Þjóðviljinn - 24.11.1951, Síða 3
Laugardagur 24. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Heraáin Islands er liður í þrauthugsaðri heraaðaráætlun Bandankjastjoraar
Byssysfingir Bandaríkjahers eiga nú að verða
r.
haldbezfu rökin gegn Islendingum
Hernámssamningurinn er til umræðu á Alþingi
þessa dagana, og hefur Einar Olgeirsson, er skipar
minni hluta „varnarsamningsnefndar“ lagt fram ýtarlegt
nefndarálit í málinu.
Fer hér á eftir fyrri hluti nefndarálitsins og fjallar
hann aðallega um sögulegan aðdraganda samningsins.
Mun Þjóðviljinn síðar birta kafla úr þessu merka nefnd-
áráliti Einars.
Afstaöa Sameiningarflokks
alþýSu — Sósíalistaflokksins
gagnvart hernámssamningnum
frá 5. maí 1951 og afstöðu Al-
þingis til að fjalla um hann
var mörkuð í upphafi þessa
'þings með þeirri yfirlýsingu
llokksins, er ég las upp á þing-
fundi 2. okt. og hljóðaði svo:
„Frá því Atþingi var slitið
síftasta vor hafa gerzt þau tíð-
indi í iandi voru, að stjórnar-
skrá iýðveldisins hefur verið
brotin af ríkisstjórninni og
iandið verið ofurselt erlenduni
her, sem að undirlagi ríkis-
stjórnarinnar hefur hernumið
landið.
Afþingi hafa með þessu
stjórnlagarofi verið settir tveir
kcstir.
Annar er sá, að sastta sig við
framið ofbeldi. En engin að-
gerð Alþingis eftir á getur lög-
helgað þann verknað, sem
Valdhafarnir auðsjáanlega ótt-
uðust að aldrei fengist drýgð-
ur, ef þing og þjóð yrðu Iátin
ráðá því áður að lögum. AI-
þingi getur tekið þann kost og
þar með kropið valdinu, svo
sem það gerði á niðurlægingar-
tima þjóðar vorrar hinum
fyrra. En aldrei getur það af-
salað þjóðinni þeim rétti, sem
hún var rænd með stjórnlaga-
rofinu og hernáminu 5.—7.
maí, réttinum til að ráða land-
inu og byggja það ein og frjáls.
Hinn kosturinn er sá, að ó-
merkja aðgerðir ríkisstjómar-
innar og ógilda þar með þann
hernámssamning, sem hún gerði
við eitt sterkasta herveldi
heims, eftir að hafa árum sam-
an þegið fjárgjafir af ríki því
og gert íslenzka ríkið þeim
íjárgjöfuin háð að hennar áliti.
Þessi er sú leið, sem þjóð og
þing fyrr eða síðar munu velja.
Baráttan á Aiþingi mnn því
Mðan af fyrst og fremst mót-
ast af því markiniði, svo sem
var á undanförnum öldum. að
endurheimta til þings og þjóðar
fnllt vald yfir landinu og al-
gert fjárforræði í hendur þjóð-
arinnar. Barátta Islendinga
mun því beinast fyrst og
fremst gegn því herveldi. sern
lagt hefur undir sig landið, og
þeirri Iandstjórn, sem það held-
iir uppi með fé sínu og segir
fyrir verkum.
Ég vil lýsa yfir því fyrir
hönd Sameiningarflokks al-
þýðu — Sósíalistafiokksins í
byriun þcssa þings, að beirri
baráttu verður haldið áfram,
nnz sigur er unninn og hið er-
lenda herveldi verður að sleppa
töknm á þjóð vorri og innrás-
arher þess að hrökklast burt
af landi voru fyrir einlmga
kröfum vonnlausrar en sainein-
aðrar þjóðar vorrar.
Þessa yfirlýsingu vildi ég
flytja hinu fyrsta Alþingi lýð-
veldisins, sem nú hefur störf
sín í hernumdu landi á friðar-
Afstaða flokksins til inni-
balds samningsins var birt opin
berlega 8. maí i vor, strax eftir
hemámið, með yfiríýsingu til
þjóðarinnar, er miðstjóm Sós-
ialistaflokksins gaf út.
Ég hafði búizt við þvi, að
þess yrði kostur að ræða þ^nn-
an samning í nefndinni, svo af-
drifaríkur sem hann getur orð-
ið, en svo varð ekki. Mun ég
nú hér gera nokkra. grein fyr-
ir rökum mínum gegn þessum
samningi.
