Þjóðviljinn - 15.12.1951, Síða 3

Þjóðviljinn - 15.12.1951, Síða 3
Laugardagur 15. desember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Vikið að Frelsisálfunm Nú er Ófeigur okkar grallari dauður, og Siggi Gudduson orðinn Mr. Washington Lincoln, 1 Lucky Pot Road Chicafío. Eilífðarvél grallarans var brotin sundur fyrir honum, og bar hann ekki sitt barr upp frá því. En Siggi datt í iukkupottinn, eins og segir í heimilisfangi hans, og gat eftir það aðeins orðið eitt: mikill mað- ur. En nú eru menn um allt Is- land að spyrja hvað Jóhannes úr Kötlum sé eiginlega að fara með sögu sinni. Er þá ekki nóg að segja sögu þessa manns, þessa fólks, hvernig það flýr harðindin og hörmungina í landinu siglir eins og sérstakt þjóðfélag yfir meginhaf, og hlýtur sín örlög í nýju landi? Og þegar aðalpersón- an deyr og allri sögu lýkur, erum við þá ekki komin að markmiði verksins? Lýkur ekki lífi manns í dauðanum og er það ekki til- gangur út af fyrir sig að segja sögu vora þangað til? En hér stendur nú samt hníf- urinn í kúnni, svo við höldum orðaiagi Snorrasonar. Það er ekk- ert vafamál að fyrir Jóhannesi úr Kötlum vakir stærri saga en sú er hann segir berum orðum á blöðum bókar sinnar. Og þó margt í henni bögglist enn fyrir brjósti undirritaðs, þá hættir hann á að gefa nokkrar ábendingar um hana. Atburðir síðustu ára í skiptum Islands og Ameríku hafa eflt höf- undinn til söguritunar sinnar. Sú var tíðin að Islendingar fluttu þúsundum saman til Vesturheims, og var þar fundið inngangsorð þessarar sögu. Amerískt þjóðfélag er í grundvallaratriðum hið sama nú og þá, herrar þess ailir af sömu ætt. Þannig má lesa úr hinni fornu örlagasögu Ófeigs Nýtt fjölbreytt heftl af Tíma- ritl Máls og mennmgar Næsta félagsbókin verður Þrællinn eftir Hans Kirk Út er komið þriðja hefti af tímariti Máls og menningar á ]>essu ári. I því er frá því skýrt að næsta féJagsbókin verði Þræilinn, skáldsaga eftir Hans Kirk, og komi hún út eftir áramót. Þá undir- býr Mái og menning nú útgáfu á Ljóðmæium Sveinbjarnar Egiisson- ar, skáldsögunni Clarkton eftir bandariska höfundinn Hovrard Fast, þriðja bindi af mannkynssögunni og nýju bindi af endurminningum Eyjóifs Guðmundssonar á Hvoli. Uglar og páfagaukar ný bok eítir Gísla J. Astþórsson biððamann Ugtur or páfagaukar nefnist nýtt smásagnasafn eftir Gísla J. Ástþórsson blaðamann. I bókinni eru þessar fimmtán smásögur: Þegar Fúfus V. Jónsson stjórnmálamaður byrj- aði að segja sannleikann; Stúlkan, sem átti ekki fyrir mat; Litið um öxl (án þess að snúa sig úr hálsliðnum); Kaup á hverri viku; E’sku mamma; Brúnn allt árið; Ugl- ur og páfagaukar; Bónusinn; Ákaflega fríð og ákaflega dá- samleg; „Kapp er bezt með forsjá“; Barn fyrir borð; Sér grefur gröf . .. .; Pínulítið skrítinn; Ég sé hvað þér eig- ið við; Jónmundur Ferdinands- son og Djöfullinn. Gísli er kunnur sem blaða- ipaður og hafa áður birzt eftir hann smásögur, en betta er fyrsta bók hans. — Utgefandi er He’írafe]'. ESNN Á BÁTI, Prentsmiðja Austur’ands hef- ur nýlega gefið út ferðasögu er nefnist Einn á báti umhverfis hnöttinn. Höfundur heitir Jos- hua Slocum, en Hersteinn Páls- son íslenzkaði. Bókin er 243 bJs., prýdd nokkrum teikning- um. Lætur að líkum að höf. hafi lent bæði í svaðilförum og ævmtýrum á þvílíku ferðalagi. önnur bók frá sama forlagi nefnist Lífsgleði njóttu, hand- bók um varnir við áhvggjum, eft.ir Dale Carnegie. Hún er 240 bls. að stær'ð, þýðandi Jó- hannes Lárusson. Vér væntum þess að hér sé mikil vizka á ferðinni. Áf efni tímaritsins má nefna: Guðmundur Böðvarsson ritar um Magnús Ásgeirsson fimmtugan, Matthías Jónasson um móðurmáls- nám, Gísli Ásmundsson um Ber- línarmótið, Björn Bjarnason um Alþjóðasamband verkalýðsfélag- anna friðinn, Ilja. Ehrenburp um rithöfundinn og lifið og Sverr- ir Kristjánsson