Þjóðviljinn - 05.02.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.02.1952, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 5. febrúar 1952 Stærsfa spoíið Framhald af 5. siðu. vöru bæði í hagsmunabaráttu og stjórnmálabaráttu, þá er vöidum þeirra hætt, er nú njóta þeirra í skjóli sundrungar þessara stétta. Það er þegar lcomið að því, að það má ekki dragast öllu lengur ,að bændur, verkamenn, sjómenn, iðnaðarmenn og hvers konar millistéttarfólk taki sam- an höndum um að skapa þá stjórn á atvinnu og efnahags- 'lifi þjóðarinnar, sem vendir af þeirri helstefnu, er rikt hef- ur hér undanfarin fimm ár, og nú er að leiða sínar ægi- legu afleiðingar yfir þjóðina, i formi kreppu, atvinnuleysis og örbirgðar fjölda fólks. Og jafnframt þessu á þjóðin meiri framleiðslutæki en nokkru sinni fyrr og næga markaði fyrir framleiffsluna. Það er sannarlega komið mál tíl að gera hugmyndina um bandalag vinnandi stétta að veruleilía. Á. S. Getiaunir 09 vísindi Framhald af 3. síðu part af eðlilegum áhuga fyrir velferð þessarar ágætu mennta- stofnunar, og öðrum þræði vinn- ingsvon. IþTÓttamenn hafa ekki sett fram þá kröfu að þeim væri afhentur ákveðinn hluti af tekjum Há- skólahappdrættisins. Það er ekki vegna þess að þörfin hafi ekki alltaf verið brýn, heldur hinu að þarna var framtak Há- skólans að verki og því varla eðlilegt að íþróttamenn sérstak- lega nytu þar tekna. Nú má líka benda á, að há- skóli eða háskólar í Noregi hafa ekki hliðstæðan tekjustofn fyrir eig og Háskólinn hér hefur. Það er því ekki sanngjarnt að bera eaman ísland og Noreg í þessu efni. Það eðlilega hefði því verið að hluti af ágóða Happdrættis Há- ekólans hefði nú hér eftir runn- ið til vísinda sem enginn efar að búa við þröngan kost, og stúdentafélagið í Noregi hefði lagt það til, en ekki að svo stöddu „skorað eindregið á ís- lenzk stjómarvöld að taka til alvarlegrar athugunar að skipta getraunagróðanum milli vísinda og íþrótta eftir norskri fyrir- mynd.“ Krossgáta 1 járnkarlar — 4 gat — 5 iSk — 7 dýfing — 9 pest — 10 kraft- ur — 11 tímabils — 13 keyr — 15 tími — 16 dýrum. Lóðrétt: 1 tveir eins — 2 fugl — 3 kný — 4 fórna — 6 óskar að kaupa — 7 vínstofa — 8 framganga — 12 droll — 14 íþróttafélag — 15 fljótum. Lausn 18. krossgátu. Lárétt: 1 kennari — 7 11 — 8 áfir — 9 áli — 11 ask — 12 ná — 15 baki — 17 hr. — 18 ösp — 20 hálfsúr. Lóðrétt: 1 ferju — 2 ell — 3 ná — 4 afa — 5 risi — 6 irkir — 10 ina — 13 áköf — 15 brá — 16 iss — 17 hh — 19 pú. 92. DAGUR svo að hún ákvað að veita honum enga athygli. Hann var of auðsigraður. „En frú Griffiths hafði ekki búizt við þessari heimsókn, og hún var dálítið gröm yfir því að Bella skyldi koma með vin- konur sínar, þegar svona stóð á, því að það varð að gera þeim ljóst, hver staða Clydes í þjóðfélaginu var. Hún sagði: „Vilj- ið þið ekki leggja frá ykkur yfirhafnirnar og fá ykkur sæti? Ég skal láta Nadínu leggja á borð fyrir ykkur. Bella, þú getur setið hjá föður þínum.“ „Nei, þökk fyrir,“ og „Nei, ómögulega, við erum einmitt á heimleið. Ég verð að flýta mér,“ sögðu Sondra og Bertína. En þegar þær voru hingað konmar og Clyde reyndist vera svona álitlegur, voru þær báðar sjúklega ákafar í að komast á snoðir um, hvers virði hann var í samkvæmislífinu. Þær vissu báðar, eð Gilbert Griffiths var engan veginn vinsæll — þeim var tkki um hann, þótt þær væru vinkonur Bellu. Þessar tvær sjálf- elsku fegurðardísir álitu hann allt of yfirlætisfullan og óað- gengilegan. Aftur á móti virtist Clyde miklu meðfærilegri, eftir útliti að dæma. Og ef hann reyndist vera úr þeirra stétt eða Griffithsfjölskyldan héldj vemdarhendi yfir honum, var ugg- laust hægt að nota hann. Að minnsta kosti væri fróðlegt að vita hvort hann væri ríkur. Eln næstum samtímis leysti frú Griffiths úr því fyrir þær með því að segja af ásettu ráði við Bertínu: „Herra Griffiths cr frændi okkar að vestan. Hann er kominn hingað til að athuga, hvort hann getur skapað sér atvinnu i verksmiðju manns míns. Hann er ungur maður sem verður að vinna fyrir sér á eigin spýtur, og maðurinn minn var svo góður að gefa honum tækifæri hjá sér.