Þjóðviljinn - 10.02.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.02.1952, Blaðsíða 8
Rafha byrjar tryggingastarfsemi ftfil aS tryggfa eigcndum raftækja frá verksmiðjunni viðgerðir á þeim Rafíækjaverksmiðjan Rafha í Hafnarfirðj hefur nú starfað im 15 ára skeið og á þeim tíma framleitt «m 17 þús. eldavélar, þar af ei'a í notkun um 11 þús. í Reykjavík, Hafnarfirði og ná- grenni. Auk þess hefur Rafha framleitt ofna, potta og ísskápa og fyrstu þvottavélarnar frá verksmiðjunni eru væntanlegar í maí næstkomandi. Rafha hefur nú hafið nokkurskonar tryggingastarfsemi, þ. ®. fýrir 50 kr. gjald á ári sér verksmiðjan um viðgerðir á tækj- um er hún hefur framleitt, — þó þannig að cigandi tækisins gretðir auk þess efniskostnað í sambandi við viðgerðirnar. Framkvæmdastjóri Rafha, Axe] Kristjánsson, ræddi við hlaðamenn í gær um verksmiðj •una og framleiðslu hennar og fara upplýsingar hans hér á eftir. Á þeim 15 árum sem Rafha 'hefur starfað hefur hún orðið áþreifanlega vör við það hve mikii nauðsyn er' á því, að þjónusta . við heimilin, sem njóta tækjanna sé sem full- komnust, en til skamms tíma hefur hún ekki getað látið þessa þjónustu í té eins og hún hefði viljað. Fyrir þá sök hafa heimilin orðið að leita annað, og þjónustan þvi oftast orðið dýrari en þurft hefði ef sér- fræði hefði notið við. Hins veg- ar hefur Rafha alltaf reynt af fremsta megni að hafa alla varahluti til raftækjanna og er það óneitanlega mikil] kostur fyrir almenning að eiga i land- inu fyrirtæki sem framleiðir •heimilisvélar, sem - jafnframt hefur varahluti til þeirra. Er alkunn reynslan af erlendum tækjum sem ekki hafa fengizt í varahlutir. Forstöðumenn RAFHA hafa í nokkur ár rætt möguleika fyr ir því að koma á fót raftækja- tryggingu, þannig að þeir sem eiga tæki frá verksmiðjunni geti keypt tryggingu fyrir við- gerð á þeim. Þeim hefur verið ljóst að slík trygging gæti í fyrsta lagi verið mjög þægileg fyrir eigendur tækjanna, en um leið gert þjónustu verk- smiðjunnar við þá raunhæfa og þannig verið báðum til hags og öryggis, raftækjaeigendun- um og verksmiðjunni. Forstjóri RAFHA hefur ný- lega ferðazt um Bandaríkin og kynnt sér iðnað og alla starf- semi þar að lútandii. Þar er þjónusta við almenning á mjög háu stigi í flestum iðngreinum. Meðal annars hefur þar ver- ið komið á fót tryggingu fyrir heimilisvélar af ýmsu tægi. Við þesSi kynni varð honum ljósari en áður lausn á þeirri þjónustu sem hann vissi að þurfti með gagnvart eigendum raftækja frá Rafha og nú hefur stjórn Raítækjaverksmiðjunnar á- kveðið að koma á fót trygg- ingu á viðgerð heimilisvéla sem verksmiðjan framleiðir. Er gerð grein fyrir þessu í auglýs- ingu, sem birtist í blaðinu í dag og er óþarft að rekja það nánar. Þó skal aðeins bent á eft- irfarandi atriði: RAFHA mun Mars jaíl■ Ji jálpis/' og Island Fyrsta fræðsluerindið í er- indaflokki þeim er Sósíalistafé- 'W Reykjavíkur gengst fyrir var haldið i fyrrakvöld í saln- um að Þórsgötu 1 af Ásmundi Sigurðssyni, alþm. Erindi Ásmundar fjallaði um áhrif Marsjall-,,hjálparinnar“ á efnahagsþróun íslands, og var hið fróðlegasta. Næst verður erindi flutt n.k. föstudagskvöld kl. 