Þjóðviljinn - 24.11.1951, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 24. nóvember 1951
45. DAGUR
'kápa er við mitt hæfi, ég veit það.“ Hún fetti sig og bretti fyrir
framan spegilinn, gleymdi honum algerlega og þeim áhrifum
sem hrifning hennar gat haft á verðið. Svo bætti hún við:
„Hvað kostar hún?“
„Ja, kápan er auðvitað tvö hundruð dollara virði,“ sagði
herra Rubenstein djarflega. Svo tók hann eftir vonbrigða-
skugganum sem lagðist yfir andlit Hortense og bætti við:
„Það eru auðvitað miklir peningar, enda förum við ekki fram
á það verð, hér hjá okkur. Hundrað og fimmtíu dollarar er
okkar verð. En ef þessi kápa væri hjá Jarek, þá kostaði hún það
eða enn meira. Við erum ekki á eins fínum stað og greiðum
ekki eins mikla húsaleigu. En hún er tvö hundruð dollara
virði.“
„Mér finnst það hræðilegt verð, alveg agalegt," sagði Hort-
ense döipur i bragði og byrjaði að klæða sig úr kápunni. Henni
fannst lífið svipta sig öllu sem var einhvers virði. „Hjá
Briggs og Becks eru til margir minkapelsar og bjórskinns-
pelsar fyrir minna verð og meira að segja Ijómandi fallegir."
„Það má vera, það má vera. En ekki þessi loðkápa," sagði
■herra Rubenstein þrjózkulega. „Lítið þér aftur á hana. Sjáið
iþér kragann. Haldið þér í raun og veru að þeir hafi svona
kápu á boðstólum iþar? Þá skal ég kaupa hana handa yður
og selja yður hana á hundrað dollara. Nei, þessi pels er alveg
einstakur í sinni röð. Hann er tekinn upp eftir einum glæsileg-
asta pelsinum sem hægt var að finna í New York í sumar. Það
er stíll yfir honum. Svona flík er ekki á hverju strái.“
„Jæja, hvað sem því líður, þá eru hundrað og fimmtiu doll-
arar meira en óg get borgað,“ sagði Hortense datpur í bragði
um leið og hún fór í gamla jakkann sinn með skinnkraganum
og uppslögunum, og hélt til dyra.
„Andartak. Yður lízt vel á kápuna?“ sagði herra Ruben-
etein ihugandi og þóttist vita að jafnvel hundrað dollarar
væru of mikið fé fyrir hana nema einhver maður kæmi henni
til hjálpar. „Kápan er að visu tvö hundruð dollara virði. Ég
segi yður það eins og það er. Og við seljum hana fyrir hundr-
áð og fimmtíu dollara. En ef þér kæmuð með hundrað tuttugu
og fimm dollara, fyrst yður lízt svona vel á kápuna, þá er ekki
að vita nema þér fengjuð hana fyrir það verð. Og það er
gjafverð. Svona heillandi stúlka eins og þér eruð, ættuð auð
veldlega að geta fengið ótal karlmenn til að kaupa kápuna
handa henni. Ekki myndi ég hika við það, ef ég héldi að það
bæri einhvem árangur.“
Hann horfði á hana brennandi augum, og Hortense skildi
hvað hann var að fara og móðgaðist lítið eitt af því að hann
átti í hlut. En um leið gekkst hún upp við gullhamrana sem
í þessu voru fólgnir. En hún var ekki orðin nógu forhelrt til
—o Oo— ——oOo—
þess að leyfa hverjum sem var að gefa sér gjafir. Alls ekki.
Henni varð að lítast vel á manninn, eða hann varð að minnsta
kosti að vera auðsveipur þjónn hennar.
Og þó, áður en herra Rubenstein hafði sleppt orðinu og
lengi á eftir, fór hún að hugsa um þá vini sína, sem hún gæti
ef til vill fengið til að gefa sér loðkápuna. Tildæmis Charlie
Wilkens — í Orphia tóbaksbúðinni — sem var afar hrifinn af
henni á sinn hátt, en það var annað mál hvort hann léti nokk-
uð af hendi rakna án þess að heimta mikið í staðinn.
Qg svo var Róbert Kain, annar ungur maður — ákaflega
hár, ákaflega skemmtilegur og mjög hrifinn af henni. Hann
Áformað er að hafa
fómstundakvöld
(KVÖLDVÖKU)
í samkomuhúsinu Röðli (uppi) þriöjudaginn 27.
þ. m. kl. 8.30.
BAGSKRÁ KVÖLDSINS ER:
1. Samsöngur með píanóundirleik.
2. Tilsögn í prjóni, hekli og útsaum.
3. Sameiginleg kaffidrykkja.
4. Kvikmyndasýning.
AHar ungar konur og stúlkur velkomnar.
Samtök kvenna.
Tilky nning
frá fjárhagsráði
Umsóknarfrestur um ný fjárfestingar3eyfi fyrir
árið 1952 er til 31. desember næstkomandi. Þurfa
umsóknir að vera póstlagöar fyrir þann tíma.
Umsóknareyðublöö hafa veriö send oddvitum og
bæjarstjórum og í Reykjavík fást þau í skrifstofu
fjárhagsráðs, Arnarhvoli.
