Þjóðviljinn - 15.11.1951, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.11.1951, Qupperneq 5
— Fimmtudagur 15. nóvember 1951 — ÞJÖÐVILJINN (5 Ef það kæmi síld í Hvalfjörð Ávarp til Islendinga frá 8. þingi Sósíalistaflokksins: Leið íslands til þjóðfrelsis og velmegunar A RácVantenn landsius segja og vitna í Benjamín að það sé ekki hægt að lána meira £é til atvinnulífsins en þegar hef- ur verið gert, að öðrum kostí myndi alit „jafnvægi“ hinna bandarísku gengislækkunar- iaga raskast og þá væri voðinn vís. Og frystihús og þurrkhús eru látin standa auð og ónotuð á meðan togararnir sigia með afiJa sinn óunninn til Danmerk- ur, og Dönum er leyft að hirða milljónatugi í erlendum gjald- eyri á því að salta íslenzkan fisk og pakka og selja hann á mörkuðum íslendinga. Ástand- ið er sem sagt þannig hér að þess er enginn kostur að fram- leiða ineiri verðmæti en gert er, það eru ekki til peningar til að leggja í fullnýtingu afl- ans, til að veita þúsundum manns atvinnu og breyta at- vimuafli þeirra í erlendan gjaldeyri, Þeíita segir Benjamín í umboði hinna bandarísku yfir- boðara sinna. ★ En ef það kæmi nú síld í Hvalfjörð? ■A Ef það kæmi síld í Hval- fjörð höfum \ið að> sjálfsögðu alla tæknilega möguleika á að hagnýta jþar-a til hins ýtrasta. Við eigum mildnn og góðan bátaflota, og drekkhlaðin sklp gætu flutt silfur hafsins á land. Við höfum nægan mannafla til að taka við þessum verðmætum, því atvinnuskorturinn mótar nú allt þjóðlífið. Við Faxaflóa eru nú hverskyns verksmiðjur til að nýta slíkan afla, hér í Reykjavík Faxaverksmiðjan og meira að segja Hæringúr, og ef það hrekkur ekki til, gætu verksmiðjumar fyrir norðan tekið til starfa eins og síðast þegar síldín kom í Hvalfjörð. Allir verklegir og tæknilegir möguleikar eru því fyrir hendi til að ilytja á land og hag- nýta verðmæti sem numið gætu tugum og jafnvel hundruðum milljóna. ★ Og þó er þetta ekki hægt samkvæmt kenningum Benja- míns og ríldsstjómarinnar. ★ Þetta er ekki hægt vegna þess að það vantar peninga. Útgerðarmenn og aðrir at- vínnurekendur þyrftu að fá stórfellt lánsfé til að greiða vinnulaun og annan kostnað sem á félli áður en hægt væri að koma aflanum í verð er- lendis. Og hetta lánsfé er ekki til, segja hinir vísu ráðamenn þjóðarinnar. ic Samkvæmt kenningum Benjamíns yrðu íslendingar því að láta sér nægja að horfa á síldina vaða í Hvalfirði, eða í hæsta lagi myndu útgerðar- menn brjótast í að láta veiða síi'd og flvtja hana til Dan- merkur beina. leið og láta virna hana þar. Hins væri enginn kostur að flytja liana á land hér og fidlVinna hana með ís- Ienzku vinruafli. ★ Svona gæti þetta ekkr gcrgið. n>mm menn nú segja. og b°ð má vel vera að hag- fræðispilaborg Benjamíns yrt' feykt um koll af hagfræði hins rúmhelga dags og hinnar ó- lærðu skynsemi. Og þó mynd> Berjemín vafalanst þvbbas* við. En ef röksemdir si’.dar í Hvalfirð; ymtu bug á lánsfjár- kerfi ríldsstjérnárinrar or bankarna, bá er ellt bað kerf'! jafn baitHaús endilevsa né þegar. Þoð getur eV,ki skio* neinu máH hvort þ;>ð er síld sem liægt er að hagnýta hér á Framhald á 6. síðu. Framhald af 1. síðu. Á ÞESSUM úrslitatímum er það sögulegt hlutverk verkalýðs- hreyfingarinnar að ná þjóðarforustunni úr klóm rotinna fjárplógsmanna höfuðstaðarins í hendur alþýðunni sjálfri, í órofa bandalagi við aðrar vinnustéttir landsins til sjávar og sveita, sem og menntamenn og aðra þjóðholla íslend- inga, og bjarga