Þjóðviljinn - 08.01.1952, Page 6

Þjóðviljinn - 08.01.1952, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. janúar 1952 Carlsen Framhald af 8. síðu. brezka blaðið „Daily Express“ hefur látið flytja aldurhnigna foreldra Carlsons skipstjóra þangað frá Kaupmannahöín, svo að þau geti fagnað syni sínum- „Hafi hann tekið eitthvað í sig lætur hann sig aldrei“. I danska blaðinu Land og Folk birist fyrir nokkrum dög- um viðtal við foreldra Carl- sens skipstjóra, verkamanns- hjón í Bagsværd. „Hafi hann tekið eitthvað í sig lætur hann sig aldrei. Svo- ■leiðis hefur hann alltaf verið“, segir frú Carlsen, þegar hún er spurð, hversvegna hún haldi að sonur hennar hafi valið þann kost, að vera kyrr í skipi sínu þegar allir aðrir yfirgáfu það. „Já, það er svosem auðséð að hann vill hafa þennan dah með sér í land“, grípur faðir- inn, Martin Carlsen, framí „en í rauninni á hann skilið dug- iega ráðningu. Það sem hann hefur nú tekið sér fyrir hend- ur er ekki honum í hag og ekki heldur útgerðarmanninum Isbrandtsen en kannske ein- hverjum hlutafjáreigendum“. „Þetta máttu ekki segja Mar- . tin“, svarar móðirin. „Hann er verkamannsbam og það held- ur hann áfram að vera á hverju sem gengur. Hann hef- ur verið vinnuþjarkur alla sína daga og aidrei verið stór uppá sig“. Eisenhower FramhAld af 1. aiSu. að hafa sig neitt í frammi en taka útnefningu í framboð fyr- ir republikana. Eisenhower staðfestir þá yfirlýsingu Lodge öldungadeildarmanns, sem skipuleggur baráttu fyrir framboði hans, að hann fylgi republikönum að málum. Sogslínan Framhald af 8. síðu. austur heiði. Menn frá Ljósa- fossi ætluðu að athuga línuna þeim megin frá en urðu frá að hverfa söknm veðurofsa. Nýjar bilanir voru svo mikl- ar í bænum að Steingrfmur Jónsson rafmagnsstjóri kvað starfsmenn Rafveitunnar tæp- ast hafa haft undan að gera við þær, og var þó unnið í vökt um. Viðgerð var lokið á nyrzta hluta Vífilstaðalínunnar og öðr um enda, Lögbergslínunnar, en viðgerð á þeim hlutum þessara h'na þar sem staurar eru brotn- ir mun taka nokkra daga.. Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. gáfunnar og öðrum þess hátt- ar fjanda, nfá það teljast tii- töluifga rneinlaus iðja, þo að þeir gefi út misvalinn íslenzkan ficð’cik — Við skulutr. eftir rnegni liiú að undirgróðri bók- menatanna — eins þóit tris- jafn sé. Hann verður aíitaf á stöku stað að glæsilegu b’ómaskrúði — og hiúir að rótum hágróðursins. Hjálparbeiðni Framhald af 5. siðu. af hendi rakna til hinnar nauð- stöddú fjölskyldu. Ritstjórn Þjóðviljans hefur sýnt oss þá vinsemd að veita móttöku gjöfum, sem berast kunna. 69. DAGUR arlegur og dugnaðarlegur. Það gæti ekki komið að sök, þAt við gæfum einu skyldmenni okkar kost á að koma hingað og sýna hvað í honum býr. Það er varla verra að ráða hann en einhvern annan.“ „Ég býst eklti við að Gil sé vel við, að annar ungur maður spóki sig í Lycurgus með sama nafn og svipað útlit og hann,“ sagði Bella undirfurðulega og með vott af illgirni í svipnum, því að bróðirinn notaði öll tækifæri til að gagnrýna hana. „Þvættingur er þetta,“ hreytti Gilbert út úr sér. „Geturðu aldrei talað orð af viti? Eins og mér standi ekki á sama hvort hann ber sama nafn og ég eða ekki — eða líkist mér í útliti ?“ Gremjan skein út úr svip hans. „Gilbert þó,“ sagði móðir hans ávítandi. „Að þú skulir tala svona. Og það við systur þína.“ „Jæja, ekki fer ég að gera neitt fyrir þennan frænda okkar, ef það kemur einhverju illu af stað,“ hélt Griffiths eldri áfram. „Ég veit bara, að faðir hans átti ekki hagsýni til, og ég efast um að Clyde ihafi nokkurn tíma fengið tækifæri til að sýna hvað í honum býr.