Reykjavík, 23. nóvember 1951
Fjárhagsiáð.
y-h-l-l-i-i-i-l-l-i-l-I-M11' I I I-l-i--l--3--I.-I-I.-I--I.-i -J;
—oOo----oOo—
BARNASAGAN
Himinhjargar saga
11. DAGUR
kom með brögðum stólpanum svo fyrir sem skess-
an hafði fyrir mælt og sneri heim eftir það, en Sig-
urður var þar eftir og beið skessunnar. En er hún
kom heim, fóru orð á milli þeirra á sama veg cg
um taflið. Sýndi hann henni stólpann cg hans um-
búnað. Þá mælti skessan: ,,Undarlega miklu getur
þú til vegar komið, þvílíkt barn sem þú ert, cg
víst ert þú eigi einn í leikum. Ilef ég til þessa
verks margan mann sent, og,hefur það engum tek-
izt. En engu að síður skalt þú bó meira til vinna,
ef þú vilt lífi og griðum halda. Ég á uxa einn á
skógi. Þú skalt slátra honum á einum degi og hafa
engan í verki með þér. Þú skalt láta blæða á borð-
dúk minn. Síðan skaltu þvo dúkinn og skila mér
honum svo hvítum sem snjó. Húðina skaltu elta
og skila mér henni svo mjúkri sem ull. Hornin
skalt þú fægja og skila mér þeim svo fögrum sem
gulli og hafa allt betta unnið fyrir þriðju sól.”
Þá mælti Sigurður: „Þetta er einskis manns að
gjöra.” Engu að síður skal höfuð þitt hér við
liggja," segir skessan. Sigurður gekk þá burt og
fann Blákápu og segir henni svo búið.
NÝKOMIÐ
4 stærðir af
hraðsuðupottura.
Einnig sérstaklega góð sæn&k
vöílujárn.
ésáhsldacei
Bankastræti 2.
HúsciæðzadeiZd MI R
larnasýning
1. Jólasveinninn.
2. Telpan fór í cirkus.
3. Fiskimaðurinn og konan hans.
Allt gullfallegar teiknikvikmyndir í litum, sýndar
á morgun, sunnud. kl. 10.30 f.h. í Stjörnubíó — Aö-
göngumiðar seldir í Bókabúö Kron og skrifstofu
MÍR, Þingholtsstræti 27.
Byssustingir
Framhald af 3. sí3u.
Síðan virðist það vera næsti
áfanginn að kenna íslending-
um að beita byssustingjum,
liver gegn öðrum, ef dæma skal
eftir ræðu utanríkisráðherra á
landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins..
Það fyrsta, sem Alþingi
verður að gera sér ljóst við-
víkjandi þeim „samningi“,
er hér liggur fyrir, er, að
hann er frá hálfu Banda-
ríkjastjórnar liður í þraut-
hugsaðri hernaðaráætlun,
framkvæmd á þeim þætti
hennar að leggja ísland und
ir sig í tíð okkar, sem nú
lifum, barna okkar og barna
bama, ef Bandaríkin fengju
framgegnt 100 ára hersetu
sinni, er þau kröfðust 1945.
Reynslan hefur sýnt, að yf-
irlýsingum þeirra manna,
sem nú í 6 ár hafa hjálpað
Bandaríkjunum til að ná ls-
landi á sitt vaW, er ekld
trúandi. Þá yfirlýsingu, er
þeir gefa við samþykkt eins
málsins (t.d. Atlanzhafs-
samningsins) iýsa þeir sjálf
ir ómerka, er þeir hefja
framkvæmd á nasstn fyrir-
skipun Bandaríkjanna gagn-
vart íslandi, svo sem her-
náminu nú.
Ef Island á ekki að bresta
úr höndum Islendinga. og ís-
lenzkt þjóðerni, jafnvel þjóð vor
sjálf, að tortímast, þá verður
að láta staðar numið á þeim
helvegi, sem þjóð vor er
teymd inn á og leiðir til sams
konar niðurlægingar og vér
urðum áður að þola sem ný-
lenduþjóð. Aðeins er þessi ó-
heiliabraut nú gengin miklu
hraðar en eftir 1262.
Skant svertingjana
Framhald af 5. eíðu.
þrýsti á gikkinn, tók í gikkinn,
en skotið hljóp ekki af. Hann
fór með hana fyrir bíiljósin og
lýsti á hana. Hann miðaði
henni á mig aftur og þá hljóp
skotið af. Það fór í gegnum
hálsinn á mér og þá fór að
blæða útum munninn og nefið
á mér .... Ég sagði ekkert og
lét þá ekki vita, að ég var ekki
dauður. Og þá kom eitthvert
fólk . ...“
Þótt augljóst væri, að lög-
reglustjórinn hafði skotið svert
ingjana til þess að drepa þá
en ekki til að verjast árás kvað
líkskoðunarkviðdómur upp
þann úrskurð, að dráp Shep-
herds hefði verið „réttlætan-
’egt“. Dómsmálaráðuneyti
Bandaríkjanna hefur fyrirskip-
að rannsókn á atburðinum.
Togarax
Framhald af 5. slðu.
för um sænsku skipasmíðastöðv
arnar. Hún virðist hafa orðið
ánægð með kynninguna því nú
stendur til að bandaríski fiski-
flotinn panti skip í Svíþjóð fyr-
ir upphæð sem svarar til 135
milljóna ísl. kr.
Qtbreiðið
Þjóðviljann
Til
I liggur leiðin )