Þjóðviljinn - 30.10.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.10.1951, Blaðsíða 6
6)- — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. október 1951 25. DAGUR „Nei, ónei, þú þyrftir ekki að vihna nema á einn hátt,“ sagði Ratterer. Þjónninn bar Rínarvínið fyrir Clyde og hann dreypti á því iim leið og hann hlustaði 'agndofa, hrifinn og heillaður, og þegar hann fann að bragðið var milt og þægilegt þá tæmdi hann glasið undir eins. Og þó var hann svo annars hugar, að hann gerði sér varla ljóst að hann var búinn úr glasinu. „Þetta er við þitt hæfi,“ sagði Kinsella vingjarnlega. „Þér hlýtur að finnast þetta gott.“ „Já, þetta er ekki svo afleitt," sagði Clyde. Þegar Hegglund sá hvað Clyde var fijótur að torga þessu og fann hvað hann var óreyndur og óframfærinn og þyrfti á upp- fyllingu að halda, kallaði hann á þjóninn: ,,Halló, Jerrý! Annað svona glas, Og hafðu það vel fullt,“ hvíslaði hann. Og kvöldverðurinn hélt áfram. Og klukkan var næstum ellefu áður en umtalsefnin voru þrotin — sögur af gömlum ástarævin- týrum, gömlum afrekum og dáðum. Og á meðan hafði Clyde haft gott tóm til að gera athuganir á þessum félögum sínum —; og honum var nær að halda að hann væri alls ekki eins óreyndur og þeir héldu, eða að minnsta kosti eins vel gefinn og flestir þeirra — klárari í kollinum. Því að hverjir voru þeir og hver voru markmið þeirra? Hann gat séð að Hegghmd var hávær og hégómlegur — það þurfti ekki annað en skjalla hann lítið eitt til að hafa hann góðan. Og Higby og Kinsella, ágætir og aðlað- andi strákar, stærðu sig af ýmsu sem honum sjálfum dytti aldrei í hug að hafa orð á — Higby vissi dálítið um bíla — frændi hans liafði bílaverkstæði — Kinsella var leikinn í fjárhættuspili og teningskasti. Og hann gat ekki betur séð en Ratterer og Shiel væru fýllilega ánægðir með það að vera vikapiltar á hóteli — þeir hugsuðu ekki lengra fram í tímann — en sjálfur ætlaði hann sér annað og meira en það. Og samtímis var hann dálítið hugsandi yfír þvi, að bráðlega færu þeir á stað, sem hann hefði aldrei þorað á fyrr, til þess að gera ýmislegt, sem honum hefði aldrei dottið í hug að hann ætti eftir að gera á þennan hátt. Ætti hann ekki að draga sig í hlé, þegar þeir kæmu út fyrir, eða laumast burt frá þeim á leiðinni? Það var langt síðan hann hafði heyrt, að á svona stöð- um væri hægt að smitast af hinum hræðilegustu sjúkdómum — og menn dæu síðar í eymd og volæði vegna afleiðinga þessara lasta. Hann heyrði í anda prédikanir móður sinnar um þetta — og þó hafði hún víst heldur litla þekkingu á sliku. En á hinn bóginn sátu félagar hans hérna og virtust hreint elckert órólegir yfir því sem til stóð. Þvert á móti, þeir voru fjörugir og léku á alls oddi. Og Ratterer, sem var mjög hrifinn af Clyde þessa stundina, a f því að hann hlustaði svo gaumgæfilega og spurði af svo mikl- um áhuga, hnippti í hann í sífellu og spurði hlægjandi: „Hvernig lizt þér á, Clyde? Ætlarðu að láta vigja þig í kvöld?“ og svo brosti hann glaðklakkalega. Og þegar hann sá að Clyde var hljóður og hugsandi: „Þær bíta þig bara, blessaður.“ Og Hégglund smitaðist af Ratterer og hætti um stund að segja. frá sínum eigin afreksverkum og sagði: „Þú getur ekki verið ósnortinn alla tíð. Það er engínn. En við skulum hjálpa þér ef eitthvað bjátar á.“ Og Clyde hreytti úr sér í gremju sinni: : Æ, hættið þið þessu. Verið þið ekki að þessu glensi. Þurfið þið endilega að vera að auglýsa hvað þið vitið miklu meira en ég?“ Og Ratterer deplaði augunum framan í Hegglund, svo að hann hætti, og hvíslaði að Clyde: „Svona karlinr., taktu þetta ekki svona hátíðlega. Þú veizt að við erum bara að gera að gamni okkar.