Þjóðviljinn - 18.12.1951, Qupperneq 6
i
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 18. dcsemebr 1951
60. DAGUR
sem hann var vel við skál, svo að ekki leið á löngu áður en út-
hverfi borgarinnar komu í ljós. Því að billinn ók með ofsa-
hraða eftir veginum. En við ein vegamót, þar sem járnbrautar-
lestin að austan ók yfir veginn, varð löng og óvænt töf. Og
í norðurhluta borgafihnar fór að snjóa, stórum, hvítujn flyks-
um, sem liðu hægt til jarðar og þöktu akbrautina, svo að hún
varð blaut og hál og gæta þurfti ýtrustu varúðar við akstur-
inn. Klukkan var orðin hálfsex. Undir venjulegum kringum-
stæðum hefðu þeir elcki j>urft að vera nema átta mínútur að
hótelinu með því að aka hratt. En nú varð önnur löng töf við
Hannibal brr'ina og klukkuna vantaði tuttugu mínútur í sex,
]>egar þeir komust yfir í Wyandotte stræti. Og ungu mennirmr
fjórir voru nú alvag búnir að gleyma dásemdum ferðalagsins
og stúlkunum. Þeir voru hræddir um að þeir kæmust ekki á
hótelið í tæka tíð. Allir sáu þeir herra Squires fyrir sér, strang-
an og hörkulegan.
„Hamingjan góða, ef okkur gengur ekki betur en þetta, þá
sleppum við ekki á róttum timaj* sagði Ratterer við Higby,
sem fitlaði óstyrkmn höndum við úrið sitt. „Við höfum varla
tima til að skipta um föt.“
Clyde heyrði til hans og hrópaði. „Skollimi sjálfur. Bara að
við gætum ekið hraðara. Æ, ég vildi óska að við hefðum ekki
farið í þessa ferð í dag. Það verður féleg aðkomá, ef við kom-
um of seint.“
„Og þegar Hortense tók eftir taugaóstyrk hans, bætti hún
við: „Heldurðu að þið verðið of eeinir?"
„Já, með þessu áframhaldi," sagði hann. En Hegglund sem
hafðj starað á snjóflyksurnar fyrir utan — allur umheimurinn
virtist hulinn þessum litlu hnoðrum — hrópaði upp: „Heyrðu
Willard. Nú verðurðu að slá í. Við erum allir búnir að vera,
ef við 'komum of seint..“
Og Higby var aldrei þessu vant búimi að tapa rósemi sinni og
bætti við: „Já við verðum állir látnir róa, ef við getum ekki
fundið upp einhverja afsökun. Dettur engum neitt í hug?“ Clyde
varpaði öndinni mæðilega.
Og til að kvelja þá enn meir, urðu umferðartafir við hver
einustu gatnamót. Og Sparser var orðinn gramur yfir þessum
etfiðleikum og horfði illilega á lögregluþjóninn sem hafði rétt
lit handlegginn á horninu á Níundu götu og Wyandotte stræti.
„Þama er enn eiim með útrétta lúkuna,“ hi-ópaði hann. „Hvað
er hægt að gera við því? Ég gæti beygt niður Washington stræti,
en ég veit svei mér ekkj hvort nokkuð er unnið við það.“
Heil mínúta leið áður en honum var leyft að halda áfram.
Svo beygði hann í skyndi til hægri og ók framhjá húsaröðum og
niður í Washington stræti.
En þá tók ekkj betra við. Tveir þungir umferðastraumar runnu
hvor í sína áttina. Og við hvert einasta honi liðu margar dýrmæt-
ar sekúndur, meðan bílarnir úr þvergötunum óku leiðar sinnar.
Þá fyrst gat bíllinn bmnað að næsta götuhomi og smeygt sér inn
á millj annarra farartækja eftir beztu getu.
Á hominu á Fimmtándu götu og Washington strætr sagði
Clydc við Ratterer: „En ef við fæmm úr við Sautjándu götu og
gengjum það sem eftir er?“
„Þið græðið ekkert á því, ef ég get beygt þar,“ kallaði Sparser.
