Þjóðviljinn - 05.02.1952, Blaðsíða 8
Ihaldsmeirihlutiim í Dtgeriarráii hindrar að bæjar-
togaramir leggi aíia sinn hér npp tii verkunar
Felldi tillögu um þetta frá fulltrúum Sósíalistafl. og SB
flokksins á útgerSarráðsfundi í gær
Á fundi títgerðarráð's Keykjavíkurbæjar í gær var teldn til'
afgreiðslu svohljóðandi tillaga frá Guðmundi Vigfússyni og Sig-
urði Ingimundarsyni, er þeir báru fram á fundi ráðsins 26.
janúar s.l.:
„Utgerðarráð samþykkir að ieggja fyrir framkvæmdarstjóra
Bæjarútgerðarinnar að láta alla bæjartogarana leggja afla sinn
á land hér í bænum, með það fyrir augum að bæta úr því mikla
atvinnuleysi, sem verkafólk á nú við að búa.
Þar sem framkvæmdarstjórar telja verulegan haila á veiðum
fyrir innanlandsmarkað skorar litgerðarráð á bæjarstjórn að
gera án tafar nauðsynlegar ráðstafanir tjl jæss að togararnir
geti stundað þessar veiðar.
títgerðarráðið leggur áherzlu á, að allir möguleikar til vinnslu
á fiskafla verði hagnýttir til hins ýtrasta, hvortí sem um er að
ræða frystingu, saltfiskverkun eða herzlu, og ákveður því að
heita sér fyrir því að togarar í einkaeign leggi afla sinn einnig
hér á land til viðbótar bæjartogurunum, reynist það nauðsynlegt
til þess að allir vinnslumöguleikar verði liagnýttir.“
Þriðjudagur 5. febrúar 1952 — 17. árgangur — 28. tölublað.
LÍKFYLGDIN Á LEIÐ í FOSSVOGSKAPELLU
(Ljósm. Sigurður Guðmundsson)
Vesturþýzka stiórnin setur
Vesturveldunum kosti
Adenauer neitar þátttöku í Vestur-Evrópuher nema
gengið sé að kröíum hans
Komin er upp deila milli vesturþýzku istjórnarinnar og
Vesturveldanna, er vel getur orðið fyrirætlunum um stofn
un Vestur-Evrópuhers að fótakefli.
Utgerðarráðið ræddi tillöguna
og málið í heild á þremur -fund
um, 26. janúar, 31. janúar og
í gær. Var tillagan þá tekin
til afgreiðslu og var henni vís-
-að frá af fhaldsmeirihlutanum,
Kjartani Thors, Sveini Bene-
diktssyni og Ingvari Vilhjálms-
syni, gegn atkv. Gúðmundar
Vigfússonar og Sigurðar Ingi-
mundarsonar.
Á fundi rnðsins 31. jan.
mætti atvinnumálanefnd full-
Framhald á 7. síðu.
AÐALFUNDUR
Félags biívélavirkja
Félag bifvélavirkja héjt að-
alfund sinn nýlega. Valdimar
JLeonhardsson var endurkjörinn
formaður.
Aðrir í stjórn eru: Lárus
Guðmundsson varaformaður,
Sigurgestur Guðjónsson ritari,
Guðmundur Þorsteinsson gjald-
keri, Gunnar Kristinss. meðstj.,
einnig endurkj. Árni Jóhanns-
son var endurkosinn gjaldkeri
styrktarsjóðs. Fjárhagur fé-
lagsins er góður og félagsstarf-
semin öflug.
Skilaboð til hiís-
eigenda
Hin mikla snjókoma undan-
farið hefur valdið miklum erf-
iðleikum við sorphreinsunina í
bænum.
Það eru vinsamleg tilmæli
borgarlæknis til húseigenda í
bænum að þeir moki snjóinn
frá sorptunnum sinum svo
hreinsunarmennirnir eigi sæmi-
lega greiðan aðgang að þeim.
