Þjóðviljinn - 19.10.1951, Page 8

Þjóðviljinn - 19.10.1951, Page 8
Gnðmnndur-Yigfðsspn íegejur íií a8 yfir þsat? félk @r ekki geisiF af elgtn ram- leik kemlzt i !§©élegi ItasiiæM. BhaldM rí&aM tiMöguumtu tíi bæjjarréðg* Guðmundur Vigfússon flutti eftirfarandi tillögu á fundi bæjarstjórnar í gær: „Þar sem bæjarstjórn telur brýna og aðkall- andi nauðsvn bera til þess, að hafin verði fyrir for- göngu bæjarfélagsins skipuleg sókn að því marki að útrýmt verði braggaíbúðum og öðru heilsuspill- andi íbúðarhúsnæði í bænum, ákveður bæjarstjórn að leita eftir leyfum til að hefja smíði eigi færri en 200 íbúða árið 1952. Fáist leyfi til þessara bygg- ingaframkvæmda ákveður bæjarstjórn að gera allt sem auðið er til að íbúðirnar komist sem allra fyrst upp og verði síðan leigðar þeim, sem búa í bröggum eða öðru heilsuspillandi húsnæði. Heimilar bæjar- stjórnin borgarstjóra nauðsynlegar lántökur 1 þessu skyni." Ennfremur flutti Guðmundur eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar á alþingi að samþykkja framkomið frumvarp um að lög frá 1946, um aðstoð ríkisins við bæjar- og sveitarfélög til að útrj'ma heilsuspillandi íbúðum, komi þegar til framkvæmda.“ 1 ’framsöguræðu sinni kvaðst Guðmundur' telja húsnæðis- vandræðin í bænum eitt mesta vandamálið er bæjarstjórn þyrfti að leysa. Meginorsakir þess hvernig komið væri kvað hann öra fólksfjölgun í bænum og algera vanrækslu íhalds- meirihlutans á nauðsynlegum aðgerðum til að leysa húsnæð- ismál bæjarbúa. Tillcigur Scsíal- istaflokksins í húsnæðismálum hefði íhaldið ymist fellt, eða vís að frá og þegar það hefði neyðzt til undanhalds, neyðzt til aðgerða hefðu þær verið of eeint gerðar cg í of smáum' stíl. Gucmundur vitnaði í skýrslu hagfræðinge bæjarins 1948, en samkvæmt henni bjuggu þá 2114 manns í bröggum, þar af 836 börn. Þetta ástand kvað hann sízt ha.fa batnað síðan, þá minntist hann á að afnám húsaleigulaganna hefði gert okrurum fært að bera fólk út úr liúsnæði eða láta það sæta afarkostum. Þótt nú hefðu verið gefnar frjálsar smáíbúðabyggingar í orði ik.véðnu myndi það ekki leysa vandann, því mikið af þvi fólki er byggi í versta húsnæð- inu hefoi hvorki efni á því að byggja yfir sig kaupa í- búðir né borga leigu einr og hún er nú almennt fyr- ir boðlegt húsnæði. Til þessi að rýma braggana og aðrar verstu vistarverurnar þyrfti bærinn að byggja íbúðir einmitt í því augnamiði að leigja þær þessu fólki gegn vægri leigu. Borgarstjóri hélt langa hól- ræðu um sjálfan sig og Ihaldið fyrir framúrskarandi forsjálni og dugnað við að ráða fram úr húsnæðisvandræðunum. Þessi ræða hans, sem flutt var af talsverðum belgingi, var svo au- virðilegur loddaraleikur að trúðurinn Truxa myndi hafa roðnað niður á tær. Guðmundur Vigfúoson benti borgarstjóra á að Ihaldið hefði komið á þeim höftum er það þættist nú vera að afnöma. I- haldið hefði beitt sér hér fyrir marshallstefnunni er bannaði Islendingum að byggja yfir sig. Ihaldið hefði verið stærsti flcfck urinn í bæjarstjórn og ríkis- stjórn á þessum árum og bæri því alla meginábyrgðina. Eftir seinni ræðu Guðmundar var borgarstjórinn lágmæltur og sagði fátt, beið auðsjáanlega með óþreyju þeirrar stundar að brúðuhendurnar legðu þetta mál í líkkistu bæjarráðs. Brúðu hendur íhandsins brugðust lion um heldur ekki. Tillögum Guð- mundar var vísað til bæjarráðs með 8 atikvæðum