Þjóðviljinn - 15.11.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.11.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. nóvember 1951 37. DAGUR gremjuleg; því að engir foreldrar voru viðkvæmari en Griffiths- hjónin, þegar kynferðismál bar á góma. Og einkum átti þetta við um leyndarmálið í sambandi við Estu. Hún var farin. Hún hafði ekki komið aftur. Og eftir því sem Clyde og hin börnin bezt vissu, þá hafði ekkert af henni frétzt. Þó hafði Clyde tekið eftir því, að þegar nokkrar vikur voru liðnar og foreldrar hans höfðu verið afar döpur og niður- dregin, haft áhyggjur af því hvar hún væri niðurkomin og hvers vegna hún skrifaði ekki, þá höfðu þau lagt niður áhyggjurnar og sætt sig við þetta — að minnsta kosti sætt sig við ástand, sem engin bót var ráðin á að því er virtist. Hann skildi ekkert í þessu. Það var mjög eftirtektarvert, og þó var aldrei minnzt á þetta. Og dag nokkurn tók Clyde eftir því að móðir hans stóð í bréfasambandi við einihvern — sem var mjög óvenjulegt. Kunningjar hennar voru svo fáir, að hún fékk riæstum aldrei bréf né skrifaði bréf. Einn góðan veðurdag, skömmu eftir að hann fór að vinna hjá Green-Davidson, hafði hann komið óvenju snemma heim og ikomið að móður sinni þar sem hún var að rýna í bréf, sem virtist nýkomið og hún virtist hafa mikinn áhuga á. Og eitt- hvert leyndarmál virtist vera í sambandi við það, því að um leið og hún kom auga á hann hætti hún að lesa og faldi bréfið, án þess að minnast orði á innihald bréfsins. En af einhverjum ástæðum hafði Clyde hugboð um að bréfið væri ef til vill frá Estu. Hann var ekki alveg viss. Og hann var of langt í burtu til að þekkja rithöndina. En hvað sem því leið, þá minntist móðir hans ekki á það einu orði. Það var eins og hún vildi ekki að hann spyrði neins, og sambandið milli þeirra var ekki nánara en svo, að honum datt ekki í hug að spyrja. Hann velti þessu fyrir sér um stund og hætti síðan ‘að hugsa um það að mestu leyti. ' Mánuði eða fimm vikum síðar, um það leyti sem hann var orðinn hagvanur hjá Green-Davidson og var farinn að gera sínar hosur grænar fyrir Hortense Briggs, kom móðir hans til hans að leita ráða, sem var mjög óvenjulegt. Án þess að gefa nokkrar skýringar eða gefa 1 skyn að hann gæti hjálpað henni á nokkurn hátt, kallaði hún á hann inn í fundarsalinn þegar hann kom frá vinnu, horfði alvarlega og órólega á hann og sagði: ,,Ekki veizt þú víst, Clyde, hvernig ég gæti orðið mér úti um hundrað dollara undir eins?“ Clyde varð svo undrandi að hann trúði ekki sínum eigin eyr- um, því að nokkrum vikuin áður hafði verið hlálegt að minnast á upphæð við hann, sem var ihærri en f jórir til fimm dollarar. Móðir hans vissi það. Og þó var hún að spyrja hann um þetta og hélt bersýnilega að hann gæti hjálpað henni. Og það var ekki að ástæðulausu, því að bæði klæðaburður hans og framkoma gáfu til kynna betri afkomu. Hið fyrsta sem honum datt í hug var það, að hún hefði tekið eftir fötum hans og atferli og komizt að raun um að hann hefði svikið hana um það sem henni bar. Og þetta var að nokkru leyti rétt, en framkoma Clydes hafði breytzt svo mjög upp á eiðkastið, að móðir hans hafði séð sig 'knúða til að breyta fram- komu sinni gagnvart honum og hún var farin að efast um að hún fengi nokkru ráðið um framtíð hans. Frá því að hann komst í þetta nýja starf, virtist henni hann hafa vitkast, vera öruggari í framkomu, ekki eins óákveðinn og gjarn á að