Síðasta sýning
Tnixa í kvöld
í kvöld kl. 9 verður síðasta
sýning Truxa í Austurbæjarbíó.
Er nú ráðið að töframennirri-
ir fari út um land til Vest-
mannaeyja, ísafjarðar og Akur
eyrar og e.t.v., víðar og hefji
þar sýningar á vegum Sjó-
mannadágsráðs. i
Valtýr Stefánsson
einróma kosinn formaður
Blaðamannafél. Isiands
Blaðamannaféiag fslands
hélt aðalfund sinn s.l. sunnu-
dag. Valtýr Stefánsson ritstj.
var kosinn formaður með sam-
hljóða atkvæðum.
Aðrir í stjórn eru: Jón
Magnússon, Guðni Þórðarson,
Ingólfur Kristjánsson og Jón
Bjarnason.
Menningarsjóður félagsins er
nú um 112 þús. kr. og var 6
félagsmönnum veittur styrkur
úr sjóðnum á s.l. ári. Stjórn
Menningarsjóðsins var endur-
kjörin, þeir Sigurður Bjarna-
son, Hendrik Ottósson og Jón
H. Guðmundsson.
, Kornmylla NLFÍ
tekin til staría
Kornm.vlla Náttúrulækninga-
félags Islands er nú tekin til
starfa í verzl. Svalbarði á
Framnesvegi 44.
Nú er verið að mala þar
hveitikorn er kom á vegum
Náttúrulækningafélagsins. Ætl-
unin er að fá einnig rúgkorn
og mala þarna. Hið nýmalaða
korn verður selt í verzl. Sval-
barði og fleiri verzlunum eftir
því sem ástæður leyfa.
Vafalaust verður þetta vin-
sæl ráðstöfun hjá Náttúru-
lælcningafélaginu og margir
sem kunna að meta það að eiga
völ á nýmöluðu mjöli.
Stjórnarkjöri í Sjómannafé-
lagi Hafnarfjarðar er nýlokið.
Formaður var endurkjörinn
Borgþór Sigfússon, Kristján
Eyfjörð ritari, Pétur Óskars-
son (er áður var ritari) gjald-
keri, varaformaður Sigfús
Magnússon og varagjaldkeri
Pálmi Jónsson.
Forseta minnzt
Fjölmenn minningarathöfn
um forseta íslands var haldin
í sendiráðinu í London, laugar-
daginn 2. febrúar. Var fyrst
sunginn sálmur, síð*an flutti
sendiherra minningarræðu, en
Þorsteinn Hannesson söng ein-
söng með aðstoð Jóhanns
Tryggvasonar. Að lokum var
sunginn þjóðsöngurinn.
I sendiráði fslands í París
var haldinn minningarathöfn á
laugardaginn að viðstöddum
fslendingum í París og öðrum
gestum. Fluttu sendiherrarnir
Pétur Benediktsson og Thor
Thors minningarræður um hinn
látna forseta.
Frá ræðismanni fslands í
Berkeley í Kaliforníu hafa bor-
izt samúðarkveðjur 'ians og
annarra fslendinga í Kaliforn-
íu.
Aðkomubátarnir eru víðs-
vegar að af landinu, Norðfirði,
Seýðisfirði, Húsavík, Suðureyri
—■ en nokkrir skammt að, úr
Garðinum og Keflavík. Þetta
eru flest stórir bátar, allt upp
í 70 tonn, og stunda allir línu-
veiðar. Við hvern bát eru 12
manns, 7 í landi, 5 á sjónum,
og auk þeirra ein ráðskona eða
tvær. Er margt um manninn
í Sandgerði á vertíðinni, því að
komufólk vinnur lika í frysti-
húsunum og er flest í sam-
bandi við vertíðina.
