Þjóðviljinn - 30.10.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. október 1951 — ÞJÖÐVILJINN — (3 ÍÞHÓTTIR RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON ;| BEZTA AR í SÖGU FRJÁLSÍÞRÓTTA HÉR Á LANÐI í EVRÓPU UEÐU EUSSAR NR. 1 EN SVÍAR NR. 2 Sumarið sem leið mun verða í framtíðinni talið merkilegasta og viðburðaríkasta ár í sögu islenzkra iþrótta til þessa dags, og eru frjálsar íþróttir þar efst- ar á blaði hvað snertir úrvals- íþróttamenn okkar. Það er ekki úr vegi að minnast þess með örfáum orðum ;nú þegar þessu keppnistímabili er lokið. Frá stríðslokum hafa orðið hér stór- felldari framfarir hjá frjáls- íþróttamönnum en dæmi eru til hér áður. Má segja að þátttak- an í EM í Osló hafi sýnt heim- inum að hér væru íþrótta- menn sem vert væri a'ð „reikna með“ í framtíðinni. Síðan rekur hver stórviðburðurinn annan. Þátttakau í keppni Norður- landanna fjögurra við Svíþjóð. Landskeppnin við Dani, Briiss- elförin og siðan kemur punkt- urinn yfir þetta ailt saman, er landsliðinu tekst að sigra bæði Noreg og Danmörk í Osló í sumar á sama mótinu. Þá má ekki gleyma frammi- stöðu Arnar Clausen í einvíg- inu við Henrich, hinn snjalla tugþrautarmeistara frá Frakk- landi. Sú viðureign vakti at- hygli og áðdáun, og jók mjög á hróður og álit erlendis á íslenzkum íþróttamönnum. Þetta hefur líka orðið til þess að tekið er meira tillit til íslenzkra íþróttaleiðtoga en ver- ið hefur og er fundur sá sem staðið hefur yfir hér með full- trúum frjálsíþróttasambanda Norðurlanda einn vottur þess. Er það líka útaf fyrir sig merkisviðburður, því þetta er fyrsti fundur erlendra íþrótta- ieiðtoga hér, um sameiginleg íþróttamál. Þess má líka geta að þessir fundir ganga frá i höfuðdráttum, samstarfi því sem verður á næsta ári milli Norðuriandanna í frjálsum í- þróttum. Má sjá það á skrif- um erlendra blaða að það er beðið með nokkurri eftirvænt- Verður áhöínum íslenzkra skipa booin þátttaka í knattspyrnukeppni skipa? , í vaxandi mæli hafa íþróttir rutt sér til rúms meðal sigl- ingamanna í flota þjóðanna. Er þessi hreyfing mjög öflug orðin á Norðurlöndum; t. d. í Nor- •egi eru nú talin vera skipulögð knattspyrnulið á 650 skipum sem sigla á öllum höfum heims. Þessi starfsemi þjóðanna hefur leitt til þess að samstarf er komið á um keppni milli skipa .sem oft hittast í höfn og hef- ur sú keppni undanfarin ár ver- ið ört vaxandi. í norrænum blöðum var þess nýlega getið að í ráði væri að bjóða íslandi þátttöku í þessari íþróttasam- vinnu. Má gera ráð fyrir að skipverjar á Cullfossi hafi vak- ið athygli fyrir sigursæla keppni undanfarið. Er gaman til þess að vita að íslenzkir sjómenn skuli eiga von í því að taka þátt í þessari alþjóðasamvinnu um- iþróttastarfsemi skipshafna. ingu eftir þeim samþykktum sem gerðar voru hér. Bezti árangur í Evrópu í ár I áframhaldi af því sem hér hefur verið sagt og þar sem allri frjálsíþróttakeppni hér í álfu er að verða lokið, (þó er ekki vitað þegar þetta er rit- að hvernig viðureign þeirra Strandli frá Noregi og Ungverj- ans Nemeth í sleggjukasti sem frarn fór í Ungverjalandi í fyrradag, hefur lokið). — Má segja frá því að Rússar