún. „Þú verður samt að segja mér það," mælti hann, „ann- ars færðu ekki að fara upp í." Hún fór þá og spurði móður sína, hvað það hefði verið, sem stelpan 'hefði sagt, þegar hún tók við hönzkunum. Hún sagði henni það: , „Þekkta eg fingur, þá foröum gjöröu.“ Rfómateitar Sniitur Poststeikur Tartalettui Kramarkús Aimæliskringlur Brauða- on kökuaerð liggur leiðin |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.