Þjóðviljinn - 10.02.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 10. febrúar 1952
! Bæjarfréitir
eh i
Framhald af 4. síðu.
helgismáli Norðmanna og Ereta
(Gisur Bergsteinsson hæstaréttar-
dómari). 18.30 Barnatími (Baldur
Pálmason): Samfelld dagskrá um
Reykjavík: Upplestrar og tónleilc-
ar (Guðm. M. Þorláksson kcnn-
ari tekur saman efnið). 19.30 Tón-
leikar: Ginette Neveu lcikur á
fiðlu. 20.20 Tónleikar: Andante
með tilbrigðum fyrir píanó eftir
Playdn (Lili Krauss leikur). 20.35
Erindi: Isenzk biblíuútgáfa; saga
hennar og fraroXíð (Ól. Ólafsson
kristniboði). 21.00 Óskastundin (B.
Gröndal ritstjóri). 23.30 Dagskrár-
lok.
Ijtvarpið á morgun:
1810 Framburðarkennsla í ensku.
18.30 Islenzkukennsla; I. fl. 19.00
Þýzkukennsla; II. fl. 19.25 Tón-
leikar: Lög úr kvikmyndum. 20.20
Útvarpshljómsv.; Þórarinn Guðm.-
son stjórnar: a) Deep River;
negrasöngur. b) Drink to Me
Only; enskt lag. c) 'J'schaikowsky-
svita eftir Victor Rebmann. 20.45
Um daginn og veginn (G.Þ. Gísla-
son prófessor). 21.05 Einsöngur:
E. Schumann syngul". 21.20 Upp-
lestur: Sakramenti, smásaga eftir
Þóri Bergsson (Jóhanna Hjalta-
lin leikkona). 21.40 Búnaðarþátt-
ur: Gísli Kristjánsson ritstj. ræð-
ir við Þórólf GuðjónsSon bónda í
Fagradal í Dölum. 22 10 Lestur
Passíusálma hefst. 22.20 Ferðin til
Eldorado, saga eftir E. D. Biggers
(A. -Kristjánsson blaðam.). — IX.
22.40 Tónleikár: Harry James og
hljómsveit hans leika. 23.10 Dag-
skrárlok.
S k á k
Framhald af 3. síðu
Ef 26 HxD, þá RxD; 27 HxR,
d4xc3, og peðin verða ekki stöðv
uð.
26 — — d4xc3!
27 Dd2—d5 Df2xe2
28 DdðxaSt Be7—-18
29 Ke6xf8 Hf7xf8
30 Da8—d5t Kr8—h8
31 Dd5—c5 í-IfS—d8
33 h2—h3 Rb2—a4
33 Dc5—c7 IId8—e8
34 Dc7—f7 De2—e6
Gefst upp.
(Eftir afmælisriti T. R. Skýring-
ar eftír Baldur Möller).
Verðug! hluíverk
Framhald af 3. siðu
að bókin er ómetanleg. Otgáfa
hennar er menningardáð. I
þessu blaði hefur stundum ver-
ið mælt með bókum, en varað
við öðrum. Uppruni fjölskyld-
unnar er ein hinna beztu í
fyrri flokknum.
97. DAGUR
því, að nokkrum mílum fyrir utan Lycurgus, við Mohawk ána,
skammt frá þorpinu Van Troub, var verksmiðjuklúbbur, sem
flestir deildarstjórarnir úr hinum ýmsu verksmiðjum voru félagar
í, en því miður komst hann einnig að því, að ráðamenn Griffiths-
verksmiðjanna kærðu sig ekki um að starfsmenn þeirra gæfu
sig að starfsmönnum annarra félaga, og af þeim sökum gerðu
fáir það. En Liggett sagði honum þó, að hann gæti sennilega
gert það sem honum sýndist af því að hann var fjölskyldumeð-
limur. En vegna aðvarana Gilberts og skyldleika hans við þessa
fjölskyldu, ákvað hann að vera eins hlédrægur og unnt var.
Og því var hann brosmildur og alúðlegur við alla, en til þess
að forðast Dillard og menn af hans tági, fór hann að jafnaði beint
heim á herbergi sitt, endaþótt hann væri oft mjög einmana, og
á laugardögum og sunnudögum fór hann stundum út að ganga á
torgunum í Lycurgus og nágrannabæjunum. Og í þeim tilgangi
að geðjast frændum sínum fór hann að vera við messur í einni
af stærstu Presbyterakirkjunum — High Street ldrkjunni, sem
hann vissi að Gilbertsfjölskyldan heiðraði stundum með návist
sinni. En hann hitti þau aldrei þar, því að frá því í júní og fram
í september dvöldust þau um helgar við Greenwood vatnið, sem
allt heldra fólk bæjarins leitaði tii.