þannig í einu sögulegum arfi sjálfstæðis og lýðréttinda, sjálfri sér og allri framtíð þjóðarinnar. BREGÐIST verkalýðshreyfingin því sérstaka hlutverki sínu að sameinast nú algerlega um markvissa, hugdjarfa leið- sögn í þeirri jákvæðu sköpunarbaráttu, sem hver góður íslendingur þráir, og bregðist núlifandi kynslóð því kalli hennar og um leið sinni eigin köllun, þá stendur vá mikil fyrir dyrum. Allt er þá í hættu, sem áunnizt hefur, síðan ármenn þjóðarinnar hófu reisn sína upp úr niðurlægingu hinnar 17. aldar. Öll barátta þeirra á 18., 19. og 20- öld fyrir viðreisn þjóðernis, endurheimt sjálfstæðis, stofn- un lýðveldis, nýsköpun atvinnuvega og almennri velmegun hefur þá til einskis verið háð. Ávextir hálfrar aldar verka- lýðsbaráttu, þar á meðal hinna miklu sigra á árunum 1942—47, eru þá glataðir. íslenzkrar alþýðu bíður þá ekk- ert annað en yfirdrottnun amerísks nýfasisma, studd af úrkynjaðri reykvískri yfirstétt. Enn sem fyrr ska! endurheimf frelsisins verða þjóðarinnar eigið verk ÞJÓÐARVAKNING er frumskilyrði þess að stefnubreyting tak- ist. Þjóðin þarf ekki aðeins að komast til skýrrar með- vitundar um þá geigvænlegu hættu, sem hún er í stödd. Sérhver þjóðhollur einstaklingur, sérhver vinnandi maður, ungur sem gamall, karl sem kona, þarf einnig að finna til þeirrar ábyrgðar, er á honum hvílir gagnvart. sjálfum sér, skylduliði og afkomendum, stétt hans og þjóðinni allri, og vinna síðan að því af kappi að fylkja gervöllum lands- lýð saman til sóknar og varnar. Allar samtakaheildir: verklýðsfélög, samvinnufélög, kvenfélög, ungmennafélög, iþróttafélög og hverskonar önnur menningarfélög, sem og öll þau stjórnmálafélög, sem eigi eru ánetjuð erlendu né innlendu auðkúgunarvaldi, þurfa að taka höndum saman um 'að leiða hið unga lýðveldi vort að nýju til þjóðfrelsis og velmegunar- 1. Hlutverk slíkrar samfylkingrar veröur aö berjast fyrir Þjóðfrelsi og lýðfrelsi Hún verður að krefjast þess og vinna að því: AÐ Islendingar lýsi yfir skýlausum friðarvilja og ævarandi hlutleysi í ófriði, AÐ allur erlendur her verði tafarlaust fluttur burt af landi voru, Islandi, AÐ þjóðin endurheimti þegar sjálfsforræði sitt í stjórnarhátt- um og efnahagsmáium, AÐ hverskonar einokun í atvinnu og verzlun verði þegar af- létt og íslendingum gert frjálst að skipta við allar þjóðir heims, AÐ allt íslenzkt athafnalíf verði verndað gegn yfirráðum er- lendra auðhringa og bankastarfsemi ríkisins að fullu tek- in í þjónustu þjóðarinnar, AÐ hrundið verði þeirri einokun og skriffinnsku er nú gerlamar atvinnulífið og er raunar ein af aðferðum hins erlenda auð- drottnunárvalds til þess að gera sér það sem háðast, AÐ Alþingi Islendinga verði verndað gegn einræ'ðisáformum þeirra innlendra stjórnmálamanna, er ganga erinda fram- andi valds, AÐ íslenzk lýðréttindi verði vernduð gegn hverskonar árásum inniends sem erlends afturhalds. 2. Hlutverk slikrar samfylklngar veröur að berjast fyrlr gernýlingu íslenzkra auðlinda Hún verður að krefjast þess, og vinna að því: AÐ )andhe;s:i íslands miðist við landgrunnið og verði hagnýtt fyrir íslendinga eina, AÐ gerbrevtt verði um stefnu í lánsfjármálum þjóðarinnar og ýtt undir hraðvaxandi framleiðslu innanlands og fullkomna hagnýtingu vinnuafls og tækja, AÐ nýsköpun sjávarútvegs og landbúnaðar verði upp tekin að nýju í stað þeirrar stöðvunar, sem átt hefur sér stað að undanförnu, AÐ auknum krafti verði einbeitt að eflingu heilbrigðs innlends iðnaðar og sköpun stóriðju á grundvelli mikilsháttar vatnsvirkjana, AÐ leitað verði til alþýðuríkjanna um kaup á nauðsynlegum tækjum til slíkrar stóriðju í skiptum fyrir íslenzkar af- urðir, t- d. áburð, sem framleiddur yrði til útflutnings — að svo miklu leyti sem ekki fengjust ián til framkvæmd- anna, án póiitískra skiiyrða, á hinvun aimenna peninga- markaði auðvaldslandanna. 