Þjóðviljinn - 21.11.1951, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.11.1951, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 21. nóvember 1951 - þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjorar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjöri. Jón Bjarnason. B’.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Bausasöluverö 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Tillöpr sósíalista um fulla atvinnu Atvinnuleysi er nú þegar orðið mjög víðtækt í flest- um bæjum og þorpum landsins, og alþýða manna horf- ir fram á erfiðasta vetur frá því fyrir heimsstyrjöldina. ef ekki veröa þegar gerðar gagngerðar ráðstafanir til aö tiyggja stórauknar verklegar framkvæmdir. Og eins og sósíaliistar hafa bent á undanfamar vikur eru aðgerðir gegn atvinnuleysinu nærtækar og einfald- ar. Um land allt standa nú ónotuð hin stórvirkustu framleiðslutæki, þun-khús, hraðfiystihús og aðrar verk- smiðjur til að fullnýta sjávaraflann. Öll þessi tæki em sama og ekkert hagnýtt, enda þótt nú sé mikil eftirspurn eftir íslenzkum fiskafurðum á heimsmarkaðnum og allt sem framleitt er hér á landi seljist jafnliarðan. Togar- arnir draga fisk úr sjó með nýjustu tækni, — en fara svo með fiskinn beina leið til útlanda og láta erlenda menn um að vinna úr honum og afla gjaldeyris fyrir vinnsluna! Ráðið gegn atvinnuleysinu er ofureinfaldlega það að togararnir leggi hér upp eins mikinn afla og hægt er að anna. M?ð því móti skapast ekki aöeins mikil at- vinna, heldur stórfelld aukning á gjaldeyristekjunum, og hvorttveggja myndi hleypa nýju fjöri í alt annaö at- vinnulíf landsmanna. Á þessari ofúreinföldu staðreynd hefur verið hamr- að hér í blaðinu látlaust vikum saman, og á þingi hafa sósíalistar að heita má daglega brýnt ríkisstjómina til framkvæmda. En til þess að hægt sé að fullnýta aflann hérlendis þarf ríkisstjórnini aíð tryggja framleiðslunni nauðsynlegt lánsfé. Þaö' er lánsfjárbannið sem rekur út- gerðarmennina til áð flytja afla sinn út óunninn, þeir þurfa að’ koma honum í verð umsvifalaust til þess að geta haldið rekstri sínum áfram. Og eins og sýnt hefur verið fram á margsinnis á lánsfjárbannið’ ekkert skylt við neina skynsamlega fjármálastefnu, það er lokleysa hvernig sem á það er litið. og tilgangur þess .ekki annar en sá áð draga úr íramkvæmdum á öllum sviðum. En þrátt fyrir þetta hefur ríkisstjómin enn þrjózk- azt við allar framkvæmdir í þessu máli, og enn einu sinni hefur það' gerzt aö Alþýðuflokkurinn hefur veitt stjórnarflokkunum stuðning til skemmdai-verkanna. í bæjarstjórn Reykjavíkur hefur afstáða Alþýðuflokksins verið ísú að togararnir gætu ekki lagt upp afla siim hér vegna þess að tap yrði á framleiðslunni og sú afstaða hefur Siðan verið endmtekin í Alþýðublaðinu. Þessi málflutningur Alþýðuflokksins er þó ósannur með öilu. Eins og skýrt var frá í blaöinu í gær hefur togarinn Bjami Ólafsson lagt afla sinn upp á Akranesi til vinnslu undanfarið, og hefur enginn halli orðið’ á starfrækslu hans. Enda sýndi rsynslan síðasta sumar að' einmitt veiðar fyrir hraöfrystihús færa togurunum hinn ákjósanlegasta og öruggasta rekstur og hrað- fxystihúsunum hin beztu starfsskilyrði. Eflaust eru það