Þjóðviljinn - 12.12.1951, Side 5

Þjóðviljinn - 12.12.1951, Side 5
Miðvikudagur 12. desember 1951 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Halldór Kilian Laxness: Þoð sem okkur nútímamöiuium er nczuösynlegt öllu öðru fremur er «ð gera stríð éhugsandi Góðir áheyrendur; kæru nor- rænu vinir: Ég vildi mega.látaí ljósi ánægju mína sem íslend- ingur yfir því að vera hér staddur og hafa mátt eiga þátt í boðun norræns fundar til að ræða mál sem er slík lífsnauð- syn nú á tímum: baráttuna gegn stríðsæsingum og stríðs- undirbúningi, sköpun norrænna þjóðlegra siðgæðisvarna gegn því stríðsæði sem erlend öfl þyrla upp og nú steypist í holskeflum inn yfir landamæri okkar. Ég vildi einnig leyfa mér að minna á að ég kem frá norrænu landi sem hefur hlotið þann heiður, auk inn- fluttra stríðsæsinga, að fá inn- flutt herlið, og þetta herlið er nú að byggja risavaxin her- virki til að imdirbúa hemað- araðgerðir, er beina á frá frið- sömu ættlandi mínu gegn lönd- um og þjóðum sem óhugsandi er áð íslendingi gæti nokkurn tíma dottið í hug að fjand- skapast við. Þessi stofnun er- lendra herstöðva á Islandi er í sjálfri sér árásaraðgerð gegn íslenzku þjóðinni; og þegar bent er á að íslenzkir stjóm- málamenn og meirihluti Al- þingis hafa samþykkt þetta er- lenda hernám, má bæta því við, að hernaðarbandalag, og það á friðartímum, milli fámennustu og friðsömustu þjóðar heims — algjörlega vopnlausrar þjóð- ar, þjóðar sem hvergi á hnett- inum á sér óvini — og mesta herveldis veraldar á hinu leit- inu, er ekki og getur ekki orðið annað en ónáttúrleg athöfn, skynsemdarlaust atferli, fjar- stæða. Hér er ekki heldur um annað að ræða en skipun póli- tísks ofbeldis. Hernámið er engu fremur en önnur fyrir- brigði pólitísks ofbeldis neinn grundvöllur skynsamlegra rök- ræðna þar sem tíndar séu til hárfínar röksemdir 'með og móti; hins vegar er það stað- reynd, og skelfilegar afleiðing- ar þessarar staðreyndar sem fram undan geta verið, eru deg- inum ljósari. Og einmitt við þessum skelfi- legu afieiðingum, sem allur stríðsundirbúningur hlýtur að öllu sjálfráðu að hafa í för með sér, viljurn við revna að finna ráð á þessum fundi, ráð sem geti bægt þeim frá og komið í veg fyrir þær. Á síðustu öldum hafa vís- indin unnið mikil afrek í bar- áttunni við aliskonar mein og þrengingar, sem hafa þjakað mannkyninu frá upphafi alda, eins og hinar ægilegu drepsótt- ir er hrjáðu þjóðir fyrri tíma og lögðu lönd í eyði. En ein er sú landplága sem geisað hefur í heiminum öldum saman og kostað meiri fórnir í manns- lífum og mannlegri hamingju en allar drepsóttir heims sam- anlagðar, svo að andspænis henni blikna allar aðrar land- plágur og ógnir og virðast einskis verðah: og þessi land- plága umfrani allar aðrar er tilvist stríðsóðra valdhafa í mannlegu félagi, eins og þeir rikja og rázka hér og þar í heiminum. Þessir ofvöxnu slagsmálahundar eru einmitt hættulegir vegna þess, að þeir hafa alltaf kunnað að afla sér náuðsynlegra tækja, engu síð- ur en nauðsynlegrar áróðurs- vélar, til þess að geta tekið til við eftirlætísiðju sína með góð- um árángri: múgmorð og eyð- ingu menningár\Terðmæta. Að til getur orðið á þessarí öld okkar, sem unnið hefur svo mikla sigra í baráttunni við banvæna gerlasjúkdóma, fyrir