“ Og Clyde sem mat Ratterer mikils, iðraðist ofsa síns og gramdist að hugsanir hans skyldu vera svona auðíesnar. Og loks klukkan ellefu voru þeir búnir að fá nægju sína af viðræðum, mat og drykk og voru ferðhúnir með Hegglund í broddi fylkingar. Og í stað þess að fyllast hátíðleik, sjálfsgagn- rýni og sjálfsásökunum vegna þessa leyndardómsfulla leiðang- urs, þá hlógu þeir og töluðu eins og ekkert biði þeirra annað en unaðsleg skemmtun. Og Clyde til mikillar gremju og hneyksl- unar, fóru þeir jafnvel að rifja upp önnur ævintýri á þessum vettvangi •—• einkum var eitt sem vakti kátínu þeirra og það virtist einmitt hafa gerzt í „kassa“ sem þeir höfðu einu sinni gist — stað sem þeir kölluðu hjá Rettínu. Svalur náungi, „Pinký- Jones að nafni, sem vann á öðru hóteli í borginni hafði vísað þeim á þennan stað. Og þessi piltur, annar sem hét Birmingham óg Hegglund, sem var orðinn dauðadrukkinn, höfðu gert ótta- legt uppistand, svo að minnstu munaði að þeir væru teknir fastir —oOo— —óQc-— ——oOo— —oOo— •—dOo-— —-oOo— —oOo— BARNASAGAN Sagan af Líneik og Larfey 6. DAGUR kínum, Sigurði og Líneik, enda komu þau ekki á hennar íund, heldur héldu til í skemmunni nætur og daga. Ekki mjög löngu eftir að drottning hafði tek- ið við ríkisstiórn með manni sínum, veroa menn þess varir, að hirðmenn hverfa, einn og einn, og veit enginn, hvað af þei mverður. Gefur kónógur þessu engan gaum} en tekur sér nýja hirðmenn; fer svo fram um hríð. Einhverju sinni kemur drottning að máli við kóng og segir, að honum muni mál að heimta saman skatta af ríki sínu. „Mun ég gæta ríkis meðan þú ert burtu," segir hún. Kóngur varð fár við, en þorði þó varla annað en hlýða drottningu sinni; svo var hún þá orðin ráðrík og ill viðskiptis. Býr nú kóngur ferð sína úr landi á fáeinum skipum og er mjög dapur í bragði, en þegar hann er albú- inn, gengur hann í skemmu barna sinna, og heilsar hann þeim, en þau taka honum blíðlega. Hann varpar öndinni mæðilega og segir: „Ef svo íer, að ég komi ekki aítur úr ferð þessari, grunar mig, að ykkur muni hér ekki lengi vært; vil ég svo íyrir Fræðslufundur Félag járniSnaðarniaima, Félag bifvélavirkja og Félag blikksmiSa halda sameiginlegan fræðslufund. í Listamanna- skálanuni, miSvikudaginn 31. okt. kl. 20,30. Félögin bjóöa ekki aöeins meölimum sínum á fund þennan, heldur og öllum þeim er starfa í msifndum iöngreinum. STJÓRNIR FÉLAGANNA. Björn Ólafsson .. . Framhald af 1. síðu. hefði ekki getað fundið nokkra þá lagagrein, sem heimili slíkar ráðstafanir. Hann virtist ekki einu sinni geta haft það eftir sem þessir lögfræðingar hans liafi talið honum trú um. Veit ekki hvað er í reglu- gerðinni! Þá fullyrti Björn Óiafsson að hvergi væri í reglugerðinni um bátaútvegsgjaldeyrinn minnzt á 20—50% álagningu. Einar las fyrir hann þá grein reglugerðarinnar sem um þetta fjallar, og taldi hart að ráð- herrann virtist varla hafa le3- ið reglugerðina, sem fjaliaði hó ekki um neitt smámál. Hvorki ráðherrar né aðrir stjórnarliðar treystust til að andmæla hinni sterku ádeiíu sem fram kom í ræðum þeirra Einars og Lúðváks. Var umræðu lokið, en atkvgr. frestað SkjaMbrei® til Skagaf jarðar- og Eyjafjarð- arhafna hinn 1. nóvember. Tek- ið k móti flutningi til Sauðár- króks, Hofsós, Haganesvíkur, Ölafsfjarðar og Dalvíkur í dag. Farseðlar seldir á morgun. til Króksfjarðarness á morgun. Vörumótttaka í dag. austur um land til Siglufjarðar 2. nóvember. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðár, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakíkafjárðar og Flateýjar á Skjálfanda í dag og á morgun. Farssðlar seldir á fimmtudag. Hekla vestur um land í hringferð hinn 3. nóv. Tekið á móti flutningi til Vestfjarðahafna, Siglufjarð- ar, Akureyrar, Húsavíkur, Kópa skers, Raufarhafnar og Þórs- hafnar á morgun og fimmtudag. Farseðlar seldir á fimmtudag. Armann Tekið á móti flutningi til Vestmánnaeyja daglega. U p p b o ð Eftir kröfu tollstjórans í Reýkjavík verða bifréiðirnar R-539, R-2282 og R-2311 seldar á nauðungaruppboði, sem haldið verður á bifreiða verkstæðinu Drekinn í Blönduhlíð við Laufásveg hér í bænum, fmmtudaginn 1. nóv. n.k. kl. 2 e.h. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Eeykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.