Þjóðviljinn - 21.12.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1951, Blaðsíða 1
Föstiulagur 21. desember 1951 árgangur — 289. tölublað Flugmannaverkfall í Frakklandi Áhafnir flugvéla franska félagslins Air France gerðu verkfall á miðnætti í nótt til áð reka á eftir kröfum sínum um hækkað kaup. Öllu flugi fé- lagsins hefur verið aflýst neaia ferðum til Indó Kína. Handjárnin halda enn Stjórnarliðið felldi allar umbótatillög Á fundi í nótt afgreiddi Alþingi endanlega fjárlög fyrir 1952. Handjárnað stjórnarliö drap allar tillögur, sem miöuöu að því að létta drápsklyfjar, sem stjórnarstefnan leggur á íslenzkan almenning. Hér fara á eftir helztu til- lögur sósíalista, sem allar voru felldar af stjórnarliðinu: Lúðvik Jósefsson lagði til að fjárhæð til lána til kaupa á di eselrafstöðvum yrðu hækkuð úr 500 þús. í 800 þús. varðandi 100 hestafla stöðvar og stærri en úr 150 þús. í 300 þús varð- andi smærri stöðvar. Einnig, að varið yrði allt að 800 þús. til verðlækkunar á olíu til almenn- ingsrafveitna, sem framleiða rafmagn með dieselvélum. Brynjólfur, Lúðvík og Stein- grimur lögðu til að 'af tekjuaf- gangi ársins 1951 yrði varið til eftirtalinna framkvæmda á ár- inu 1952: 1. Til byggingar íbúðarhúsa samkv. lögum um opinbera aðstoð við byggingu íbúð- arhúsa í kaupstöðum og kauptúnum og til smáíbúða- byggínga 25 millj, kr. 2. Til byggingar sjúkrahúsa, heilsuhæla og heilsuvernd- arstöðva 10 millj. kr. 3. Til raforkuframkvæmda á Vestfjörðum og Austurlandi G millj. kr. 4. Til bæja- og sveitarfélaga til atvinnu- og framleiðslu- Skyndihappdrætti Æ F. 100000 3 gar 1 gærkvöldi kl. 10 var búið að skila kr. 53.105,00 í peninRum. 1 gær komu drjúg skil utan af landi or- mai’Kir féiaprar í Reykja- vík gerðu rausnarles skil. Gerum nú lolcaáhlaupið Klæsilefd op; skil- um ensum miðum aftur á skrif- stofuna. — Félagar, munum iieit okkar: Seljum alla miðana. Happdrættisvísa — XI. Sá liarf ei að stríða í slíut, skaltu pá að þessu, er tíu Jnisund happa hlut hreppir á Þorlúksmessu. aukningar 10 millj. kr. 5. Til Byggingarsjóðs og Rækt unarsjóðs í Búnaðarbanka Islands 15 millj. kr. Einar, Sigurður og Stein- grímur lögðu til að ríkisstjórn- inni yrði heimilt, að taka fé að láni eða taka fé af tekjtiaf- gangi ríkissjóðs árið 1951 til þess að lána bæjar- og sveitar- félögum til útrýmingar heilsu- spiliandi húsnæði samkv. III. kafla laga nr. 44 7. maí 1940, og sé lánsupphæðin í hlutfalli við framlög ríkissjóðs samkv. lögum. Sigurður og Brynjólfur lögðu til að til atvinnu- og fram- leiðsluaukningar yrði varið 9 millj. kr. Áki Jakobsson lagði til að framlag til Siglufjarðarhafnar yrði hækkað úr 100 þús. í 270 þús., og að til sjóvarnargarðs á Siglufjarðareyri yrði varið, gegn jafnháu framlagi’ annars staðar að 100 þús. Ásmundur Sigurðsson lagði til að til sjúkrahúsa yrði veitt 1.550.000 í stað 550, hækkað um 1 milljón. Bandalag ísl leik- félaga fengi 30. þús. kr. fram- lag. Til vatnsveitna yrði hækk- að úr 200 þús í 500 þús, til byggingar kennaraskóla yrðu veitt 500 þús. Þegar allar þessar tillögur höfðu verið felldar, og fjárlög- in samþykkt að strangasta vil ja afturhaldsins, var tilkynnt þinghlé fram yfir nýár. Talið