8.30 fyrir fé- laga í Bolladeild, Hlíðadeild, Sunnuhvolsdeild, Túnadeild og Lauganesdeild. ráða sérfræðing í heimilisvél- um verksmi'ðjunnar í þjónustu sína og láta hann hafa stöðugt eftirlit með þeim á heimilun- um eftir beiðnum eigendanna. Þegar ekki þarf að leggja til efni til þess að gera við bilun greiðir eigandi ekki fyrir við- gerðina. Ef efnis er þörf, en hægt er að gera við bilunina á staðnum greiðir eigandi áð- eins fyrir efnið samkvæmt verðlista verksmiðjunnar, sem hafður verður til sýnis. Hins vegar greiðir hann ekki neitt fyrir vinnu eða aðstoð. Ef þess þarf að taka þurfi tækið til verksmi'ðjunnar, greiðdr eigandi aðeins viðgerðarkostnað í verk- smiðjunni samkvæmt reikningi en ekkert fyrir flutning tækis- ins eða aðra aðstoð. Það er síendurtekin reynsla verksmiðjunnar að oftast er áð eins um smávægisbilun að ræða, sem hægt er að gera við á staðnum. Slíkar bilanir greiða menn með tryggingarfénu, sem er 50.00 krónur á ári. Algeng- ustu bilanirnar eru á rafmagns eldavélum, að plata er ekki virk. Sá, sem hefur tryggingar- skírteini getur þá hringt í síma tryggingarinnar og fengið plöturnar sendar sér að öðru leyti áð kostnaðarlausu. Hann þarf aðeins að greiða fyrir sjálfar plöturnar. Þannig er um allar greinar bilananna. Þeir, sem vilja tryggja raf- magnsheimilistæki sín geta til- kynnt þáttöku sína i afgreiðslu RAFHA, Hafnarstræti 18 i R- vík., sími 80322 eða í aðalskrif- stofu verksmiðjunnar í Hafnar- firði, sími 9022. — Trygging- arnar munu taka til starfa 1. marz næst komandi. Þeir, sem hafa tilkynnt þátttöku sína fyrir þann tima munu fá tryggingaskírteini sín send heim. RAFHA væntir þess að al- menningur skilji að þetta er fyrst og fremst þjónusta við heimilin. Enn ólokiS Þjóðviljinn hafði í gær tal af Ráðningarskfifstofu Reykjavíkurbæjar, og var þá enn ekki lokið yið að flokka hina atvinnulausu, telja aðstandendur þeirra og börn, en búizt var við að því verki yrði lokið á mánudag. B if r eiðaá rekstra r 1 fyrradag lentu 20 bifreið- ar í árekstum í Reykjavík. Var orsökin hin sama og tíðkazt hefur nú um skeið: ill færð og hálka. Allmiklar skemmdiri urðu á sumum bílunum, en slys á mönnum engin. Flugbiörgunarsveitin á órs starfsferil oð baki Heíur þegar komið sér upp mikilsverðum björgun- artækjum og þjálíað hjálparsveitir til aðstoðar í slysatilíellum Flugbjörgunarsveitin kallaði í gær blaðamenn á sinn fund og kynnti þeim starfsemi sína. Var sveitin stofnuð fyrir rösku ári síðan og hefur þegar komið sér upp álitlegum tækjum og útbúnaði til aðstoðar og björgunar þegar flugslys ber að hönd- DlÓÐVILimM Sunnudagur 10. febrúar 1952 — 17. árgangur — 33. tölublað Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar Siglufjarðar 1S52: 5 milij. 1S2 þús. AB-flckkurinn hafði engar breyfingatillögur fraitt að leggja. Einsdæmi um minnihluta bæjarstjórnar Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðyiljans. Bæjarstjórn Siglufjarðar afgreiddi fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1952 s. I. föstudag. Niðurstöðutölur áætlunar bæjar- sjóðs eru 5 millj. 