Þjóðviljinn - 09.12.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.12.1951, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. desember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 •0*0*0»0*0*0*0#0*0«C*0*0*0*0«0»0*0*0*C*0*0«0*0*0«0«0*0*' 0»0#0«0«0*0»0»0»0«c»0»0«0»0»0«0«0«0»0«0«0«0#0e0«0«0«0«0i '25 ss S2 S2 S2 Valtýr á grænni treyju Jón Björnsson hefur í nýj- ustu skáldsögu sinni tekið sér fyrir hendur að blása lífi í forna morðsögu austan af Hér- aði, lýsa því hverjir málavext- ir hafi getað vrerið, hvernig málsaðilar kunna að hafa verið skapi farnir, hver sú öld var sem myrti Valtý á Eyjólfsstöð- um saklausan af hverjum glæp nema lífi sínu. Að mörgu leyti hefur honum tekizt verk sitt vel. Víkjum t. d. að aldarandan- um. Það er óvíst að raunveru- lega hafi bonum verið farið á þann veg sem höfundur lýsir honum. En það skiptir ekki máli. Hér er ekki um sagnfræði rit að ræða. Hitt skiptir máli að eins og aldarandanum er •lýst gat hann vart hlotið full- nægju nema í ósköpum og hamförum: morði. Þetta er ein- mitt andrúmsloft manndrápsins. Eða Jón sýslumaður Arngeirs- son' — sem höfundur leggur mesta lýsingarrækt við allra sögupersóna sinna; eins og vera ber, því hann er verkfæri í vargshöndum aldarandans í sögunni. Höfundi hefur stund- um hætt til þess Qð mála eina persónu sína hvíta, aðra svarta. En Jón sýslumaður er flekk- óttur; lamaður af andstæðum aldar og eðlisfars, lostinn geig og beyg í þreklítið hjarta sem aldrei skyldi hafa slegið í valds mannsbrjósti. Nafni hans, prest urinn, er' einnig vel gerð per- sóna; meðalmaður sem vex í örðugleikum af því hann hefur bakhiarl í ferskum skilningi á Guði og Kristi, og heilbrigðri samvizku. Það er sömuleiðis kostur og einkenni á Jóni Björnssyni að hann þarf ekki að kreista sögur sínar upp úr sér af „listrænum" skorti á fmyndunarafli, heldur svellur 8aga. hans og flæðir frani af fallar.ai þunga, felur þrungna orku í magni sínu. Hann hefur alltaf ærna sögu að segja, og hún verður stundiim spennandi og tvísýn. Það á við um Valtý á grænni treyju. En það eru líka gallar. Stíll- inn er enn of rislítill. Málið er sums staðar vanmáttugt. Það nær heldur ekki neinni átt að afkastamikill rithöfundur skuli ekki vita að íslenzkan á ekkert orð sem heitir vegsummerki. En hún á prýðilegt orð sem heitir verksummerki. Höfundur fyllir mörg blöð bókar sinnar hugleiðingum frá eigin brjósti. þar sem hann miðar á samtíð sína. Þessar hugleiðingar eru í óhæfilega lausu sambandi við söguna* sjálfa. Höfundi tekst Kyolcg bók banda „æskufólki“ Við varðeldinn, sögur sagð- ar af Baden-Powell, nefnist ný bók frá Setbergi. Það stendur á kápusíðu að hún sé skemmti- leg aflestrar og efni hennar sé hollt börnum og unglingum. Það er undarleg hollusta, furðu leg skemmtan. Þessar sögur fjalla sem sé að langmestu leyti um dýra- veiðar og manndráp. Ein frá- sögn!n er t, d. af BjórarBill, „veiðimanni í Norður-Ameríku" Hann var á bjóraveiðum í Ind- Framhald á 7. síðu. ekki að koma viðhorfi sínu nógu glögglega á framfæri í sjálfum gangi sögunnar. Og þessar íhuganir þyrftu að vera mikiu skarplegar orðaðar. And- kannaleg er þessi setning þar sem ræðir um börn Péturs sýslumanns á Ketilsstöðum: „Eitt þeirra var Sigurður, sem seinna varð sýslumaður og hið fyrsta sjónleikaskáld á Islandi".. Hvernig er hægt að blanda svona saman skáldsögu.og sagn fræði ? I þjóðsögunni segir að hinn raunverulegi morðingi hafi orðið uppvís er hann gekk undir upphengdan framhand- legg hins dómsmyrta, og féllu blóðdropar úr honum í höfuð morðingjans. Þetta atriði þjóð- sögunnar tekur Jón Björnsson óbreytt upp í sögu sína. En þáð getur ekki staðizt í nú- tímasögu sem rekur atburðina eins og þeir gætu raunverulega hafa gerzt. Eitt atriði enn skal drepið á- Er hinn rétti morð- ingi, Valtýr Heigason, játaði glæp sinn löngu síðar kvaðst hann hafa farið