fara sínar eigin leiðir. Að sumu leyti hafði hún áhyggjur af þessu, en að öðru leyti var hún því fegin. Henni var ánægja að því að sjá Clyde ánægðan, því að hann hafði ævinlega verið svo ó- rólegur og tilfinninganæmur; þó hafði hún oft velt því fyrir sér í hvers konar félagsskap hann væri, vegna íburðar hans i klæðaburði upp á sdðkastið. En vinnutími hans var svo langur og strangur og allir vasapeningar hans virtust fara til fata- kaupa, svo að henni fannst hún ekki hafa ástæðu til að kvarta. Þó hafði henni komið 'til hugar, að ef til vill væri hann farinn að sýna fullmikla eigingirni — hugsa of mikið um sjálfan sig — og þó gat hún vel unnt honum dálítillar afþreyingar eftir þessa raunalegu æsku. Clyde vissi ekki vel hvernig hann átti að bregðast við, og hann horfði á hana og sagði: „En, mamma, hvernig ætti ég að geta útvegað hundrað dollara?“ Hann sá í anda fjársjóði sína hverfa eins og dögg fyrir sólu við þessar fáránlegu kröfur, og svipur hans sýndi þegar í stað örvæntingu og vantrú. ,,Ég ætlaðist ekki til að þú gætir útvegað það allt,“ sagði frú Griffiths ihæversklega. Ég held að ég viti hvernig éig get orðið mér úti um megnið af því. En mig langar til að biðja þig að hjálpa mór að finna einhver ráð til að ná í það sem á vantar. Ég vil ekki leita til föður þíns með þetta ef ég kemst hjá því, og ,þú ert orðinn nógu gamall til að hjálpa móður þinni.“ Hún leit innilegum aðdáunaraugum á Clyde. „Faðir þinn er ekki mjög duglegur í peningamálum,“ hélt hún áfram, „og hann er oft svo áhyggjufullur."’ Hún strauk stórri, þreytulegri hönd yfir andlitið og Clyde hrærðist til meðaumkunar .Og hvort sem hann kærði sig um að láta svona mikið fé af hendi • eða ekki, þá var honum for- vitni á að vita til hvers átti að nota þessa peninga. Hundrað dollara. Ja hérna. Eftir andartak bætti móðir hans við: „Ég skal segja þér hvað ir.ér hefur dottið í hug. Ég verð að ná í hundrað dollara, en ég get ekki sagt þér núna hvers vegna, hvorki þér né neinum öðrum, og þú mátt ekki spyrja mig um það. I skúffunni minni ei gamalt gullúr sem faðir þinn á og gullhringur og gullnál sem ég á. Fyrir þetta allt ætti að vera hægt að fá að minnsta kosti tuttugu og fimm dollara, ef það væri selt eða veðsett. Svo eru silfurhnífarnir og gafflarnir og silfurbakkinn og silfur- kannan þarna inni“ — Glyde þekkti vel þessa dýrgripi — „bakk- inn einn hlýtur að vera tuttugu og fimm dollara virði. Ég held að við ættum að geta fengið að minnsta kosti tuttugu og fimm dollara fyrir það saman. Mér var að detta í hug, að ef þú —oOo-------oOo— —oOo— -—oOo— ■—oOo—- —oOo-------oOo— BARNASAGAN Himinbjargar saga 4. DAGUR Nú er að segja af ferðum Sigurðar. Hann gekk um fjöll og eyðiskóga og átti langar leiðir. Ekkert hungur leið hann á þessari reisu því Himinbjörg hafði fengið honum malsekk einn. og var það hans náttúra, að aldrei þraut vistir í honum. Hnoðað valt jafnan fyrir, og fylgdi hann því eftir. Einn dag kom Sigurður að sjávarströndu og gekk með henni. Urðu þá fyrir honum hamrar nokkurir fram með sjónum. Þar sá Sigurður hrafna marga og hafði tölu á. Voru þeir fimmtíu. Þeir sóttust á sín á milli, og reif. hver annan, en einn lá á jörðu mjög mátt- farinn. Sigurði þótti þetta undarlegt. Stóð hann við um hríð og horfði á viðureign þeirra. Hann sá spor í hamrana, sem þeir deildu um, og vildu þar allir sitja. Minntist hann þá á ráð stjúpu sinnar. Það varð hans ráð, að hann bjó öllum