192 þús. 750 kr. Helztu liðir teknamegin eru. aðalniðurjöfnun útsvara 2 um. Stjórn sveitarinnar skipa þeir Björn Br. Björnsson, for- maður, ’Olfar Jakobsen, gjald- keri og Sigurður Þorsteinsson, ritari. Hefur björgunarsveitin aðsetur suður á Reykjavíkur- flugvelli. Kynntu þeir Bjöm Br. Björnsson og Agnar K. Hansen flugmálastjóri starf- semina fyrir blaðamönnum og fara höfuðatriðin úr frásögn formannsins hér á eftir. Var stofnuð 24. nóv. 1950. Stofnfundur Flugbjörgunar- sveitarinnar var 24. nóv. 1950, og voru stofnendur 28. Félaga- tala er nú ca. 70, og er þeim skipt niður í: flug-, göngu- og skíðasveitir og hjálparsveit. Sveitin hefur ráð yfir 10 sterk- um bílum með drif á öllum hjólum og a.m.k. 10 jeppum. Flestir stjórnendur bílanna eru alvanir öræfaferðum og hafa farið á bílum sínum um þvert og endilangt. landið, — 1 göngu og skíðasveit eru kunnir og al- vanir fjallamenn. I hjálpar- sveit eru læknir, fallhlífarmað- ur, vélvirkjar, útvarpsvirkjar Listvínasaliirinn efnir til almennrar Ijósmyndasýningar í marz Verðlaun veitt íyrir íiórar beztu myndirnar sem sýndar verða jU&' V?** T'lgt-WW-- Listvinasalurinn í Reykjavík hefur ákveðið að efna til sýn- ingar á Ijósmyndum áhugamanna frá öllu landinu. Er ráðgert að hægt verði að opna sýninguna um miðjan næsta mánuð. Er sýningin ekki bundin við neina ákveðna tegund Ijósmynda, svo sem landslagsmyndir eða annað slíkt, heldur hverskonar myndir, svo fremi að þær uppfylli ákveðnar listrænar kröfur. Allar myndir, sem sendar verða, skulu' festar á pappa- spjöld að stærð 40X50 eða 30 X40 sm. Skal fylgja þeim nafn og heimilisfang liöfundar og heiti myndanna. Vilji menn veita frekari upplýsingar, svo sem um aðstæður við ljós- myndatökuna, lýsingu, hraða, teg. ljósmyndavélar eða annað slíkt, er það vel þegið. Rétt er að taka það fram, að þátttakan er alls ekki bundin við það, að menn hafi unnið að útfærsl- unni sjálfir. Hverjum er frjálst að senda svo margar myndir sem hann kýs (eða aðeins eina). En a sýninguna verða flest teknar fjórar myndir eftir hvern inann. Dómnefnd, sem velur mynd- irnar á sýninguna, skipa þeir Hjálmar Bárðars. verkfræðing- ur, og blaðamennirnir Guðni Þórðarson og Þorsteinn Jóseps söh, sem allir eru í fremstu röð áhugaljósmyndara hér á landi. Verðlaun verða veitt fyrir fjórar beztu myndirnar, sem á sýningunni verða, og velur dóm nefnd atvinnuljósmyndara tvær Franihald á 6. síðu. o. fl. 1 flugsveit eru flestir starfandi atvinnuflugmenn, einkaflugmenn og svifflugm. Sjálfboðaliðar og styrktarmenn. Allir þessir menn starfa sem sjálfboðaliðar, og hafa auk þess margir lagt fé af mörkum, til að félagið kæmist yfir byrj- unarörðugleikana. Nokkur styrkur hefur fengizt frá flug- ráði, en ekik] hefur verið kom- izt hjá því að leita til ýmissa fyrirtækja og einstaklinga um styrk og hefur því yfirleitt verið afburða vel tekið. Árang- ur þess er, að mögulegt hefur verið að afla nokkurra nauð- synlegra tækja, en það er að- eins vísir að því, sem verða skal og nauðsynlegt er. Blóðplasmagjöf og hjálp í viðlögum. Það er hinsvegar ekki nóg að hafa getu og tæki til að komast að þeim stað, þar sem flugslys hefur orðið. Þess vegna hefur sveitin í vetur ver- ið þjálfuð í að geta veitt fyrstu hjálp, er slys ber að höndum. Hefur það starf verið tvíþætt 1) Úlfar Þórðarson, sem er læknir sveitarinnar, liefur þjálf að 12 manna flo'xk, þ.e.a.s. 2 menn úr hverjum flokki, í blóðplasmagjöf í æoar. Æfing- ar þessar hafa verið vikulega og verður haldið áfram hálfs mánaðarlega, svo að sveitin verði í stöðugri æfingu. 