Þjóðviljinn - 12.12.1951, Qupperneq 1
Eldliúsumræður
í kvöld
v'w*?
Eldiiúsuinræður frá AI-
þingi vérða í kvöld og
annað kvöld, og er þeim
útvarpað samkvæmt þing-
sköpum.
Seglr ríkisstfórz&m af sér?
Steingrímuz og Eystelnn gerðu að fráfararatriði samþykkt tiil. um fjórðung
söluskattsins til bæjar- og sveitarfélaga
Sósíalistar, AB-memi og 6 íhaldsmemi samþykktu til-
lögima eugu að síður!
Afgreiðsla frumvarpsins sem felur í sér framlengingu
sðluskattsins varö óvænt allsögulegur við 2. umr. f neðri
deild í gær.
Þegar kom til atkvæða breytingartillaga frá Gunnari
Thoroddsen um að fjóröungur söluskattsins renni til
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, reis Steingrímur Steinþórs-
son forsætisráöherra upp og lýsti yfir því að hann „tæki
ekki við tillögu sem þessari“. Eysteinn Jónsson tók enn
skýrar til oröa, lýsti yfir aö hann segði af sér ef tillögur
Gunnars yrðu samþykktar.
Síðan voru tillögur Gunnars samþykktar með 16 : 14
atkvæðum að viöhöföu nafnakalli, og stóð allur Fram-
sóknarflokkurinn eins og veggur gegn því að sveitar- og
bæjarfélög fengju fjóröung þessa rangláta skatts, — af-
staða sem líklegt er að verði sérstaklega tekið eftir á
stöðum eins og Akureyri og Vestmannaeyjum þar sem
Framsókn bægslast mest sem „bæjarflokkur“.
Þessir alþingismenn voru
með tillögunni: Áki Jakobsson,
Ásgeir Ásgeirsson, Ásmundur
Sigurðsson, Einar .Olgeirsson,
Emil Jónsson, Gunnar Thorodd
sen, Gylfi Þ. Gíslason, Jóhann
Hafstein, Jónas Árnason, Jón-
as Rafnar, Kristín Sigurðar-
dóttir, Lúðvík Jósefsson, Sig-
urður Ágústsson, Sigur'ður
Guðnason, Sigurður Bjarnason.
Þessir voru á móti því að
Brefa? styðja Maian
Tvveedsmuir íávarður brezki
fulitrúinn í verndargæzlunefnd
þ'ngs SÞ lýsti í gær yfir van-
þóknun sinni á þeirri ákvörðun
nefndarinnar, að bjóða höfðingj
um ættflokka svertingja í Suð-
vestur-Afriku að gera grein
fyrir kærum sínum á hönd kyn-
þáttakúgunarstjórn Malans í
Suðvestur-Afriku.
fjórðungur söluskattsins rynni
til bæjar- og sveitarfélaga:
Andrés Eyjólfsson, Ásgeir
Bjarnason, Eysteinn Jónsson,
Gísli Guðmundsson, Halldór Ás
grímsson, Helgi Jónasson, Ing-
ólfur Jónsson, Jón Gíslason,
Jón Sigurðsson, Jörundur Bryn
jólfsson, Páll Þorsteinsson, Pét-
ur Ottesen, Skúli Guðmundsson,
Steingrímur Steinþórsson.
Verður fróðlegt að sjá
hvernig ósamkomulagið á kær-
leikshoimili dýrtíðarflokkanna
þróast. Kannski sé nú komið
að því a'ð óhætt sé að láta
springa, fyrst búið er að lemja
landráðasamningana í gegnum
Alþingi með nær algerri hand-
járnun þríflokkanna. — En
veríi samið er óneitanlega líka
fróðlegt að sjá hver flokkur-
inn verður látinn kyngja stór-
yrðunum.
fsefyr verl
Þiitgmenst Sjáifstæðlsflokksins,
Framséknar og Aiþýðuflokksins
samþykkja hernámssamningatta
Frumvarpið, sem á að veita
landráííasarnningmim um hcr
nám Islands lagagildi var af-
greitt sem lög á fundi efri-
deildar Alþingis í gær.
Allir viðstaddir þingmeim
Sjálfstæðisflckksins, Fram-
sóknar og Alþýðuflokksins
tóku á sig þá þungu ábyrgð
að leggja nafn sitt við sam-
þykki þcssara örlagaríku
samninga, nema PÁLL ZÓP-
HÓNÍASSON, hann greiddi
ekki atkvæði.
Aðeins einn treysti sér til
að vera fjarverandi, Her-
mann Jónasson, en hann er
samábyrgur meðráðherrum
síiium um gerð samning-
anna.
Gcgn frumvarpinu greiddu
atkvæði þingmenn Sósíalista-
flokksins, Brynjólfur Bjarna
son, Finnbogi Vaidimarsson
og Steingrímur Aðalsteins-
son.