3. Hlutverk slíkrar saml'ylkingar verður að berjast fyrir auknu aíkomuöryggi Hún verður að krefjast þess og vinna að því: AÐ öllum Islendingum, sem vinna vilja, verði tryggð atvinna, AÐ launakjör verkamanna og annarra launþega verði stórum bætt frá þvi, sem nú er, og upp tekin hin nánustu sam- ráð við verkalýðssamtökin um öll þau mál, er atvinnu og launagreiðslur varða, AÐ skemmdarverk þau er unnin hafa verið á sviði félagsmála hin síðustu ár verði stöðvuð og leiðrétt og upp tekin að nýju stefna umbóta og' framfara í tryggingarmálum al- þýðu, og verði þar sérstök áherzla lögð á fullkomnar at- vinnuleysistryggingar í samræmi við tillögur Sósíalista- flokksins á Alþingi, AÐ húsnæðismálin verði, svo sem fyrirhugað var með löggjöf- inni frá 1946, leyst með samfelldum aðgerðum til út- rýmingar heilsuspillandi íbúðum og húsnæðisaukningar. af hálfu bæja og sveitafélaga, byggingafélaga verka- manna, byggingasamvinnufél>aga og ieinstaklinga með raunhæfri aðstoð ríkis og banka. 4. _\ Hlutverk slíkrar samfylklngar veröur að sklpa sér til varöslööu um þjóömenningu vora Hún verður að krefjast þess og vinna að því: AÐ íslenzk menningararfleifð verði gerð að' almenningseign, AÐ alþýðuæskunni verði auðveldaður aðgangur að öllum menntastofnunum þjóðarinnar, þannig að efnaskortur þurfi eigi að hindra skólavist fátækra nemenda, og staðið sé á verði gegn tilraunum til að skerða aiþýðufræðsluna í landinu, AÐ alþjóðarsamtök verði mynduð gegn þeirri ofstækisfullu for- heimskun og kerfisbundnu afsiðun, sem kvikmyndafram- leiðsla og blaðakostur auðvaldsins er nú sem óðast að leiða yfir þjóðina, og vinni þau samtök jafnliliða að varð- veizlu og eflingu islenzkrar menningar, tungu og þjóð- ernis. S» Slík samfylking þarf svo liið bráðasta að breytast í atlsherjar þjóöfylkingu íslendinga Sameining þjóðarinnar um þá stefnu, er hér hefur verið mörkuð, er fyrsta bo'ðorð líðandi stundar. Verkamenn, sjómenn, bændur, menntamenn, millistéttir og sá hluti borgarastéttar- innar, sem enn er þjóðhollur og framfarasinnaður og ekki hefur gengið á mála hjá óvini íslands, auðdrottnunarvaldi Bandaríkj- anna, allir þeir, sem unna frelsi lands og iýðs og kjósa fram- farir og velmegun þjóðarinnar, verða nú að taka höndum sam- an, slíta af sér herfjötra hinna sviksamlegu borgaraflokka og skapa nýjan grundvöll að frjálsri stjómmálastefnu á íslandi. Höfuðmarkmið slíkra frjáisra stjórnmáiasamtaka, þjóðfyllc- ingar Islendinga, yrði að Ieysa Islaml aftur úr þeim nýlendu- fjötrum sem nú er sífellt verið að hneppa það í, og hnekkja þannig yfirdrottnun hins amerísica herveldis og erindreka þess og bjarga þjóðinni úr þeim voða, sem hernám landsins hefui' búið henni. Mj-ndun siíkrar þjóðfylkingar og sigur hennar í frjálsum kosningum er það mikla takmark, sem hver góður Islendingui verður nú að keppa heiishugar að. Það er eina leiðin — leið íslands út úr því nýja niðurlægingartímabili í sögu þess, er nú stendur yfir og verður að binda endi á.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.