gegn 7. kemiir í dag Drottningin er væntan- leg til Reykjavíkur um hádegi í dag og hefur inn- anborðs sirkus Zoo. flokk dýra og skemmtikrafta sem aldrei hafa gist ís- land áður en koma nú hingað á vegum S.I.B.S., eins og áður hefur verið skýrt frá hér í btaðinu. Verður fyrsía sýningin væntanlega á laugardags- kvöld kl. 9, og verða mið- ar seld'.r á tveim síöðum í bænum. Nánar verður tilkynnt um tilhögun sýn- inganna í blaðlnu á morg- uii. Hnaplan sim á ferð I gærmorgun var brotizt inn í húsið Einliolt 2 hér í bænum og stolið kr. 300 úr fötum sof- andi manns. Ennfrcmur var rafsuðuplötu stolið á sama stað. Koniir fi9 starfa í fögregSusisii Sigríður Eiríksdóttir flutti á bæjarstjórnaríundinum í gær tiliögu um að konur með sálfræði- kennara- effa hjúkrunarmcnní- un yrðu ráðnar til starfa í lögreglunni. Tillögu þessa kvaðst hún flytja með tilliti til þess að 'íonum er lenda á einhvern hátt í kasti við lögregluna færi fjölgandi. Einkum taldi hún nauðsynlegt að konur fjölluðu um mál ungra stúlkna, og þá ennfremur drengja. Væri þetta sórstaklega aðkallandi nú með tilliti til þess ástanda er hefði skapazt við komu hersins. Á fyrri hernámsárunum hefði kona starfað í lögreglunni, en síðan hefði það lagzt niður. Benti hún á að í öllum raun- verulegum menningarlöndum fjölluðu kvenlögregluþjónar um mál kvenna. Guðrún Jónasson kvað það nú ákveðið að hjúkrunarfcona barnaverndarnefndar yrði við yfirheyrzlur yfir ungum stúlk- um. Sigríður Eiríksdóttir benti á að hún myndi aðeins fylgj- ast með málum kvenna er æsku sinnar vegna heyrðu undir starfesvið barnaverndarnefndar. Borgarstjóri lagði til að vísa tilKSgunni til bæjarráðs og sam- þykktu 8 Ihaldshendurnar það, gegn 7 atkvæðum allra hinna flokkanna. Föstudagur 19. október 1951 — 16. á-rgangur — 237. tölubiað ekki 12 slsipia fevild Hannes Stepliensen flutti eftirfarandi tillögu á bæjarstjórn- arfundi í gær: „Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi það er nú sit- ur, að hraða afgreiffslu framkomins frumvarps uni 12 stunda hvíldartíma togarasjómanna bæði í veiðiferðum og sigling’um, og telur að það myndi auðvelda mjög væntanlega samninga við togarasjómenn, að þetta réttlætismál næði fram að ganga nú þegar.“ Hannes vék fyrst að því í framsögu fyrir tillögunni, hve sjáifsagt væri að sjómenn fengju 12 stunda hvíld á sólar- hring. Kvað hann þetta mál snerta bæjarstjórn mjög mik- ið, þar sem bærinn væri nú aðili að togaraútgerð. Togara- sjómenn hefðu nú samþykkt að segja upp og þyrfti enginn að efast um að sjómenn myndu krefjast 12 stunda hvíldartíma á öllum veiðum, burtséð frá því hverjar kröfur þieirra vrð j að öðru leyti. Krafan um 12 stunda hvíld hefði verið aðal- deiluatriðið við síðustu samn- inga og feldi hann rétt að bæj- arstjórn stuðli að því að 12 stunda hvíld á togurunum yrði lögfest, svo komizt verði hjá langvarandi deilum út af því atriði. Borgarstjóri svaraði ræðu Hannesar með lögspekingssvip og eftirfarandi orðum: „Fyrir Alþingi liggja tvö frv. um þetta og legg ég því til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs“. — Þeim er ekki hafa fvlgst með þessu máli er rétt að segja það, að frumvörpin á Alþingi um togaravöku’ögin eru samhijóða. Brúðuhendur Ihaldsins, 8 að tölu, lyftust sarr tvæmt boði hús bónda síns með því að kistu- leggja till. í bæjarráði en full- trúar hinna flokkanna