Þjóðviljinn - 14.11.1951, Qupperneq 3
Miðvikudagur 14. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
VEGNA ATVINNULEYSIS
FJfögurra niaaina iiefstd frá bæ|arsi|órn Sigluffartfar ræáir \i& rlkis-
sÉjérnlita nni írysíifiás, togara og starfrækslu tuiinuverksmiðjunnar
Fjögurra manna nefnd frá öllum flokkum bæjarstjórnar
Sigluf jarðar hefur dvalið hér í bænum undanfarið og rætt við
ríkisstjórnina um ráðstafanir til endurreisnar atvinnulífsins á
Siglufirði. Fyrir síðustu lielgi ræddi hún við blaðamenn og veitti
þeim eftirfarandi upplýsingar:
HVERNIG VAR SUMARIÐ ?
Veðrátta var sæmileg í sum-
ar, en síldin brást okkur sjö-
unda sumarið í'röð. Síldarverk-
smiðjunum í Siglufirði bárust
aðeins 70 þús. mál til vinnslu
s.l. sumar, en það svarar til
iþess, að þær hefðu getað unnið
með fullum afköstum í rúma
tvo sólarhringa. Síldarsöltunin
varð aðeins 25530 tunnur og
var þó saltað á rúmlega 20
stöðvum. Til samanburðar má
geta þess, að sumarið 1938,
saltaði Ingvar heitinn Guðjóns-
son, 29 þús. tunnur á einni sölt-
unarstöð. Þessar tölur sýna á-
standið í atvimiumálum Sigl-
firðinga nú.
HVAÐ UM AFKOMU
VERKAMANNA ?
Verkamenn og konur við
síldarsöltun og síldarvinnslu
hafa tveggja mánaða kaup-
trygingu yfir síldartímann.
Þegar tryggingartimanum lauk,
þann 7. sept. s.l. urðu 400
siglfirskir verkamenn atvinnu-
lausir og um líkt leyti bættust
við í hópinn tugir sjómanna,
sem komu heim af síldveiðun-
um með misjafnan hlut, flestir
rýran. Þegar fréttist af síld-
veiðr.num hér við Faxaflóa,
fór fjöldi siglfirzkra verka-
manna og sjómanna, ,,suður
með sjó“ í atvinnuleit. Dæmi
eru til þess, að hjón tóku sig
upp, komu yngstu börnunum
fyrir, en tóku þau eldri með
sér. Fóru hingað suður til að
afla sér lífsviðurværis. Því
miður urðu ekki allar þessar
ferðir til fjár, en þó munu þær
hafa bætt hag margra, þótt það
sé erfitt og útgjaldasamt að
þurfa að afla tekna svo fjarri
heimilunum.
HVERNIG GEKK TOGARA-
y OTGERÐIN I SUMAR ?
Elliði stundaði síðastliðinn
vetur ísfiskveiðar en í vor og
sumar karfaveiðar. Karfann ca.
3000 smálestir lagði hann á
land til vinnslu í síldarverk-
smiðjuna Rauðku, sem Siglu-
fjarðarbær á og hraðfrysti-
húsið Hrímnir. Nú er skipið í
slipp hér til hinnar almennu
fjögra ára viðgerðar og eftir-
lits. Togarann Hafliða, eignað-
ist Siglufjarðarkaupstaður í
apríl s.l. Var það til mikilla
hagsbótá fyrir siglfirzka sjó-
menn, því með komu hans fengu
25 Siglfirðingar atvinnu. Haf-
liði var á saítfisk- og karfa-
veiðum í vor, en í sumar var
hann gerður út á síld. Nú er
hann á ísfiskveiðum. Um 70 til
80 manns hafa atvinnu við
togarana.
HVAÐA ANNAN ATVINNU-
REKSTUR IIAFIÐ ÞIÐ, EN
SlLDARVINNU OG .
TOGARAÚTGERÐ ?
Á Siglufirði eru 10 mótor-
bátar frá 15—100 rúmlestir.
Átta þessara báta eru gamlir
og sumir þeirra úr sér gengnir
og aðeins hæfir til sumar-veiða.
