Þjóðviljinn - 09.12.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 9. desember 1951 þlGWIUINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjorar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri. Jón Bjarnason. E’.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Hitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöiuverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Athyglisvert samræjni Á tveggja ára afmæli Atlanzhafsbandalagsins 4. apríl s.l. hélt Bjarni Benediktsson ræöu í ríkisútvarpið. í ræðu þessari boðaði hann bandarískt hernám lands- ins, og rættist sá fyrirboði mánuði síðar. En ráðherr- ann boðaði meira. Hann skýrði sérstaklega frá því að Norðmenn ætl- uðu að komá upp 270.000 manna her og að það sam- svaraði því að Ísíendingar kæmu upp hjá sér 12.000 manna her. Einnig ætluðu Norðmenn að leggja til her- rnála 6% af þjóðartekjunum, en framlag íslendinga- í sama hlutfalli væri 90 milljónir króna. Þjóðviljinn benti á það þegar aö þessi útreikningur ráðherrans á því hvert framlag íslendinga ætti að vera i hlutfalli við Norðmenn hlyti að vera gerður í ákveðn- um tilgangi, Bjarni Benediktsson væri að boða íslenzkan her og íslenzka herskatta. Var þeim skilningi ekki mót- xnælt í Morgunblaðinu. Síðan hafa ráðamenn Sjálfstæðisflokksins aftur og aftur vikið að þessu sama, og á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins töluðu bæði Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors um nauðsyn hins innlenda hers. Það var þannig augljóst mál að ákveðnar kröfur höfðu þegar verið born- ar fram um þessi mál, og að ráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins höfðu tekið að sér að tryggja framkvæmdina. Frétt hins trausta brezka borgarablaðs Manchester Guardian um hernaöarframlag íslands ætti því ekki að þurfa að koma svo mjög á óvart. Og það er mjög at- hyglisvert að þær tölur sem blaöið segir að nefndar hafi veriö á Rómarfundinum koma mjög vel heim við tölur þær sem Bjarni nefndi í ræðu sinni í vor. Blaðið segir að herforingjarnir heimti 10.000—18.000 manna her af íslendingum, og Bjarni teldi hið „eðlilega“ framlag íslend inga 12.000. Slíkt samræmi er áreiðanlega engin tilviljun. Og þaö er áreiðanlega engin tilviljun heldur að Morgun- blaðið hefur ekki minnzt einu orði á frásögn hins brezka blaðs og ráðherrann sem talaði við páfann hefur ekki borið við að andmæla henni. Með hreinan skjöld Við hátíðleg tækifæri setja stórir og smáir spámenn bandarísku flckkanna á íslandi upp helgisvip og lýsa því yfir að flokkar þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og AB-fokkurinn séu ekki einungis lýðræðisflokkar, heldur lýðræðisflokkarnir, þeir og þeir einir hafi rétt á því virðulega nafni. Og jafnoft er talaö um þingræði, þríflokkarnir séu hinir einu og sönnu þingræðisflokkar. Þessir virðulegu lýðræðis- og þingi-æðísflokkar eigi svo að stríða við vondan einræðisflokk, Sósíalistaflokkinn. í umræðunum um „feimnismál“ þessara lýðræðis- og þingræðisflokka á Alþingi, frumvarpið um að þver- brjóta grundvallarreglur lýðræðis og þingræðis og úti- loka fulltrúa Sósíalistaflokksins í utanríkismálanefnd, minnti Einar Olgeirsson á, að einmitt þessir þrír flokkar væru uppvísir að því að þverbrjóta stjórna'rskrá