1. Sögulegur aðdragandi
samningsins.
Island hefur einu sinni áður
gert samning um „hervernd“
við Bandaríkin. Sá samningur
var gerður af ríkisstjórn 25.
júní 1941 og lagður fyrir Al-
þingi 9. júlí s. á., en deginum
áður hafði amerískt herlið stig-
ið á land á íslenzkri grund.
Það hefur síðan verið upp-
lýst, að sá „samningur" var
þannig til orðinn, að ísienzku
ríkisstjórninni voru settir e'ns
konar úrslitakostir að sam-
þykkja þennan „samning" inn-
an 24 klukkustunda, og það
gerði hún. Síðan var hann lagð
ur fyrir Alþingi sem gerður
hlutur. Það Alþingi, er sam-
þykkti hann, hafði enga heim-
ild til þess. Umboð þess frá
kjósendum, er því var gel'ið
með kosningum 20. júní 1937
til fjögurra ára, var runnið út
20. júní 1941. Þrír flokkar
þingsins, Sjálfstæðisflokkurinn,
Framsóknarflokkurinn og Ai-
þýðuflokkurinn, höfðu komið
sér saman um að brjóta stjórn-
arskrána, láta kosningar ekki
fara fram, en veita sjáifum sér
umboð til þingsetu. Þessir sjálf-
kjörnu þingmenn samþykktu
síðan nauðungarsamninginn frá
25. júní. Sumir þeirra fengu
þó ekki dulið andúð sína, svo
sem þáv. þm. Akureyrar, er
sagði svo m. a. í greinargerð
fyrir atkvæði sínu:
„Mun ekki verða hjá þvi komizt
að gera þennan samning við
Bandaríkin, því að hnifurinn er
á barka okkar. Þessi ríki hafa
ráð okkar í henði sér og geta
hannað alla flutninga til lands-
ins, þau geta komið í veg fyrir
það, að við ffetum fiutt einn fisk-
uffpra ur Iandi. og stefnt þannig
fjárhag okkar og lífi í iuettu. Ég
sé því ekki. að koniizt verði hjá
því að samþykkja þetla, og mun
því ekki greiða atkvæði á móti
þessu, þó að ég héldi í fyrsiu, að
ég mundi gera það, og getur
meira að s.eg ja verið, að ég greiði
heinlínis atkvaeði með málinu, þó
að ég geri það nauðugur."
k
Samkvæmt þessum ólöglega
nauðungarsamningi skuldbundu
Bandaríkin sig til að fara með
her sinn burt af ísiandi strax
að stríði loknu.
Er striðinu lauk,- brugðust
Bandaríkin þessu heiti sínu og
rufu þannig samninginn. Kváð-
ust þau skilja hann á annan
veg en Islendingar og .sátu sem
fastast með her sinn hér að
stríðslokum.
En Bandaríkjastjórn sú, sem
nú var tekin við undir forsæti
Trumans, lét sér það ekki
nægja, heldur ætlaði auðsjáan-
lega að hagnýta sér hina ólög-
legu 'iersetu sina á Islandi til
þess að ná varanlegum hern-
aðarítökum á landi voru.
★
1. okt. 1945 fór Bandaríkja-
stjóm fram á þáð við ríkis-
stjóm Islands, að Bandarikjun-
um væru afhentir þrír tiltekr.-
ir staðir á Islandi: Keflavíkur-
flugvöllur, Skerjafjörður ojg
Hvalfjörður — til herstöðva í
99 ár undir algerum bandarisk-
um yfirráðum. Með þessum „til
mælum“ sýndi Bandaríkja-
stjórn, hvað hún hugðist fyrir
gagnvart Islandi: að ná hér
herstöðvum sér til handa.
Þessi yfirdrottnunarstefna hins
ameríska hervalds var þá ekki
hulin neinum átyllum, svo sem
þeim, að Islendingar ættu að
sameinast Bandaríkjunum til
baráttu gegn bolsévismanum,
eins og Hitler hafði sagt vi'ð
þær smáþjóðir, sem hann gerði
sér undirgefnar. Bandaríkja-
stjórn sýndi Islandi klæmar 1.
okt. 1945, án þess að fela þær
í silkiglófa lýðræðisins, svo að
Islendingum má síðan vera
minnisstætt hvað sú stjóm vill
oss.