í græna treyju til að koma gruninum á nafna sinn, en Valtýr á Eyjólfsstöð- um gekk stundum á grænni treyju. En þar sem þeir þekkt- ust mætavel, Valtýr bóndi og hinn myrti, hafði þetta enga þýðingu, nema morðinginn vissi fyrirfram að fórnarlamb hans gæti stunið þeim orðum upp sem hann er látinn mæla, þegar hann finnst — og þeim einum. Það gat hann auðvitað ekki vit- að. En höfundurinn segir frá þeim orðum snemma í sögu sinni, og sést siðan af undar- legri glapsýn yfir það að þau voru ekki mælt fyrr en eftir að þeir atburðir gerðust sem segir frá í játun morðingjans í lokakaflanum. Skáld mega ekki láta slíkar yfirsjónir henda sig. Þannig fylgja gallar kostun- um. En í heild er samning ,þess arar sögu ekki svo lítið þrek- virki. Þjóðfélagslegu umhverfi, aldaranda og sumum persónun- um er lýst af innsýnni ná- kvæmni. Það er meginkostur verksins. Jón Björnsson er á þroskabraut í skáldsagnagerð. B. B. Furðuvegir ferðalangs Ungur maður rís á fætur og býst til ferðar, af því hann hefur engan frið í beinum sín- um lengur — hvernig sem á því stendur. Hann hefur ferðazt um víða veröld, en nú á hann eftir að sjá Timbúktú. Það er borg i afrískri eyðimörk, svo það er snjallast að hafa það eins og fuglinn: svífa á vængj- um. Þess vegna kaupir ungi máðurinn flugvél í næstu búð, tekur flugmann á leigu, og legg ur af stað. Því hér ganga hlut- irnir eins og í sögu. Þess vegna skiptir fárveður í Atlasfjöllum eða sandstormur á Sahara engu máli, og það er lent heilu og höldnu í Timbúktú. En úr því maður er kominn af stað, þá er eins gott að slá fleiri flug- ur í högginu, og þess vegna fer maður bara umhverfis hnöttinn með viðkomu í París, Konstantínópel, Bagdad, Teher- an, Dehlí, Bangkok, Singapore, Samboanga. Svo siglir maður yfir Kyrrahafið, kemur ,að landi í Kaliforníu, og skrifar bók um för sína meðan maður hefur einhverja eiru í sér. Þessi för hefur verið farin, þessi bók skrifuð. Ferðalangur- inn hét Richard Halliburton, og bókin nefnist í nýrri ísl. þýðingu Furðuvegir ferðalangs. Þýðandi er Hersteinn Pálsson, útgefandi Setberg. Einn er höfuðsannleikur um þessa bók a hún er skrifuð af rithöfundi. Þótt hann sé ekki djúpgáfaður á aimennan mæli- kvarða, fremur en margir aðr- ir menn með listamannsglóð, þá tr hann heldur aldrei veru- lega grunnfær — ekki heldur þó hann sé yfirkominn af lífs- lögnuði og hafi miklar mætur á þarflausum ævintýrum. Mann úð hans er furðulega vakandi, og þó að stórir atburðir ger- izt á hverjum klukkutíma, þá hefur hann tima til að helga átlum fugli heilan kafla í bók sinni. Annan kafla skrifar hann um Gulbeyaz, arabísku stúlk- una sem liann lagði ást við í Fez, þótt hún kynni enga á móti. Niðurlag þess kafla er vitnisburður um snjallan rit- höfund. Hann kann að lýsa rnönnum í fáum orðum, hann skýrgreinir rösklega í andyrð- um, og er aldrei auvirðilegur. Þó hann unni fjöllum og stór- ylðrum og hættum, heldur hann alltaf öðru auganu á mannlíf- inu, og hann er ekki merktur neinni plágu. Þetta er ein bezca ferðabók sem ég hef lesið. Ot- gerð hennar á íslenzku er eft- ir því.------ Svo fór maður i aðra för þegar ró hjartans var úti. En það átti ekki fyrir manni að iiggja að koma aftur. B. B. Ntta eru jólabækurnari Öldin okkar. í Síðari hluti þessa einstæða ritverks fjallar um viðburði > áranna 1931—-’51. Hann er nákvæmlega eins úr garði • gerður og fyrri hlutinn, en lítið eitt stærri. Þessi nýstár- * lega samííðarsaga ætti að vera til á hverju íslenzku * heimili. — Kr. 155,00 ib., 130,00 ób. Aldarfar og örnefni. Sögulegur fróðleikur og örnefnasafn úr Önundarfirði. • Merk bók og fróðleg. Upplag aðeins 400 eintök. — Kr. jj 67,00 ib., 50,00 ób. i • Yngvildur fögurkinn. Söguleg skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson. Efnið er sótt ! í Svarfdælu. — Kr. 60,00 ib., 48,00 ób. | Brúðkaupsferð til Paradí,sar. * Mjög skemmtileg