brigði eins og Hitler, eða, eins og á þessum allra síðustu tím- um, dýrkendur atómsprengj- unnar, mannlegar verur, sem í heyranda hljóði, í útvarpi og heimsblööum, velta fyrir sér ráðagerðum um að gjöreyða miklum hluta af íbúum jarðar, og romsa hispurslaust upp úr sér nöfnum stórborga sem þeir ætla sér að atómsprengja ef á þarf að halda, — þetta sýnir vissulega, að í atriði sem skipt- ir öllu máli fyrir varðveizlu mannkynsins erum við ekki T#»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»^ NORRÆN friðarráðstefna var haldin í Stokkhólmi frá 30. nóvember til 2. desember og sóttu liana á sjöunda hundrað fuiltrúa frá lslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregl og Svíþjóð. Að kvöldi fyrsta ráðstefnudagsins var haldinn opinber fundur, þar sem fulltrúar gest- anna fluttu ræður, Halidór Kiljan Laxness frá lslandi, sósíaidemokrataþingmaðurinn Jaeob Friis frá Noregi, séra Uffe Hansen frá Danmörku og Errki Saloma, ritstjóri frá Finnlandi. — Ræða Halldórs birtist hér. komnir lengra en á dögum Djengis khans og Tamerláns. Það sem okkur nútímamönnum er nauðsyn öllu öðru fremur er áð gera stríð óhugsandi. Við verðum að finna ráð og leiðir til þess að einangra þá vald- hafa sem í stað lausnar vanda- mála vilja grípa til múgslátr- unar á mönnum. Meðan tími er til verðum við að taka upp baráttu gegn þvaðri stríðsæs- ingamannanna um að stríð sé óhjákvæmilegt, verðum að leit- ast við að útrýma því vonleysi í baráttunni gegn ófriði sem blöðin reyna að troða í fólk- ið; við verðum að reyna að steypa undan þeirri viðleitni ó- friðarseggjanna að koma glæpa- orði á friðarbaráttuna, tilraun- um þeirra að gera orðin ,,frið- ur á jörðu“ að fúkyrði. Én eitt skulum við læra af stríðsæs- ingamönnum, og það er, aldreí að þreytast eða gefast upp í baráttu okkar fyrir friði, eins og þeir verða aldrei þreyttir og brjóta alltaf upp á einhverju nýju til þess að koma stríði af stað; við verðum að vera viðbúnir á hverjum degi að andmæla og hrekja daglegar kenningar stríðsblaðanna um að við, venjulegt fólk, „getum ekkert við það ráðið“, að ekk- ert tillit sé til okkar tekið, og að valdamennimir eigi að ráða lífi okkar; og við megum aldrei láta bugast í sjálfsuppgjöf ör- lagatrúar af hrifningu striðs- biaðánna og vegsömun á mikl- um stjórnmálamönnum og öðr- um valdhöfum, sem ráða yfir svo mikilli stálframleiðslu og svo mörgum atómsprengjum að öll vandamál heimsins eru bráðlega leyst í eitt skipti fyrir Öll. Okkur hér á Norðurlöndum skiptir það öllu máli að láta ekki stríðsæsingamennina breyta okkur í bofsandi smá- rakka, sem eita viljalausir hina þjótandi úlfa: þó að aðrir æpi, 'nvers vegna ættum við að þurfa að æpa? Að láta aldrei leiðast til þess áð viðurkenna stríð, en játa í orði og verki þá siðgæðisreglu sem hafnar morði og margfeldi af morði til úr- 'ausnar á nokkrum sköpuðum hlut. Með engum hætti megum við hér á Norðurlöndum láta draga okkur inn í tilgangslaus múgmorð á þjóðum Evrópu og Asíu, sem við eigum ekki að neinu leyti sökótt við, og með þvi, ef ég mætti orða það þann- ig, bíða ósigur fyrirfram á víg- velli siðgæðisins. Við erum saman komin hér í dag til þess að vinna að eflingu norrænnar þjóðareining- ar gegn spámönnum stríðsins, gegn þremur vitringum atórn- sprengjunnar, gegn tólf postul- um múgeyðingarinnar. Ég óska þessu göfuga starfi allrar gæfu og gengis. Jakob Benediktsson þjddi. Sœluvika og Brúðkaupsferð Sæluvika nefnist smásagnasafn eftir Indriða Þorsteinssón. Er það fyrsta bók höfundarins, sem er kornungur maður er vakti fyrst á sér athygli í vor er hann vann 1. verðlaun í smásagnakeppni Samvinnunnar. 