★
Það er táknrænt um hald-
leysi þeirra átyllna, sem nú eru
notaðar af sömu mönnum, er
höfnuðu kröfum Bandaríkjanna
frá 1. okt. 1945, að bera sam-
an afstöðu Bandaríkjanna ann-
arsvegar og Sovétríkjanna hins
vegar gagnvart Norðurlöndum,
er þau höfðu her í 1. okt. 1945.
Sovétríkin höfðu her bæði í
Noregi og Danmörku 1. okt.
1945. Sovétrikin ■ tilkynntu
stjórnum þessara landa, að þau
færu með her sinn á brott úr
þeim og hófu í sama mánuði
brottflutning hersins og luku
honum bráðlega.
Bandaríkin höfðu her á Is-
3andi 1. okt. 1945 og tilkynntu
þá ríkisstjóm Islands að þau
færu alls ekki burt með hann
fyrr en þeim sýndist, svo og
skeyttu engu um skilning ís-
lendinga á samningnum, en
kröfðust hins vegar herstöðva
til 99 ára.
Síðan hafa Bandaríkin kló-
fest Island sem herstöð og
svælt Noreg og Danmörk inn í
herna'ðarbandalag við sig. Þetta
á svo að heita ágengni frá
Sovétríkjununi!
'k
Ólafur Thors, er var forsæt-
isráðherra 1945, lýsti ágengni
og yfirdrottnunarstefnu Banda-
ríkjanna, er fram kom í kröf-
um þeirra 1. okt. 1945, á þessa
leið í þingræðu 20. sept. 1946
(Alþt. 1946. aukaþing, B. 140):
„1 fyrra báðu Bandaríkln okkur
um Hvalfjörð, Skerjafjörð og
Keflavík. Þau fóru frani á lang:an
leigumála, kannske 100 ár, veg;na
þess að Jiau ætluðu að Iesgrja í
mikinn kostnað. Þarna áttu að
vera voldugar herstöðvar. Við
áttuni þarna engu að ráða. Við
áttum ekki svo mikið sem að fá
vitneskju um, hvað þar gerðist.
Þannlg báðu Bandaríkin þá um
land af okkar Iandi tii þess að
gera það að landi af sínu landi.
Og margir óttuðust, að síðan ætti
að stjórna okkar gamla landi frá
þeirra nýja Iandi. Gegn þessu reis
íslenzka þjóðin.“
Island haínaði kröfum
Bandaríkjanna um her-
stöðvar 1945 oq bauð yf-
irganqi þessa volduga
herveldis byrginn, vegna
þess að Sósíalistaflokk-
urinn var í stjórn og
qerði það að skilyrði
stjórnarsetu, að árás
þessari á sjálfstæði lands
ins væri hrundið. Þá
markaði þjóðina stórhug-
ur og ættjarðarást, sem
einkennt hafði lýðveldis-
stofnunina, og góður
efnahagur hennar og
sæmileg lífskjör voru
raungóður grundvöllur
þess stolts, sem kom fram
í neituninni á því að
beygja sig fyrir ágengni
Bandaríkjastjórnar.
Bandaríkjastjórn mun hafa
orðið jfyrir vonbrigðum, er
benni mistókst að sölsa undir
sig herstöðvar á Islandi 1945.
En því, sem henni mistókst að
ná i einu áhlaupi, hugði hún
nú að ná eftir nokkrum króka-
leiðum og í nokkrum áíöngum.
k
Áfangarnir voru þessir:
1. Með Keflavíkursamn-
ingnum 5. okt. 1946 náði
hún fangstað á íslenzkri
grund nirdir föisku yfir-
skini og klæddi nú hermenn
sína í borgaraleg föt, unz sá
tími kæmi, að hún þyrði að
sýna Islendingum framan í
her sinn einkenniskiæddan
aftur.
2. Með Marshalisamnirgn-
um 1948 tryggði hún sér
yfifráðin yfir efnahagsmái-
nm íslendinga, og síðan hef-
ur lífskjörum landsbúa hrak
að, svo sem reynslan sýnir.