eiga fyrstu menn í 6 hinum svo- nefndu olympísku greinum. — Þjóðverjar eru næstir með 5, en íþróttamenn beggja þessara ríkja hafa sýnt miklar fram- farir síðustu árin. Rússland er efst Evrópulandanna líka hvað snertir samanlagðar allar grein- ar miðað við stigareikning 10-9 8 o. s. frv. og koma Svíar' í annað sæti en Þjóðverjar í 3. Þess má geta að Þjóðverjar hafa sett 7 ný met sem talar sínu máli því árangur þeirra fyrir stríðið var þegar orðinn Það vakti mikla athygli er fréttin um það barst um fyrri helgi að Danmörk hefði unnið Svíþjóð í knattspyrnu með 3 gegn 1. Er 22 mín. voru af leik gerði Paul Rasmussen fyrsta markið og 13 mín. síðar gerði Lundberg annað og fáum mín- útum síðar gerir Staalgaard það þriðja. Svíar léku mjög vel úti á vellinum og byggðu hvert áhlaupið eftir annað vel upp en er á vítateig kom rann allt út í sandinn. Danska vörnin lék vel; bakverðirnir Paul Peter- sen og K. Bastrup-Birk eyði- lögðu margt áhlaupið fyrir Sví- um og Edvin Hánsen miðfram- vörðurinn sem var bezti maður varnarinnar. Mark Svía kom rétt eftir miðjan síðari hálf- leik. Eftir gangi leiksins er þessi sigur Dana talinn of mikill, við það bætist að blöðin teija að Lunaberg markmaður hefði átt að verja tvö síð- ustu mörkin. Noregur vaim í sumar en Svíar fjögurra 'ára keþþniná. Þessi leikur Dana og Svía var síðasti leikur ársins í keppn- inni milli Norðurlandanna fjög- urra í knattspyrnu, og varð Noregur efstur í ár. Einstakir leikir í þessari keppni í sumar hafa farið þannig: Finnland-Noregur 1:1 Svíþjóð-Finnland 1:0 Noregur-Danmörk 2:0 Danmörk-Finnland 1:0 Noregur-Syíþjóð 4:3 Danmörk->Svíþjóð 3:1 1 Noregur 3-2-1-0 — 7:4 — 5 ■2 Danm. 3-2-0-0 — 4:3 — 4 3 Svíþjóð 3-0-1-2 — 5:7 — 2 4 Finnl. 3-0-1-2 — 1:2 — 1 Keppni þessara landa stend- Bezti árangur í Evrópu í ein- stökum greinum hefur orðið sem hér segir: 100 m Soukharen Rússl. 10,3 200 — Kraus Þýzkaland 21,1 400 — Geister Þýzkal. 47,2 800 -— Cleve Þýzkal. 1,50,0 1500 — Landquist Svíþ. 3,44,8 3000 — Albertsson Svíþ. 8,13,4 5000 — Reiff Belgía 14,10,8 10000 m Zatopek Tékk. 29,29,8 110 m grind. Boulantekik Rússl. 14,3 400 m grind. Litvjev Rúsl. 51,7 3000 m hindr. Kasensev Rússland 8,49,8 Langstökk Visser Hol. 7,48 Hástökk Damitio Frakkl. og Svensson og Ljungkvist Sví- þjóð 2,00 Þríst. Hiltunen Finnl. 15,24 Stang.st. Denisenko Rússl. 4,37 Kúluvarp Lipp Rússland 16,98 Kringla Consolino Italía 54,19 Spjótk. Nikkinen Finnl. 75,92 Sleggja Storch Þýzkaland 58,89 Tugþr. Henrich Frakkl. 7476 st. 4x100 Bretland 41;2 4x400 Þýzkaland 3,10,8 ur í f jögur ár um hvern bikar og lítur endanleg leikjatala, mörk og stig þannig út: Svíþj. 12-7-2-3 — 36:21 — 16 Danm. 12-7-0-5 — 19:15 — 14 Nor. 12-5-3-4 — 23:24 — 13 Finnl. 