“ Clyde roðnaði, því að þetta átti bersýnilega að vera bending til hans um að hann stæði bæði þeim og þessum stúfkum langt- um neðar í þjóðfélagsstiganum. Hann sá líka að svipurinn á andriti Bertínu Carston breyttist úr forvitni i kæruleysi, þvi að hún hafði engan áhuga fyrir ungum mönnum, sem hvorki höfðu auð né metorð. Aftur á móti var Sondra Finchley ekki eins séð í þessum sökum og vinkona hennar, þótt foreldrar hennar væru bæði auðugri og mikilsmetnari í samkvæmislífinu en for- eldrar hinnar — og hún leit aftur á Clyde og í svip faennar mátti lesa greinilega vorkunnsemi. Hann sem var svo álitlegur. Samúel Griffiths leizt vel á Sondru en miður á Bertínu og sama var að segja um frú Griffitfas, sem fannst hún alltof ísmeygileg. Nú kallaði hann til Sondru: „Sondra, bittu nú hund- inn þinn við einn borðstofustólinn og komdu og seztu hjá mér. Legðu kápuna þína á einhvern stól. Það er nóg rúm fyrir þig.“ Hann benti henni að koma. „En ég get það ekki, Samúel frændi,“ kallaði Sondra kumpán- lega og dálítið tilgerðarlega, eins og hún vildi koma sér í mjúk- inn hjá honum. „Við erum orðnar svo seinar. Og Bissell er ómögulegur. Við Bertína erum á heimleið, það er alveg satt.“ „Já, heyrðu pabbi,“ greip Bella fram í. „Hesturinn hennar Bertínu féfck nagla upp í fótinn í gær og í dag er hann haltur. Og hvorki Grant né pabbi hennar eru heima. Hana langaði til að spyrja þig um, hvort þú gætir nokkuð ráðlagt henni.“ „Hvaða fótur er það ?“ spurði Griffiths fullur áhuga, en Clyde hélt áfram að virða Sondru fyrir sér, þegar hann fékk tækifæri til. Honum fannst hún yndisleg — nefið lítið og hafið að framan — og efri vörin vissi dálítið upp i áttina að nefinu. „Það er vinstri framfótur. Ég reið cftir East Kinston Road í gærdag. Jerrý missti undan sór skeifu og hlýtur að hafa fengið flís upp í fótinn, en John getur ekki fundið hana.“ „Reiðstu lengi með flísina í fætinum ?“ „Svona tvær mílur á að gizka — alla leiðina heim.“ „Þá ættirðu að láta John bera smyrsl á fótinn og vefja hann og kalla svo á dýralækni. Ég ér viss uffl að hann jafnar sig.“ Þær sýndu ekki á sér neitt fararsnið, og Clyde var látinn eiga sig í bili og hann var að hugsa um, hvað þessi heimur hlyti að vera dásamlegur — þessi heimur fyrirfólksins. Þetta fólk hafði engar áhyggjur. Þau töluðu um hús sem verið var að byggja, reiðhesta, vini og kunningjafólk, fyrirhuguð ferðalög. Og Gilbert var nýfarinn að heiman — og ætlaði í ökuferð með fleiri ungum mönnum. Og Bella frænka hans flögraði um með vinkonum sínum sínum á milli hinna glæsilegu húsa við þessa götu, en sjálfur hímdi hann í óvistlegu herbergi á þriðju hæð hjá frú Cuppý og átti ekkert annað athvarf. Og hann átti að lifa á fimmtán doll- urum á viku. Næsta morgun átti hann aftur að fara að vinna í kjallaranum, meðan þessar stúlkur nutu frjálsræðisins. Og í Denever voru foreldrar hans, leigðu út herbergi og stjórnuðu trúboði, sem hann þorði varla að minnast á á þessum stað. Allt í einu sögðust stúlkurnar tvær verða að fara, og gerðu alvöru úr því. Og hann var einn eftir með Griffithsfjölskyldunni — og honum fannst hann einmana og utanveltu, því að Samúel Griffiths, kona hans og Bella og jafnvel Myra, virtust álíta, að með þessu væri honum allra náðarsamlegast veitt leyfi til