Þjóðviljinn - 11.01.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. janúar 1952 - Bæjarlréttir Framhald af 4. síðu. SVIK. - - Sönpræfing í kvöld kl. 8. — Stundvísi. ilaf' niag n stakmö rku 11 Föstud. li. janúar: Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Tún- in, Teigarnir, íbúðarhverfið við Laugarnesveg að Kleppsvegi og svæðið þar norðaustur af. Til fólksins á Úlfsstöðuni, af- hent Þjóðviljanum, Björn Finns- son kr. 200,00, Gísli og Steini kr. 50,00. Áholt á Strandakirlíju, afhent Þjóðyiljanum, frá B.G.H.J. kr. 150,00, gamalli konu kr. 5,00. .Til fóksins I Málmey afhent Þjóðviijanum, frá H.H. kr. 100.00. Gl \ Heilsuvemd, tíma- rit Náttúrulækn- /jfjr ^ ingafélags Islands, 4. hefti 1951, er ný komið út. Efni: Hversvegna verða menn veilcir? og Berklar og krabbamein eru vaneldissjúkdóm- ar, eftir ritstjórann, Jónas lækni Kristjánsson. Samsetning fæðisins i hressingarheimili N. L. F. I. sumarið 1951. Lenging' mannsæv- innar. Dönsk vísindastofnun reyn- ir að lækna krabbamein með hrá- l’æði. Frásögn af lækningu maga- krabba. HúsmæðráJ>áttur, hrásal- öt (Dagbj. Jónsd.) Um hálseitla- skurði. Frá hressingarheimili Waerlands í Svíþjóð. Enn um gul- rófnarækt (Jón Arnfinnsson, garð yrkjumaður). Krabbamein í enda- þarmi læknað með hráfæði. Þrauta- lausar fæðingar. Röng næring or- sök ofdrykkju. Spurningar og svör. Þriðja landsþing N.L.F.Í. Á víð og dreif o. fl. Nokkrar mynd- ir prýða heftið, og á forsíðu er vetrarmynd af Esju' og Kolla- firði, tekin af Vigfúsi Sigurgeirss. Sjóslysin Framhald af 5. síðu. siði. Skipin hafa verið rekin úr höfn til veiða í byrjun stór- hátíða, svo sem á aðfangadag jóla, og það þó ekkert veiði- veður hafi verið á miðum. Ekkert tillit tekið til skips- hafnarinnar frekar en hunda. Það má merkilegt teljast að sjómannasamtökin hér skuli hafa látið bjóða meðlimum sLnum slíkt á undangengnum árum. Ég hef víða farið, en hvergi kynnzt slíku menningar- leysi. I Bretlandi láta sjó- mannafélögin til sín taka þegar alys verða á skipum hvort sem eru togarar eða önnur skip. Þar sleppa þeir ekki sem á- byrgð bera, sé hægt að rekja elysin til ábyrgðar’eysis vfir- manna eða ofurkapps þeirra við vinnu eða veiðar. Það er kominn tími til, að þcssi mál verði ekki tekin lin- ari tökum hér en þar. Við skul- um eltki þola |>að lengur, að ííf starfandi sjómanna sé minna metið en annarra stéttar manna. Hvað er gert þegar bílslys ber að höndum ? Tapar ekki bíistjóri sem hefur valdið dauðaslysi réttindum, jafnvel þó ekki hafi verið á hans valdi að afstýra slysinu? Ég veit ekki betur. Ég skora á ungu sjómenn- ina að taka þessi mál ti! ræki- legrar meðferðar. Knýið frarn með samtakamætti, að sett verði löggjöf er fordæmir á- byrgðarleysið, sem í mörgum tilfellum er bein or.iök dauða- slysanna á hafinu. Sýnið mann- dóm ykkar með því að láta ekki bjóða ykkur s!íka hunda- meðferð, sem sviptir feður ykk- ai- lífi fyrir tímann, ef ekki af slysum, þá þrældómi. Gamall sjómaður. ' #. IJJ i w t ‘M f v.1 > Hf t r 4 1 i 72. DAGI?R Hann steig upp í vagninn sinn og hélt áfram að afhenda pakkana, en hann hafði allan hugann við fyrirhugað stefnumót sitt við. Ratterer. Klukkan hálfsex skilaði hann hestinum og flýtti sér síðan heim á herbergi sitt, þar sem hann skipti um föt og flýtti sc.r síðan til Henrici. Eftir örfáar mínútur birtist Ratterer, alúðlegur, vingjarnlegur og jafnvel snyrtilegar kíæddur en nokkru sinni fyrr. „Það er svei mér gaman að sjá þig aftur, gamli skröggur," sagði hann. „Veiztu það, að þú ert sá eini úr gömlu klíkunni, sem ég hef séð síðan ég fór frá Kansas City? Svei mér þá. Systir mín skrifaði mér og sagði að enginn vissi, hvað hefði orðið um Higby, Heggie eða þig. Sparser greyið fékk ár — heyr- irðu það? Það cr ekkert smáræði. En það var ekki aðallega vegna þess að hann ók á barnið, heldur vegna þess að hann stal bílnum og ók honum próflaus og nam ekki staðar, þegar honum var gefið merki. Þess vegna settu þeir hann inn. En heyrðu“ — hann lækkaði róminn, „við hefðum ekkert sloppið betur, ef þeir hefðu náð í okkur. Hamingjan góða, hvað ég var hræddur. Og tók til fótanna." Og hann fór að hlæja, sefasýkis- hlátri. „En sú uppákoma, maður. Og svo skildum við hann og stelpuna eftir í bílnum.Já, það var ljóta ástandið, ha? En livað var annað að gera? Það var tilgangslaust að við færum allir í steininn. Hvað hét hún nú aftur? Lára Sipe. Og þú hvarfst áður en ég kom auga á þig. Og hún litla Briggs, vinkona þín, líka. Fylgdirðu lienni heim?