Þjóðviljinn - 14.11.1951, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. nóvember 1951
36. DAGUR
segja, að máltíð væri einskis virði nema eitthvað sterkt væri
drukkið með henni, og nú stakk hann upp á kokkteil. Og þegar
hún var búin að drekka hann og annan til virtist hún enn
kátari og ræðnari en fyrr.
En allan tímann tók Clyde eftir því, að framkoma hennar
gagnvart honum var fjarlæg — ópersónuleg. Ef hann leyfði sér
eitt andartak að beina samræðunum að þeim sjálfum, áhuga
hans á henni, hvort hún væri alvarlega ástfangin í einhverjum
öðrum, þá sló hún hann út af laginu með því að lýsa því yfir
að henni litist vel á alla unga menn. Þeir voru allir svo yndis-
legir — svo góðir við hana. Þeir áttu líka að vera það. Ef þeir
voru það ekki, þá vildi hún ekki hafa neitt saman við þá að
sælda. Þá lét hún þá róa, sagði hún. Augu hennar glömpuðu og
hún hnykkti til höfðinu.
Og Clyde var heillaður af þessu öllu. Hreyfingar hennar, fas,
svipbrigði og limaburður voru eggjandi og æsandi Hún virtist
hafa yndi af að stríða, gefa loforð, koma misskilningi og áleitni
á stað — draga sig síðan inn. í skel og látast ekkert skilja,
koma eins og-af fjöllum. Og Clyde var hugfanginn yfir þvi að
mega vera í návist hennar. Það var honum kvöl, en þægileg
kvöl. Hann fór að hugsa um það hversu dásamlegt væri að mega
halda henni í faðmi sér, kyssa varir hennar, jafnvel bíta hana.
Þekja munn hennar með munni sínum. Kæfa hana í kossum.
Þrýsta og gæla við heillandi líkama hennar. Stundum leit hún
á hann angurværum, rökum augum, og hann varð máttvana —
næstum veikur. Hann dreymdi um það eitt að geta með ein-
hverjum hætti — með útliti sínu eða peningum — unnið ástir
hennar.
Þegar þau voru búin að vera í leikhúsinu og hann var búinn
að fylgja henni heim, gat Kann ekki séð að honum hefði orðið
nokkuð ágengt. Meðan á leiksýningunni stóð hafði Hortense,
sem var með hugann við leikinn vegna takmarkaðs áhuga 4
Clyde, ekki talað um annað en svipaðar leiksýningar sem hún
hafði séð, um leikarana, leikkonurnar og með hverjum hún hefði
farið í leikhúsið í hvert sinn. Og í stað þess að vera henni
fremri að andríki, stríðni og frásögnunraf ævintýrum, neyddist
Clyde til að sitja og hlusta.
Hún hugsaði um það allan tímann að nú væri hún búin að
vinna raunverulegan sigur. Og af því að hún var ekki ósnortin
lengur og var sannfærð um að hann ætti talsverða peninga og
væri fús til að eyða þeim í liana, einsetti hún sér að vera alúð-
leg við hann — ekki meira — til að halda honum við ef hún
gæti, meðan hún héldi áfram að fara sínar eigin leiðir, skemmta
sér eins og hún gæti með öðrum og notaði Clyde til að gefa
sér ýmislegt og fylla í eyðurnar — þegar henni bauðst ekkert
betra.
ÞRETTÁNDI KAFLI
Og í að minnsta kosti fjóra mánuði gekk þetta nákvæmlega
þannig til. Eftir að hann hafði hitt hana eyddi hann mjög
miklu af fristundum sínum í það að reyna að fá hana til að
sinna sér jafnmikið og öðrum. Og þó vissi hann ekki hvort hún
gæti borið einlægar tilfinningar til neins. Og hann trúði því ekki
hejdur að hún stæði aðeins í saklausu kunningjasambandi við
þessa vini sína. En hún var svo hrífandi að honum lá við sturl-
un við tilhugsunina um það, að ef grunur hans reyndist réttur,
þá gæti verið að hún veitti honum blíðu sína að lokum. Og
hann var svo töfraður af hinu síbreytilega andrúmslofti sem um-
lók hana, fasi hennar, skapferli, rödd og klæðaburði, að hann
gat ekki hugsað sér að missa hana.
