Þjóðviljinn - 08.02.1952, Page 6
fí) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 8. febrúar 1952
2-1
/•--------------------\
Frá Fatapressu
KRON
Getum nú
afgreiti kemiska
hreinsun og pressun
fata
með stuttum
aigreiðsluíiesti
Fatamóttaka á
Grettisgötu 3 og
Hverfisgötu 78
Fatapressa
Bæjarútgerðin
afstýri togara-
H stöðvun
Framhald af 1. síðu,
ar að ef einstakljngs-útgerðar-
mennirnir ættu að hafa forystu
í samningum myndi seint ganga
a’ð semja. Það væii hinsvegar
ekki nema spuming um tíma
hvenær gengið væri að himii
sjálfsögðu kröfu sjómanna um
12 stunda hvíld, og væri bæjar-
útgerðum aðeins heiður að því
að uppfylia hana.
1 samræmi við það að bæjar-
útgerðin gæti alls ekki látið
koma til stöðvunar ætti hún
sem sbi-'ta bæjarútgerðin, að
gangast fyrir samtökum bæjar-
útgerðanna í landinu um að
leysa deiluna.
Bnginn íhaldsmaður hafði
neitt til þessa máls að leggja,
nema borgarstjóri lagði til að
vísa því til útgerðarráðs! og
var það samþykkt með 8 at-
kvæ'ðum gegn 7.
Krossgáta
22.
Jj&rétti 1 illmenni — 7 á skipi
8 rándýr — 9 reykja — 11 mörg
orð — 12 kyrrð — 14 tveir sam-
hljóðar — 15 formóðir — 17 mjó-
sund — 18 ganga — 20 jörðin.
Lóðrétt: 1 ræksni — 2 æð ■—• 3
fvpi- pins — a ns°ði — 5 mjög
B hreinsa — 10 handlegg ~ 13
hijomar — 17 hæð — 19 smækk-
unarending.
Lausn 21. krossgátu.
Lúrtt: 1 krafa — 4 al — 5 kú
7.. nit — 9 tvö — 10 áls — 11 sál
13 af — 15 ás — 16 ætlár.
J^óSrétt: 1 kl. — 2 agi — 3 ak
4 aftra — 6 Úrsus — 7 nös
8 tál — 12 áll — 14 fæ — 15 ár.
95. DAGUR Þarna voru geysilega mai'gar konur — hundruðum saman —
röddu. „Það er tvennt ólíkt að horfa á eitthvað úr fjarlægð og
framkvæma það sjálfur. Reynslulaus maður getur gert sér ýmis-
legt' í hugarlund ,en þegar til ikastanna kemur er alveg óvíst.að
hann geti nokkurn skapaðan hlut. Og þetta er að minnsta kosti
iðngrein, sem þarf valinn mann í hvert starf.“
Hann starði á Clyde svo kuldalegur og rannsakandi, að Clyde
fór að álíta að honum hefði skjátlazt í því, að eitthvað ætti að
gera fyrir hann, og hann reyndi að sefa sjálfan sig. Kinnar hans
fengu aftur sinn eðlilega lit og glampinn livarf úr augunum.
„Já, ég geri ráð fyrir að þetta só alveg rétt,“ sagði hann.
„Þér þurfið alls ekki að gera ráð fyrir,“ sagði Gilbert. Þér
eigið að vita. Margir sem vita ekki hætishót eru alltaf að gera
ráð fyrir.“
í rauninnj var Gilbert svo gramur yfir þvi, að þurfa að finna
betri stöðu handa frænda sínum án þess að hann liefði sér
noklkuð til ágætis, að hann gat varla dulið gremju sina.
„Ég veit að þér hafði rétt fyrir yður,“ sagði Clyde stillilega,
því að hana gerði sér enn vonir mn ihækkun í tigninni.