12-1-3-8 — 11:29 — 5 Jafnari keppni en nokkru sinni fyrr Sennilega hefur þessi keppni orðið jafnari en nokkru sinni áður í sögu landanna. Það hef- ur vakið mikla athygli hve Finnar hafa staðið sig vel í ár; gerðu jafntefli við Norð- menn. Töpuðu með einu marki gegn Danmörku en voru taldir af flestum blöðum betri en Dan- ir sem þá voru nýbúnir að tapa fyrir Norðmönnum. Það tap var að því er virtist í dönskum blöðum reiðarslag fyrir danska knattspyrnu, og þessi frammi- staða við Fiiina var því ekki til að bjarga trúnni á hana. Sig- urinn yfir Svíum var því kær- kominn og lið þeirra lék betur en nokkru sinni í haust. Það er ekki laust við að Svíar horfi með nokkrum ugg til þess hvernig takist fyrir þá a'ð verja Olyrnpíutitilinn næsta ár. Þeir hafa nú leikið 7 landsleiki í ár og unnið aðeins 2 af þeim. Þess- ir leikir. eru: Svíþjóð-Tyrkland 3:1 — -Spánn 0:0 — -Island 3:4 — -Júgóslavía 1:2 — -Finnland 3:2 — -Norégur 3:4 — -Danmörk 1:3 Þeir eiga nú eftir að keppa við ítalíu og Tyrkland í haust og fara þeir leikir fram í við- komandi löndum og eru Svíarn- ir ekki bjartsýnir á þá leiki. mjög góður. Damnörk vann Svíþjóð 3:1 ÁVARP fil þi óSari nna r ISLENDINGAR hafa jafnan brugðist vel við, þegar til þeirra hefur verið leitað vegna neyð- arástands einhveri-a. Áfengisaldan flæðir um byggðir og bæi landsins og veldur viða neyðarástandi á meðal manna. Sökum ölvunar vérðá hér og þar dauðaslys á götum og vegum iandsins, menn drukkna í höfnunum, finnast liggjandi dánir hér og þar, detta i hús- um inni eða úti og bíða bana af, sjálfsmorð' eru mörg, sök- um öivunar og óreglu, margir missa heilsu, stöðu og eignir, allskonar lagabrot og glæþir eru framdir af ölvuðum mönn- um, skemmtunum og mann- funduc.. er hleypt upp af drukknum óspekktalýð, og mörg eru þau vandræði, sem áfengisneyzlan skapar. Konur og börn, fore’drar og aðrir ástvinii' standa ráðþrota gagn- vart afleiðingum drykkjuskap- arins, sem er nú orðinn geig- væniegt þjóðarböl. — Allir iandsmenn' kannast við þetta hörm ungarástand. Ef til vill sýnir þó ekkert betur, hvilík hyldýpis vanvirða þetta er, en sú staðreynd, að nú eru margar mæður á lslandi, sem viidu mik’u fremur fylgja drengjunum sinum til grafar, en Hor'a upp á eymd þeirra og niðuriægingu, og vita það þó allir menn, að flestar mæður elska börnin sín svo, að þær vilja öllu fyrir þau fórna, og jaínvel lífinu, til þess að sjá þeim borgið og geta vai-ðveitt líf þeirra og heilsu. Samt kjósa þær dauða barna sinna fremur en eymd áfengisneyzlunnaú, svo hatramt er slíkt böl. Gegn þessu ófremdarástandi verður þjóðin öll að rísa og hrista af sér slíka vanvirðu, og finna hjálpráð handa þeim mörgu, sem hjálparþurfa eru. Gera verður þær skilyrðis- lausu kröfur til ríkisstjórnar- innar: 1 Að áfengis’öggjöfinni sé stranglega og undanbragða- láust framfylgt, og þar með tekið fyrir öll ólögleg vín- veitingaleyfi. 2 Að lögum um meðferð ölv- aðra manna og áfengissjúk- linga sé framfylgt, hjálpar- stöð sé komið upp í Reykja- vík, og starfi við hana lækn- ar og sérstakir starfsmenn ríkis og bæjar, er leiðbeini og aðstoði þá menn, sem læknishjálparinnar njóta. — Riki og bsér komi tafarlaust upp drykkjumannahælum, samkvæmt áfengislöggjöf- inni, og samkomulagi þeirra á milli, svo að hjálparstöð in geti vistað þá menn á réttum stað. er læknar telja að þurfi hælisvistar. 