Þjóðviljinn - 20.10.1951, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. október 1951
18. DAGUR
og fallega hvítklædda stúlku, sem hafði tyllt sér á arminn á
einum hægindastólnum, og í honum sat ungur maður mjög svo
makindalega og hélt Utan um mitti hennar. Clyde starði á
þetta, þótt hann léti ekki á neinu bera. Og honum fannst eins
og hann sæi inn um hlið himnaríkis. Þarna voru ungir piltar
og stúlkur í herberginu, aðeins örlítið eldri en hann sjálfur,
sem hlógu, töluðu og drukku -— ekki límonaði og gosdrykki,
heldur einmitt þá drykki, sem foreldrar hans sögðu að hefðu
glötun í för með sér, en þarna virtist engum detta slíkt í hug.
Hann flýtti sér niður að barnum og þegar hann var búinn
að ná í drykkjarföngin og reikning, fór hann upp aftur — og
fókk borgun — hálfan annan dollar fyrir dryikkina og tuttugu
og fimm sent handa sjálfum sér. Og aftur sá liann inn í dýrð-
ina sem snöggvast. En nú voru tvö iþeirra að dansa eftir lagi
sem hin tvö sungu og blístruðu.
En þótt hann hefði mikinn áhuga á lífinu upp á herbergjunum
og fólkið sem hann sá rétt í svip, þá var hann ekki síður heill-
aður af því sem fyrir augun bar í anddyrinu — starfsmönnunum
bak við afgreiðsluborðið, skrifstofumanninum, lyklaverðinum,
póstverðinum, gjaldkeranum og aðstoðargjaldkeranum. Og alls
staðar voru söluborð — blómaborð, blaðaborð, tóbaksborð, sím-
stöð, bílasímar og alls staðar var afgreiðslan undarlega gegn-
sýrð af andrúmslofti hótelsins. og innan um allt þetta gengu
og sátu virðulegir menn og konur, ungir piltar og stúlkur klædd-
ar eftir nýjustu tízku, og allt var þetta fólk kátt og fjurugt.
Og allir bílarnir og farartækin sem fólkið kom í. Hann sá bíl-
ana í ljósbjarmanum fyrir utan. Sjölin, loðkápurnar og allur
farangurinn sem það hafði meðferðis eða vikapiltarnir báru fyrir
það yfir stóra anddyrið og út í bílana eða inn í matsalinn eða
upp í lyftunum. Og allt voru þetta dýrindis efni. En sá glæsi-
bragur. Að eiga peninga — það var þá það sem máli skipti í
heiminum. Þá stóðu manni allar dyr opnar. Þá snerist annað
fólk í kringum mann. Þá var allur þessi munaður daglegt brauð.
Þá gat maður íkomið og farið hvert sem maður vildi og hvenær
sem maður vildi.
SJÖUNDI KAFLI
Þannig varð Green-Davidson hótelið ef til vill skaðlegast af
öllum þeim áhrifum, sem Clyde varð fyrir um þetta leyti, þetta
Green-Davidson hótel sem átti ekki sinn líka í efnislegum og
yfirborðslegum munaði landshornanna á milli. Skuggalegur te-
salurinn með ótal sessum,' hjúpaður rökkri og þó upplýstur með
íjörlegum marglitum lömpum var afbragðs stefnumótsstaður-
ekki einungis fyrir forvitnar og óreyndar 'ýoúlkur, sem Íétu hrífast
af íburðinum, heldur einnig fyrir reyndari fegurðardísir, sem
voru f&.niár að láta á sjá, þekktu sitt eigið andlit og vissu hvað
dauf ljós höfðu mikla þýðingu. Og eins og önnur hótel af þessu
tagi, var það sótt af vissri tegund metnaoargjarnra manna af
óvissum aldri og uppruna, sem komu að minnsta ikosti einu sinni,
ef ekki tvisvar á aag, þegar mest var um að vera, til að fá á
sig gótt álit sem heimsmenn, auðmenn, smekkmenn eða allt
'þetta.