að gægjast inn í veröld, sem hann átti annars engan aðgang að; og gæti aldrei fengið aðgang að fyrir sakir fátæktar — hversu mjög sem hann þráði að umgangast svona glæsilegar stúlkur. Og hann varð dapur í bragði — mjög dapur — augu hans urðu dimm og liann varð svo þungbúinn, að bæði Samúel Griffiths, kona hans og Myra tóku eftir því. Ef hann gæti með einhverju móti komizt inn í þennan heim. En áf þessu fólki var það Myra ein sem gizkaði á að hann væri einmana og þunglyndur. Og þegar allir risu á fætur og gengu aftur inn í stóru dagstofuna (Samúel ávítaði Bellu fyrir að koma ævinlega of seint), þá var það Myra sem nálgaðist Clyde og sagði: ,,Ég býst við að yður geðjist betur að Lycurgus, þegar þér hafði verið hér lengur. Það eru margir skemmtilegir staðir hérna í nágrenninu — vötnin og Adirondaeks eru hérna rétt fyrir norðan. Og í sumar þegar við flytjum upp til Greenwood, þá er ég viss um að mamma og pabbi bjóða yður til okkar endrum og eins.“ Hún var alls ekki viss um að þetta væri satt, en engu að síður langaði hana til að segja það við Clyde. Og eftir það leið hónum betur í návist hennar, og hann talaði eins mikið við hana og hann gat án þess að vanrækja Bellu eða foreldrana. En klukk- an hálftíu fann hann sárt til einmanaleiks síns og hann reis á fætur, sagðist verða að fara, því að hann þyrfti að fara snemma á fætur. Og Samúel Griffiths gekk með faonum til dyra og opn- aði fyrir honum. En eins og MjTa hafði hann tekið eftir því að Clyde var mjög aðlaðandi en yrði þó sennilega vanræktur héðan af vegna fátæktar sinnar og hann sagði vingjarnlega og næstum huggændi: „Finnst yður ekki býsna skemmtilegt hérna úti? Wykeagy Avenue er ekki búin að búast sínu bezta skrúði, en —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— BARNASAGAN Brjáms saga 1. DAGUR Það var einu sinni, að kóngur og drottning réðu fyrir ríki sínu; þau voru rík og voldug og vissu varla aura sinna tal. Þau áitu eina dóttur; hún ólst upp sem flest önnur söguböm. Þar bar hvorki til titla né tíðinda, frétta né frásagna um þann tíma, nema logið væri. Karl og kerling biuggu í garðs- horni; þau áttu siö syni og eina kú til bjargar; hún var svo væn, að hana þurfti að mjólka þrisvar á dag, og gekk hún sjálf heim úr haganum um mið- degið. Það var einu sinni, að kóngur reið á dýraveiðar með sveina sína. Þeir riðu hjá nautaflokki kóngs, og var kvr karls þar saman við. Kóngur mælti til þeirra: ,,Væna kú á ég þarna." „Ekki er það yðar kýr, herra," sögðu sveinarnir, „það er kýr karls í koíinu." Kóngur mælti: „Hún skal verða mín." Síð- an reið kóngur heim; en er hann var setztur til drykkiu, minntist hann á kúna og vildi senda menn til karls að fala hana fyrir aðra. Drottning bað hann að gjöra það ekki, því þau hefðu ekki neitt annað til bjargar. Hann hlýddi því ekki og sendi þrjé menn að fala kú karls. Karl var úti og börn hans öll. Þeir skiluðu frá kónginum, að hann vildi kaupa kú karls fyrir aðra. Karl mælti: „Mér er ekki mætari kýr kóngs en mín" Þeir leituðu fast á, en hann lét ekki af, þangað til þeir drápu hann. Tóku þá gll börnin að gráta nema elzti sonurinn, er hét Brjám. Þeir spurðu börnin, hvar þau hefði tekið sárast. Þau klöppuðu öll á brjóstið nema Brjám, sem klappaði á rass sér og glotti. Drápu þeir þá öll börnin, er á brjóstið klöpp- uðu, en kváðu það gilda einu, þótt hitt greyið lifði, því hann væri vitlaus. Kóngsmenn gengu heim og leiddu með sér kúna, en Brjám gekk inn til móður sinnar og sagði henni tíðindin, og bar hún sig illa. Hann bað hana að gráta ekki, þ,ví þau tækju ekki mikið upp á því; hann skyldi bera sig að og gjöra svo sem hann gæti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.