Þjóðviljinn - 06.11.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.11.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3- >######»#■#########»##»#########################» íÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRlMANN HELGASON »############################### Þing frjálsíþróttasambands Norðurlanda Þing frjálsíþróttasambands Norðurlanda var haldið í Reyk- javík dagana 26.—27. okt. s. 1. Fundinn sátu fulltrúar frá öll- um Norðurlöndunum- Frá Dan- mörku Thor Dahl-Jensen, frá Finnlandi Lauri Miettinen og Erik Aström, frá Noregi Björn Benterud og frá Svíþjóð Tage Eriksson og Birger Bergvall. Af Islands hálfu sátu þingið stjórn og varastjórn Frjáls- íþróttasambandsins. Þá sat for- seti I.S.I. Benedikt G. Waage þingið sem heiðursgestur. Þingið var haldið í húsakynn um Frjálsíþróttasambandsins og var forseti þess valinn Tage Eriksson, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins, en rit arar voru Bragi Kristjánsson og Brynjólfur Ingólfsson. Fjölmörg mál voru rædd á þinginu og má af þeim nefna eftirfarandi: Meistaramót hinna fimm Norðurlanda verða 1952 haldin á sama tíma, þ. e. um helgina 23.—24. ágúst- Landskeppnir Nor'ðurland- anna innbyrðis voru ákveðnar sem hér segir: 1) Drengjalandskeppni Svía, Finna og Norðmanna fer fram 14.-—15. ágúst í Osló eða e. t. v. annarsstaðar í Noregi, 2) Landskeppni Dana og Norð- manna fer fram í Kaupmanna- höfn 28.—29. ágúst, 3) Kvenna landskeppni Dana, Finna og Svía fér fram í Kaupmanna- höfn 7. september, 4) Keppni Finna og Norðmanna í karla- og lcvennaflokki í Osló 13.—14- september. Ennfremur var tilkynnt á þinginu, að Svíar hefðu ákveð- ið landskeppni við Breta 4.—5. september í Stokkhólmi og við Þýzkaland í Dusseldorf 13.— 14. september og loks Finnar við Frakka í París 13.—14. september. Islendingar hafa enn ekki fengið neitt boð um lands- keppni og ekki treyst sér til að bjóða heim liði eða ráðast til utanfarar með landslið á sinn kostnað eins og 1950 og s. 1- sumar. Þá má einnig benda á, að vegna Olympíuleikanna á næsta sumri eru færri lands- keppnir ákveðnar en venjulega. Enn er þó ekki útilokað að Islendingar heyi landskeppni á næsta sumri. Samþykkt var, eftir tillögu Islendinga, að þingið sta'ðfesti hér eftir Norðurlandamet í ýmsum greinum karla og kvenna. Ennfremur, að fyrir næsta þing yrðu athugaðir möguleikar á að halda reglu- legt Norðurlandameistaramót í öllum venjulegum greinum ann- að hvort ár. Þá lá fyrir af hálfu Islands greinargerð og tillögur um sér- reglur um löglegan hámarks- meðvind í 200 m. hlaupi á beygju og um að hlaupa fyrri helming í 800 m. hlaupi á að- skildum brautum. Var samþykkt að senda laga- og leikreglunefnd Al- þjóðasambands frjálsíþrótta- manna (I.A.AF.) greinargerð Islands um fyrrnefnda atriðið en um hið síðarnefnda var á- kveðið að gera tilraunir, hver í sínu landi, með aðskildar brautir í 800 m. hlaupi fyrstu 200 til 400 metrana. Samþykkt var að hafa jafn- Framhald á 6. síðu. SAMBANDSRÁÐSFUNDUR I. S. I. S. 1. laugardag var fyrsti sambandsráðsfundur ISl, þess stjórnartímabils er hófst í júní í vor, en stjórn sambar.dsins er kosin til tveggja ára í senn. Fundurinn var haldinn í Fé- lagsheimili K.R. og voru mætt- ir flestallir þeir fulltrúar sem fundarsetu eiga- Forseti I.S.I. Ben. G. Waage setti fundinn og gaf skýrslu um störf framkv.