1 Sæluviku eru tíu sögur er svo heita: Sæluvika, Blástör (verðlaunasagan), Sel- holla Skeið af silfri gjörð, Vígslu- hátíðin, Við fótstall forsetans, Dalurinn, Salt í kvikunni, Kona skósmiðsins, og Rusl. Allar sög- urnar, að einni undantekinni, eru skrifaðar á þessu ári. Sæluvika er 150 bls. á lengd, útgefandi er Forlagið Iðunn. Ritdómur birtist væntanlega áður langt um iíður. Brúðkaupsíerö til Paradísar er ferðabók eftir Thor Heyerdahl, höfund bókarinnar Á Kon.Tiki yfir Kyrrahaf, sem kom út á íslenzku í fyrra og varð afar vinsæl, að verðleikum. Þessi bók, þótt yngri sé og nýrri greinir frá atburðum er gerðust nokkr- um árum fyrr en siglingin á Kon- Tiki, sem sé brúðkaupsferð þeirra hjóna til Suðurhafseyja. Dvö'.d- ust þau þar eitt ár, fjarri allri „siðmenningu", en heiti bókarinn- ar virðist gefa til kynna að ekki hafi stórar plágur gengið yfir líf ungu hjónanna. Bókin er úm 200 bls. á lengd, útgefandi er Draupnisútgáfan. Ef Heyerdahl er sjálfum sér likur mun vera ó- hætt að mæla með bók hans. Önnur bók frá Forlaginu Iðunni er Reykiavíkurbörn, sannar frá- sagrnir frá árunum 1930—’47, eft- ir Gunnar M. Magnúss. Bókin er 150 bls., og snoturlega útgefin. Hennar verður nánar getið síðar þegar tími vinnst til. '•0*C*0*G#0*0#0«0*C*ö«ö#' é3 .* *0f0«0«0*''«:>#0f0«0#0*0*c*0»0»0#c«0#0«0#0«0f0#0#c#0f0f0*0*c»c#0f0*0«0*0fef0f0f0<*0fcfc •OfQfOfQfOfOfQéQfOfOfOfOfQ* « • -♦ OfO*')*0«ð#0fC00*0«0*O#0f iöéóéöéö«oa3#o# „• o#c •o#c»c*c#c*\. •c#o*c«G*o»o*o*o*o*oéc>éo*o«o#o«c*o*o*o«o*o#o*o«o*o*o**.*o*o*t>« 5éoé0io*0é0éoéo#0«o«o*oéoé0«o*3*0é< ot •«.. c. •«. >•. >*o«o«oév:*o«o»( 8S .* „Höfuðskáld og spámaður nýrrar kynslóðar í lancii sínu — segir skáldið TÓMAS GUÐMUNDSS0N í íormálsorðum að ljóðum 66 AFSTEIH Hannes Hafstein var ekki aöeins giæsilegur forvígis- maöur þeirrar endurreisnar, sem ljóð hans boðuöu, held- ur einnig bsinlínis eitt af höfuðskáldum íslands. Hannes Hafstein var mikið karlmenni og átti þá bjartsýni, sem einkennir fremur öðru mörg mikilmenni. Ljóð hans eiga því sannarlega erindi til þjóðar hans nú, ekki síður en þegar þau birtust fyrst. íslenzkt æskufólk ætti að leggja sér Ijóð Hannesar á hjarta. — Ljóö Hannesar er sjötta ljóðabók forlagsins eftir klassiska meistara okkar. Áöur eru komin Ijóð Jón- asar Hallgrímssonar, Þorsteins Erlingssonar, Páls Ól- afssonar, Stefáns frá Hvítadal, Ólafar frá Hlöðum og Jakobs Thorarensen. AÐ ALUTSOLU STAÐIR HELGAFELL I o« • o •c S 1 •* •I Veghúsastíg 7, Laugavegi 100, Laugavegi 38, Njálsgötu % 64, GarÖ’astræti 17, Bækur og ritföng, Austurstræti 1 »j ;! og Laugavegi 39. *j |j ;• Í ................... .................................. - .. í S£Æ£^^^SRáSS^2»S^283«S8£^SÍ^2R2«a«SSS82SSSS^^^>S«2(5£SSS22SÍ5SS2íS^,SSS3^S2£SSS2S28S?S'SSS£S2S2!^S2s£íS^'8iS3S^S2SSSáSSS2S8SSSSS3S2SiSS»SgSi?-;?.ÍSá^SiSSS^SS£SSSiSSS2S2S22SSS82S£S2SSS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.