“ Clyde hristi höfuðið. „Nei, það var nú eitthvað annað,“ sagði hann. „Hvert fórstu þá?“ spurði hinn. Clyde sagði honum allt af létta. Og þegar hann var búinn að rekja sína eigin sögu, sagði Ratterer: „Heyrðu, þú veizt þá ekki, r.ð hún Briggs litla stakk af til New York með einhverjum ná- unga skömmu seinna? Einhverjum sem vann í tóbaksbúð, eða svo sagðj Louisa. Hún hitti hana rétt áður en hún fór, í nýjum ioðfeldi og öllu tilheyrandi.“ (Clyde fékk smásting). „En það var heimskulegt af þér að vera að eltast við hana. Henni stóð slveg á sama um þig og alla aðra. En þú varst alveg vitlaus í henni, var það ekki?“ Og hann glotti góðlátlega og hnippti stríðnislega í Clyde. Og nú sagði liann sögu sína, ævintýrasnauða, en mjög ólíka sögu Clydes. Hann hafði verið áhyggjulausari og liaft meira traust á sjálfum sér og dugnaði sínum. Loks hafði bann „kló- fest“ þessa vinnu, af því að það er „alltaf hægt að ná sér í mtthvað í Chi“, eins og hann sagði. Og þarna hafði hann verið síðan — í „friði og spekt“, en eng- inn hafði minnzt á neitt við hann. Og hann fór strax að skýra honum frá því, að þessa stund- ina væri engin laus staða í Union League klúbbnum, en hann gæti talað við herra Haley sem væri forstjóri — og ef Clyde vildi og herra Haley vissi um eitthvað, þá gæti hann reynt að útvega honum eitthvað til frambúðar. „En legðu iþessar gömlu áhyggjur á hilluna,“ sagðl hann við Clyde þegar leið á kvci’dið. „Það er ekkert á þeim að græða.“ Og tveim dögum eftir þessar uppörvandi samræður, og Clyde hafði verið að velta því fyrir sér, hvort hann ætti að segja upp stöðu sinni, taka upp sitt rétta nafn og leita fyrir sér á hótelun- um um vinnu, kom bréf til hans upp á herbergi hans, sem einn vikapiltanna í Union League klúbbnum færði honum, og bréfið var á þessa leið: „Talaðu við herra Lightall á Great. Northern hótelinu fyrir hádegi á morgun. Þar er laus staða. Hún er ekiki upp á 'það allra bezta, en þó í áttina.“ Cl.yde hringdi þegar í stað til húsbónda síns, sagðist vera veikur óg ófær til vinnu þennan dag. Síðan bjóst liann sínum bcztu fötum og fór beint á hótelið. Vegna meðmæla þeirra sem hann gat gefið fékk hann stöðuna og honum til mikils léttis undir sínu ejgin nafr.i. Og honum var það einnig •gleðiefni, áð launin vnru tuttugu dollarar á mánuði að viðbættu fæði. En hann komst að raun um að drykkjupeningarnir voru ekki nema tíu dollarar á viku að jafnaðj — en huggaði sig við það, að það var meira en hann hafði borið úr býtum undanfarið; og vinnan var auðveldari, þótt hann tæki nú aftur upp sitt gamla starf, en hann óttaðist enn að hann yrði leitaður uppi og handtekinn. Ekki leið á löngu áður en staða losnaði í Union League klúbbji- um. Ratterer var fyrir skömmu orðinn aðstoðarmaður forstjór- ans og af því að hann hafði komið sór vel við hann, gat 'harin lagt inn gott orð fyrir Clyde. Og svo var sent eftir Clyde,‘ og eftir að Ratterer var búinn að gefa honum nokkrar leiðbeiningar:' um framkomu hans við nýja vfirmanninn, fékk hann stöðuna.: Þarria var allt með öðrum hætti en á Great Northem og allt með virðulegri blæ en hafði verið hjá Green-Davidson. Og þama komst hánn iþví miður aftur í náið samband við það lífsviðhorf sem hafði djúp áhrif á skoðanir hans og þrár. Því að í þénnan klúbb komu daglega hópar valinna manna úr þjóðfélaginu, sem liann hafði ekki augum litið fyrr, sjálfstæðir