Á fundi þingflokks kaþólskra
í Bonn í gær lýsti Konrad Ad-
enauer forsætisráðherra yfir,
að hann myndi neita að imdir-
rita samninga við Vesturveldin
um endurskoðun hernámsreglu-
gerð’arinnar og þátttöku Vest-
ur-Þýzkalands í Vestur-Evrópu-
f janúar var mikil sjósókn,
þrátt fyrir slæmt veðurfar,
munu bátarnir hafa farið um
14 róðra að meðaltali, en það
eru óvenjumargir róðrar í
janúar.
Á fundi vopnahlésnefndanna
í Panmunjom í fyrradag riðu
fulltrúar norðanmanna á vaðið
og féllust á að stríðsfangar,
sem látnir yrðu lausir skyldu
ekki teknir til herþjónustu á
ný og að Bandaríkjamenn
skyldu halda eyjum, sem eru
norðan 38. breiddarbaugs. Á
fundinum í gær guldu banda-
rísku fulltrúarnir líku líkt og
féllu frá kröfu um eftirlit al-
þjóða Rauða krossins með
heimsendingu striðsfanga,
fæklviiðu stöðum í Norður-Kór-
eu, þar sem þeir vilja að eftir-
lit sé haft með vopnahléi og
iækkuðu tölu hermanna, sem
þeir vilja fá að skipta um á
mánuði hverjum eftir að vopna
hlé .hefur verið gert.
her nema gengið yrði að kröf-
um hans um aðild Vestur-
Þýzkalands að A-bandalaginu
og um framtíð Saarhéraðsins.
Það hefur vakið mikla ólgu
í Þýzkalandi að franska stjóm-
in hefur gefið fulitrúa sínum
í Saar sendiherratitil og krefst
vesturþýzka stjórnin að Vest-
urveldin viðurkenni tafarlaust
að Saar sé óaðskiljanlegur
hluti Þýzkalands.
Flokkur Adenauers ákvað á
fundinum í gær, að leggja yfir-
lýsingu hans fyrir þingið í á-
iyktunarformi við umræður um
hervæðingu Vestur-Þýzkalands,
sem fram eiga að fara á
fimmtudaginn.
Vesturveldin voru búin áð
ákveða, að gengið skyldi frá
stofnun Vestur-Evrópuhers á
A-bandalagsfundi í Lissabon.
um miðjan þennan mánuð, en.
eftir yfirlýsingu Adenauers er
sú fyrirætlun farin út um þúf-
Talsmaður bandarísku her-
stjórnarinnar komst svo að
orði í gær, að þótt enn greindi
á um veigamikil atriði sæist nú
hilla undir endanlegt samkomu-
lag um vopnahlé.
Félag húsgagnasmiða hélt að-
alfund sinn nýlega.
Formaður var kosinn Þórólf-
ur Beck, varaformaður Bolli Á.
Ólafsson, ritari Guðmundur
Samúelsson, gjaldkeri Ólafur
E. Guðmundsson og meðstjórn-
andi Jóhann Erlendsson.
----——-----------------------------------\
72 skráðir atvinnnlausir
í Hafearfirði
Atvir.mdeysisskráningunni í Hafnarfirði lauk í gær-
kvöldi.
AUs mættu 72 til skráningar. Þar af voru 63 verka-
menn, 3 sjómenn, 3 trésmiðir, 1 málaxi, 1 vélstjóri og
1 lcona.
I gærkvöldi hafði enn ekki 'unnizt tími til að vinna
frekar úr skráningunni.
Övenju margir róðrar frá Sandgerði
En lítið fiskast — 4 til 10 skippund í róðri
f Sanagerði hófst vertíðin strax í janúarbyrjun, og hafa að-
komubátarnir verið að streyma að síðan, og munu nú flestir
komnir í ver.
Framhald á 7. síðu. ur.
Töluverðar árangur i Kóreu
Töluvert hefur miöaö í áttina aö vopnahléi í Kóreu við
gagnkvæmar tilslakanir stríösaðila.
Munið atvinnuleysisskráninguna! Hún fer fram í dag í Hafnarstræti 20 og verður frá
10—12 og 1—5 eftir hádegi