Og svo gekk hann á eftir henni með grasið í skónum. Og
þegar hún uppgötvaði það, hélt hún honum í hæfilegri f jarlægð,
forðaðist hann stundum, neyddi hann til að láta sér nægja
molana sem féllu af borði hennar, meðan hún skemmtj honum
með lýsingum af öðrum skemmtunum og félagsskap sem hún
var í, og honum fannst hann varla þola þetta lengur. Þá sagði
hann oft í reiði sinni við sjálfan sig, að hann vildi aldrei sjá
hana framar. Hún væri ekki við hans hæfi. En þegar hann sá
hana aftur, var hún svo köld og kærulaus, að hugrekkið brást
honum og hann treysti sér ekki til að höggva á hnútinn.
Og 'hún hikaði ekki við að minnast á hvað hana vantaði eða
langaði til að eignast — smámuni fyrst í stað —- nýjan púður-
kvasta, varalit, púðurdós eða glas af ilmvatni. Seinna færði
hún sig upp á skaftið, þótt hún hefði ekki veitt Clyde annað
en nokkur fljótfærnisleg faðmlög — bið í faðmi hans, sem
lofaði miklu en e'kkert varð úr — og hún fór að benda honum
á ýmislegt við ýmis tækifæri, buddur, blússur, inniskó, sokka,
hatt, sem hún myndi kaup sér, ef hún hefði peninga til þess.
Og til þess að hún missti ekki áhugann á honum og hann yrði
henni ómissandi, keypti hann þetta handa henni, endaþótt hann
hefði stundum tæplega efni á því vegna fjölskyiduvandamála
sem steðjuðu að. En undir lok fjórða mánaðarins fór honum
að verða ljóst að hann var engu nær takmarkinu en í byrjun.
1 stuttu máli sagt, hann tók þátt í óendanlegum eltingaleik, án
þess að hafa nokkra von um laun.
Hinn þunglamalegi blær á fjölskyldulífinu heima fyrir var
enn óbreyttur. Eftir hvarf Estu hafði skuggi fallið yfir heimilið
og hann var þar enn. Og í augum Clydes var einhver leyndar-
dómsfull hula yfir hvarfi hennar og liún var óþægileg, næstum
—-oOo—-
BARNASAGAN
Himinbjargar saga
3. DAGUR
hið mesta tröll." Gekk hún þá burt. Siguiður vaknaði
og þóttist sjá svip aí henni. Fór hann þá heim og
lagðist í rekkju með ofurharmi. Gengu þá til að
hugga hann allir hinir vitrustu menn, og var það
sem ógjört. Kóngur bað Himinbjörgu til ganga og
vita, ef hun mætti nokkura bót vinna á hans meini.
Hún gjörði svo. Og sakir kænsku hennar og mjúkr-
ar eftirleitni sagði Sigurður henni draum sinn og
allt tilefni harma sinna. Hún kvað allmikið til
draga, „og mun hér sannast það, sem mælt er,"
sagði hún, ,,að fátt er rammara en forneskjan. Mun
við þessu ekki mega gjöra. Á ég mér fóstru eina,"
segir hún, „og kunni hún þér ekkert að hjálpa, þá
kalla ég útgjört um þína hjálparvon. Vil ég senda
þig til hennar, og er hér knífur og belti, er þú skalt
færa henni til jarteikna, að ég vil þú hafir hennar
fulltingi til þessarar þrautar. Þar með er hér eitt
hnoða, sem ég vil fá þér. Lát það velta fyrir þér,
en haltu í enda hnoðans, og muntu að þess leið-
sögn hitta á byggð fóstru minnar. Það legg ég og
bér til ráðs, að þú gjörir öllum gott, sem á þjjini
leið verða. En svo segir mér hugur um, að eftir
burtför þína munu ríkismenn og jafnvel faðir þinn
snúast í móti mér. Mun mér kennt verða um ósköp
þín og verða við dauða hætt, nema þú bjargir."
Hann kvað það eigi að sínum vilja vera skyldi.
Slitu þau svo tal sitt, og bað hvort vel fyrir öðru.
Litlu síðar hvarf Sigurður burt, og vissi enginn,
hvert hann fór. Þótti öllum það mikill skaði.