Ungi maðurinn, sem fyrstur hafði leiðbeint Clyde — Hegg-
lund — hafði einnig nokkur áhrif á hann en á annan hátt. Hann
var elztur og reyndastur af vikapiltunum og hafði töluvert vald
yfir hinum vegna glaðlyndis síns og hirðuieysis um allt á liótel-
inu sem kom ekki starfi hans við. Ilegglund var hvorki eins
menntaður né aðlaðandi og margar hinna, en vegna fjcgugrar og
lifandi skapgerðar — að viðbættri rausn í allu sem kom pening-
um og skemmtunum við. og dirfsku, karlmennsku og hugrekki
ríkara mæli en Doyle, Ratterer og Kinsella — hugrekki sem
etappaði oft nærri fífldirfsiku -— hafði hann mikil áhrif á Clyde.
Eins og hann sagði Clyde að nokkrum tíma liðnum, þá var hann
sonur sænsks bakara, scm hafði stungið af frá móður hans í
Jersey City og látið hana um að bjarga sér. Og þess vegna
höfðu hvorki Óskar né Marta systir hans fengið neina menntun
að ráði. Þvert á móti hafði hann fjórtán ára að aldri farið burt
úr Jersey City í flutningsvagni og hafði upp frá því sóð um
sig sjálfur eftir beztu getu Og eins og Clyde var hann ólmur
í að fá að njóta alls þess sem var að gerast í kringum hann,
leitaði ævintýra í öllum áttum án þess að óttast afleiðingarnar
eins og Clyde gerði. Hann átti einnig vin, ungan mann að nafni
Sparser, sem var eldri en hann og var bílstjóri hjá auðugum
borgara í Kansas City og gat endrum og eins tekið bíl trausta-
taki og farið með Hegglund í smáökuferðir; og þótt þessi vinar-
greiði byggðist á undirferli og óheiðarleik, þá varð hann til þess
að Hegglund fannst hann sjálfur vera mikil persóna og í augum
liinna varð liann sveipaður ævintýraljóma, sem átti lítið skylt
við raunveruleikann.
Hann var ekki eins aðlaðandi í útliti og Doyle og hann átti
ekki eins auðvelt með að vinna hylli kvenna og þær stúlkur
sem hann kom sér í mjúkinn hjá voru engan veginn eins falleg-
ar eða hrífandi. Og þó var hann afar hreykinn af þesum sigrum
sínum og hætti til að gorta af þeim og Clyde hlustaði á frá-
sagnir hans með meirí athygli en flestir hinna, af því að reynsla
hans var svo lítil. Af þessari ástæðu geðjaðist Hegglund vel að
Clyde næstum frá upphafi, því að hann fann að þar átti hann
þakklátan og auðsvcipan áheyranda.
Og þegar hann lenti við hlið Clydes á bekknum, hélt hann
áfram fræðslu sinni. Kansas City var prýðis staður, ef maður
kunni að lifa, Hann hafði unnið í öðrum borgum — Buffaló,
Cleveland, Detroit, St.Louis — áður en hann kom hingað; en
honum hafði ekki liðið betur þar, einkum vegna þess — en því
hafði hann sjaldnast orð á — að honum hafði ekki tekizt eins
vel að koma sér áfram. Hann hafði fengizt við diskaþvott, bíla-
þvott, aðstoðað í smiðju og ýmislegt fleira, þangað til hann
komst loks í samband við hótelin í Buffaló. Og ungur maður
—oOo---oOo— —oOo— —oOo—- —oOo— —oOo---oOo—
BARNASAGAN
7. DAGUR
Sagan af Fertram og Isól björtu
Nú fór hún með þetta til hans og sagði honum
það. Þá fór hún úr meiru; hann spuroi hana þá
í þriðja sian, hvað hún hefði sagt, þegar hún kom
að lindinni og gryfjunni, og í þriðja lagi, þegar
hestur hennar hljóp á undan heim. ,,Það man ég
ekki," sagði hún; „ég held það hafi ekki verið
mikið.” ,,Þú verður samt að segja mér það," mælti
hann. Hún hljóp enn til móður sinnar og spurði
hana að því. Hún sagði henni þaö; þegar hún kom
að lindinni sagði hún:
„Nú er eg komin að þeirri lind,
sem þau Fertram og ísól bjarta
bundu sína trú,
og vel mun hann halda hana nú. ‘
Þegar hún kom að gryfjunni, sagði hún:
„Hér liggja Eyja og Meyja,
báðar mínar skemmumeyjar;
gekk eg upp á gullskærum móður minnar.“
Þriðja vai, þegar hesturinn hljóp á undan, þá
sagði hún:
„Skaktu þig, skaktu þig, Skurbeinn,
einn muntu sofa í nótt,
og svo mun ungi kóngurinn verða.“
Björn Jónsson
sjötugurv
Björn Sumarliði Jónsson,
Bergstaðastræti 32, er 70 ára
í dag.