„Jæja, þannig er mál með vexti“ hélt Gilbert áfram, „að ég
hefði getað sett yður í skrifstofudeildina, þegar þér komuð hing-
að fyrst, ef þér hefðuð haft tæknilega menntun til þess.“ (Clyde
fylltist lotningu við orðin „tæknilega menntun,“ þvi hann skildi
varla hvað þau þýddu.) „Og við urðum að liafa einhver önnur
ráð. Við vissum, að þetta var ekki skemmtilegt starf, en við
hötfðum ekki betra að bjóða eins og þá var ástatt." Hann sló í
borðið með fmgurgómunum. „En ástæðan til þess að óg gerði boð
fyrir yður, er þessi. Míg langar til að ræða við yður um starf,
sem hefur nýlega losnað upp á lofti, og við höfum verið að velta
fyrir okkur — faðir minn og ég — hvort þér gætuð tekið það
að yður.“ Clyde varð himinlifandi. „Við feðgarnir,“ hélt hann
áfram, „höfum undanfarið verið að hugsa um að gera eitthvað
fyrir yður, en af því að þér hafið enga menntun af neinu tagi
er það mjög erfitt viðureignar. Þér hafið hvorki iðn- né verzlun-
armenntun, og það er afleitt." Hann þagði hæfilega lengi til þess
að láta orðin festast í huga Clydes — láta hann finna að hami
var heldur óvelkomúm. „En samt sem áður,“ bætti hann við
eftir andartak, „álítum við. fyrst þér eruð nú einu sinni hingað
komimi, að okkur beri að gefa yður tækifæri til að reyna yður
við betra starf en það sem þér hafið núna. Það er efeki hægt að
láta yður vera þarna niðri til eilífðar. Nú skal ég segja yður, hvað
ég hef í lxyggju,“ og hann fór að útskýra fyrir honum í liverju
starfið á fimmtu hæð væri fólgið.
Skömmu síðar var sent boð eftir Whiggam og þegar hann var
búinn að taka kveðju Clydes, sagði Gilbert: „Whiggam,. ég var
einmitt að segja þessum frænda minum frá samtali okkar í
morgun og ráðagerð okkar um að gefa honum tækifæri til að
reyna sig sem umsjónarmann þessarar deildar. Viljið þér þá efcki
gera svo vel að fara með hann upp til herra Liggett og láta hann
eða einhvern annan skýra fyrir honum í hverju starfið er fólgið."
Hann sneri sér aftur að skrifborðinu. „Svo getið þér sent hann
til mín aftur,“ bætti hann við. „Ég þarf að tala betur við hann.“
Svo" reis hann á fætur og benti þeim báðum að fara með
merkissvip, og þótt Whiggam væri vantrúaður á þessa tilraun,
var hann samt afar ástúðlegur við Clyde, því að það var aldrei
að vita, hvað úr honum yrði. Hami gekk á undan upp á hæðina,
þar sem herra Liggett vann. Gegnum dynjandi vélagný héldu
þeir Clyde út í vesturenda hússins og inn í lítinn sal, sem var
skilinn frá aðalsalnum með lágum vegg. Þarna unnu tuttugu
og fimm stúlkur og aðstoðarmenn þeirra, og gerðu bersýnilega
sitt ýtrasta til að hafa við stöðugum straum af ósaumuðum
flibbum sem rann niður um göt á loftinu fyrir ofan.
Þegar hann var búinn að heilsa herra Liggett, var farið
með hann að Iitlu skrifborði bakvið grindur, og þar sat kubbs-
leg og feit stúlka á aldur við hann, heldur óásjáleg, og ihún stóð
upp um leið og þeir nálguðust. „Þetta er ungfrú Todd,“ sagði
Whiggam. „Hún hefur séð um þetta starf í tíu daga meðan
frú Angier hefur verið fjarverandi. Nú eigið þér, ungfrú Todd,
að útðkýra fyrir herra Griffiths eins fljótt og greinilega og
þér getið, í hverju starfið er fólgið. Og seinna í dag, þegar
hann tayrjar að vinna hérna, eigið þér að aðstoða hann, þangað
til 'hann kemst inn í starfið og getur annazt það einn. Viljið þér
gera svo vel?“
„Já, auðvitað, herra Whiggam. Mér er það sönn ánægja,"
sagði ungfrú Todd auðsveip og tók strax fram innfærslubæk-
urnar, sýndi Clj’de hvernig hann ætti að skrifa í þær — einnig
hvernig stimplunin fór fram — hvemig stúlkumar tóku við
flibbaknippunum, skiptu þeim með sér og báru síðan stimpluðu
ÍIibbana:,fÉ$xrl á saumastófuna. Clyde var fullur áhuga og þótt-
ist viss um að hann gæti annazt þetta starf; en honum fannst
jió mjög kynlegt að ciga að vera innan um allar þessar konur.
milli hvítra veggja og súlna alla leið út að austurvegg hússins.
Og gluggarnir náðu frá gólfi til lofts og birtan streymdi inn
um þá. Þessar stúlkur voru eklki allar fallegar. Hann sá þær
útundan sér, meðan ungfrú Todd og síðar Wliiggam og Liggett
skýrðu starfið fyrir honum.