íslands «g ganga í berhögg við þingræðið á íslandi. Ekki einung- is með hernámssamningnum í vor, eins og sósíalistar teldu, heldur með samsærinu 1941 er þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins fram- lengdu sjálfir umboð sín sem alþingismenn, þvert ofan í skýlaus ákvæði stjórnarskrárinnar, og réðu til lykta hinum afdrifaríkustu málum án þess að hafa til þess umboð frá þjóðinni. Samsærið um þetta valdarán varð ekki að eins miklu tjóni og orðið hefði ef samsæris- ílokkarnir hefðu ekki lent í hár saman, kjaftað frá og sprungið á kosningafrestuninni. Hvergi á ferli Sósíalistaflokksins er nokkurt dæmi þess að hann hafi brotið í bág við stjórnarskrá landsins eins og sannað er á þríflokkana, sem aldrei þreytast á aö dásama ást sína á lýðræði og þingræði. Sósíalista- flokkurinn, einn híúverandi þingfiokka, ber hreinan skjöld, hefur alltaf í baráttu sinni fylgt leikreglum lýð- ræðisins, byggt starf sitt á stjórnarskrá íslands. Dálítiö óþægileg staðreynd fyrir ,,lýðræðishetjur“ í- baldsins, Framsóknar og AB-flokksins. En staðreynd engu að síður. Ljóðabók eftir Ólaf Thors. Morgunblaðið 9. desember 1970: í dag kemur í bókaverzl anir hér í Reykjavík merkileg bók, Ljóðmæli Ólafs Thors. Hafði höfundurinn gengið frá meiri hluta kvæðanna áður en hann lézt, fyrir röskum 17 ár- um, en Jón Jónsson hefur að öðru leyti annazt þessa útgáfu, en Bókaforlagið gefur hana út. Ólafur Thors, hinn mikli for- ingi Sjálfstæðisflokksins, fékkst mikið við kveðskap í tómstund- um sínum. frá margvíslegum störfum fyrir þjóð sína og fóst- urjörð, og mun hann í framtíð- inni verða talinn eitt bezta Ijóð- skáld vort á 20. öld, auk þess er hann tvímælalaust einn glæsilegasti stjórnmálaforingi okkar bæði fyrr og síðar. Sig- urður Bjarnason, hinn áhuga- sami listafrömuður vor Islend- inga, mun skrifa ýtarlegan rit- dóm nm Ljóðmælin hér í blað- ið, innan skamms. Fregn sem aldrei birtist. Það er aðeins einn galli á þessari fregn: hún mun aldrei birtast. Ólafur Thors er ekki einu sinni brot af hagyrðingi, og Sigurður Bjarnason verður heldur aldrei neinn frömuður menningar né lista. Gn sú var tíðin að íslenzkir stjórnmála- menn ortu. Órækast dæmi um það er Hannes Hafstein, fyrsti íslenzki ráðherrann, en eftir hann er einmitt nýkomin á markað stór Ljóðabók, þrjátíu árum eftir lát hans. Hann var uppi á þeim tíma þegar foringj- ar þjóðarinnar voru enn i sam- bandi við söguna og landið og þjóðina, þegar ekki var hægt að vera leiðtogi á Islandi án þess að gæta arfsins og and- ans. Hannes Hafstein var einn í þeim hópi. Nokkur kvæði hans munu fylgja okkur alla daga meðan við heitum menn og þjóð. Líkt — en einkum ólíkt. Hannes Hafstein og Ólafur Thors eiga það sameiginlegt að vera miklir fyrirferðar í sam- tíð sinni. Að öðru leyti er þeim ólíkt farið. Áhugamál Ólafs Thors liggja einkum á sviði saltfisks og dollara og kænsku- bragða. Aðsópsmesti eiginleiki hans er sprellimennskan. Á svipáðan hátt er öðrum for- ustumönnum okkar í borgara- fylkingunni farið. Þegar yið bros um að hinni uppdiktuðu frétta- klausu um Ijóðmæli Ólafs Thors, þá felst í þeirri kímni ábending til okkar um það að láta ekki stjómast um of af slíkum manni né hans líkum. Stjórn- málamenn á íslandi þurfa að bera mikið