Þjóðviljinn - 24.11.1951, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1951, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 24. nóvember 1951 þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjorar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fróttaritstjóri. Jón Bjarnason. B'aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sjómenn kjésa sér stjórn Nú um helgina hefst stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur, og er það f fyrsta sinn sem - kosið verður um lista í því félagi. Undanfariö hefur lýöræöiö 'í félag- inu sem kunnugt er veriö með næsta sérstæöu móti. Kosin hefur verið uppstillingarnefnd á fundi, þegar engir sjómenn hafa verið í landi, nefnd þessi hefur stung- iö upp á einlitri hjörð landliermanna, og síöan hefur sjómönnum veriö sagt aö velja úr! Þessar skrípakosn- ingar voru orönar þjóöarhneyksli fyrir löngu, sjómcnn neituöu í æ ríkara mæli að taka þátt í þeim, og loks skildist stjómarldíkunni í fyrra að ekki væri lengur istætt á þessu fyrirkomulagi og lögunum var breytt, þannig að hægt er að bjóða fram lista á venjulegan hátt. Því gerist sá atburöur nú í fyrsta skipti um langt sksiö að í Sjómannafélagi Reykjavíkur er í kjöri listi starfandi sjómanna, borinn fram af sjómönnunum sjálf- um. Var listinn birtur hér í blaðinu fyrir nokkrum dög- um og er skipaður traustum og kunnum sjómönnum, sem þekkja til hlítar hagsmunamál stéttarinnar og hafa verið virkir þátttakendur í kjaradeilum undanfarinna ára. Þannig eiga sjómenn loks kost á því aö hafa sjálfir stjórn í sínu eigin félagi. og ekki þarf aö efa aö þeir muni hagnýta sér það tækifæri, þrátt fyrir allar tilraunir landherklíkunnar til að halda völdum sínum. Yfirráö sjómanna sjálfra er einnig hin brýnasta nauösyn til að ná góöum árangri í kjaradeilu þeirri sem framundan er og verður fyrsta verkefni hinnar nýkjörnu stjórnar. Sjó- menn þekkja af sárri raun hvernig fariö hefur verið á bak viö þá í kjaradeilum undanfarinna ára, hvernig stjórn félagsins þeirra hefur gert sig seka um hin furðulegustu afglöp og orðið uppvís að nánu leynimal^ki viö atvinnu- rekendur. Hafa samningar þeir sem neyddir hafa verið upp á sjómsnn gefiö hina verstu raun og barátta sjó- manna orðið margfalt kostnaöarsamari en þurft hefði að vera. Sjómenn hafa á undanförnum árum eflt mjög sam- tökin sín á milli og sýnt kapp, þol og dug í kjarabarátt- unni, eins og vænta mátti; þá hefur aöeins skort góða forustu í félagi sínu, forustu úr sínum hópi. Á næstu tveimur mánuðum munu þeir bæta úr því. Örlög Þjóðleikhussins AlþýÖublaðið — afsakiö AB — skýrir í gær frá því aö ríkisstjórnin sé nú undir forustu Björns Ólafssonar menntamálaráðherra að velta því fyrir sér aö leigja Þjóðleikhúsið einhverjum einstaklingi, sem taki aö sér að reka þetta ,.musteri íslenzkrar menningar“ sem bissniss. Mun menntamálaráðherrann vera þessa mjög fýsandi, hvort sem hann hyggur á að gera Þjóðleikhús- iö að einhverri undirdeild í Kókakólaframleiöslu sinni eöa vill afhenda einhverjum starfsbróður sínum musteriö. Tíminn ræöir einnig um Þjóðleikhúsiö í gær og seg- ir að aðsókn sé nú mun minni en í fyrra “og eigi sýning- ar sjómannadagskabarettsins og Zoosirkursins vafalaust þátt í því.