„Ég er fljótari á leiðinni en þið.“
Hann ók eins nálægt hinum bílunum og mögulegt var og smaug
fram úr þeim. Og á horninu á Sextándu götu kom hann auga á
opna leið, svo að hann beygði til vinstri og ók með flughraða
eftir þeirri götu og aftur niður að Wyandotte stræti. Þegar hann
Jiálgaoist homið og ætlaði að fara að beygja og ók þétt upp að
gangstéttinni, hljóp lítil níu ára telpa út á gctun^i,, b’eint fyrir
framan bílinn. Og þar sem ekkert ráðrúm var til að stöðva bíl-
tnn eða beygja framhjá telpunni, rakst bíllinn á teipuna og dró
hana með sér nokkra metra, áður en hægt var að stöðva vélina.
Og um leið kváðu við skerandj óp fjölda kvenna og allmargra
karlmanna, sem höfðu verið sjónarvottar að slysinu.
Allir þyrptust að baminu, sem hafði oltið um og orðið undir
hjólunum. Og þegar Sparser leit út og sá fólkið hópast saman
kringum barnið á götunni, varð hann gripinn ólýsanlegri skelf-
ingu og hann sá fyrir sér lögregluna, fangelsi, föður sinn, eig-
anda bílsins og refsingar í öllum mögulegum myndum. Og þótt
allir í bílnum væru nú risnir á iætur og gæfu frá eér skelfingaróp:
„Guð minn góður. Hann ók á telpu.“ „Hamingjan góða, liann
hefur drepið barn.“ „Guð hjálpi okkur.“ '„Jesús minn.“ „Hvað
eigum við að gera?“ þá snéri hann sér til þeirra og hrópaði:
„Hamingjan góða, lögreglan. Ég verð að komast burt með bílinn."
Og án þess að orðlengja þetta frekar við farþegana, sem stóðu
flestir uppréttir og næstum mállausir af hræðslu, setti hann
bílinn aftur í gang, steig benzínið í botn og ók í loftinu fyrir
hornið.
—oOo—-- —oOo— —oOo— —oOo— ——oOo— —oOo— —eOo—
BARNASAGAN
MÆRÞALLAR SAGA
3. DAGUR
Mærþöll eítir móður minni, oa óska ég, að þú
hreppir allt það gott, er systir mín hefur mælt fyrir
þér, og að þú sér prýdd öllum kvendyggðum; mæli
ég það um, að þú eignist ágætan kóngsson og unnið
hvort öðru vel, svo þér verði allt tii sóma og virð-
ingar um ætt þína; kann ég ekki framar að mæla
fyrir þér." Síðan fær hún meyna yngstu systur sinni;
hún tók við henni og mælti: „Þú skalt þess af mér
njóta, að þú heitir Mærþöll eftir móður minni, að
ég vil eigi rjúfa hin góðu ummæli, er systur mínar
hafa fyrir þér mælt, þó móðir þín hafi gjört mér
óvirðingu saklausri. Skaltu nú þó hennar gjalda að
nokkru, því það legg ég á þig, að hina fyrstu nótt,
sem bú sefur hjá kóngssyninum, sem þú átt að eign-
ast, verðir þú að tittlingi og fljúgir út um gluggann.
skaltu aldrei úr þeim álögum komast, ef þér leggst
bað eigi til, að nokkur geti brennt íittlingshaminn
hina þriðju nótt Skaltu þær þrjár nætur geta farið
úr haminum litla stund, en aldrei síðan." Þegar
systur hennar heyrðu þetta, urðu þær mjög reiðar
við hana, er hún mælti svo illa fyrir barninu, og
stukku á fætur í burt og sáust aldrei síðan.
