Þjóðviljinn - 06.11.1951, Side 6

Þjóðviljinn - 06.11.1951, Side 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. nóvember 1951 30. DAGUR hæðnislega. ,,Ég hélt að það væri lífsins ómögulegt að koma ykkur út nema þið óskuðu þess sjálfar. Setjizt þið niður og spilið á fóninn eða gerið það sem ykkur sýnist. Maturinn er að verða til og Louisa hlýtur að koma á hverri stundu.“ Hann fór aftur inn í borðstofuna, og þegar hann var búinn að ikynna Clyde fyrir þeim, tók hann aftur -upp blaðiðð sem hann hafði verið að lesa í. En augnaráð og svipbrigði stúlknanna höfðu þau áhrif á Clyde að honum fannst hann vera kominn út á úthaf í opnum bát. „Æ, vertu ekki að tala um mat,“ hrópaði Gréte Miller, sem var að virða Clyde rólega fyrir sér, eins og til að athuga, hvort það væri ómaksins vert að daðra við hann og árangurinn virtist jákvæður. „Ég má ekki hugsa um allan þann ís, tertur, lagkökur og snittur sem við ætlum að borða í kvöld. Við ætluðum einmitt að vara Louisu við að borða of mikið. Kittie Keane heldur af- mælisveizlu í Ikvdld, Tom, og hún gefur afmælistertu og hvað eina. Ætlar þú ekki að koma á eftir?“ sagði hún að síðustu og datt í hug um leið, að Clyae gæti ef til vill komið líka. „Ekki hef ég hugsað már það,“ sagðf Ratterer rólega. „Við Clyde vorum að hugsa um að fara á kabarett eftir matinn." „En hvað það var leiðinlegt," tók Hortense Briggs til máls, aðallega til að vekja athygli á sjálfri sér og skyggja á Grétu. Hún stóð enn fyrir framan spegilinn, en nú snéri hún sér við og sendi öllum hrífandi bros, einkum Clyde, sem hún taldi víst að vinkonan væri að reyna að ánetja. „Þér væri nær að koma þangað o*g darisa. Það væri skynsamlegra." „Þið hugsið aldrei um annað en dans — þið og Louisa," svaraði Ratterer. „Það er alveg dæmalaust að þið sikulið aldrei þurfa að hvíla ykkur. Ég er á þönum allan daginn og mér finnst ágætt að sitja einstöku sinnum." Hann var stundum afar hvers- dagslegur. „Ó, talaðu ekki um að setjast niður,“ sagði Gréta Miller og brosti um leið og hún sveiflaði vinstra fætinum til eins og hún væri á dansgólfi. „Það eru eilíf geim hjá okkur þessa viku. Ham- ingjan sanna.“ Hún lyfti brúnum og spennti greipar á hrífandi hátt. „Það er hræðilegt hvað við þurfum að dansa mikið í vetur, er það ekki, Hortense? Fimmtudags- og föstudagskvöld, laugar- dags- og sunnudagskvöld." Hún taldi á fingrunum. „Almáttugur. Það er alveg agalegt.“ Hún brosti til Clyde eins og hún væri að leita sarrlúðar hjá honum. „Gettu hvar við vorum um daginn, Tom. Louisa, Ralph Thorpe, Hortense og Bert Gettler, ég og Villi Bassick — hjá Pegrain í Webster Avenue. Þar var nú hópur í lagi. Sam Shaffer og Tillie Burns voru þar. Og við döns- uðum til klukkan fjögur um morguninn. Ég var alveg að verða lappalaus. Ég hef aldrei verið eins þreytt á ævi minni.“ „Almáttugur,“ greip Hortense fram í og teygði úr handleggj- unum með hrífandi látbragði. „Ég gat varla unnið • handtak næsta morgun. Ég sá viðskiptavinina eins og í þoku. Og mamma var alveg snar. Jesús Pétur. Hún er ekki búin að jafna sig enn. Henni stendur á sama um laugardaga og sunnudaga; en þessir virku dagar, þegar ég á að fara á fætur klukkan sjö — þá sýður á henni.