að danska stjórnin vilji hraða handritamálinu Jaínvel búizt við endanlegri ákvörðun eítir einn til tvo mánuði Síöan álit dönsku handritanefndarinnar var birt hafa ýmis dönsk blöð birt um þaö ritstjórnargreinar og rætt um, hvaö næst myndi gerast í máiinu. íhaldsblaöiö ,,Nationaltidende“ skýrir frá því, aö danska stjórnin rnuni ætla aö flýta málinu og megi jafnvel vænta þess aö reynt veröi aö ljúka því innan eins til tveggja mánaða. Libya gerð leppríki Breta Bretar lýsa yíir sjálfstæði landsins en tryggja sér þar jafnframt herstöðvar Bretar hafa gert ráöstafanir til aö gera Libyu í Noröur- Afríku, sem samkvæmt ákvöröun SÞ á aö öðlast sjálf- stæöi um þessi áramót, aö leppríki sínu. Bretar hafa haft verndar- gæzlu í norðurhluta Libyu, strandhéruðunum Tripolis og Cyrenaika, síðan stríði lauk en Frakkar í eyðimerkurhéraðinu Fezzan. Allt landið var áður nýlenda Itala. SÞ höfðu ákveðið, að Libya skyldi öðlast sjálfstæði ekki síðar en um áramótin og í gær var tilkynnt í London, að Bret- ar og Frakkar hefðu orðið sammála um að lýsa yfir full- veldi landsins á jóladag. Verð- ur Libya' þá lýst þingbundið konungsríki. Ógnaröld fyrir tilstilli Breta Jafnframt var skýrt frá því að Bretar hefðu gert samning við hinn tilvonandi konung, höfðingja Senussi ættkvíslar- innar, um að þeir haldi áfram herstöðvum í Libyu eftir að fullveldi hennar hefur verið lýst yfir. TéUst MÖ húshu SI* I gær tókst Bandaríkjunum loks að þvinga það mörg fylgi- ríki sín á þingi SÞ til að greiða atkvæði með kosningu Grikklands í Öryggisráðið, að nægði til að kosningin yrði lög- leg. Grikkland fékk 39 atkvæði en Hvítarússland 16. Áður höfðu 18 kosningar milli þess- ara ríkja orðið ógildar. Fjölda mörg ríkj voru í fyrstu treg til að fylgja fyrirskipun Banda- ríkjanna, vegna þess að gert var" nm það óformlegt sam- komulag 1946 að hver rikja- hópur innan SÞ skvldi ráða fulltrúa sínum í öryggisráðinu. Gri’íkland var kosið sem full- trúi ríkjanna í Austur-Evrópu! I aukastjórnmálanefnd SÞ lagði fulltrúi Egypta til í gær að Bretanum, Sir Adrian Pelt, fulltrúa SÞ í Libyu, yrði stefnt til Parísar að gefa skýrs’u. Sagði Egyptinn, að í Libyu ríkti nú ógnaröld að undirlagi Breta. Libya er nágrannaríki Egyptalands að vestan. Annars ber blöðunum saman um það, að ríkisstjórnin muni leita álits Kaupmannahafnar- háskóla og máske ræða málið við þingflokkana. „Berlingske Tidende" hallast að því að ofan á verði að bjóða íslandi hluta handritanna að gjöf að því til- skildu að það verði lýst endan- leg málalok en með öllu sé ó- víst, hvort Islendingar muni sætta sig við þá lausn. Skilningur á Islendinga. sjónarmiði „Politiken" segir í ritstjórn- argrein, að lausn handritamáls- ins verði að vera í samræmi við hinar eindregnu óskir ís- ation“ er látin í ljós sú von. að þýðing skýrslu handrita- nefndarinnar á íslenzku sé fyr- irliggjandi, vegna þess að „á Islandi fækkar þeim einsog kunnugt er stöðugt, sem geta lesið og talað dönsku". Blaðið segir, að andstaðan í Dan- mörku gegn því að afhenda handritin stafi af því að slíkt gæti aðeins orðið framkvæmt sem vináttubragð. „Mönnum hefur bláttáfram e’xki fundizt að afstaða Islands til Danmerk- ur, Dana og