“ (Syni hans geðjaðist ekki að því, að hann notaði skírnarnafn frændans á þennan kumpánuega hátt). „Tilgangur minn var aðeins sá, að gefa honum tækifæri. Ég hef ekki hugmynd um hvort eitthvað býr í honum eða ekki. Annaðhvort stendur hann sig vel eða ekki. Og ef hann stendur sig ekki —“ Hanri bandaði út hendinni, eins og hann vildi segja: ,,Ef hann stendur sig ekki, þá verður hann auðvitað rekinn." „Já, mér finnst þetta mjög failega gert af þér, pabbi,“ sagði frú Griffiths þýðum rómi og reyndi að symfa milli skers og báru. „Ég vona að hann reynist traustinu vaxinn.“ „Og svo vár éitt enn,“ bætti Griffiths við. „Ég ætlast ekkb til að þessi ungi maður, þótt hann sé frændi minn, verði á nokkurn hátt hafinn yfir aðra starfsmenn í verksmiðjunni. Hann er bingað kominn til að vinna — ekki til að leika sér. Og meðan hann er að vinna sig upp, ætlast ég ekki til að þið gerið neitt stáss að honum — ekki hið minnsta. Hann er ekki þannig gerður, að ég heid, að hann vilji troða sér inn á neinn — og hann lætur sér ekki detta í hug að við tökum við honum sem jafningja. Það værj heimskulegt. En síðarmeir, ef hann reynist einhvers virði, fær um að stánda á eigin fótum, þekkir sín takmörk og heldur sér innan þeirra, þá er ykkur frjálst að vera alúðleg við hann ef ykur sýnist, en ekki fyrr.“ Þegar hér var komið, var Amanda, aðstoðarstúlka frú Trues- • dale að bera út matardiskana og framreiða eftirréttinn. En herra Griffiths borðaði sjaldan eftirmat og notaði venjulega þetta tækifæri þegar engir gestir voru, til þess að glugga í skuldabréf og bankaskjöl, sem hann- geymdi í litlu skrifborði í bókaherberginu, og nú ýtti hann stólnum frá borðinu, reis á fætur, bað fjölskyldu sína afsökunar og gekk inn í bókaher- bergið. Hitt fólkið sat kyrrt, „Mér þætti gaman að vita hvernig hann lítur út,“ hagði Myra víð móður sína. „Já, sama segi ég. Og ég vona að hann bregðist ekki trausti föður ykkar. Það yrði ieiðinlegt fyrir hann, ef hann reynd- ist illa.“ „Ég skil þetta ekki,“ sagði Gilbert. „Að ráða nýja menn, þegar við höfum varla næg verkefni handa þeim sem fyrir eru. Og hvað haldið þið að vinir okkar segi, ef þeir komast að því, að frændi okkar var eklci annað en vikadrengur áður en hann kom hingað.“ „Það er ekki nauðsynlegt að þeir komist að því,“ sagði Myra. „Einmitt það? Hann hefur ef til vill orð á því sjálfur — nema við segjum honum að þegja yfir því — og' auk þess getur verið að einhverjir hafi séð hann po starfi.“ Það var illskuglampi í augnm hans. „Ég vona að minnsta kosti að hann hafi vit á að þegja. Okkur væri lítiil hagur í því að hann væri að blaðra um það.“ Og Bella bætti við: „Ég vona að hann sé ekki eins leiðin- legur og strákarnir hans Allens frænda. Það eru þeir leiðin- legustu náungar, sem ég hef nokkru sinni komizt í kynni við.“ „Bella þó,“ sagði móðir hennar ávítandi. ÞRIÐJI KAFLI Sá Clyde, sem Samuel Griffiths sagðist hafa hitt í Union League klúbbnum í Chicago, var allfrábrugðinn þeim Clyde sem hafði fiúið frá Kansas City þrem árum áður. Hann var nú orðinn tvitugur, hærrj vexti og dálítið sterkbyggðari, en tæp- iega neitt þreknari :og auðvitað hafði hann mun meiri reynzlu að baki sér. Síðan hann flýði frá heimili sínu og starfi í Kansas City hafði hann komizt í kynni við ýmsar skuggahliðar heimsins — lélega vinnu, slæmar vistarverur, einmanaleik og nauðsyn þess að brjótast áfram upp á eigin spýtur — og hann hafði þroskað hjá sér sjálfstraust og fágaða framkomu, sem enginn hefði búizt við af honum fyrir þrem árum. Endaþótt hann væri ekki eins vel klæddur nú, og þegar hann flýði frá Kansa3 City, þá var framkoma hans nú svo prúðmannleg og viðkunnanleg að