samantekin ráð hjá þríflokkunum, hvernig þeir eigi að skipta með sér verkum í andstöðunni við tillögur sósíalista. En hitt er svo augljóst mál aö til- lögur sósíalista hafa hlotið fylgi almennings um land allt, og þær tillögur á aö vera hægt að knýja fram til sigurs, ef rösklega er að unnið, og bægja þannig vágesti atvinnu- leysis og skorts frá alþýöuheimilunum á ný. Afturhaldinu hefur stundum tekizt að gera aðgerða- leysi sitt skiljanlegt í augum almennings og kenna for- sjóninni um það sem aflaga fer. En nú er það ekki hægt. Engin rök em tiltæk til að mæla gegn því að sjávar- afli íslendinga sé hagnýttur hér á landi qg þar með tiyggö næg atvinna og stórauknar gjaldeyristekjur. Þess vegna hlýtur stjórnin og stuð'ningsmenn hennar að láta undan í þessu mikla nauðsynjamáli ef á það er lagt nægilegt kapp af almenningi. Ábendingar til veður- stofunnar. Iðnaðarmaður skrifar: ,,Veðurfregnir eru lesnar í út- varp oft é dag og er ekki nema gott um það að segja, enda nauðsynlegt að ýmsar starfs- stéttir þjóðfélagsins, og þá ekki sízt sjómennirnir, hafi sem gleggstar upplýsingar um veður horfur hverju sinni. En einn tilfinnanlegur ljóður er á þess- ari upplýsingaþjónustu veður- stofunnar og útvarpsins. Ég minnist ekki að þess sé nokk- umtíma getið hvort horfur eru fremur á frosti eða frostleysu. Nú er atvinnu og framkvæmd- um margra manna þannig hátt- að að slíkar upplýsingar geta. verið. mjög þarfar og komið sér einkar vel. Enginn steypir t. d. í frosti. Og nú er fjöldi fólks að basla við að koma þaki yfir höfuð sér og sínum í sam- bandi við hinar nýleyfðu smá- íbúðabyggingar. Þessu fólki og mörgum fleirum, sem standa fyrir byggingum, kæmi sérstak- lega vel að fá eins greinargóð- ar upplýsingar og völ er á um hvort frekar eru horfur á auknu frosti eða blota. • Tíðkast erlendis. Hlusti maður á veðurfregnir í erlendu útvarpi er það föst regla að þessu atriði eru gerð sömu skil og öðru veðurútliti. Ég efast ekki um að það vel menntaða og starfshæfa fóik sem annast veðurþjónustuna hér og sér um veðurfregnir út- varpsins, sé fyllilega fært um að sjá um þennan þátt upplýs- inga um veðurútlit, eins og hin erlendu starfssystkini þess gera, Mér er því spurn: Hvernig stendur á því að þetta hefur alla tíð verið vanrækt? En þótt spurt sé er hítt þó aðalatriðið að úr þessu verði bætt og það sem allra fyrst. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra þegar ég skora á veðurstofuna og út- varpið að bæta þessum þætti við véðurfregnimar framvegis. — Iðnaðarmaður". Afleiðing óstjórnar- innar. Verkamaður skrifar: „Und- anfarnar vikur hefur hundruð verkamanna skort vinnu til þess að geta séð heimilum sín- um farborða. Og því miður er allt útlit fyrir að ástandið fari stórversnandi á næstunni. At- vinnuleysið er að leggjast eins og mara á hverja starfsgrein- ina af annarri. Það hefur verið sagt upp í prentsmiðjum, bók- bandsvinnustofum, skrifstofum, verzlunum og verksmiðjum. Þegar svo er ástatt í nóvember hvernig halda menn þá að á- standið verði um áramótin? Það er greinilegt að til full- kominna vandræða horfir. Og það sem verst er: Atvinnuleys- ið og skorturinn sem því fvlgir er heimatilbúið, það er afleiðing af