Lífið í Lycurgus á sumrin var dauflegt hvað yfirstéttina
snerti. Ekkert gerðist sem var umtalsins vert, en í maí mánuði
hafði Clyde samt fylgzt með því að ýmislegt hafði gerzt í sam-
bandi við Griffithsfjölskylduna og vini hennar — prófsam-
kvæmi og dansleikur í Snedeker skólanum, garðsamkvæmi hjá
Griffithsfjölskyldunni með marglitu tjaldi á grasflötinni og
kínverskum lömpum á milli trjánna. Clyde hafði tekið eftir því
af tilviljun kvöld eitt, þegar hann var einn á gangi um borgina.
Og það kom honum til að hugsa mikið um þessa fjölskýldu,
virðingu hennar og samband sitt við hana. En þegar fjölskyld-
an vár búin að koma honum örugglega fyrir í þokkalega stöðu,
þurrkaði hún hann alveg burt úr huga sínum. Hann stóð sig
vel og ef til vill byðu þau honum heim einhvern tima seinna.
Og nokkru seinna Ias hann í Lycurgusblaðinu „The Star“ að
tuttugasta júní ætti að halda hina árlegu bíla og blómasýningu
og keppni milli bæjanna (Fonda, Gloversville, Amsterdam og
Schenectady), og í ár færi þetta fram í Lycurgus. I blaðinu
stóð að þetta yrðj síðasti teljandi atburðurinn í samkvæmis-
lífinu, áður en yfirstéttin héldi til vatnanna og fjallanna. Og
þarna var minnzt á Bellu,' Bert.ínu og Sondru og auðvitað Gil-
bert, sem áttu að halda upp heiðri bæjarins. Og af því að
þetta átti að fara fram á laugardegi, bjóst Clyde sínum beztu
fötum, í þeirri von að geta sem venjulegur áhorfandi séð aftur
stúlkuna, sem hafði hrifið hann svo mjög við fyrstu sýn. Hún
reri gegnum hvítt • rósaflóð og árin var alþakin gulum páska-
liljum — og átt.i að tákna gamla indíánahelgisögu um Mohawk
ána. Um svart hárið var bundið indíána ennisband og gul fjöður
í og brúndeplóttar liljur, og fegurð hennar var slík að .hún
hlaut að fá verðlaun um leið og hún sigraði hjarta Clydes á
ný. Mikið hlaut að vera dásamlegt að tilheyra þessari undra-
veröld.
í þessari sömu keppni hafði hann séð Gilbert Griffiths, sem
ásamt ungri og mjög fallegri stúlku, stjórnaði einni hinna
fjögurra blómaskreytinga, sem áttu að tákna árstíðirnar. Öku-
tækið sem hann stjófnaði átti að tákna vetur, og unga stúlkan
var klædd í hermelín og umhverfis hana voru hvítar rósir,
sem áttu að tákna snjó. En rétt á eftir kom önnur skreyting,
þar sem Bella Griffiths átti að sýna vorið, hjúpuð gegnsæum
slæðum og kraup við foss af dimmbláum fjólum. Þetta hafði
mikil áhrif á Clyde og hann komst í undarlegt hugarástand,
hugsaði um ást, æsku og ævintýri, sjálfum sér til unaðar og
angurs. um leið. Ef til vill hefði hann alls ekki átt að hætta
við Rítu.
Að öðru leyti var ævi hans eins og áður nema hugsanir hans
höfðu meira svigrúm. Þegar hann fékk launahækkunina, datt
honum fyrst í hug, að hann þyrfti að flytja frá frú Cuppý
og íá betra herbergi á einkaheimili, sem væri að minnsta kosti
í fínni götu, þótt það væri lengra frá verksmiðjunni. Þá losnaði
—oOo— —oOo—— —oOo— —oOo— —oOo— —0O0— —0O0—•
BARNASAGAN
„Kerliiig vill hafa nokhnð fyrir
u
2. DAGUR
smiö sihe
Krossgáta
24.
FLUGBJÖRGUNABSVEITIN
Iiárétt:
1 úði — 7 dreifa — 8 snemma
— 9 ílát — 11 æti — 12 jökull —
14 fangamark — 15 högg — 17
jarmur — 18 læsing — 20 stríðs-
kuml.
Lóðrétt:
1 fiskurinn — 2 farvegur — 3
komast — 4 á litinn — 5 rúliuðu
6 syngja — 10 eldivið — 13 svalt
— 15 ekki sýkn — 16 gæs (fornt)
— 17 tveir samhljóðar — 19 á-
bendingarfornafn.
Lausn 23. krossgátu.
Lárétt:
1 rekan — 4 bæ — 5 úr — 7
als — 9 roð — 10 öfl — 11 ark —
13 is — 15 er — 16 orður.
Lóðrétt:
1 ræ — 2 kól — 3 nú — 4
barði — 5 rólar — 7 aða — 8
sök — 12 ræð — 14 so. — 15 er.
Framhald af 8. síðu.
ur alþjóðamerkj milli leitar-
flokka og flugvéla. Svo og
skotmerki.
Geysis-slysið vakti
menn til umhugsunar
og framkvæmda.