skyn, já, hafa nána þekkingu á iðnaði og landbún- aði. En þeir þurfa líka að vera sögumenn og áhugamenn um listir og menntir. Og það hefði mikla þýðingu ef þeir gæfu út kvæðabækur. En Ólaf- ur Thors heldur áfram að sprella, velta fyrir sér dollur- um — og bregðast. En Ljóða- bók Hannesar Hafsteins stend- ur. Enda var það hann sem kom með símann inn í landið, en Ólafur mat frelsið til fiska og gerði það að útflutnings- vöru. unsárinu, birtist í bókmennta- blaðinu Gandi, fyrir rúmum mánuði, hefur það sofið svefni hinna réttlátu. Ég var nú að búast við að eins yrði með Morgunblaðið, sem birti það án leyfis tveimur vikum síðar, en það er ,,velvakandi“ ennþá eins og allir vita. Ég vildi nú ráðleggja hinum velvakandi Göngu-Hrólfi að setjast niður og fá sér hænublund. Honum hlyti að „ganga“ betur að hugsa á eftir. Hannes minn á horninu er upp á kant við ó- rímuð Ijóð og segir að þjóðin hafi dæmt þau til dauða, eins og Alþýðublaðið sálaða. Nú vildi ég biðja A.B. (Atómskáld- ið Benjamín) að starta Kádil- jáknum og aka þangað sem Göngu-Hrólfur Morgunblaðsins kúrir í króknum. En fyrir alla muni: vektu hann ekki, Hannes minn. Skrifaðu heldur upp það sem hann hrýtur. Miðgarði 6. desember 1951 Jónas E. Svaíar“. ★ Loftleiðlr h.f.: 1 dag verSur flogið til Vest,- mannaeyja. Á morgun verSur flogið til Akureyrar, Bilduda's, Isafjarðar, Patreksfjarðar, Vest- mannaeyja og Þingeyrar. Sldpaútgerð ríkisins Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er í Álaborg. Herðu- breið er á leið frá Austfjórðum til Peykjavíkur. Skjaldbreið var væntanleg tii Rvíkur í gærkv. l’rá Breiðafirði og Vestfjörðum. Þyrill er á Austfjörðum á suðurleið. Ar- mann átti að fara frá Rvík í gær- kvöldi til Vestmannaeyja. Skipadeild SIS Hvassafell fór frá Stettin í gær áleiðis il Akureyrar með viðkcmu í Khöfn. Arnarfell er vænrinlogt til Aimeria í kvöld frá Valencia. Jökulfell er væntanlegt til i'iew York n. k. þriðjudagsmorgur, frá Rvík. 11.00 Morguntón. leikar (pl.) 13.00 Erindi um málara- iist; síðari hluti (Hörður Ágútsson listmálari). 14.00 Messa í kapellu Háskólans (séra Jón Thorarensen). 15.15 Fréttaút- varp til Islendinga erlendis. 15.30 Miðdegisútvarp. — Útvarp frá síð- degisskemmtun í Þjóðleikhúsinu: a) Guðmunda Elíasdóttir syngur; Fritz Weisshappel leikur undir. b) ZEvar Kvaran leikari les smásögu og ljóð eftir Per Lagerkvist. c) Fritz Weissliappel, Jón Sen og Einar Vigfússon leika. 18.30 Barna tími (Þorsteinn Ö. Stephensen). 19.30 Tónleikar: Fritz Kreisler leikur iög eftir sjálfan sig (pl.) 20.20 Tónlist með tilbrigðum. 20.35 Erindi: Uppruni og innflutningjir íslenzku flórunnar; III. Aðfluttur gróður frá landnámstíð (Steindór Steindórsson menntaskólakennari) 21.05 Einleikur á píanó; Árni Kristjánsson leikur sónötu í f-moll op. 2 nr. 1 eftir Beethoven. 21.25 Upplestur: „Einum unni ég mann- inum", sögukafli eftir Árna Jóns- son (Andrés Björnsson). 21.45 Einsöngur: Helen Traubei syngur lög eftir Wagner o. fl. (pl.) 22.05 Danslög: a) Ýmis danslög af plöt- um. b) 23.00 Danshljómsved Björns R. Einarssonar leikur. — 23.30 Dagskrárlok. Með ósk um sælar hrotur. Útvarpið á morgun 18.15 Framburðarkennsla í ensku. , 18.30 íslenzkukennsla; I. fl. 19.00 Jonas E. Svafar sknfar. Þýzkukennsla; II. fl. 19.25 Þing- „Kæri Bæjarpóstur. Síðan fréttjr. Tóniejkar. 