“ Blað forsætisráöh. telur sem sagt að Þjóð leikhúsið hafi orðið undir í viðureigninni viö erlenda trúöa, og vissulega má til sanns vegar færa aö Þjóðkik- . húsið hafi tekiö upp viðureignina við þá á nokkuð sér- stæöu sviði. Það sýnir sem sé þrjá skrípaleiki um þess- ar mundir, hvern ofan í annan, — eflaust samkv. vís- bendingu ríkisstjórnarinnar — og þótt sízt skuli amazt viö slíkjum leikjum í hófi og þeir séu prýöilega sýndir, var „musteri íslenzkrar menningar“ ætlaö annað og stærra hlutverk. Umræður ríkisstjórnarinnar um Þjóðleikhúsið og örlög þess sýna glöggt andlega reisn stjórnarflokkanna og viðhorf þeirra til menningarmála. Geti Þjóöleikhúsið ekki keppt meö peningalegum gróða viö Truxa og kon- ung dýranna skal þaö leigt einhverjum gróöamanni sem treysti sér til aö krækja í enn betri trúða en Sjómanna- dagsráðið og SÍBS. Hitt kemur auðvitað ekki til mála aö ríkisstjórnin hvetji Þjóðleikhúsið og efli með nauð- -synlegum fjárframlögum til að standa með sóma undir jjvi tigna nafni sem því yar gefið í öndVerðii. . Friður og vinátta. Móðir skrifar: — „Kæri bæj arpóstur: -— Fyrir nokkrum dögum gafst mér tækiíæri á að sjá nokkrar barnakvik- myndir frá Sovétríkjunum, og þó ég sé ekki lengur barn, varð ég svo hrifin, að ég get ekki stillt mig um að senda þér þessar línur. — Auk þeirr- ar fegurðar í landslagi og lit- um, sem felst í myndum þess- um, eru þær bornar uppi af sérstakri hugsjón — iþeirri hug sjón að friður og vinátta megi ríkja á þessari jörð, sem við byggjum, í stað ófriðar ug sundurlyndis. — Dæmin, sem tekin eru úr dýraríkinu, hvort heldur það er af tömdum dýr- um eða villidýrum merkurinn- ar, túlka öll þennan anda frið- ar og eindrægni. Dýrin hjálpa hvert öðru á hættunnar stund, og jafnvel konungur dýranna, ljónið getur reynzt vinur í raun. Álirifin sem börnin verða fyrir. Allt sýnir þetta betur en nokkur prédikun, hvernig mennirnir gætu líka lifað í friði, ef andi bræðralags og kærleika næði að festa rætur meðal þerra. — Foreldrar góð- ir: Við fréttum daglega af glæpum og allskyns afbrotum, sem framin eru af börnum og unglingum í iþessum bæ. Þó vitum við, áð börnunum okk- ar eru ekki meðfæddar tilhneig- ingar til glæpa. Það er uppeld- ið og þau áhrif, er börnin verða fyrir, sem valda þessu alvarlega böli. Það leikur ekki á tveim tungum, að þær glæpa- og reyfaramyndir, sem kvik- myndahúsin sýna hér ár eftir ár, eiga sína þungu sök. Hið dýrmætasta sem við eigum. Hvernig væri, að allir hugs- andi foreldrar reyndu að sam- einast um ,þá kröfu, að nú yrði stungið við fótum og breyt- ing gerð á í þessu efni? Það er sem sé komið. í ljós, að við getum fengið kvikmyndir, sem ekki ihafa skaðleg — heldur tvímælalaust bætandi — áhrif á siðferði barnanna okkar. — Við erum sammála um, að börn in séu hið dýrmætasta, sem við eigum, og þessvegna verðum við að grípa hvert tækifæri, sem gefst, til þess að beina þroska þeirra á göfgandi og farsælar brautir.— Vafalaust heldur „Mogginn" því fram, að við séum að kenna börnun- um hættulegan ,,kommúnisma“ Hann um það. En ég er þess fullviss, að hann á ekkert það í fórum sínum, sem er börnum og unglingum jafn hollt og mannbætandi eins og þessar rússnesku kvikmyndir. — Móð- ir.