„Aðalatriðið er,“ sagði Whiggam eftir no'kkra stund, „að
engin mistök séu gerð í sambandi við allan þennan flibba-
fjölda sem hér er stimplaður og engin töf verði á því að þeir
séu stimplaðir og afhentir saumakonuniun. Og sömuleiðis þarf
að færa vinnu stúlknanna nákvæmlega, svo að engin mistök
verði í launagreiðslum.“
Loks skildi Clyde hvers var (krafizt af honum og liver vinnu-
skilyrðin voru og lét það uppskátt. Hann var mjög tauga-
óstyrkur, en var þó sannfærður um að hann gæti séð um
starfið, fyrst þessi stúlka gat það. Og vegna þess að Liggett og
Whiggam voru áhugasamir og vingjarnlegir vegna frændsemi
hans við Gilbert, og þeir fullvissuðu hann um að þarna væri
ekkert sem hann gæti ekki annazt, og skömmu síðar kom hann
á fund Gilberts í fylgd með Whiggam, og Gilbert sagði þegar í
stað: Jæja, hvað er svarið? Já eða nei? Haldið þér að þér
getið það eða haldið þér að þér getið það ekki?“
„Ég veit að ég get það,“ svaraði Clyde óvenju hugrakkur,
en þó var liann hræddur um að hann gæti það ekki, ef ham-
ingjan væri honum ekki hliSholl. Þarna kom svo margt til
greina — velvilji yfirmanna hans og undirmanna — og yrðu
þeir honum ævinlega velviljaðir?
„Gott og vel. Fáið yður sæti andartak," hélt Gilbert áfram.
„Ég þarf að tala meira við yður í sambandi við þetta starf
yðar, Yður finnst það auðvelt, er það ekki?“
„Nei, ekki finnst mér það beinlinis auðvelt," svaraði Clydc
óstyrkur og dálítið fölur, því að vegna reynsluleysis síns faxmst
honum þetta ómetanlegt tækifæri — sem útheimti bæði leikni
og dirfsku. „En samt sem áður lield ég að ég geti leyst ,það
af hendi. Ég veit að ég get það, og xnig langar til að rejma."
„Jæja, þetta er að lagast,“ svaraði Gilbert röskiega og dá-
lítið vingjamlegri. „Og nú ætla ég að segja yður nánar frá
starfinu. Ég býst ekki við að þér hafið haft hugmynd um að
við starfræktum deild með svona mörgu kvenfólki.“
„Nei, ég vissi það ekki,“ svaraði Ciyde. „Ég vissi áð það
uimu héma konur, en ég vissi ektki hvar.“
„Eixmútt,“ sagði Gilbert. „Þessi iðnrekstur byggist svo að
segja á konum, allt frá efstu hæð og niður úr. í saumastof-
unum em ýkjulaust tiu konur á móti hverjum karlmanni. Þess
vegna verðum við að ganga úr skugga um að þeir sem gegna
ábyrgðarstöðum hjá okkux- séu andlega og siðferðilega sterkir.
En þér eruð skvldur okkur, og þess vegna þykjumst við vita
nokkur deiii á yður, annars dytti okkur ekki í huga að setja
—oOo— —oOo— —oOo— oOo—— —oOo— —oOo— —oOo——
BARNASAGAN
Brjáms saga
4. DAGUR
Bar nú ekkert til tíðinda, ívrr en kóngur hélt
veizlu öllum vinum sínum og vildarmönnum. Brjám
bað móður sína að loía sér heim að vita, hvað
íram færi í veizlunni. Þegar allir voru seztir, gekk
Brjám út í smiðju og fór að smíða spvtur. Þeir,
sem komu bar, spurðu, hvað hann ætlaði að gjöra
við þær. Hann svaraði: „Hefna pápa, ekki hefna
pápa Þeir mæltu: ,,Þú er ekki óþesslegur.” Síðan
fóru þeir burt. Hann stálsetti spýturnar allar í
oddinn, læddist inn í stofuna og negidi niður föt
allra þeirra, sem við borðin sátu, og fór svo burt.
En þegar þeir ætluðu að standa upp um kveldið,
voru allir fastir og kenndu hver öðrum um, þangað
til hver drap annan, svo enginn varð eftir. Þegar
drottning heyrði það, varð hún mjög hrygg og lét
grafa hina dauðu. Brjám kom heim um morguninn
og bauð sig til að verða þjónn drottningar. Varð
hún því fegin, því hún átti ekki mörgum á að
skipa. Fórst honum það vel, og svo kom, að hann
átti kóngsdóttur, varð síðan kóngur og settist þar
að ríkjum og lagði af allan gapahátt. Lýkur svo
sögu þessari.