Yfirbygging
Framhald af 8. síðu.
um ræðir kostar samanlagt,
grind og yfirhygging, kr. 286
þús., en sambærilegur vagn er-
lendur ætti að kosta hér á
stafinum, miðað við það að er-
lendum yfirbyggingarverkstæð-
um væri ekki ívilnað hér með
tollum, krónur 365.900,00, eða
ca. 80 þúsund krónum meira en
innlendi vagninn. Virðist því
sú ráðstöfun vera óskiljanleg
með ö’lu, að leyfður skuli inn-
flutningur yfirbyggðra almenn-
ingsvagna og gefnir eftir inn-
flutningstol’ar af þeim, á sama
tíma og innlend verkstæði verða
að kaupa efni fyrir bátagjald-
eyri og greiða fulla tolla af
ö!lu efni, en framleiða samt
jafn góða vöru ódýrari eins og
sýnt hefur verið fram á í þessu
tilfelli. Jafnframt má öllum
vera ljós sá gjaldeyrisspam-
aður, sem felst í þvi, áð fram-
leiða yfirbyggingar hér á
landi“.
Bílasmíði er ekki nema 8—9
ára gömul hér á landi og hefur
því tekið mjög miklum fram-
förum á þessum stutta tíma.
Þetta er fyrsti frambyggði á-
ætlunarvagninn sem smíðað er
yfir hér á landi og gerði Gunn-
ar Björnsson teikninguna, Við
þetta tækifæri lýsti Guðmund-
ur H. Guðmundsson undan-
dráttarlaust þeim erfiðleikum
sem íslenzkur iðnaður hefur ’átt
í undanfarið vegna þess að
hann liefur orðið að hrökldast
frá lanai til lands með við-
skipti og langtímum saman
ekki fengið þau hráefni er
hann hefur þurft til þess að
framleiða eins góða vöru og
æskilegt hefði verið.
Bókafregnir
Framhald aí 5. síffu.
um ", os haf* sumir þeirra birzt
áður ; blöðurn oí? tímaritum. Höl’-
andurinn er viðförull maður og
vel pennafær, og þar að nuki
fýigir honum í hver.ja för úrvals
ljcamyndavél og sér, þess nokkurn
s'.að i þessari reisubók. Nokkur
kaflahciti: Ég serist flugfrey.ia,
Pöt isatkonan, Allar leiðir lisrs.ia
•il Hönxar. Æs'ilef? borg — en íög-
ur, Oapri, Túnisía, Flugferð til
Vor.ezuela. Bókin er 198 bls., prent
uí ú ágætan pappír.
Ein bók enn norðan af Akur-
eyri nefnist Finuiu unni ég mann-
inuni, skáldsaga eftir Árna Jóns-
son, og er blaðinu ekki annað
kunnugt um höfundinn. Sagan
mun þó vera frumsmíð ungs hif-
undar. Hún er röskar 300 bis. á
lengd, jxrentuð í Prentverki Odds
B.jörl-í.í onar. Útgefandi er Bóka-
utgáfan B.S. Sögunnar vex-ður get-
ið síðar.
FurSuleg fyr-
irbceri
Furðuleg fyrirbseri — bættir úr
dulrænni reynslu minni — nefn-
ist bók sem bókaútgáfan Fró'ði
hefur sent á markaðinn og er
höfundurinn Mai‘garet Gordon
Moore. Séra Sveinn Víkingur hef-
ur þýtt bókina og skrifar hann
einnig formála.
Efni bókarinnar er dulheyrhir
og skyggnigáfa frú Moore. Hún
er 201 bls. á lengd og prentuð í
Prentfelli h.f.
★
Haflð
jb/ð
komiS
M
a
jólasöluna
hjá
MiSgarSi?
Gerlð
jb/3
befri
kaup
annars-
staSar?
★
Leiðin lá til Yesfrurl sem vakti mesía athygli í íyrra, ER GÖt) JÓLAGJÖF. fl‘61 m s skáldsagan eftir Svein Auðnn Sveinsson. ~’ Keilisútgá í ■ a n.
1Ð J A fl. Hyksaguz — Þvottavélar — Bónvélar — Straujárn
Lækjargötu 19 B Hrærivclar — Raímagnskatlar — Brauðristar
l --rrr„,,rr>
IÐJA h.L,
Lækjargötu 10 B