allir 7, greiddu atkv. gegn því. 8 geymslu véiasjéis Eigmr hans váiryggSas: í gænmoi'gtm Tatsverðar skemmdir urðu í gær í vöruskemmu Vélasjóðs ríkisins við Elliðaárvog, er eld'ur kom upp í einum klefa skemmunnar þar sem varahlut ir í landbúnaffarvélar voru geymdir. Slökkviliðið fékfc tilkynningu um eldsvoða þennan kl. 12,42 og var töluverður eldur í zkemmunni þegar það kom á vettvang, en samt tókst fljótt að ráða niðurlögum hans. Ekki er hægt <sð fullyrða ncitt um það hve miklar skemmdir hafa orðið á varahlutunum, sem voru í skurðgröfur o.fl. verk- færi, en þeir voru geymdir í hillum úr timbri, sem skemmd- ust talsvert. Vörus remma þessi er braggi, og hafði vélsmiðj- an Keilir þar áður bækistöð sína. Má bragginn heita ó- rfcemmdur enda byggður úr járni. Talið er sennilegt að kviknað hafi í út frá olíuofni. Þcssar eignir vélasjóðs höfðu ekki verið vátryggðar fyrr en í gærmorgun kl. 10,30, að þær voru tryggðar fyrir 1,2 milljón- ir króna h.iá Samvinnutrygg- ingum. Virðist það furðulegur trassaskapur að hafa slíkar ntóreignir ótryggðar, og að ekki hafi verið seinna vænna að bæta úr þeirri vanrækslu!!. Mjög góð aðsókn lieíur verið aö niálverkasýningu Ilarðar Ágústssonar í Listamannaskálanum, og hafa þegar selzt 19 olíumyndír og 8 teikningar. — Myndin sýr.ir eitt af málverkum Harðar og nefnist það „Tvö við hafið.“ íhaldið er enn á móti æskulýðshöll. Sigríður Eiríksdóttir' og Ingi R. Helgason flutti cftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær: „Um íeið og bæjarstjórn Reykjavíkur ítrekar samþykkt sína frá 15. feb. 1948 um fjárframlag og' lc-ð undir Æskulýðs- höll í Reykjavík leyfir hún sér að skora á liið háa Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu þá um byggingu Æskulýðs- hallar, sem flutt hefur verið í sameinuðu AIþmgi.“ Ingi R. kvað flesta hugsand; menn sammála um það, að aldrei hefði verið meiri þcrf en nú að skapa æsku bæjarins eitthvert athvarf til tómstunda- Iðfcana og að hú;i hefði aðra staði til samfunda en sjoppur og knæpur. Ástandið í félags- og skemmtanalífi æsku bæjarins er nú þannig að það beinlínis hrópar á aðgerðir, sagði hann. íhaldið ákvað áð leggja æsku- lýðshallarmálið enn í líkkistu bæjarráosins. Fulltrúar allra hinna flckkanna greiddu sam- hljóffa, atkvæði gegn því. Var tillagan lögð í Ihaldslíkkistuna með 8 r.tkv. gegn 7. " ttinh Aðsókrin að sýningum Sjó- mannadagskabaretísius er allt- af jafnmikil, og er nú hver síð- asiur að reyna að sjá hann því sýningarnar liætta í kvöld. I fyrrakv. var útvarpað ein- um þætti kabarettEÍns: hugs- anaflutningi Truxahjónanna. Truxa var í Austurbæjarbiói og spurði konu sína, er sat niðri í útvarpssal, hvaða hluti áhorf- endur í Austurbæjarbíói fengu honum,- og reyndust öll svör frúarinnar rétt. Blaðamenn voru víðstaddir bæði í Austur- bæjarbíói og útvarpssalnum. Blaðamaður Þjóðviljans (sem ‘var í útvarpssal) var persónu- lega þeirrar skoðunar að hér væri ekki um það að ræða sem venjulega er átt við með orð- inu hugsanaflutningur, heldur loddarabrögð sem blaðamenn væru ekki menn til að koma auga á. Kvennadeild Slysavarnafélags Islands í Reykjavík þakkar öll- um bæjarbúum fyrir ágæta að- stoð við hlutaveltu deiidarinnar og sérstakl. vill deildin þakka öllum piltum úr Sjomannaskól- anum, sem aðstoðuðu við hluta- veltuna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.