Aflaleysi var mikið í vor og
sumar og er enn. Hraðfrysti-
húsin tvö, sem rekin hafa verið
á þessu ári, frystu síld, karfa
og annan fisk, eftir því sem
að barst. Afkastageta þessara
frystihúsa er þó ekki svo mikil,
að unnt sé að láta annan tog-
arann veiða eingöngu fyrir
þau, hvað þá báða, sem þó væri
æskilegt. Unnið var nokkuð í
tveimur fiskþurrkunarhúsum
síðastliðinn vetur og var þar
þurrkaður fiskur, er togararnir
veiddu. þó varð minna úr þess-
um rekstri, en vonir stóðu til,
þar sem fjárhagsörðugleikar
Bæjarútgerðarinnar ollu því,
að eigi var vmnt að stunda
saltfiskveiðar að verulegu leyti
en í stað þess varð að selja
aflann óverkaðann erlendis til
þess að geta sem fyrst fengið
andvirði hans. Rekstrarlán til
togaranna hafa verið mjög af
skornum skammti og algjör-
lega ófullnægjandi. — Tunnu-
verksmiðja ríkisins var rekin
á s.l. vetri. Voru þar smíðaðar
tæpar 30 þús. tur.nur og höfðu
25 til 30 menn þar atvinnu.
Tunnuverksmiðjan er fullkomin
óg reyndust tunnur frá henni
betri en erlendar tunnur. —
Byggingarvinna er nú engin í
Siglufirði, sem teljandi er.
Hagur bæjarfélagsins er slíkur,
að bæjarsjóði er um megn að
leggja fram fé til atvinnuaukn-
ingar.
HVERNIG ERU ATVINNU-
HORFUR NÚNA?
Mjög slæmar. Á Siglufirði
munu vera um 600 verkamenn,
sjómenn og bifreiðastjórar. Þó
stór hópur verkamanna og sjó-
manna hafi farið til suður-
lands í atvinnuleit eins og áðan
var sagt, er mikill fjöldi heima
atvinnulaus. Atvinnuleysis-
skráning fór fram í sept. s.l.
113 karlmenn komu til skrán-
ingar, en vitað er um allstóran
hóp manna, er heima sat og
ekki kom til skráningar, þar
sem þeir munu hafa talið slíkt
gagnslaust. Það mun því ekki
ofreiknað að telja 200 til 300
manns atvinnulausa á þessum
tíma og síðan liefur ástandið
versnað, þar sem margt af fólki
því, sem syðra var, er komið
heim, eða á heimleið. Meðal-
tekjur þessara manna voru
fyrstu níu mánuði ársins rúm-
ar 9.000,00. Af þessu getur
hver gert sér í hugarlund af-
komu verkamannaheimilanna
þennan tíma. Takist ekki við-
reisn atvinnulíí’sins í Siglufirði,
er neyðarástand framurulan hjá
þessu fólki.
HVERNIG ER AFKOMA AT-
VINNUREKENDA OG
KAUPSÝSLUMANNA ?
Það er fullvíst að síldar-
verksmiðjurnar og síldarsalt-
endur hafa tapað á rekstri sín-
um í sumar. Greiða þurfti
verkafólkinu hið tryggða lág-
markskaup án tillits til þess,
hvort síld fengist eða ekki. Þá
hefur allur kostnaður stórauk-
izt enda þótt söltunin liafi
dregist saman. Velta flestra
verzlana mun hafa minnkað
verulega, enda kaupgeta manna
mjög lítil og viðskipti aðkomu-
manna síminnkandi.
HVERNIG ER AFKOMA
BÆJARSJÖÐS OG BÆJ-
ARSTOFNANANNA ?
I Siglufirði er meirihluti
skattþegnanna verkamenn, sjó-
menn og bifreiðastjórar. Af-
komu þessa fólks hefur þegar
verið lýst að nokkru. Það segir
sig sjálft að ekki er hægt að
leggja há útsvör á þá, sem
varla hafa tekjur til lífsfram-
færis. Rekstur atvinnurekenda
og kaupsýslumanna h'efur verið
lítill og yfirleitt hagnaðarlaus.
Þá eru fáir eftir, sem gjald-
þol hafa. Enda er svo komið
að aðalniðurjöfnun útsvara nú
er lægri en hún var fyrir nokkr-
um árum,1 þrátt fyrir verðfall
peninga og vaxandi útgjöld
bæjarsjóðs, hefur þó útsvars-
stiginn verið hæ'kkaður verulega
á síðastliðnum árum. Mönnum
má því vera ljós afkoma bæjar-
sjóðs þegar þess er gætt, að
útsvörin eru aðaltekjustofn
hans. Á Siglufjarðarhöfn hefur
jafnan komið mikill fjöldi
skipa. Nú hefur dregið mjög
úr þessu, sérstaklega í sumar.