Þannig var Iokið við að
vinna hið versta verk og níð-
ingslegasta sem Alþingi Is-
lendinga hefur unnið. Smán
þeirra alþingismanna, sein
að því unnu mun uppi með-
an fslandssaga er til.
fslenzka þjóðin ber enga
ábyrgð á þessum landráða-
samninguin. Hún mun heyja
hina nýju sjálfstæðisbaráttu
sína til sigurs, hversn löng
og erfið sem sú barátta
verður.
Þingkeimiir berst
í Teheran
Þegar Iransþing kom saman
til fundar í Teheran í gær
gerðu stjórnarandstæðingar óp
að Mossadegh forsætisráðherra
svo að hann varð að hrökklast
út úr þingsalnum. Laust þá í
bardaga milli þingmanna en
fundi var slitið og þingverðir
látnir ryðja salnn. Fundur var
settur á ný og Mossadegh gaf
skýrslu, iþar sem hann játaði,
að .ekki væri annars kostur
sem stendur en að hætta við
að hefja olíuframleiðslu og
sætta sig við þröngan kost.
Kvað hann bandaríska utanrík
isráðuneytið vera í vasanum á
brezkum féndum Irans, Mc
Ghee aðstoðarutanríkisráð-
herra, sem fór með málefni
Miðausturlanda, liefði orðið að
láta af störfum vegna þess að
hann var vinveittur Iran. Eftir
þingfundinn reyndi trylltur
múgur að ryðjast inní þinghús-
ið til að myrða stjórnarand-
stöðuiþingmennina, sem hafast
þar við.
Krafizt aukinna
hervæðingarfórna
Þriggja manna nefndin, sem
A-bandalagsráðið skipaði til að
rannsaka hervæðingargetu
bandalagsríkjanna hefur skila'ð
skýrslu. Segir „New York Tim-
es“ áð þar sé krafizt aukins
hervæðingarframlags af megin-
landsríkjunum í Vestur-Evrópu,
einkum Danmörku og Belgíu,
en einskis af Bandaríkjunum
og Bretlandi.
Kjarnorkuver
V.-Evrépu
Þýzki nóbelsverðlaunamaður-
inn Werner Heisenberg, sem
gerði mikilvægar uppgötvanir í
þeirri keðju, sem leiddi til
beizlunar kjarnorkunnar, skýrði
frá því í gær, að í ráði væri
að koma á fót sameiginlegri
kjarnorkurannsóknarstö'ð fyrir
Vestur-Evrópu. Sagði hann að
engin líkindi væru til að hvert
ríki gæti útaf fyrir sig komið
upp þeim kostnaðarsömu tækj-
um, sem með þyrfti til að halda
í við Bandaríkin og Sovétríkin
á kjarnorkusviðinu.
FlugvélatapiS í Kóreu
Bandaríska herstjórnin í Kór
eu hefur skýrt frá því að frá
upphafi Kóreustríðsins hafi
hún misst 583 flugvélar en
eyðilagðar hafi verið 308 fyrir
norðanmönnum.
PadiIIa Nervo, íulltrui Mexíkó, í forsetastóli á þingj SÞ.
afvopnunar róðstef nu
í gær flutti Padilla Nerv
málanefnd þingsins skýrslu
veldanna um afvopnunarmá
tntxs***-
Nervo, sem var í forsæti á
fundum stórveldafulltrúanna,
skýr'ði frá því að viðræcurnar
hefðu verið vinsamlegar og op-
inskáar. Reynzt hefði samkomu
lag um nokkur atriði en þó
þýddi ekki að dyljast þess, að
um víðtækan ágreining væri að
ræca.
Fulltrúarnir urðu sammáia
um að sett verði á stofn tólf
ríkja nefnd, sem, starfi á veg-
um öryggisráðsins, og reyni að
semja innan þriggja mánaða
afvopnunartillögur, sem síðan
verði lagðar fyrir alþjóða af-
vopnunarráðstefnu.
'o, forseti þings SÞ, stjórn-
um viöræður fulltrúa stói'-
lin.
Tillögurnar eiga að fjalla um
algert bann við kjarnorkuvopn-
um og takmarkanir á öðrum
vopnabúnaði, eftirlit með að
banninu og takmörkununum
sé hlýtt, framtal vopnabirgða
og herstyrks og eftirlit með að
það sé rétt.
Ósamkomulag er enn á milli
Vesturveldanna og Sovétríkj-
anna um hvort byrjað skuli
á því að banna kjarnorkuvopn
eða takmarka annan vopnabún-
að og hvort eftirlit skuli látið
koma til framkvæmda á undan
eða eftir banni.
Fnimvarp Eitiars öigeirssonar fellt
í nelri deild
Við 2 umr. frumvarps Einars Olgeirssonar, um afnám
útflutningseinqkunarinnar samþykktu þingmenn íhalds
og Framsóknar í neðri deild aö fella frumvarpið.
Var lærdómsríkt aö sjá „forvígismenn frjálsrar verzl-
unar“ í báöum flokkum leggjast á eitt til aö drepa þess-
ar einu tillögur sem fyrir þessu þingi liggja. um raun-
verulega rýmkun þeirra einokunarhafta sem nú þjaka
þjóðina.