skrifar Annál er- lendra tiðinda. Þá er i ritinu stórkvæðið Skóg- arhöggsmaðurinn vakni eftir Pa- bló Nerúda or ennfremur kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, Hann- es Pétursson, Sigurð Þórarinsson, Gest Guðfinnsson og Hjört Krist- mundsson. Smásögur eru í heftinu eftir C'uðmund Danielsson og Agnar Þórðarson. Þá eru allmargir rit- dómar, ritstjórnaxgreinar; grein- ar um umboðsmenn Máls og menningar o. fl. grallara lýsingu á þeim drottnum sem við eigum nú í höggi við, enda er engin forneskja yfir tíð- arblæ þessarar sögu. Saga sigling- arinnar miklu er ljós mynd af Iflyrsta árekstri Islendinga við ameríska auðvaldið, og gefur bendingu um eðli verstu fjand- manna okkar í dag. Hún er þannig svar við ákalli samtímans, risin af sögulegum grunni, undir nútíðarþaki. Frelsisálfuna ber þannig að skilja táknrænni skilningu að nokkru leyti, eða öllu heldur: hún minnir okkur á. Siggi Gudduson er tekinn í fóstur af ríkisfólki sem ætlar að kosta hann til manns. Verkinu lýkur er hann af- neitar ætt sinni og föður og tekur upp nýtt nafn á Lukkupottsvegi 1. Þetta hefur stúndum komið fyrir í lífi einstaklings, en heyr- ir undantekningum. Og af því undantekning í l:fi getur sjaldan orðið lögmál í þók, svo vel fari, þá yrði þessi tilburður heldur vandræðalegur skáldskapur — ef hann benti ekki út fyrir sjálfan sig. Hann minnir okkur á nýleg fyrirbæri i íslenzkri pólitík. og er smækkuð mynd af þeim. Hann leiðir huga vorn að marshallhjálp- inni og þeim stjórnargæðingum vorum sem hlotið hafa andlegan ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Það er hægt að taka heila þjóð í fóstur. En hver mundu fóstur- launin þegar gjalddaginn rennur upp? — Siggi er viðvörun. En auðvitað er Frelsisálfan eng- in vélræn symbólík. Persónur hennar eru ekki eingöngu tákn eða hvislarar í pólitískum sjón- leik. Ófeigur grallari er of sér- leg persóna og einstök til að vera heppilegur þjóðfulltrúi, enda dug- ar honum Iöngum að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Verund hans víkkar éinkum af þeim atburðum sem koma niður á honum eða vandamönnum hans. Á sama hátt er morðið á Isak Abraham táknrænt i dólsku sinni þótt svertinginn sjálfur sé aðeins hugsaður sem einstaklingur, með höfuðið og hjartað á nákvæmlega réttum stað. Eins er þessu farið um aðrar persónur Frelsisálfunn- ar: hvort sem þær þjóna einungis sínu eigin lífi í sögunni eða lúta einnig dýpri rökum, þá eru þær alltaf klæddar holdi og blóði, segja alltaf jafnframt persónu- legan sannleik. Þessar línnr eru hripaðar af skyndingu í önnum. Úr þvi sagan er á dagskrá mcð þjóðinni og menn leita eftir skilningi á tor- ræðum hennar, þá vildi ég aðeins gefa hógværar vísbendingar um hann eftir bví sem hann hefur vitrazt mér. Það er bjargföst ákvörðun mín að lesa nú innan tiðar þetta verk í heiid og reyna síðan, við fyrsta tækifæri, að lýsa þeim niðurstöðum hér í blaðinu, Þá verður drepið á listina i verk- inu; hina takmarkalausu skop- visi sem gerir þessa harmsögu Framhaid á 6. siðu. H Nýtt listaverk í íslenzkum bókmenntam Vorköld jörð E F T I R Ólaf Jóh. Sigurðsson Ólafur Jóh. Sigurðsson hóf flestum íslenzkum rit- höfundum yngri að skrifa bækur. Hann var aðeins fimmtán ára þegar fyrsta bók hans, sagan Við Álfta- vatn kom út. Síðan eru lið- in 17 ár, og Vorlcöld jörð er 10 bók hans. Höfundur- inn er þannig aðeins 32ja ára og hafa fáir íslending- ar á hans aldri lokið jafn- miklu ritverki. En þar að auki hefur Ólafur Jóhonn fengið orð á sig fyrir mjög óvenjulega vandvirkni, bæði um stíl og efnismeð- ferð, og fáir rita jafn hreina og góða íslenzku. VORKÖLD JÖRÐ er nýr bókmenntasigur þessa unga höfundar. Hún er hetjnsaga úr islenzkn þjóðlifi, og söguhetjan er ; íslenzk sveitakona, sem lesendum verðnr ógleymanleg. ; Sagan er svo vel rituð, að hún er