Telja má að tekjur hafnar-
sjóðs á þessu ári verði % minni
en ætlað var, og var þó varlega
áætlað, en gjaldaliðir flestir
hafa farið vaxandi. Þetta hef-
ur haft það í för með sér að
ekki hefur verið hægt að vinna
að hafnarframkvæmdum neitt
verulega á þessu ári. Um tog-
ara bæjarins og rekstrarfjár-
skort hefur áður verið talað.
Síldarverksmiðju bæjarins,
Rauðku, bárust um 20 þús. mál
síldar s.l. sumar og er það
nokkru meira en árið áður, auk
þess vann hún úr um 3 þús.
3mál. af karfa. Tap varð samt
á rekstrinum í sumar eins og
af líkum lætur, enda á verk-
smiðjan að geta brætt um 8
—10 þús. mál á sólarhring. «—
Rafmagn það, sem nú fæst frá
Skeiðafossvirkjuninni er nú
orðið of lítið fyrir Siglufjörð.
Viðbótarvélar vantar í virkjun-
ina. Vélar þessar hafa þegar
verið pantaðar og væntum við
þess, að Skeiðsfoss verði full-
virkjaður á næsta ári. Rekstur
rafmagnsveitunnar til þessa
hefur ekki verið hagstæður,
þar sem um fullnaðarvirkjun
hefur ekki verið að ræða, en
eftir viðbótarvirkjunina er tal-
ið, að rekstur rafveitunnar
verði hagstæður.
HVER TELJIÐ ÞIÐ SIGL-
FIRÐINGAR HELSTU
RÁÐ TIL BJARGAR?
Eins og Ijóst er af framan-
sögðu er ástandið það alvarlegt,
að gera verður ráðstafanir til
að bæta úr brýnustu þörfunum
þegar í stað. Haga verður þó
þeim ráðstöfunum þannig að
þær miöi jafnframt að framtíð-
arlausn á atvinnumálum Sigl-
firðinga, komi atvinnulífinu á
nýjan og heilbrigðan grundvöll,
þótt síldin hafi brugðist í bili.
Allmiklu fé hefur þegar verið
varið af bæ og ríki til bvgg-
ingar innri hafnarinnar á Siglu-
firði. Vérki þessu er þó hvergi
nærri jokið og þessi hluti hafn-
arinnar ekki kominn í not. —
Aukið fjárframlag til hafnar-
innar gerir því tvennt i senn,
að skapa framtíðarverðmæti og
atvinnu nú. Leggjum við því
mikið kapp á, að verulegt fé fá-
ist til þessara framkvæmda og
reynt ver'ði að ljúka höfninni
sem fyrst. — Svo sem alkunna
er liggur Siglufjörður mjög vel
við útgerð. Það háir nú útgerð
þar að liraðfrystiliúsakostu er
lítill, svo lítill, að ekla er
unnt að hraðfrysta afla tog-
aranna, enda þótt það væri til
mikilla hagsbóta fyrir bæinn og
yki mjög atvinnu. Á Sig'u-
firði eiga SíldarverksmU j ur
ríkisins mikinn húsakost, sem
lítið sem ekki hefur verið not-
aður á undanförnum árum. - -
Bæjarstjórn Siglufjarðar hef-
ur því lagt til við ríkisstiórn-
ina og SR að nú þegar verði
komið á stofn mikilvirku hrað-
frystihrisi í húsakosti SR. Frá
þjóðhagslegu sjónarmiði verður
að telja það mjög illa farið að
togaraaflinn sé fluttur úr lan.di
óunninn. Gjaldeyrisverðmæti
aflans mundu vaxa mjög veru-
lega, ef hann væri seldur sern
unnin vara. Jafnframt má
benda á, að veiðidögum togar-
anna mundi fjölga, ef hægt
væri að losa aflann í innlendri
höfn nálægt fiskimiðunum. Sam
fara þessu myndi skapast hrá-
efni til vinnslu fyrir verksmiðj-
urnar, þar sem þær myndu íá
allan úrgangsfisk. Þetta mál or
nú til athugunar hjá ríkis-
stjórninni og SR, en við teljum
nauðsynlegt að hefjast har.da
um framkvæmdir í þessu, þar
sem við það myndi skapast at-
vinna nú þegar og nokkur lausn
fást á miklu vandamáli.