Björn er einn af elztu og
beztu félagsmönnum Dagsbrún-
ar, eldheitur verkalýðssinni og
bjartsýni hans á málstað og
sigur verkalýðsins er óbilandi.
Verkalýðssamtökin eiga ekki
aðra betri né einlægari liðs-
menn en hann.
Björn er ættaður af Skeiðum
en fluttist ungur til Reykja-
víkur. Héðan fluttist hann til
Hafnarfjarðar 1915, en 1918
fluttist hann aftur liingað til
Reykjavíkur og hefur alltaf
dvalið hór síðan. Enda þótt
hann sé orðinn sjjtúgur vinnur
hann eins og ungur væri og er
glaður og hress eins og ung-'
lingur.
Hinir mörgu vinir hans og
samstarfsmenn senda honum
hugheilar heillaóskir á sjötugs-
afmælinu.
tslenzkig sjómesm
Framhald af 5. síðu.
Aðvörun til sjómanna — og
áskorun til sjómamia-
f élagsst j órnaima.
Ég vona að þessar línur geti
orðið öðrum íslenzkum sjómönn-
um til viðvörunar um að láta
ekki blekkjast af fagurgala vel-
greiddra og strokinna, sjálfs-
elskandi umboðsmanna, og at-
hugi vel alla samninga og á-
stæður áður en þeir fastráða
sig í erlend skipsrúm gegnum
slíka menn. Og verði þessar
línur til þess að forða einhverj-
um frá slíkum möimum eru
þær ekki til einskis skrifaðar.
Og að endingu vil ég beina
þeirri áskorun til íslenzliu sjó-
mannasamtakanna að þau afli
sér upplýsinga um kjör sjó-
manna á erlendum fiskiskipum
svo þau geti gefið íslenzkum
sjómönnum sem í erlend skips-.
rúm ráðast fullnægjandi upp-
lýsingar.
Skrifað á sjómannaheimiliiiu
í Færeyingahöfn 3. sept-
ember 1951.
Sigurður Einarsson.
L©glð nm st&ð&eyndi!:
Framhald af 5. síðu.
32%. Nú þegar er aukningin
komin upp í 50% sam-
kvæmt gengislækkunarvísitöl-
unni (gamla vísitalan sýnir
65% dýrtíðaraukningu) og hef-
ur önnur eins þróun hvergi orð-
ið nema á fslandi. Heimsmetið
hefur enn verið stórlega bætt.
Þegar skýrsla Sameinuðu
bjóðanna barst þorði Tíroinn
ekki að birta hana. BlaðamenU
hans vita hins vegar fullvel uffi
hana og því eru falsröksemdir-
þeirra vísvitandi og eina sið-
lausar og hugsazt getur. Þjóð-
viljinn telur hins vegar ekkí
eftir sér að birta töfluna einu
sinni enn, — og Eysteinn Jóns-
son skal fá þetta minnismerki
sitt í hausinn aftur og aftur á
meðan blað hans dirfist að ljúga
á jafn ósvífinn hátt um upp-
vísar staðreyndir. ______ J