“ m Óviðunandí samgöngur milli Geitháls og Lögbergs. Geithálsi og upp að Lögbergi. Hvers á þetta fólk að gjalda, vill forstjórinn gera grein fyr- ir því? Ferðin sem bætt var við kl. 8 að morgni af torginu er alveg gagnslaus. Or fyrri ferðinni frá Lögbergi kemur vagninn kl. 8 á torgið og snýr við upp að Geithálsi. Allir sem fara í vinnu koma með strætis- vagninum sem fer frá Lögbergi kl. 7,30. Seinni ferðina ætti að fara fimmtán mínútur yfir níu. Kvöldferðin er farin fimmtán minútur yfir níu og er það á- gætur tími. Við óskum þess eindregið að allar ferðirnar séu farnar alla leið upp að Lög- bergi. Annað er óviðunandi ranglæti að allra dómi, því frá Geithálsi að Lögbergi er minnst klukkutíma gangur í góðu veðri. — Húsmóðir." Húsmóðir skrifar: ,,For- stjóri strætisvagnanna sýnir í- búunum á leiðinni frá Elliðaám að Lögbergi frámunalegt órétt- læti. I mörg ár höfum við ósk- að eftir að ferðum á þessari leið yrði fjölgað en enga á- heyrn fengið, þar til í haust að 2 ferðum var bætt við, en þær aðeins farnar að, Geithálsi Við sem búum þar fyrir ofan megum ekki njóta þessara samgöngubóta. Þó búa á milli 50 og 60 manns á svæðinu frá Eimskip Brúarfoss fór frá Reykjavík í gærkvö'.d til Boulogne og Amster- dam. Dettifoss fer frá Hull í dag til Reykjavíkur. Goðafoss fór væntanlega frá London í gær til Rotterdam og Hamborgar. Gull- foss fer frá Reykjavík kl. 12 á hádegi í dag til Leith og K- hafnar. Lagarfoss fer frá New York á morgun til Davisvilie og Reykjavíkur. Reykjafoss er í Ham borg. Selfoss fór frá Reykjavík í gær til Isafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar og Sauðárkróks. Trölla- foss er í New York. Vatnajöku’,1 fór frá New York 22. þm. til R- víkur. Ríkisskip Hekla er í Reykjavík og fer þaðan á mánudaginn vestur um land i hringferð. Esja var í Gauta borg í gær. Herðubreið er á Aust fjörðum á norðurleið. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í dag til Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyr- ill er á leið til Reykjavíkur að vestan og norðan. Ármann fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestm,- eyja. Skipadeild SIS Hvassafell fór frá Vestmanna- eyjum 18. þ. m., áleiðis til Hel- singfors. Væntanlegt þangað n. k. mánudag. Arnarfell er í Bilbao. Jökulfell lestar freðfisk fyrir norð vesturlandi. jr t 12.45—13.30 Óska- “>s- lög sjúklinga (B. R. Einarss.). 18.00 Utvarpssaga barn- anna: „Hjalti kem ur heirn" (Stefán Jónsson rith. — IV. 18.30 Dönsku- kennsla II. fl. — 19.00 Enskuk; I. fl. 19.25 Tónleikar: Samsöngur. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og trió. 20.45 Leikrit: „Fabian opnar hliðin" eftir Valentin Corel. Leik- stjóri Þorst. Ö. Stephensen. 22.00 Fréttir og veðurfregnír. 22.10 Dans lög. 24.00 Dagskrárlok. Nýlega voru gefin saman í j hjónaband ung- frú Þórunn Árnadóttir (Pét ' urssonar lækn- is) og Ólafur Sveinsson (Sveins Björnssonar forseta). — Ný- lega voru gefin saman í hjóna- band af séra Sigurði Kristjáns- syni á Isafirði, ungfrú Kristín Jónsdóttir, Súðavík og Oddur Örn- ólfsson, lsafirði. — Ungfrú Hall- dóra Sigurjónsdóttir frá Hafnar- firði og Óli J. Sigmundsson, skipa- smiður, lsafirði. — Ungfrú Ólöf Finnbogadóttir, Kirkjubæ og Guð- mundur Ólason, sjómaður, Isafirði. — Ágústa Magnúsdóttir frá Bol- ungavik og Ólafur Halldórsson, bilstjóri, Isafirði'. — Birna R. Þor- björnsdóttir úr Húnavatnssýslu og Ágúst Jóhannsson, bílstjóri, Isa- firði. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Sonja Emma Plumm og Jón Heið- ar Kristinsson, bóndi Möðrufelli, Eyjafirði. — Ennfremur ungfrú Karólína Kristjana Kristinsdóttir og Sigurður Sigvaldi Sigurðsson, rakari, Hafnarstræti 105, Akur- eyri. — Nýlega voru gefin saman í hjónabgnd af sr. Friðrik J. Rafnar Þorbjörg Helgadóttir og Friðjón Pálsson frá Ártúni í Gler- árþorpi. Helga Margrét Pálsdóttir frá Ártúni og Ásgeir Oddsson, Glerá. — Guðlaug Helgadóttir frá Ólafsfirði og Snorri Halldórsson, Hvammi í Hrafnagilshreppi — I gær voru gefin saman í hjóna- band af sr. Þorsteini Björnssyni, Elíabet Ólafia Sigurðardóttir, Barmahlíð 12 og Símon Þ. Símon- arson, vélstjóri, Þorfinnsgötu 8. Heimili þeirra er að Þorfinnsg. 8. Nýlega hafa opin!- berað trúlofun sína ungfrú Sigríður Halldórsdóttir, verzlunarmær og Þorvarður Guðjóns son, bifvélavirki, Reykjavík. — Fyrirlestur í hátíðasaj háskólans Á morgun, sunnudag 25. nóv., flytur próf. Magnús Már Lárusson fyrirlestur um (dómkirlkjuna í Skálholti. Fyrirlesturinn hefst kl. 2 e. h. og er öllum heimill aðgang- ur. Dómkirkjan. Mess- að á morgun kl. 11 f. h. Séra Jón Auðuns. — Messað kl. 5 e. h. Séra Óskar J. Þorláks- son. — Laugarneskirkja. Messað kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 10,15 f. h. Sr. Garðar Svavarsson. — Fríkirkjan. Messað kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. Sr. Þorsteinn Björnsson. — Nes- prestakaJl, messað í Fossvogs- kirkju kl. 2. Sr. Jón Thorarensen. Faxi, 9. tbl. 1951, er nýlega kominn út. Ingvar Guð- mundsson skrifar: Á ferðalagi um Evrópu; Ragnar Friðriksson: Iþróttaþáttur 1951. Þá eru þættirnir: kvennasíðan; úr flæðarmálinu og pistlar. Þá eru Fréttir frá bæjarstjórninni; Hvað má betur fara? Ennfremur er kvæðið Viðbrögð, eftir Krist- inn Pétursson, myndir o. fl. — Útvarpsblaðið, 14. tbl. er nýlega komið út. Efni: Óskir hlustenda; Útvarpsráðið; Vestur-Isl. sagna- skáld; „The man I love“; Skóla- þátturinn; Smiðurinn listamaður - listamaðurinn smiður; Til ábend ingar; Agatha Christie; Létt hjal; Útvarpdagskráin. — Allmargar myndir. Barnasamlíoman, sem vera átti í Tjarnarbíói kl. 11 f.h. fellur niður. Strandakirkja. Áheit frá G. G. kr. 50.00. Barnakvilcmyndlr í Stjörnubíó Húsmæðradeild MIR gengst fyr- ir sýningu á úrvals kvikmyndum fyrir börn og unglinga á morg- un kl. 10,30 f. h. í Stjörnubíó. Myndirnar sem sýndar verða eru: 1. Jólasveinninn. 2. Telpan fór í Sirkus. 3. Fiskimaðurinn og kona hans, (ævintýri eftir stórskáldið Púskin). Foreldrar ættu að leyfa börnum sínum að sækja þessa ágætu kvikmyndasýningu. Næturlæknir er í læknavarðstofunni, Aust- urbæjarskólanum. — Sími 5030. Ungbarnavernd Liknar Templara sundi 3. Opið þriðjudaga 3,15—4 og fimmtudaga 1,30—2,30. i.KFIt - SFÆl Farin Verður vinnuferð í skál-“ ann á laugardag kl. 6 frá Þórs-j; götu 1. Unnið verður fyrir bas-1; arinn og skálann. — Dansaðl; verður um kvöldið. — Listii! liggur frammi á skrifstofunni.;! Fjölmennið félagar, og skrif-i; ið ykkur á listann. Skálastj.; >

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.