3 Að fræðsiustarfsemi um skaðsemi áfengisneyzlunnar sé aukin í öllum skólum og menntastofnunum landsins, og auknir og efldir þeir kraftar, er að bindindismái- um vinna. . Vér skorum á alla landsmenn aö snúast heilhuga til varnar gegn voða áfengisneyzlunnar, Lánslfáskieppan Framhald af 8. síðu. haldið fram að í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar felist fram- kvæmd á stefnu sem miði til hagsbóta fyrir þjóðarheildina. Það væri verstu öfugmæli. Láns fjárkreppustefna Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar væri stórhættuleg illlu atvinnu- og fjármálalífi landsins. Ræðan var flutt í umræðun- um um rannsókn á störfum Bejamíns Eiríkssonar en þær urðu að snarpri ádeilu á .láns- fjárkreppu ríkisstjórnarinnar. Stjórnarliðið kaus sér þann’kost að reyna að láta skömmustu- lega 'þögn hylja hve varnar- laust það stendur uppi í þessum málum. áður en til enn frékari vand- ræða kemur. Vér heitum á ö!l félagssamtök manna og alla drengskaparmenn á meðal þjóðarmnar, að taka höndum saman um öfluga og markvissa sókn gegn áfengisneyzlu og á- fengissölu, unz hvorutveggja vérður algerlega útrýmt úr landinu. Vér krefjumst þess og, aS fram fari þjóðaratkvæði um stérka áfenga ölið, ef til máis skyidi koma að leyfa fram- leiðslu þess. Þjóðin í heild, ríkisstjórn og Alþingi, ber heilög skylda til þess, að vernda heill og Kag þjóðarinnar, og hvers einstalts þjóðfélagsþegns, fyrir skemrnd- arverkum áfengisneyzlunnar. Æs.V.ulýðurinn og heimilin eru í voða, atvinnu’.íf þjóðarinnar bíður stórtjón, almennu sið- ferði hrakar og fjöldi manna sekkur niður i það eymdará- stand, sem ekki er hægt að láta afskiptalaust. Þjóðin leyfir erin áfengissöluna, og henni bér siðferðiieg skvlda til þess ■ að binda um sárin, að draga úr eymd þeirra, sem verst fara, og að hefja i alla staði öí'lugt viðreisr.ar- og áfengisvarna- starf. Neyð vesalinganna, sem orð- ið hafa áféngisnéyz’unni . áð bráð, sorg og tár aðstandend- anna, og hætta þjóðarinnar, hrópar til alira landsmanna og særir þá við drengskap þeirra, að hefjast nú handa, samtaka og samstilltir til úr- bóta þessu alvarlega vandmáli. Talið um áfengismáiin við vini ykkar og kunningja, beitið áhrifum yðar til þess, að áfeng- isneyz’an fari minnkandi, forð- ist að neyta áfengis og veita áfengi, og takið ekki þátt í samkvæmum, þar sem áfengi er haft um hönd. Vinnið að því að skapa það almenningsálit í landinu, er telur það ekki vél- sæmi að hafa um hönd áfengi. Með þessu verður allt áfengi gert útlægt úr landinu, fyrr en varir. Það skal skýrt tekið fram, að þau samtök bindindismanna, sem undirritaðir standa að, vilja í öllu samstarfa, sem allra bezt þau geta, bæði ríki og bæjum til lausnar þessu vanda- máli. Reykjavík, í október 1951. Stórstúka tslands Kristinn Stefánsson Björn Magnússon i ' ,i Þingstúdka Reykjavíkur ! Einar Björnsson l Kristinn Vilhjálmsson i I Umdæmisstúka Vesturlands ’ Ingimundur Á. Stefánsson Áfengisvarnanefnd kvenna í ■ Reykjavík og Hafnarfirði I Viktoría Bjarnadóttir Guðlaug Narfadóttir . Umdæmisstúka Suðurlands Sverrir Jónsson Guðgeir Jónsson i Umdæmisstúka Norðurlands ■ Eiríkur Sigurðsson Samvinnunefnd bindindismannaí Pétur Sigurðsson Ingimar Jóhannsson Áfengisvarnanefnd Reykjavíkuí Þorsteinn J. Sigurðsson Gís'i Sigurbjötnsson liggur leiðin [

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.