Það var eftir Geysis-slysið,
að farið var að hugsa um
stofnun Flugbjörgunarsveitar,
því að þörfin var þá augljós.
Það hefur einnig komið í Ijós
síðan sveitin var stofnuð,
hvers virði það er að geta fyr-
irvaralaust, á nótt sem degi
•kallað út samæfða' menn, er
kunna á þau tæki, sem fyrir
hendi eru.
Á árinu var Flugbjörgunar
sveitin kölluð út þrisvar sinn-
um vegna leita að ílugvélum;
1) þegar „Glitfaxi“ fórst, 2)
Þegar TF-KAB (Luscom.be)
kom ekki fram á réttum tíma.
Af leit varð þó ekki, því flug-
vélin kom fram áður en leit
hæfist. 3) Þegar TF-KAM
(Fleet) nauðlenti nálægt Eyja-
firði. Auk þess hefur lögregl-
an í Reykjavík þrisvar beðið
um aðstoð í aftaka veðrum.
Ennfremur hefur Slysavarna-
félagið beðið sveitina um að-
stoð nú síðast, er Laxfoss
strandaði.
Markmið félagsins er fyrst
og fremst að aðstoða við björg
un manna .úr flugslysum og
leita að flugvélum, er týnzt
hafa. 1 öðru lagi að hjálpa,
þegar aðstoðar er beðið og tal-L
ið er, að sérþekking og tækni
félagsins geti komið að gagni.
Við munum gera okkar ýtr-
asta til, að Flugbjörgunar-
sveitin geti á hverjum tíma
gegnt ætlunarverki sínu, en það
er að starfa með miklum hraða
við hin ólíkustu og erfiðustu
skilyrði, sagði formaður að
lokum.
Ljósmyndasýmngin
Framhald af 8. síðu.
verðlaunamyndirnar, en sýning-
argestir sjálfir hinar tvær.
Mun atkvæðamiði fylgja hverri
sýningarskrá.
Myndirnar verða að hafa
borizt fyrir 1. marz. Adressan
er Listvinasalurinn, Reykjavík
(símar 2664 og 7856). Þátt-
'tökugjald er kr. 15,00, hvort
um margar eða fáar myndir er
að ræða, oog skal það sent með
myndunum.
Að vanda er Listvinasalur-
inn opinn frá kl. 1—7 daglega.
Hefur nýlega verið skipt um
myndir í salnum.
FBEYJA
Framhald af 1. síðu.
ur Firðríksdóttir og með-
stjórnandi: Kristín Einarsdótt-
ir.
Á fundinum flutti Björn
Bjarnason formaður Iðju er-
indi um vandamál iðnaðarins
og urðu fjörugar umræður á
eftir.
Karl segir:
„Karl er þetta, Kiðhús minn,
kerling vill hafa nokkuö fyrir snúð sinn.“
Kiðhús spyr hann, hvað hann vilji. Karl biður hann.
að geía sér út á pottinn, því þau kerling sín ætli
að elda sér graut. Kiðhús gof karli méltunnu.
Fór karl heim með tunnuna, og gerir kerling
grautinn. Þegar grauturinn var soðinn, settust þau
að honum, karl og kerling, og átu eins og í þeim lá.
Þegar þau höfðu etið sig mett, áttu þau enn mikið
eftir í pottinum. Fáru þau þá að hugsa sig um, hvað
þau ættu að gjöra við leifgrnar; þótti þeim það til-
tækilegast að færa þær Sankti Máríu sinni. En
fljótt sáu þau það, að ekki var auðhlaupið upp
þangað, sem hún var. Þeim kom því ásamt um að
biðja Kiðhús um stiga, sem næði upp til himna, og
héldu, að snúðurinn væri ekki ofborgaður fyrir því.
Karl fer og ber á hólinn hjá Kiðhús. Kiðhús spyr
sem fyrr:
„Hver bukkar míu hús?“
Karl svarar eenn:
,,Karl er þetta, Kiðhús minn,
kerling vill hafa nokkuð fyrir snúö sinn.“
Við það byrstist Kiðhús og segir: „Er þá snúð-
skömmin aldrei. borgaður?” Karl bað hann því meir
og kvaðst ætla að færa Máríu sinni grautarleifarnar
í skjólum. Kiðhús lét þá til leiðast, gaf honum stig-
ann og reisti hann upp íyrir karl. Varð þá karl glað-
um við og sneri heim til kerlingar. Bjuggu þau sig
svo til ferðar og höfðu með sér grautarskjólurnar.
En er þau voru komin æði-hátt upp í stigann, tók
þau að sundla. Brá þeim þá svo við, að þau duttu
bæði ofan og sprengdu sundur í sér höfuðskeljarn-
ar. Flugu þá heilasletturnar og grautarkleimurnar
um allan heim. En þar, sem heilaslettur karls og
kerlingar komu á steina, urðu úr þeim hvítar dröfn-
ur, en úr grautarkleimunum urðu hinar gulu, og
sjást hvorartveggju enn í dag á grjóti.