Þá teljum við Siglfirðingar
naúðsynlegt að Síldarverksm.
i'íkisins verði reknar lengri
tíma ár hvert en nú er. Hefur
því verið lagt til, að SR fái um-
ráð vfir togurum, er fiski hrá-
efni fyrir verksmiðjurnar me:st-
an hluta ársins. Bátakostur á
Siglufirði er ónógur og úr sér
genginn. Áhugi ríkir meðal sigl-
firzkra sjómanna um að en'iur-
nýja bátakostinn og bæta við
hann. í athugun er stofnuu út-
gerðarsamvinnufélags, sem tæki
að sér þetta hlutverk. — Ein.s
og fyrr segir voru aðeins
smíðaðar 30 þúsund tunnur í
Tunnuverksmiðju ríkisins á
þessu ári. Verksmiðjan er hins-
vegar stórvirk nýtízku verk-
smiðja með margfalt meiri fram
leiðslugetu. Notaðar voru á
þessu ári um 150 þúsund tunn-
ur í landinu- Með tilliti til þess
teljum við sjálfsagt að verk-
smiðjan verði framvegis rekin
á veturna með fullum afköst-
um, þ. e. 16 stunda vinnu á,
sólarhring, og að flutt verði.
inn tunnuefni, er nægi til þcssa-
Að endingu þetta um örlög:
Siglufjarðar: Annað af tvennu.
hlýtur að bíða hans: Að fólk:
flytji úr bænum í stórum hóp-
um og þá sennilega til Reykja-
víkur eða verstöðva sunnan.
lands. Fari frá eignum sínum og"
átthögum í leit að viðunandL
lífsskilyrðum. Eða að viðreisn
atvinnulífsins, eins og hér að’
framan er stungið upp á, takist
og Siglufjörður fái sinn fyrril
sess í atvinnulífi þjóðarinnar.
Það er von Siglfirðinga að
ráðamenn þjóðarinnar skilji að
hið síðara er hið eina rétta í
þessum málum.
Islenzk verk #»
á norrænu tónlistarmóti *"
Að vori komanda verðnr
næsta norræna tónlistannót
haldið í Kaupmannahöfn. Tón-
skáldafélag íslands er aðili að
mótum þessum, sem haldin cru
annaðhvert ár, og kaus félagið
í þetta sinn dómnefnd uíanfé-
lagsmanna til að velja verkin
til flutnings á næstu hátíð- I
nefndina Voru kjömir: Árni
Kristjánsson, Guðm. Matthías-
son og Róbert A. Ottósson. Ucf
ur nefndin nú skilað áliti sínu,
og er úrskurður hennar sem
hér segir:
I. H1 jómsveitanærk:
Aðaltillaga: Jón Þórarinsson t
Fjögur sönglög með hljóm-
sveit ,,Of Love and Death“. Jónl
Leifs: Þættir úr Eddu-oiatór-
íum op. 20. Varatillaga: Jóm
Leifs: Konsert fyrir organ og'
hljómsveit op. 7. Viktor Ur-
bancic: Konsert fyrir hljóm-
sveit.
II- Kammermúsik:
Aðaltillaga: Helgi Pálsson:
Þjóðlagasvíta fyrir fi’ðlu og
píanó. Jón Leifs: Strokkvartett.
„Húmar að mitt hinnsta kvöld^
op. 21. Karl O. Runólfsson:
Sónata fyrir trompet og píanó..
Varatillaga: Hallgrímur Helga-
son: Sónata nr. 2 fyrir píanó-
Helgi Pálsson: Svíta fyrir fiðlu
og píanó.
III. Kirkjutónlist:
Hallgrimur Helgason: Tvær
mótettur f. bl. kór- Þórarinn:
Jónsson: Preludium og fuga f.
Endanlega verður dagskráin.
ákveðin á fundi Norræna tón-
skáldaráðsins í Kaupmannahöfru
í lok þessa mánaðar.
SÖLUSKATTHR
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 3, árs-
fjórðung 1951 ásamt hækkun á söluskatti ársins
1950 hafi skatturinn ekki verið greiddur í síðasta
lagi 15. þ. m.
Að þeim degi liðnum veröur stöövaður án
frekari aövörunar atvinnurekstur þeirra, er eigi
hafa þá skilaö skattinum.
Reykjavík, 12. nóv. 1951.
TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN,
Hafnast. 5.