“ „Ég get vel skilið hana,“ sagði frú Ratterer, sem kom inn rétt í þessu með kartöflur í skál og brauð. „Þið verðið vei'kar báðar tvær, og Louisa líka ef þið hvílið ykkur aldrei. Ég er alltaf að segja henni, að hún geti misst atvinnuna ef hún sofi ekki meira en þetta. En henni stendur rétt á sama hvað cg segi, og svona er Tom líka.“ „Æ, mamma, þú getur ekki ætlazt til að maður í minni stöðu komi alltaf snemma heim,“ sagði Ratterer. Og Hortense Briggs bætti við: „Almáttugur, ég mundi deyja ef ég þyrfti að vera heima eitt einasta kvöld. Maður verður að skemmta sér dálítið, þegar maður vinnur allan daginn.“ | En hvað allt er auðvelt hér, liugsaði Clyde. Hvílíkt frelsi og i lileypidómaleysi. Og þessar stúlkur voru svo hressilegar og f jör- legar í fasi. Og foreldrum þeirra virtist standa alveg á sama. Ef hann gæti eignast vinkonu á borð við þessa Hortense, með svona nettan, nautnalegan munn og glampandi, hilrkuleg augu. i „Snemma í rúmið tvisvar í viku, það er nóg handa mér,“ sagði Gréta Miller glettnislega. „Pabbi heldur að ég sé gengin af göflunum, en ég hefði illt af að sofa meira.“ Hún hló stríðnis- lega og Clyde varð heillaður þrátt fyrir óheflaða framkomu hennar. Þetta var æska, fjör, frelsi og lífsgleði. 1 þessum svifum opnuðust útidyrnar og Louisa Ratterer kom inn. Hún var meðalhá, grönn og spengileg í rauðbryddaðri yfir- höfn og með mjúkan, bláan flókahatt. Hún líktist ekki bróður sírium, hún var röskleg og liðleg og alveg eins snotur og hinar stúlkurnar. „Hvað sé ég,“ hrópaði hún. „Þið hafið ætlað að grípa mig glóðvolga. Já, ég tafðist í ikvöld út af einhverju klúðri í sölu- bókinni minni. Og ég varð að fara upp til gjaldkerans. En þétta var alls ekki mér að kenna, Þeir lásu bara vitlaust úr skriftinni minni.“ Um leið tók hún eftir Clyde og sagði: „Þetta er áreiðan- lega herra Griffiths. Tom hefur talað svo mikið um yður. Ég Skil ekkert í að hann skyldi ekki hafa komið með yður fyrr.“ Og Clyde gekkst mjög upp við þetta og tautaði eitthvað um að hann vildi óska að hann hefði gert það. En þegar stúlkurnár tvær voru búnar að tala við Louisu frammi í svefnherberginu, komu þær inn aftur og eftir ítrekaðar -—oOo— -—oOc-oOo—- —oOo— -—oOo—- —oOo—- —oOo— BARNASAGAN Sagan af Líneik og Laufey 11. DAGUR En svo fær Sigurður talið um fyrir Líneik, að hún fer út úr trénu og sezt að saumum með Laufey. Ljúka þær nú við fyrsta klæðnaðinn, og er Laufey næsta glöð yfir, hvað hann er vandaður og vel gerður. Fer þá Líneik inn í tréð aftur, en Laufey færir kóngssyni klæðnaðinn; hann lítur á og mælti: ,,Aldrei hef ég séð jafngóð klæði og vel gjör sem þessi, og far þú nú til með rauðu klæðin, og lát þau vera að því skapi betur gerð en þessi sem efnið er kostulegra.” Fer nú Laufey aftur til her- bergisins sezt niður og fer að gráta. Sigurður kóngs- son kallar þá til systur sinnar hinum sömu orðum og fyrr og segir: „Líneik systir! Laufey grætur. Bættu um borða, ef betur þér lætur.