öllum féll hann í geð, þótt hann vekti ekki á sór sérstaka athygli fyrst í stað. Einkum hafði einn eiginleiki þroskazt hjá honum, síðan hann laumaðist burt frá Kansas City í flutningsvagni; hann var miklu varkárari og fáskiptnari. Síðan aðstæðurnar höfðu neytt hann til að standa á eigin fótum, hafði hann komizt að þeirri niðurstöðu að hann og - hann einn bæri ábyrgð á framtíð sinni. Fjölskylda hans gat ekkert fyrir hann gert. Allt hans fólk var of fátækt og óhag- sýnt — foreldrar hans, Esta, þau öll. En þrátt fyrir hið sífellda basl þeirra, varð honum tíðhugsað heim, einkum til móður sinnar og heimilislífsins, sem hann hafði búið við sem drengur — og einnig systkina sinna, Estu líka, sem hafði ekki sokkið dýpra en hann og við örlögin gat enginn ráðið. Og oft hafði hann fundið til skerandi sársauka, þegar hann hugsaði um framkomu sína við móðurina og slysið,. sem hafði bundið enda á dvöl hans í Kansas City — tap Hortense Briggs — sem var mikið áfall; og þegar hann hugsaði um þá érfiðleika sem hann hafði sjálfur átt við að stríða og það andstreymi, sem móðir hans og Esta hlutu að hafa orðið að þola hans vegna. Þegar hann kom til St.Louis tveim dögum eftir flótta sinn — og hafði verið fleygt út í snjóinn án allrar miskunnar á gráum vetrarmorgni, úrinu sínu og vetrarfrakkanum léttari — hafði hann komizt yfir dagblað frá Kansas City — The Star — og hann komst að raun um að ótti hans hafði ekki verið á- stæðulaus. Þama var tveggja dálka fyrirsögn og löng lýsing á atbnrðinum: Lítil stúlka, ellefu ára dóttir eins af betri borg- urum bæjarins, hafði orðið fyrir bílnum og dáið næstum sam- stundis — klukkutíma eftir slysið; Sparser og ungfrú Sipe voru á spítala og í varðhaldi um leið, og lögreglumaður gætti þeirra, sat á spítalanum og beið eftir bata þeirra; glæsilegur bíll hafði verið gereyðilagður; faðir Sparsers, sem hafði verið starfsmaður hjá hinum fjarstadda bíleiganda, varð ofsareiður og um leið harmaði hann mjög hið glæpsamlega atferli sonar síns. —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— oOo— BARNASAGAN SKESSAN Á STEINNÖKKVANUM 4. DAGUR kaldlyndi hennar en kóngur. Með kónashirðinni voru drengir tveir, annar átján, hinn níján vetra. Þeir voru mjög aeínir íyrir tafl og sátu bví löngum inni yíir því. Herbergi þeirra var næst herbergi drottningar, cg var það oft, að þeir heyrðu eitthvað til drottningar á sumum tímum dagsins. Einn dag veittu þeir því meiri eftirtekt en áður, er þeir heyrðu til drottningar. Lögðu þeir þá hlustirnar við rifu, er -var á veggnum milli herbergjanna, og heyrðu glöggt, að drottning sagði: „Þegar ég geispa lítinn geispa, þá er ég lítil og nett jómfrú; þegar ég geispa hálfan geispa, þá er ég sem hálítröll; þegar ég geispa heilan geispa, þá er ég sem altröll.” í því drottning sagoi þetta, setti að henni ógleði svo mikla, að hún geispaði ógurlega. Við þetta brá henni svo, að hún varð allt í einu að illúðlegri tröiikonu; kom þá og upp úr gólfinu í herbergi droltningar þríhöfðaður þussi með fullt trog af keti; hann heilsar þar systur sinni og setur fyrir hana trogið. En hún sezt að því, sem í því var, og léttir ekki, fyrr en hún hefur lokið öllu úr troginu. Sveinarnir sáu allar þessar aðfarir, en ekki heyrðu þeir þau systkinin talast neitt við. En það furðaði þá, hversu gráðuglega dróttning hámaði í sig ketið og hversu mikið hún rúmaði af því, og þá eigi lengur, að hún snæddi svo lítið, er hún sat með kóngi yfir borðum. Þegai; húp. var. búin úr tróginu, hvarf þussinn með það aftur sama veg niður, sem hann hafði komið, en drottning tók á sig mennska mynd.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.