og óháðir menn frá öllum fylkjum föðurlands hans og frá öllum löndum og heims- álfum. Bandarískir stjórnmálamenn að norðan, sunnan, austan og vestan — stjórnmálamenn og yfirmenn og ýmiss konar af- burðamenn — skurðlæknar, vísindamenn, viðurkenndir tízku- læknar, herforingjar, bóikmennta- og listafrömuðir, ekki aðeins frá Bandaríkjunum heldur alls staðar að. Einkum var það eitt sem hafði áhrif á hann og vakti með honum undrun og lotningu — hér vottaði ekki fyrir þeirri ást- leitni, sem hafði sett svo mikinn svip á Green-Davidson hótelið og sömuleiðis Great Northem. Honura hafði fundizt hún véra ríkasti þátturinn í öllu því sem hann hafði komizt í kynni við fram að þes.su. En þarna bar ekki á ástleitni — vottaði ekki fyrir henni. Engar konur höfðu aðgang að þessum klúbb. Hinir virðu- legu þjóðfélagsþegnar komu og fóru kvenmannslausir, og fas þeirra var markað hinu hljóðlausa lífsþreki og fáskiptni sem einkennir þá, sem hafa náð settu marki. Þeir mötuðust einir. saman, ræddust við tveir og tveir eða í hópum, hávaðalaust —- lásu bækur sínar og blöð eða öku í hraðskreiðum bílum — en flestir virtust algerlega ósnortnir af þeirri ástríðu, sem óþrosk- áðúr hugur hans hafði fram að þessu álitið orsaka alla ringul- reið i þeim þjóðfélagsstéttum, sem hann hafði kynnzt hingað tii. Sennilega var ógerningur að ná nokkrum frama í þessari virðulegu veröld, nema maður héldi sig f jarri öllum kynferðis- málum, sem voru auðvitað lítilf jörleg og vansæmandi. Og í návist þessara virðulegu manna, varð hann því að láta eins og slíkar hugsanir væru honum mjög fjarlægar, enda'þótt þær flögruðu um hug hans endrum og eins. Þegar hann hafði unnið þama um hríð og orðið fyrir áhrifum frá þessum félagsskap og hinum ýmsu mönnum sem komu sem gestir, var framkoma hans orðin mjög fáguð og virðuleg. Þegar hann var innan landamæra klúbbsins fannst honum hann vera állt annar maður — stilltari, rólegri í hugsun, hagsýnni og sann- færður um hæfileika sína til að komast áfram í heiminum ef hann legði sig allan fram og heppnin væri með honum. Já, það var ekki að vita. Ef hann ynni af kappi, kæmist í góð sambönd og gætti hegðunar sinnar til hins ýtrasta, þá gæti verið að einhver þessara merkilegu manna sem komu í þennan klúbh, fengi auga- stað á honum og byði honum betri stöðu en hann hefði nokkru sinni haft og á þann hátt kæmist hann inn í nýjan og áður óiþekktan heim. Því að sannleikurinn var sá, að sál Clydes var eíkki áskapað að þroskast. Hann skorti algerlega hið andlega raunsæi og innri stefnufestu, sem gerir mörgum kleift að vinnsa það úr stað- reyndum og aukaatriðum lífsins, sem markar bralitina fram á við. FJÓRÐI KAFLI • En nú var honum orðið Ijóst, að það var menntunarskorturinn er hafði verið honum fjötur um fót.e Vegna hinna sífelldu flutn- —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— ——oOo— —oOo— —oOo— BARNASAGAN SKESSAN Á STEINNÖKKVANUM 7. DAGUR hlunkaði niður, og að öllum líkindum mundi hann hafa rotazt, er hann kom niður, og hefði þetta víst verið fjörbrot hans, er borgin skalf. En bví kvaðst drottning hafa áskilið sér að sjá son sinn þrjá daga í röð.. að með bví móti mundi sér leggjast eitthvað til líknar og lausnar, eins og nú væri fram komið. Nú þóttist kóngur siá, hversu það vissi við, að kona sú, er hann hafði búið við um stund, hefði verið svo óþýð, og lét hann þegar draga belg á höfuð henni og berja hana í hel með grjóti; síðan lét hann festa hana aftan á ótemiur, er tættu hana sundur. Eftir það sögðu og sveinar þeir, er íyrr var getið, að heyrðu og sáu til drottningar/ frá bví, er fyrír bá hafði borið, því áður þorðu þeir það ekki fyrir ríki hennar. Að þessu búnu sezt drottn- ing í tign sína, og hugnast öllum vel að henni. En það er frá barnfóstrunni að segja, að kóngur og drottriing giftu hana stórhöfðingja einum og gjörðu hana að heiman með mikilli rausn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.