“ En hún svarar: „Manstu ekki fjalliö háva, brekkuna bröttu og bálið undir.“ En svo fór sem fyrri, að Líneik fer úr trénu og sezt að saumum. Gerir hún nú þessi klæðin miklu vandlegar en hin; voru þau öll gulli saumuð og sett gimsteinum, og þegar þeim var lokið, fær hún Laufey klæðin og segir, að hún skuli færa kóngs- syni þau, en fer sjálf inn í tréð. M A V f Ð íþróttaþingið Framhald af 3. síðu. an ljósmyndara við hendina til að ljósmynda endaspretti í öll- um hlaupum í landskeppnum á Norðui’löndum. Um stigareikning í lands- keppnum og aldursákvæðum drengja urðu miklar umræður og var hvorutveggja vísað til hinna einstöku sambanda til frekari athugunar. Ákveðið að skiptast á uppiýsingum um mál ið og taka það síðan til endan- legrar afgreiðslu á næsta þingi. Breytingar þær, sem Alþjóða- sambandið hefur nýlega gefið út, voru mikið ræddar og hin. nýja stigatafla. Var ákveðið að óska nánari skýringa á hvort- tveggju atriðinu og nýja tafl- an gagnrýnd harðlega af ts- iendingum og Norömanninum. Lauri Miettinen svaraði fyrir- spurnum um framkvæmd hinna væntanlegu Olyriipíuleika í Helsinki, en hann og Erik Áström eru í framkvæmda- nefnd leikann'a. Kvað Miettinan opinberan árangur allra kepp- enda verða gefinn upp, hvar sem þeir yrðu í röðinni í mark. Gaf hann einnig skýringar á verði aðgöngumiða og uppi- haldskostnaði, sem fulltrúum þótti allhár- Þá var samþykkt að taka nu þegar upp samninga við Banda ríkjamenn um aöra keppni Norð urlandanna gegn USA, sem fara skyldi fram í Bandaríkjunum 1953. Áhugamánnareglurnar voru nokkuð ræddar og var sam- þykkt, að Norðurlöndin stæðu saman um svipaða afstöðu og undanfarið. Þá var samþykkt að vinna að því, að þing I.A.A.F. yrði haldið fyrir Olympíuleikana í Helsinki, en ekki eftir leikana, eins og undanfarið. Loks var samþykkt, að næsta Norðurlandaþing yrði haldið í Osló. Á meðan hinir erlendu full- trúar dvöldu hér, en þeir flugu utan með Gullfaxa s. 1. þriðju- dag, sátu þeir hóf hjá eftirfar- andi aðilum: Stjórn F-R.í., framkvæmda,- stjórn t.S.t, Olympíunefnd, í- þróttanefnd rikisins, Bæjar- stjórn Hafnarf jarðar, FrjálS" íþróttaráði Reykjavikur og í- þróttafélagi Reykjavíkur. S. 1. mánudag hafði Men ita- málaráðherra boð fyrir fulltrúa og nokkra aðra gesti í ráð- herrabústaðnum. Þá bauð Reykjavíkurbær þingfulltrúum til hringferðar austur fyrir fjall en Norrænafélagið í Þjóðleikhúsið. Loks sýndi í- þróttanefnd ríkisins fulltrúum helztu íþróttamannvirki í Reykjavík og í sambandi við það fluttu þeir Gísli Halldórs- son, arkitekt og Þorsteinn Ein- arsson, iþróttafulltrúi erindi. Stjórn Frjálsíþróttasambands Islands hafði allan veg og vanda af móttökum lrinna er- lcndu fulltrúa og þinghaldinu. 1 stjórninni eiga nú sæti:* Garð- ar S. Gíslason, formaður, Jó- hánii Bernhard, Bragi Krist- jánsson, Qunnar Vagnssoon og Brynjólfur Ingólfsson. í vara- stjórn eru: Jón Guðmundsson á Reykjum, Skúli Guðmunds- son og Stefán Sörensson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.