marsjallstefnunni og allri ó- stjórninni, sem núverandi ríkis- stjórn og flokkar hennar er á- byrg fvrir og stendur á verði um. Þennan sannleika þurfa all- ir að gera sér og öðrum ljósan. • Auðvelt úr að bæta. Það hefur ekki farið fram hjá okkur verkamönnunum, sem fengið höfum að reyna atvinnu- leysið undanfarið, að bent hef- ur verið á úrræði sem allir vita að myndu skapa hundruðum manna trygga atvinnu og jafn- framt skapa þjóðarheildinni auknar gjaldeyristekjur. Verka- lýðssamtökin og fulltrúar sós- íalista í bæjarstjóra hafa kraf- ist þess að togarar bæjarútgerð arinnar, sem eru sameiginleg eign allra bæjarbúa, hætti að sigla með aflann óUnninn úr landi, heldur leggi hann hér upp til vinnslu í hraðfrysti- húsum og verkunarstöðvum. Slík ráðstöfun er svo sjálfsögð að engu tali tekur að hún skuli mæta tregðu og f jandskap ráða- manna bæjarins. Þetta hefur verið gert á Akranesi og gefið svo góða raun að þar er at- vinnuleysi óþekkt. m Háskaleg skammsýni. Andstaða meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjóm Reykjavíkur gegn því að þeir togarar sem eru eign almenn- ings í bænum séu notaðir til þess að útrýma atvinnuleysinu og færa þjóðarheildinni meiri björg í bú, hefur vakið mikla athygli og undrun allra sem ég hef rætt málið við. Og það mega þessir herrar vita að framkoma þeirra í þessu máli minnir nú, ekki aðeins atvinnu- lausa heimilisfeður, heldur fjöl- marga aðra bæjarbúa sem skilja hvílíkt böl atvinnuleysið er, á það svo eftirminnilega að því verður ekki gleymt, að það er háskaleg skammsýni og glæframennska að trúa fulltrú- um forréttindastéttarinnar fyr- ir stjórn og rekstri á atvinnu- tækjum í almenningseign. Slík atvinnutæki gegna ekki því hlutverki sem þeim er ætlað meðan þau eru undir stjórn þröngsýnna og skilningssljórra erindreka auðmannastéttarinn- ar, sem láta sig hag og afkomu alþýðu engu skipta. Það er allt útlit fyrir að þessi vetur ætli að kenna mörgum í viðbót að þekkja þennan óhrekjanlega sannleika — Verkamaður". Flugfélag Islaiuls: X dag eru ráðgerðar flug-ferðir til. Akureyrar, Yestmannaeyja, Hellissands, Xsafj. og1 Hóimavikui. -— Á morgun er ásetlað að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja. Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfj. Blöndu óss og Sauðárkróks. ^ , 15.30—16.30 Miðdeg isútvarp. — (15.55 Fréttir og veður- fr.) lð.00 Frönsku- kennsla. — 18.25 Veðurfr. 18.30 Xs- lenzkukennsla; I. fl. — 19.00 Þýzku kennsla; IX. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Útvarpssagan: „Morgun lífsins" eftir Kristmann Guðmundsson (höf. les). — IT. 21.00 „Sitt af hverju tagd“ (Pétl.r Pétursson). 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 „Fram á elleftu stund", saga eftir Agöthu Chrfstte: XI. (Sverrir Kristjánsson sagnfr.). 22.30 Tónleikar: Hljómsveit leikur gömul danslög; Bjarni Böövarss <r. stjórnar. 