hröfnunum spor í hamrana og setti sérhvern í sitt spor, en bann veika hrafninn setti hann í það sporið, er þeir höfðu áður um deilt. Síðan gaf hann þeim öllum mat, og voru þeir þá alsáttir. Eftir það gekk hann í burt. En er hann gekk burt, kölluðu þeir eftir hon- um og báðu hann nefna sig, ef hann þyrfti lítils við. Hann kvaðst það gjarnan vilja. Tveir unglingspiltar Framhald af 8. síðu. ræna Teit og átti Guðmundur Fífill uppástunguna. Biðu þeir eftir honum niður við Skóla- vörðustíg og er Teitur kom út tóku þeir hann tali að nýju og gengu með honum niður Ingólfs stræti, inn Sölvhólsgötu og inn í portið milli Nýborgar og Land smiðjunnar. Er inn í portið kom fóru þeir Þórður Guðjón og Teitur að dansa, en allt í einu bregður Þórður fæti fyrir Teit, skellir honum flötum og lemur hann í höfuðið svo hann missir með- vitund. Tekur Guðmundur Fífill þá við og lemur Teit í andlitið þar sem hann liggur hreyfingar laus. Leita þeir nú á honum, finna veskið, taka úr því 1900 kr. en skilja veskið síðan eftir á brjósti hans. Yfirgáfu þeir Teit þama í portinu og án þess að ganga úr skugga um hvort hann væri lífs eða liðinn. v Kaupa áfengi og talta leigubíl. Næst fara þeir félagar að bifreiðastöðinni Bifröst, kaupa þar áfengi af manni nokkrum, taka síðan leigubíl og bjóða upp í hann tveimur karlmönn- um og tveimur stúlkum, er ekki vissu neitt um ránið. Eftir að hafa ekið um stund í bílnum, tóku þau annan leigubíl, keyptu meira áfengi og óku til Kefla- víkur um nóttina. Um kl. 7 f. h. mánudaginn komu þau aftur til bæjarins. Greiddu þeir Þórður og Guð- mundur þá leigubílstjóranum og skildu síðan við samferða- fólkið. Keyptu þeir nú meira áfengi, tóku annan bíl á leigu, óku upp í skíðaskála, létu bíl- inn fara í bæinn, en létu sækja sig uppeftir kl. 1 e.h. Er þeir komu til bæjarins aftur varð þeim fyrst fyrir að fá sér mat á matsölustað, en þar hitta þeir tvær stúlkur og aka þeim heim til þeirra. Kaupa þeir síðan eina flösku af áfengi, fara með hana heim til stúlku, sem þeir þekkja og drekka úr flöskunni. Um kvöld- ið ætluðu þeir félagar í bíó, en voru þá orðnir svo drukknir áð beir hættu við það, en fóru heim til Guðmundar og sváfu þar um nóttina. Að leikslokum. Á þriðjudagsmorgun biðu þeir félagar við dyr Áfengis- verzlunarinnar er opnuð var, keyptu enn áfengi, héldu síðan til Hafnarfjarðar. I Hafnarfirði eru þeir fram yfir hádegi við drykkju, en fara þá til Reykja- víkur og fara á sýningu í Aust- urbæjarbíói kl. 5. Að sýningu ’okinni héldu þeir niður í mið- bæ, en þár tók rannsóknarlög- reglan þá félaga. Játaði ann- ar á sig ránið strax um nótt- ina, en hinn rétt fyrir hádegi í gær. Áttu þeir eftir að eyða 10 krónum af þessum 1900 kr„ sem þeir rændu. Ef það kæmi síld i Hvalísörð? Framhald af 5. síðu. landi eða annar fiskur. Ef við gætum veitt og fullunnið síld, eigum við nákvæmlega eins að geta starfrækt frysti- hús og þurrkhús, í stað þess að leyfa Dönum að hirða af- rcksturinn af auðj okkar. ★ Ef menn hugsa um síM- ina í Hvalí'irði, verður fljótt augljóst hvílík hagfræðileg lok- leysa lánsfjárbanmð er. Það á ekkert skylt við heilbrigt at- vinnulíf, „,jafnvægi“ eða snefil af skynsemi. Það er aðeins aðferð — fyrirskipuð af um- boðsmanni Baiularíkjanna á Is- legum framkvæmdum á ö'lum sviðum, skapa fjölmennan hóp atvinnuleysingja og koma ís- len/.kri alþýðu niður á stig undirokaðra nýlenduþjóða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.