Með því að gera ríldsstjóm
landsins sér háða með h'.n-
um miklu fjárgjöfum, en
leiða hins vegar atvirnu-
le>si og kauplækkanir yfir
almenning, htigðist Bamia-
ríkjastjórn skapa sér fylgi-
spaka ríkisstjórn í landinu,
en brjóía kjark þjóðarinnar
með aukinni fátækt almenn-
irgs. Jafnhliða áfti svo sam
stSHtiir áróður . hinna ame-
rís’vsinnuðu blaða á Islandi
að br.jála svo dómgreind al-
mernings, að Bandarfkja-
st.iórn fengi komið hernað-
aráformum sínum á Islandi
í framkvæmd.
3. Með Atlárzhafssamr-
ingnum 30. marz 1949
trygg'vl Bandaríkjastjórn
sér átyllu þá, sem nú er
vitnað í, til þess að ná her-
s*öðvum þeim, sem Banda-
ríkin allt þetta árahil æti-
uðn sér að klófesta hér.
★
Þó voru bæði Keflavikur-
samningurinn og Atlantshafs-
samningurinn af hálfu formæl-
enda iþeirra einmitt varðir und-
ir því yfirskini, að einmitt væri
verið með þessum samningum
að fyrirbyggja, að herstöðvar
yrðu á íslandi.
Ólafur Thors sagðj 1946 —
Keflavíkursamningnum til varn
ar — í ræðu þeirri, er áður var
vitnað í, þessi orð fyrst um
herstöðvakröfurnar 1945 og
svo um Keflavíkursamninginn:
„Hins vegar töldu lslendingar,
að réttur til herstöðva á lslandi
erlendu ríki til handa væri ekkl
samræmanlegur sjálfstæði lslands
og fullveldi“. — Og svo ofurlítið
síðar: „Að nefna þcnnan samning
(Keflavíknrsamninginn) i sömu
andránni og hið svonefnda her-
stöðvamál er goðgá.“
Bjarni Benediktsson utanrík-
isráðherra sagði um Atlanz-
hafssamninginn í Morgunblað-
inu 22. marz 1949 út af viðræð-
um ráðherranna við Bandarikja
stjórn:
„Við skýrðum rækilega scrstöðu
okkar sem fámennrar og vopn-
iausrar þjóðar, sem hvorki gæti
né vildi haida uppi her sjálf, og
mundum því aldrei samþykkja, að
erlendur her né herstöðvar væru
i landi okkar á friðartímum. I>e-
an Acheson utanríkisráðherra og
starfsmenn hans skildu fyllilega
þessa afstöðu okkar. Er því allur
ótti um það, að fram á slíkt verði
tarið við okkur, ef við göngum
í bandalagið, gersamlega ástæðu-
laus."
★
Nú hafa þessir menn, sem
lýstu sig andvíga herstöðvum
\ Islandi og vopnun íslendinga,
snúið við blaðinu. Nú lýsa þeir
því yfir, að sjálfsagt sé, að
erlent ríki hafi herstöðvar á
Tslandi á friðartímum og helzt
3Ígi Islendingar líka að taka
upp vopnaburð sjálfir.
Þessi snarsnúningur þess-
ara manna gefur tíl kynna,
að þeir hafi vitandi vits sagt
þjóðinni ósatt, er verið var
að blekkja hana inn í hern-
aðarbandalag. Tilgangur
þeirra hafi verið að sefa
hana, unz þeir áræddu að
hieypa erlendum her inn í
Iandið, svo að ofurefli slíks
hers gæti sýnt þjóðinni í
tvo bcimana, ef hún tæki að
mögla. Er það einkum eft-
irtektarvert, hvernig til-
hneigingar Sjálfstæðisflokks
itts tíl fasisma hafa aukizt
síðan hinn ameríski her kom
inn í landið.
Þannig hefur sá hluti þjóð-
arinnar, er trúði þessum mönn
um, verið dreginn á tálar með
ósannindum um fyrirætlanir
Bandaríkjanna, unz Bandaríkja
stjórn þótti tími til kominn að
ráðast með her sinn inn í land
vort, láta ríkisstjórnina sam-
bykkja innrásina og leggja und
;r sig ísland sem herstöð.
Takmaíki því, sem
Bandaríkiastjórn ætlaði
að ná í einu áhlaupi 1.
okt.. 1945. tókst henni
að ná í áíöngum, og var
lokaáfanainn hernámið
7. maí 1951. Eftir það her
nám var átyllunum. sem
veifað hafði verið í kosn-
ingum undanfarið. fleygt
fvrir borð. Byssustingir
Bandaríkjahers áttu nú
að verða haldbeztu rökin
gagnvart Islendingum.
Framhald á 7. aíðu.