2) Haukur Kristjánsson, læknir, hefur í vetur haldið námskeið í „Hjálp í viðlögum" fyrir alla sveitina og er því námskeiði nú lokið. Næstu verkefni. Þá hefjast ný námskeið: 1) í fjarskiptum 2) hvernig „brjót ast skal inn í“ flugvélar er far- izt hafa og eldvarnir í því sam- bandi 3) æfingar í göngu eft- ir áttavita o. fl. Þegar námskeiðum þessum lýkur, er í ráði að halda alls- herjaræfingu og sannprófa fjarskipti (radio) milli leitar- flokka á jörðu, bifreiða og flugvéla. En fjarskiptitæki geta bilað eða hlustunarskilyrði ver- ið slæm. • Þesg vegna verða í sömu æfingu reyndar aðrar að- ferðir við fjarskipti svo sem Ijósmerki (morse) og ennfrem- Framhald á 6. síðu. millj. 415 þús., og er það 15% hærri upphæð en á s. 1. ári. Veltuútsvör og innheimta eldri útsvara áætl. 615 þús., fast- éignaskattur og leigutekjur 380 þús., fyrir yfirstjórn reikn- ingshalds ýmissa bæjarfyrir- tækja, afborganir og vextir af lánum 207 þús. og 500, lántök- ur vegna framkvæmda 360 þús. Helztu gjaldaliðir eru: stjórn kaupstaðarins 377 þús. og 500 kr. löggæzla 196 þús., afborg- anir og vextir 1 millj. og 500 þús„ fátækraframfærsla 300 þús., menntamál og íþrótta- mál 465 þús., vi'ðhald vega og fasteigna 500 þús., líftrygging og lýðhjálp 500 þús., heilbrigð- ismál 350 þús., til byggingar gagnfræðaskóla (að því til- skyldu að lán fáist) 400 þús., til bátakaupa 100 þús., niður- greiðsla á togaranum Hafiiða 200 þús. Á sama fundi voru afgreidd- ar áætlanir vatnsveitu, rafveitu hafnar. Niðurstöðutölur á- ætlunar hafnarinnar eru 820 þús. og 700 kr., niðurstöðutöl- ur rafveitunnar 4 millj. 763 þús. 265 kr. og vatnsveitunnar 1 millj. 562 þús. — Gert er ráð fyrir aukningu vatnsveitunnar, er muni kosta 1 millj. og 300 þús. Á sama fundi var samþykkt áð kjósa þriggja manna bæjar- ráð og fela þvi starf er ýmsar nefndir bæjarstjórnar hafa áð- ur haft. Það vakti athygli að minni- hluti bæjarstjórnarinnar, AB- flokkurinn bar enga breytingar tillögu fram við afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar og er það einsdæmi í sögu Sigluf jarðar. Skógræktarkvik- mynd sýnd í áag f dag Id. 1.30 verður sýnd í Tjarnarbíói kvikmynd frá skóg rækt og nytjun skóga í Noregi. Gangast Skógræktarfélag fs- lands, Skógræktarfélag Rvíkur og Nordmannslaget fyrir sýn- ingunni. Norska sendiráðið í Reykja- vik var svo vinsamlegt að gefa Skógræktarfélagi Islands kost á að sýna mýnd þessa og er félögum í Skógræktarfélagi Is- lands, Skógræktarfélagi Rvíkur og Nordmannslaget í Reykja- vík og gestum þeirra heimill aðgangur að sýningu-kvikmynd arinnar. Brotizt inn í bí! I fyrrinótt var brotizt inn í nokkra bíla hér í bænum. Ekki munu þau fyrirtæki öll hafa. gefið mikið í aðra hönd. En í einum bílnum a.m.k. var alkó- hól á boðstólum, og var þakk- samlega þegið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.