Þjóðviljinn - 06.02.1952, Page 8

Þjóðviljinn - 06.02.1952, Page 8
o Öðrum boðið í „party" en endalokin urðu þau að hann var sleginn í rot og rændur peningum og öðru lauslegu úr vösum hans I fyrrinótfc var ráðizt á tvo sjómenn á götu hér í bænum, þeir slegnir í rot oog rændir þeim peningum er þeir höfðu á sér. Voru tveir menn að verki í bæði skiptin. Rannsóknarlög- reglan hafði bæði málin til meðferðar í gær og var rannsókn ekki að í'ullu lokið í gærkvöld. Hvorugur mannanna, sem fyrir árásinni urðu, þekkti ránsmennina. Tveir sjómenn barÖir rændir í fyrrmótt Ivíiðvikudagur 6. febrúar 1952 — 17. árgangur — 29. tölublað Hafnfirzkir sjómenn vísa skatta- kröfum Aiþýðusambandsstjórnar til föðurhúsanna Fyrir aðaifundi Sjómannafélags Hafnarfjarðar s.l. ]; ; sunnudag lá bréf frá stjórn Alþýðusambands Islands, ; ; er hafði imii að halda nýjar fjárkröfur frá þeim Helga > bæjarstjóra og öðfum í hópi hinna hestbaksríðandi ;l j> biskvískoðara. s Krefjast þeir nú hækkaðs skatts frá sambandsfélög- !; l! unum til hinnar sísofandi og svíkjandi Alþýðusam- !; !; bandsstjórnar. Krafa þessi nemur 7 króna liækkun frá J; hverjum sambandsféilaga. J; Á fundi Sjómannaféiags Hafnarfjarðar tóku óvenju- ;! ;! margir til máls er skattakrafa sambandsstjórnar kom !! ;' til umræðu, og voru þeir allir á einu máli. Að loknum !; 1; umræðum samþylíkti fundurinn einróma: !; !; Fundur í Sjómanuaféiagi Hafnarfjarðar, haldinn 3. 2. ;j 1; 1952 mótmælir eindregið hækkun gjalda til sambands- J; ;! stjómar og vísar bréfinu til réttra aðila. ;| Pöntunarfélag alþýðu tuttugu ára Norðfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Pöntunarféiag aiþýðu bauð féiagsmönnum til afmælisfagnað- ar í barnaskólianiun sunnudaginn 3. febrúar í tiiefni þess að þann dag voru liðin 20 ár frá stofnun félagsins. Fyrsti formað- ur félagsins var Kristínn Ólafsson bæjarfógeti og fyrsti fram- kvæmdarstjóri Alfons Pálmason. Stofnendur voru 26, en nú em félagsmenn 307. Annar mannanna sem fyrir áfásinni varð, Óli Anton Þór- arinsson, sjómaður frá Hliði á Álftanesi, var á- gangi upp úr miðnætti niður í bæ og að hann telur í Kolasundi. Mætir hann þar tveimur mönnum og voru tvær stúlkur í fylgd með þeim. Hófu menn þ -ssir að þukla hann en hann ýtti þeim frá sér. Sló þá annar maðurinn hann á vinstra auga og féll hann við höggið í götuna. Samstundis sló hinn maðurinn hann einnig og missti Óli meðvitund við höggið. Þegar hann raknaði við aftur voru mennirnir og stúlk- urnar á bak og burt og kom lögreglan að þegar hann var að standa á fætur. 1 innri jakka- vasa hafði Öli félagsskírteini og í því 270 kr. Höfðu pen- ingarnir verið teknir úr skír- teininu en það skilið eftir í vasanum. Við árásina hafði Óli hlotið glóðarauga á vinstra auga, sprungið fyrir á neðri vör, efri gómur sem er falsk- ur, er brotinn og ein tönn brot- .inn í neðri góm. Hinn maðurinn, sem einnig varð fyrir árás í fyrrinótt var Einar Björnsson, Flókagötu 6. sjómaður á Ingólfi Arnarsyni. Var hann á dansleik að Hótel Borg og smávegis undir áhrif- um áfengis að eigin sögn. Gekk hann um miðbæinn eftir að dansleiknum lauk og rétt •eftir kl. 2 hitti hann tvo menn 3 Aðalstræti og voru með þeim þrjár stúlkur. Kölluðu menn- irnir til hans og báðu um sígarettur. Varð hann við þeirri’ bón. Spurðu þeir því næst hvort. hann væri til í „partý“, og játaði hann því. Fór þá allur hópurinn yfir í Hafnarstræti, tók sér bíl á Borgarbílstöðinni, óku síðan upp í bæ og staðnæmdust á Bergstaðastræti. Borgaði Einar þar bilinn og gekk hópurinn síðan niður í bæinn. Þegar þau voru þarna á gangi spurði ann- ar maðurinn Einar hvort hann hefði peninga, en Einar kvað honum þiað óviðkomandi. Áður hafði hann sagt fólkinu að hann væri með ávísun að upp- hæð 425 