23.00 Dagskrárlok. ■w Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Svanhildur Lovísa Gunnarsd., Bústaðaveg 59 og Gunnar Gunnars- son, Reykjahlíð 14, starfsmaður hjá Agli Vilhjálmssyni. Frá raimsóknarlögregluiuil Við rannsókn á dauðaslysinu, sem varð á Suðurlandsbraut fyrra miðvikudag hefur það upplýzts að 3 skóladrengir kornu upp í bifreið- ina, sem maðurinn varð fyrir, á gatnamótum Þvottalaugavegar og Suðurlandsbrautar og voru í bif- reiðinni þegar slysið varð, en hlupu þá strax burtu. Rannsókn- arlögreglan biður þessa drengi að hafa samband við sig hið bráð- asta. Frá Þjóðleikhúsinu Gamanleikurinn Dóri verður sýndur í Þjóðleikhúsinu kl. 20 í kvöld i 10. sinn. Æglr, september- október-heftið 1951 er komið út’. Efni: Daéíð Ólafsson: Sjávárútvegurinn 1950. Útfl. sjávar- afurðir 31. ágúst 1951 og 1950. Út- fluttar sjávarafurðir 30. september 1951 og 1950. . i 'Félag Borgfirðinga eystri heldur skemmtifund i Breiðfirðingabúð föstudaginn 23. nóv. kl. 8,30 e. h. GENGISSKRÁNING. Ríldsskip Hekla var væntanleg til Rvíkur. í nótt að vestan úr hringferð. Esja er á leið til Gautaborgar. I-Ierðu- breið fer frá Reykjavík á morgun austur um land til Bakkaijarðar. Skjaldbreið var á Skagaströnd i gær. Þyrill var á Vestfj. í gærkvöld á norðurleið. Ármann fór frá R- vík í gærkvöld til Vestmannaeyja. I.oftleiðír li. f. X dag verður flogið til Akureyr- ar, Hólmavikur, Xsafjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er á- ætlað að fijúga til Akureyrar óg Vestmannaeyja. Eimskip Brúarfoss fór frá Skagaströnd í gærmorgun 20.11. til Langeyrar, Þingeyrar, Tálknafjarðar, Patreks- fjarðar og Akraness. Dettifoss kom til Antverpen 18.11. fer þaðan til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavik 16.11. til London, Rotterdam og Hamborgar. Gull- foss kom til Reykjavíkur 19.11. frá Kaupmannahöfn og Leith. Lag arfoss kom til N.Y. 8.11. ,fer þaðan 22.—23.11. til Reykjavikur. Reykja foss er í Hamborg. Selfoss kom til Rvíkur 19.11. frá Hull. Trölla- foss kom til N.Y. 19.11. frá Reykja vík. Skipadeild SIS Hvassafell fór frá Vestmanna- eyjum 18. þm. áleiðis til Finn- lands. Arnarfell er væntanlegt til Bilbao í kvöld, frá Hafnarfirði. Jökulfell fer frá Reykjavik í dag til Patreksfjarðar. 1 £ kr. 45.70 1 $ USA lcr. 16.32 100 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228.50 100 sænskar kr. kr. 315.50 100 finnsk mörk kr. 7.00 100 belsk. frankar kr. 32.67 1000 fr. frankar kr 46.63 100 svissn.fr. kr. 373.70 100 tékkn. kr. kr. 32.64 100 gyllini kr. 429.90 SÖFNIN: Landsbókasafnið er opið kl. 10— 12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga kl.10—12 og 1—7. Þ.jóðskjalasafnið er opið kl. 10—12 og 2—7 alla virka daga nema laug- ardaga yfir sumarmánuðina kl. 10—12. — Þ.jóðniinjasafnið er lok- að um óákveðinn tima. — Lista- safn Einars Jónssonar er oplð kl. 1,30—3.30 á sunnudögum. — arhókasafnið er opið kl. 10—10 nlla virka datra nema laugardaga kl. 1—4. — Náttúrugripasafnlð er opið kl. 10—10 á sunnudögum kl. Útlvlst barna. Lögreglan hefur beðið blaðið að vekja athygli foreldra og annaiTa forráðamanna barna á því, að samkv. ilögreglusamþykkt bæjar- ins mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20.00 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á al- mannafæri seinna en kl. 22.00, á sama tímabili, nema í fylgd með fullorðnum. Þá er óheimi't að af- greiða unglinga innan 16 ára á veitingastöðum eftir kl, 20,00. nema þeir séu í fy’-gd fullorðn- um sem bera ábyrgð á þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.