- stjórnar frá því á aðalfundi. Þá gáfu formenn sérsambanda skýrslu. Þó hér væri aðeins um úrdrátt úr skýrslunum að ræða mátti sjá að starfið er margt og mikið aðhafst. Það kom líka fram að fjöldi verkefna biða alltaf óleyst. Miklar umræður urðu um styrlcveitingar til íþrótta- kennslu. Þá urðu og nokkrar umræður um skóla og þátttöku reglur og sérsamböndum falið að endurskoða þær fyrir n. k. áramót- Breyting gerð á Olym- píunefnd þannig áð fjölgað verður um 3 menn í framkv.- nefndinni og hlutu kosningu í haná: Helgi H. Einarsson Bragi Kristjánsson og Gísli Halldórs- son. Auk þess urðu fleiri breyt- ingar á nefndinni. SKJ tilnefndi nú Gísla Kristjánsson. Sund- sambandið tilnefndi: Erling Pálsson og er það í fyrsta sinn sem hið nýstofnaða sundsam-- band á fulltrúa í nefndinni. Framkvæmdastj. ISÍ . til- nefndi Þorgeir Sveinbjarnarson í stað Erlings sem nú er þar frá Sundsambandinu en var áð- ur frá Í.S-Í. Voru allir þessir menn sam- þykktir. Er Olympíunefnd Is- lands nú skipuð 12 fulltrúum. Næsti sambandsráðsfundur verður síðla vetrar. Finnland — Hoiiand 4:4 Um fyrri helgi kepptu Hol- land og Finnland í knattspyrnu og fóru leikar svo að jafntefli varð 4:4. Leikurinn fór frani. í Hollandi. I hálfleik var einn- ig jafnt 2:2:. Finnarnir voru. betri í sókn og vörn, sérstak- lega sýndu framherjarnir góð- an samleik og jákvæðan- Ryt- könen sýndi í leik þessum að hann er knattspyrnumaður á heimsmælikvarða. Þessi frammi staða Finnanna undirstrikar þá skoðun að þeir séu í hraðri framför sem knattspyrnuþjóð en henni hefur oft verið haldið fram í norrænum blö'ðum í sum- ar! en þeir stóðu sig betur í Norðurlandakeppninni í ár en: nokkru sinni fyrr. Seiidir Banmörk einn keppanda á vetrar-Olympíii” Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna í tilefni af Það lítur helzt út fyrir að Danmörk sendi einn keppanda á vetrarolympíuleikana. Olym- píunefndin danska telur það tilgangslaust að senda menn sém ekki hafá möguleika ti! að standa sig sæmilega. Sá eini sem hefur verið talinn nógu góð ur er Per Cock-Clausen nor- rænn meistari í listhlaupi. • — Skautasamband Danmerkur hef ur óskað eftir að senda 3 kepp endur en fullyrt er að Olympíu- nefndin muni neita. Einn þess- ara manna Háns Jörgen Paul- sen ætlar í Alpana eftir nýjár og æfa þar. Standi hann sig vel í keppni þar syðra er þó ckki talið útilokað að hann verði sendur líka til Osló. u u russnesku verkalýðsbyltingárinnar heldur MÍR minningarhátíð í Iðnó miðvikudaginn 7. nóvember klukkan 8,30 e.h. 1. Árni Jónsson og Vigfús Helgason leika á trompeta þrjú íslenzk þjóölög. 2. Björn Þorsteinsson magister flytur ræöu. 3. Nína Fedotova: Eitileikur á píanó. 4. Natasja Itamanjúk (4 ára) dansar. 5. Vera Spiridonova og Nina Fedotova syngja rússnesk þjóölög. 6. Hanna Bjárnadóttir syngur íslenzk lög meö undir- leik Jóns Ásgeirssonar. 7. Vera Spiridonova dansar. 8. Nina Fedotova syngur rússnesk þjóðlög og; leikur undir á harmoniku. 9. Fjöldasöngur. 10. Dans. Aögöngumiðar fást í Bókabúö KRON, Bókabúö Máls og menningar og í skrifstofu MÍR (kl. 5—7). tn Sljórn MÍB t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.