kr. sem hann hafði ekki getað selt. Skipti nú engum togum að annar maðurinn smeygði sér úr frakka og jakka og ætlaði Auð jörð í Norð- firði Norðfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Samgöngur við Reykjavílc •eru afleitar og hefur engin ferð með farþega verið í þrjár vikur og ekki væntanleg ferð fyrr en eftir hálfan mánuð. Jör'ð er að mestu auð á lág- lendi og snjólétt til fjalla. Tið hefur verið heldur góð frá áramótum. að slá Einar én hann brá sér undan högginu. Sló hann nú árásarmanninn, hafði hann undir í snjóskafli og vildi reyna að stilla hann. En þegar hann lá þarna ofan á mannin- um fékk hann allt í einu spark í hnakkann og missti meðvit- und litla stund en raknaði brátt við aftur og ætiaði að risa á fætur, en þá var hinn staðinn upp og sparkaði nú í höfuð hans og víðar hvað eft- ir annað. Lauk viðureigninni þannig að Einar lá eftir í roti. Þegar ha'nn raknaði við var kápa hans í tætlum og föt rif- in. Þegar Einar fór að kanna vasa sína kom í ljós að búið var að -ræna hann, ávísunin horfin og nokkrar krónur sem hann átti í peningum. Höfðu vasar hans verið gjörsamlega hreinsaðir af öllu lauslegu, svo sem skipsrúmsbók, sígarettum, eldspítum, lyklum o. s. frv. Fór Einar síðan niður á lögreglu- stöð og tilkynnti þar árásina og ránið. Eins og fyrr segir vann lög- reglan að því í gær, að upp- lýsa bæði þessi mál, en rann- sókn er ekki enn lokið. Sésialistafélags Reykjavíkur Fræðsiukvöld Sósíalistafélag Reykjavík- ur hefur ákveðið að efna til fræðslukvölda fyrir félaga sína og gesti og verður til- högun þeirra þannig að flutt verða fræðsluerindi, sýndar verða kvikmyndir og lesin verða upp kvæði, sögur o. fl. Fyrsta fræðslukvöldið verð ur n. k. fimmtudagskvöld kl. 8.30 að Þórsgötu 1. Þá mun Ásmundur Sigurðsson, alþm., flytja erindi um Marshallaðstoðina og áhrif hennar á efnahagsþróunina á Islandi. Sýnd verður kvik- mynd er nefnist „Fiskimað- urinn og kona hans“ gerð eftir sögu eftir Puskín; auk þess verður upplestur. Að- gangur að fræðslukvöldun- um er ókeypis og er félög- um heimilt að taka með sér gesti. Fræðslukvöld þetta verður sérstaklega ætlað fé- lögum úr Þingholtadeild, Skuggahverfisdeild, Njarðar- deild, Skóladeild og Baróns- deild og gestum þeirra, en síðar mun verða haldið sams konar fræðslukvöld fyrir hin ar deildirnar 4—5 í einu og verður það nánar auglýst síðar. Félagar úr fyrrgreind- um deildum eru hvattir til þess að fjölmenna og mæta stundvíslega. Stjórnirnar. V_________________________✓ Aðalíundur Kven- félags sósíaíista Aðalfundur Kvenfélags sósí- ahsta var haldinn föstudaginn 1. febrúar á Þórsgötu 1. Stjórn ina skipa nú þessar konur: Helga Rafnsdóttir, formaður. Karólína Siemsen. Dýrleif Árna dóttir. Hallfríður Brynjólfs- dóttir. Elín Guðmundsdóttir. Varastjórrfj Halldóra Ö. Guðmundsdóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir. — Að loknum aðalfundarstörfum flutti Björn Bjarnason, formaður Iðju, er- indi um vandamál iðnaðarins. Tímarit MÍR Stórt og vandað hefti tíma- ritsins MÍR er nýkomið út, og er þar með lokið öðrum ár- ganginum. Útgefandi er, sem kunnugt er, félagið Menningar- tengsl íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna. Ritstjóri er Geir Kristjánsson. Af efni blaðsins má nefna þetta; Hin græna eik, formáli Púskíns að ljóðaflokknum Rús- lan og Ljúdmíla, þýtt beint úr rússnesku af ritstjóranum. Einnig skrifar hann ritgerð um höfundinn. Þá er saga eftir Tsékov, er ritstj. þýðir úr rúss- nesku, einnig fyrri hluti frægr- ar sögu eftir Gorkí: Tuttugu og sex menn og ein stúlka. Enn þýðir ritstjórinn ljóð eft- ir Majakovskí. Birt er viðtal við Sigvalda Thordarson um för til Ráðstjórnarríkjanna í haust, og ræða Björns Þor- steinssonar á MlR-samkomu 7. nóv. sl.: Minni alþýðubylting- arinnar. Ýmsar fleiri greinar eru í heftinu, auk f jölda mynda, og hefur tímaritið ekki verið prýðilegra í annan tíma. Truxa lít á land TRUXA hefur haft hér í Reykjavík nokkrar sýningar á töfrabrögðum sínum. Síðasta sýning hans varð í gærkvöldi. Hann hættir hér sýningum fyrr en ráð hefur verið fyrir gert sökum þess að hann þarf að fara af landi burtu viku fyrr en ráð hefði verið fyrir gert. Eins og áður hefur verið sagt mun TRUXA fara út á land. Til Akureyrar er hann væntanlegur um hádegi í dag og mun hanna hafa þar sýn- ingu í dag klvikkan 19.00 og 21.30, og á sama tíma á morgun. — Frá Akureyri er fyrirhugað að fara til Vest- mannaeyja með stuttri við- komu í Reykjavík. Einnig hafa verið fyrirhugaðar ferðir til Akraness og Isafjarðar, en allt er með óvissu um þær ferðir, sökum þess að utanlandsför hans var flýtt um viku eins og fyrr segir. TRUXÁ sýnir úti á landi á vegum Sjómannadagsráðsins í Reykjavík og Hafnarfirði, og rennur ágóðinn til byggingar- sjóðs dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Reykjavík. Hinn 4. febrúar 1952 var undirritaður í Reykjavík samningur milli Islands og Finnlands um viðskipti á tíma- bilinu frá 1. febrúar 1952 til 31. janúar 1953. Samningurinn gerir ráð fyrir útflutningi frá Islandi til Finnlands fyrir allt að 750.000 sterlingspund og út- flutningi frá Finnlandi til Is- Vörusala fyrsta árið var 32 þúsundir, en s.l. ár á þriðju milljón. Núverandi stjórn skipa: Sigdór V. Brekkan for- maður, Jón S. Sigurðsson, Jón- as Valdórsson, Ársæll Júlíus- son og Halldór Jóhannsson. Framkvæmdastjóri er Jóhannes Stefánsson. PAN hefur allt frá stofnun verið önnur aðalverzl- unin í bænum, en samvinnufé- lögin hafa allt að 75% verzl- unarinnar. Afmælishófið sóttu um 300 manns og þótti Jakast vel. Jó- hannes Stefánsson setti sam- komuna og stjórnaði henni. Sigdór V. Brekkan, Vigfús Guttormsson, Lúðvík Jóseps- son og séra Guðmundur Helga- son fluttu ræður. Hans Step- hensen las upp. Vigfús Gutt- ormsson, Magnús Guðmunds- son og Valdimar Eyjólfsson léku þátt úr Islandsklukkunni, á leiksviði sem í fyrsta sinni var sett upp í barnaskólanum. Biandaður kór söng undir stjórn Magnúsar Guðmundsson ar kennara, en hann stjórnaði lands að verðmæti sem næst 830.000 sterlingspund. Helztu útflutningsvörur frá Islandi eru saltsíld, síldar- og fiskimjöl, þorskalýsi, garnir og gærur. Helztu útflutningsvörur frá Finnlandi til Islands verða timbur, krossviður, þilplötur, pappír, pappi og unnar pappa- og pappíi'svörur. . (Frá utanríkisráðuneytinu). jafnframt almennum söng und- ir borðum. Nokkrar félagskon- ur sáu um veitingar. Sorplireinsunin í megnasta olagi Um allan bæ er nú sorp- hreinsunin í megnasta ólagi vegna veðurfarsins að undan- förnu, og víða er svo ástatt að sorpið flæðir út úr ílátunum enda hefur ekki verið hreinsað í hálfan mánuð til þrjár vikur í sumum hverfum. Væri nú ekki ráð fyrir bæj- aryfirvöldin að fjölga í þess- ari vinnu meðan ófærðin er mest og gera þannig tilraun til að koma hreinsuninni í við- unandi horf? Nægur vinnu- kraftur er fyrir hendi svo ekki myndi standa á því. Norðfjarðartótar farnir á vertíð Norðfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Togarinn Goðanes kom i gær með bilaðan ketil og los- aði nokkur tonn af fiski, en fór á veiðar í nótt. Egill rauði kom frá Englandi í gær. Aust- firðingur tók hér ís í fyrradag. Bláfellið losar hér þessa daga 600 tonn af kolum til kaupfé- lagsins Fram. Bátar eru flestir farnir á vertíð, nema þeir sem fara á veiðar héðan að heinmn. Nýr viðskiptasamningur við Finna Munið atvinnuleysisskráninguna! Hun fer fram í dag í Hafnarstræts 20 og verður frá 10—12 og 1—5 eftir hádegi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.