óumdeilanlegt listaverk. ] VORKÖLD JÖRÐ er hátt á fjórða hundrað síður, en mjög ódýr, kostar aðeins 65 kr. heft og 85 kr. innbundin. Bókaútgáfan HEIMSKBINGLA. rí-H-H-H-H-H-H-H-i-H-H-l-H-4-I-l-l-l-l-l-l-H-l-H-H-I-H-H-H-H' Tilky nning frá MemitamálaráSi íslands í byrjun febrúarmánaðar n. k. mun Mennta- málaráð úthluta nokkrum ókeypis förum með skipum Eimskipafélags íslands til fólks, sem ætlar milli íslands og útlanda á fyrra helmingi næsta árs. — Eyðublöö fyrir umsóknir um förin fást í skrifstofu ráðsins. Ekki verður hægt aö veita ókeypis för því náms- fólki, sem kemur heim í leyfi. — Ókeypis för til hópferða verða heldur ekki veitt. NÝ BÓK EFTIK HENDRIK OTTÓSSON og vopnagnyr Karðsporar Bókaútgáfa Pálina H. Jónssonax á Akureyri hefur -efið út nýja bók eftlr Hendrik Ottósson. Er þaíi fjórða bók höfundar, á jafn- mörgum árum. Nefnist hún Vepramót o? vopna-nýr, minnino;aþxttir, og er að nokkru ieyti íramhald af fyrstu bók hans, Frá Hlíðarhús- um til Bjarmalands, er út kom árið 1948. I hinni iiýju bók Kendriks eru m. a. eftirgreindir kaflar: Inngangur, „Lögfin í pildi", Sam- bandsþing 1922, Samfylking, Félag ungra kommúnista, Hættulegur leikur, Kolagarðsbardaginn, 1. maí, Sambandsþing 1924, Rauði fáninn, Viðsjár aukast Skilnað- ur, Viðskipti við, Rússland, Sam- bandsþing 1926, Eyjaþáttur, Eg fell i hendur reyfurum, Danmerk- urferð, Málakennsla, In memoriam, Vopnagnýr, I þjónustu hans há- tignar, Huldumaðurinn og Bret- inn, Bandaríkjamenn taka við. Vegamót og vopnagnýr er 239 bls., prentuð í 'Prentsmiðjunni Odda. Mun marga fýsa að kynn- ast þessari bók, ekki sizt fyrir þættina úr pólitíska lífinu á þriðja áratugnum, þegar sósiaj- ismi Alþýðuflokksins féli frá og feigðargangan ianga hófst, Af þeim atburðum segir höfundur margt í bók sinni, og gefst vænt- aniega tækifæri siðar til a.ð leggja út af þeim. Svo- nefnist ný bók eftir Ólaf Þorvaldsson, þingvörð. Bókin er þjóðfræðalegs efnis, og hefur höf- undurinn flutt ýmsa þætti úr henni í útvarpið á undanförnum árurn, svo sem Kynni mín af Mr. Ward, og Farið í lynghraun fyrir kónginn. Einnig eru í bókinni þættir frá Krýsuvík, og aðrir smá þættir. En nær helmingur bókar- innar fjallar um sauðfó og nefn- ist Sé ég eftir sauðunum — og skiptist 5 smærri kafla.. Er þar lýst fjárgeymálu og fjárhirðingú á þeim tíma þegar fé var beitt hvenær sem veður leyfði; begar sauðkindin var útigangsgripur og vanin við harðræði. Mun margan fróðleik að finha í þessari frá- sögn. Harðsporar er 272 bls. í allstóru broti. Útgefandi er Prentsmiðja Austurlands. Það er litið lagt i ytri fiógang, Hrímnætur — ný kvæðabók eftir Jakob Thorarensen ★ Bókaútgáfan Helgafell hefur gefið út nýja kvæðabók eftir Ja- kob Thorarensen. Er það 8. kvæða bók skóldsins, og íiðin 37 ár síðan fyrsta Ijóðasafn hans, Snæljós, kom út. Hrímnætur nefnist þessi nýja bók, er hún 124 bls. að stærð og geymir 43 kvæði. Jakob Thorarensen er nú hálf- sjötugur að aldri. Allt frá þvi er fyrsta bók hans kom út, fyrir 37 árum, hefur hann verið í hópi góðskálda okkar, karlmann- legt slcáid sem svaraði heiminum með háði, kímiyrðum og ófeilnu glotti; og kunni mergjað tungu- tak. Á seinni árum hefur hann einkum gefið sig að smásagna- gerð, og mun hann hafa gefið út 4 smásagnasöfn, og liafa þau not- ið vlnsælda. Síðasta kvæðanák háns á undan þessari, Hraðkveðl- ingar og hugdettur, árið 1943, var með nokkuð sérstökum hætti svo sem nafnið bendir til, og gerði ekki kröfu til að flytja mikla list. Munu bví fornvinir höfund- arins hafa hug á því að athuga hvort hann sé ekki enn sjálfum sér likur í nýju bókinni. Handmálaðir leirmunir í smekklegu úrvali Önnur sortering selzt mjög ódýrt LEIBBBENNSLA B&K&áilds Gaðmandssonar, Sjcnarhóli, Sogamýri sími 81255 íiggur leiðin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.