20.20 útvarps- kvæði mitt, Það blæðir úr morghljómsveitin; Þórarinn Guðmunds- son stjórnar. 20.45 Um daginn og veginn (Gylfi Þ. Gíslason próf.) 21.05 Einsöngur: Benjamino Gigli syngur (pl.) 21.20 Erindi: Höfuð- borgin i dag og í gær (Thorolf Smith blaðamaður). 21.45 Búnað- arþáttur: Gisli Kristjánsson rit- stjóri ræðir við Pétur Jónsson bónda .í Reykjahlið við Mývatn. 22:10 „Fram á elleftu stund“, saga eftir Agöthu Christie; XIX. (Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur). 22.30 Danslög (pl.): a) Artie Sha\y og hljómsv. hans leika. b) Dixieland-djass. 23.00 Dagskrárlok. MESSUR 1 DAG: Dómkirkjan. Messa á kl. 11 f. h. Sr. Jón Auðuns. Messa kl. 5 e. h. Sr. Ósk- ar J. Þorláksson. Fríkirkjan. Messa kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. Séra Þorsteinn Björnsson. Nesprestakall. Messað í kapellu Háskóians kl. 2 e. h. Séra Jón Thórarensen. Óháði fríkirkjusöfn- uðurinn. Messað í Aðventkirkjunni kl. 2 e. h. Séra Emil Björnsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e. h. Garðar Svavarsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 10.15 f. h. Séra Garð- ar Svavarsson. — Kaþólska kirkj- an. Hámessa kl. 10 og prédikun og blessun kl. 6 s. d. Kvenstúdentafélag Islands heldur fund mánudagskvcldið, 10. des., kl. 8.30 að Skipasundi 21 (uppi). Anna Ólafsdóttir hefur framsögu um réttarsöðu konunn- ar í þjóðfélaginu. Gullbrúðkaup áttu í gær hjónin Kristín Friðriksdóttir og Hmrik B. Þorláksson, fyrrum kennari, Flateyri í Önundarfirði. í gær voru gef- in saman í hjónaband Helga Svava Viggó ,dóttir og Guðmundui’ Helgason, pípulagningamaður. — Heimili þeirra verður að Lauga- vegi 101. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Guðmundsdóttir, Grettisgötu 2.) og Kormákur Sigurðsson, stud. theo!., Njálsgötu 77. Heimili ungui hjón- arma verður að Miðcum 11. — Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki — Sími 1760. Kynleg bók Framhald af 5. síðu. díánahéraði, einn fulltrúi þess kynflokks sem kúgaði rauð- skinnanna og brytjaði þá niður. Nú tóku Indíánarnir sig til og brenndu skýli hans til ösku að honum fjarverandi, og höfðu eigur hans á brott með sér. Þeir voru fjórir saman, og Bill komst á slóð þeirra í skógin- um; og iétti ekki fyrr en hann hafði skotið þrjá þeirra við varðeldinn í myrkrinu. En sá fjórði flýði. Og Baden-Powell lýkur sögunni á þessari yndis- legu ályktun: „Þannig tókst „Bjóra-Bill“ að heimta allar eigur sínar aftur“. Á öðrum stað segir af Englendingi nokkr um sem var á snípuveiðum í Indlandi, því alltaf þarf þetta pakk að standa í slaktaríi. Eitt sinn gekk hann eftir flóðgarði yfir hrísgrjónaakur. kafinn vatni. Þá kom Indverji á móti honum. Þeir þurftu að fara gætilega á garðinum er þeir mættust. En Englendingurinn gerði sér lít.ið fyrir og hratt þeim indverska út af garðinum niður í vatnselginn. Það er sem sé „nauðsynlegt að minna þú (Indverja) á það öðru hverju, að þeim ber að virða hina ensku yíirboðara sína ....... eins og sögumaður orðað það svo fagurlega. Auðvita'ð þarf ekki að taka fram að hvergi vottar fyrir neinni listameiinsku í þessum sögum. Islenzkt 'æsku- fólk mun íyrirlita þær. B. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.