alls, sem danskt er á stríðsárunum og eftir stríðið hafi gefið sérstakt tilefni til slíks vináttubragðs". Blaðið segir loks: „Víðtæk afhending lands og þá miklu þýðingu, sem íslenzku handritanna.... á ekki málið hafði fyrir Islendinga. Hvað sem lagalegum rctti líði sé það óhagganlegt, að hand- ritin séu andleg eign íslendinga miklu frckar cn Dana. ,,Nationaltidende“ kemst svo að prði í fyrirsðgn, að allt virð- ist stefna á að hluti af hand- ritunum, -um helmingur Árna- safns, verði afhentur. Blaðið segir að Ilvidberg menntamála- ráðherra vilji skjóta, jákvæða og skynsamlega lausn hand- ritamálsins. Hnútur í garð Islendinga. I ritstjórnargrein í „Inform- l^ndarí§kir lienueim ílýja til Au§tur-Þýzkaland§ Skýrt var frá því í gær, að þrír bandarískir hermenn hefðu leitað hælis í Austur-Þýzkalandi. EftirJitsnefnd Sovétríkjanna í Austur-Þýzkalandi tilkynnti í gær, að menn þessir hefðu beð- ið um hæli í Austur-Þýzkalandi og fengið það. I gær var skýrt frá því, að tveir brezkir her- menn úr hernámsliðinu í Berlín hefðu flúið til Austur-Þýzka- lands. Tilkynning eftirlitsnefndar- innar var stíluð til Mathew- sons hershöfðingja, yfirfor- ingja bandaríska hernámsliðs- ins í Vestur-Berlín. — Hann skýrði frá því að hermenn þessir hef.ðu flúið úr varíhaidi í Vestur-Berlín annan desember og kvaðst myndi krefjast þess að þeir yrðu framse’dir. að koma til greina1' haía kosið í Sjómannaiélagimi Stjórnarkjör í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur stendur yfir daglega. Kosið er frá kl. 10 til 11,30 f. h. og 3 til 6 e. h. í skrifstofu félagsins í Alþýðu- húsinu. I kjöri eru A-listi, listi Sæmundar Ólafssonar & Co og B-listi, listi starfandi sjómanna skipaður eftirtöldum mönnum: Karl G. Sigurbergsson formað’ur, Guðni Sigurðsson vara- formaður, Hreggviður Daníelsson ritari, Bjarni Bjarnason fé- hirðir, Ólafur Sigurðsson vara- féhirðir, Guðmundur Elías Sím- onarson, Jón Halldórs son meðstjórnendur, Stefán Oddur Óiafsson Sigurður Magnússon, Hólmar Magnússon í yarastjórn. Útlagaher til árásar Stjórnmálanefnd SÞ ræddi í gær kæru Sovétríkjanna yfir fjárveitingu Bandaríkjanna til undirróðurs í sósíalistískum löndum. Fulltrúi Póllands sagði, að orð lagaákvæðanna um 100 milljón dollara fjárveitingu tO að skipuleggja hersveitir útlaga frá Austur-Evróþuríkjum „og annarra þarfa" gætu aðeins þýtt eitt: Bandaríkin væru að reyna að skipuleggja vopnaðar sveitir útlaga í þeim tilgangi að hafa. þá reiðubúna til árásar. AlþjéSadómsfóllinn myndi vafalitiS dœma Islandi sömu landhelgi og Noregi segir brezkur útvarpsfyrirlesari Brezki útvarpsfyrirlesarinn Geoffrey Brown gerði úr- slitin í landhelgisdeilu Breta og Norðmanna að umræðu- efni í gærkvöld. Vék hann að afleiðingum úrskurðar Al- þjóðadómstólsins í Haag og ikomst að þeirri niðurstöðu, að ef ísland ákvarðaði landhelgi sina eftir sömu reg’un og Norðmenn, fjórar mílur frá línu, sem dregin væri þvert fyrir mynni fjarða og flóa, væri það næstum því fullvíst, að Alþjóðadómstóllinn myndi staðfesta þá aðferð. Sagði Brown, að við það myndu Bretar verða útilokaðir frá fiski- miðum, sem næðu yfir 700 fermílna svæði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.