Þíng Sósíaiisfaílokksins
Framhald af 1. síðu.
Varamenn
Magnús Kjartansson
Einar Ögmundsson
Skafti Einarsson
Halldór Björnsson
Þuríður Friðriksdóttir
Böðvar Pétursson
Ólafur Jónsson
Elín Guðmundsdóttir
Hannes Stephensen
Helga Rafnsdóttir
Samþykkti; L.I.tJ.
Framhald af 8. síðu.
sókn Sambands ísl. samvinnufé-
laga, þess efnis að því verði
veitt útflutningsleyfi á saltfiski,
Fundurinn lítur svo á, að feng-
inni reynslu, áður en núverandi
sölufyrirkomulagi var komið á,
sé að svo stöddu ekki rétt að
breyta um sölufyrirkomulag á
saltfiski, og að halda beri áfram
sölunni, svo sem verið hefur,
í einum heildarsamtökum salt-
fiskframleiðenda, og sé þess þá
vandlega gætt, að efla vöru-
vöndun, og að framleiðendur
góðrar vöru, njóti þess til fulls
í hækkuðu vöruverði“.
Fiskimiðin á landgrunn-
inu verði vernduð.
Varðandi landhelgismálin var
samþykkt svohljóðandi tillaga:
„Aðalfundurinn lýsir ánægju
sinni yfir því, að með lögum nr.
44, 1948 um vísindalega vernd-
un fiskimiða landgrunnsins er
því lýst yfir að Islendingar geti
gert allar nauðsynlegar ráðstaf-
anir, til þess að vernda fiski-
miðin á landgrunninu og skorar
á ríkisstjórnina áð nota þá
heimild, sem allra fyrst“.
Nefnd til að athuga veiðar
á Grænlandsmiðum.
„Aðalfundur L.I.tJ- haldinn í
nóv. 1951 samþykkir: Vegna
síminnkandi afla við strendur
Islands og vaxandi áhuga út-
vegsmanna á fiskveiðum við
Grænland, skorar fundurinn á -
stjórn L.I.Ú. að kjósa sérstaka
nefnd, sem falið verði að kynna
sér aðstæður allar í sambandi
við Grænlandsveiðar, og athugi
hvað sé að gera til þess að
bæta aðstöðu íslenzkra fiski-
skipa, er kunna að verða send
til veiða við Grænland11.
íslendingum verði tryggð
hafnar- og landgönguskil-
yrði í Grænlandi.
„Með tilliti til þess, að aug-
ljóst er að fiskveiðar lands-
manna munu í vaxandi mæli
verða stundaðar við strcndur
Grænlands, skorar aðalfundur
L.I.Ú- á ríkisstjórnina að vinna
ötullega að því, að Islendingar
fái rétt til hafnar- og löndunar-
skilyrða þar. Jafnframt felur
fundurinn stjórn L.I.Ú. að ^
fylgja máli þessu fast eftir og
sameina samtök útvegsmanna
til framgangs þessa máls“.
STJÓRNARKOSNING
Eins og sagt var í gær var
Sverrir Júlíusson kosinn for-
maður L.I.Ú. í 8- sinn. Vara-
formaður var kosinn Loftur
Bjarnason. Áðrir aðalmenn eru
Finnbogi Guðmundsson, Sveinn
Benediktsson, Jón Árnason, Jó-
hann Sigfússon, Kjartan Thors,
Ásgeir G. Stefánsson, Ólafur
Tr. Einarsson, Þórður Ólafsson.
Varamenn eru Jón Halldórsson,
Ingvar Vilhjálmsson, Margeir
Jónsson, Baldur Guðmundsson,
Jón Axel Pétursson, Ólafur H.
Jónsson, Skúli Thorarensen,
Hafsteinn Bergþórsson.
I verðlagsráð sjávarútvegsins
voru kjörnir Finnbogi Guð-
mundsson, formaður, Sveinbj.
Einarsson, Valtýr Þorsteinsson,
Geir Thorsteinsson, Jón Axel
Pétursson- Varamenn Guðfinn-
ur Einarsson, Baldur Guðmunds
son, Jón Halldórsson, Ólafur
Tr. Einarsson, Skúli Thoraren-
sen.