og geðþekk bók eftir Thor Heyerdahl, ] höf. bókarinnar Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf. — í þessari • nýju bók segir frá brúðkaupsferð þeirra hjóna til Suð- • urhafseyja og ársdvöi þeirra þar. Þau höguðu lífi sínu ! að hætti innborinna manna og rötuðu í mörg ævintýri. — Kr. 58,00 ib. « c Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf. Örfáum eintökum af þessari eftirsóttu bók verður skipt milli bóksala um líkt leyti og hin nýja bók Heyerdahls kemur út. Þetta er óvenjuleg bók um óvenjulegt afrek, sem vakið hefur alheimsathygli. — Kr. 65.00 ib. Þegar lijartað ræður. Ný, heillandi skáldsaga eftir Slaughter, höf. bókarinnar Líf í læknishendi. — Kr. 70.00 ib., 48.00 ób. Frúin á Gammsstöðum. Hádramatísk, áhrifamikil og spennandi skáldsaga eftir John Knittel, víðkunnan svissneskan rithöfund. — Kr. 72.00 ib., 50.00 ób. Hertogaynjan. Spennandi skáldsaga um ástir og baktjaldamakk eftir Kosamond Marshall, höfund „Kittýar". Kr. 58.00 ib., 39. ób. Brúðarleit. Viðburðarík, spennandi og ævintýrarík skáldsaga, líkt og Sigurvegarinn frá Kastilíu og Bragðarefur. — Kr. 72.00 ib., 50.00 ób. Sæluvika. Smásögur eftir Indriða G. Þorsteinsson, sem hlutskarp- astur varð í verðlaunasamkeppni Samvinnunnar s. 1. vor. — Kr. 40.00 ib., 30.00 ób. Kennslubók í skák. Mjög góður leiðarvísir um skák eftir Emanuei Lasker fyrrv. heimsmeistara í skák og kunnan rithöfund um þessi fræði. — Kr. 28.00 ib. Ung og saklaus. Skemmtileg og spennandi ástarsaga, ein af Gulu skáld- sögunum. — Kr. 39.00 ib., 26.00 ób. % AuklB orSaforSann IV. Gefnar eru fjórar merkingar á hverju orði og er ein rétt en þrjár rangar. Hver er sú rétta? jór: A) konungur, B) hreindýr, C) hestur, D) reykur. friðill: A) friðsamur maður, B) elskliugi, C) ást, D) lauslæti. blak: A) ósvífni, B) ósannindi, C) hrekkur, D) högg. tejtur: A) glaður, B) heitur, C) ölvaður, D) ódæll. horskur: A) vitur, B) heimskur, C) ósvífinn, D) upp- stökkur. fnykur: A) deila, B) ólykt, C) hnykkur, D) kuldi. svanni: A) karlmaður, B) svanur, C) hvítur hestur, D) kona. skjatti: A) drengsnáði, B) poki, C) ól, D) snærisspotti! rýgur: A) deila, ÍB) verkur, C) kuldi, D) skessa. baðmur: A) tré, B) jarðvegur, C) baðker, D) baðlyf. Ráðningar í þriðjudagsblaðinu. Í2 •o 2S .* 1 2S 2* 1 ss 2; §2 ?2 •c o« •o 2S ,o« •o 25 25 o« •O •o 25 25 -om •o TO* •O 25 52 •o O* •O 25 25 52 25 Handa börnum og unalingum: Anna í Grænuhlíð. Ný útgáfa á þessari afar vinsælu telpnasögu, líklega vin- sælasta bók sinnar tegundar, sem þýdd hefur verið á íslenzku. — Kr. 36.00 ib. Lífið kallar. Mjög góð saga handa telpum og unglingsstúlkum, prýdd myndum. — Kr. 25.00. Ævintýrahöllin. Ákaflega spennandi og skemmtileg saga handa börnum — drengjum jafnt sem telpum. Segir frá sömu sögu- hetjum og í Ævintýraeyjunnni, sem kom út fyrir síðustu jól. — Kr. 38.00 ib. Reykjavíkurbörn. Endurminningar úr Austurbæjarskólanum í Reykjavík eftir Gunnar M. Magnúss. Hér er sagt frá börnunum sjálfum og þeim heimi, sem þau skilja bezt. — Kr. 28 ib. Músin Peres Falleg bók með mörgum litmyndum handa litlu börn- unum. — Kr. 17.00 ib. Músaferðin. Ný útgáfa af þessari fallegu og skemmtilegu bók, sem litlu bömunum virðist þykja vænst um allra bóka. — Iír. 9.00 ób. Goggur glænefur. Skemmtileg saga með fjölda mynda um uppáhaldsvin litlu barnanna. — Kr. 10.00 cb. Sagan af honum Sólstaf. Falleg saga, prýdd fjölda fagurra litmynda, ein fegursta barnabók, sem hér hefur verið prentuð. — Kr. 15.00 ib. Framantaldar bækur fást lijá bóksölum um land allt og beint frá útgefendum. DRAUPNISÚTGÁFAH - ÍÐTOMRÍJTGÁFAN Pósthólf 561 — Reykjavík — Sími 2923 •o o« 25 25 om •25 •S 52 •O o» 52 25 25 5. •O I i 'tl mo om r. 25 25 25 • rt % 52 25 25 cí52525252525252?2S2S2S252S2S2S2S252S2S2S25252?2S2S2S252525252S25252?2S2?252S2S2Sí52S2S252S2S2S2S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.