Þjóðviljinn - 12.02.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.02.1952, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR * RJTSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON Þriðjudagur 12. febrúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 SKJALDARGLÍMAN: Rúnar Guðmundsson vann Annannsskjöldinn í 3. sinn Þessi fertugasta og þriðja skjaldarglíma Ármanns var að sumu leyti góð og sumu leyti slæm. Heildarsvipur ihennar var samt mun betri en undan farnar stórglímur. Þátttaka var góð, 13 keppendur; og að eing 2 menn sem skráðir voru gátu ekki keppt og enginn heltist úr vegna meiðsla. Sú nýbreytni var upp tekin sem raunar er ekki ný að glíman byrjar úr stíganda. Að visu virðist vafamál hvort sá stíg- andi á að vera með „valsspori' eða einfaldur, en það er nú ef til vill ekki aðalatriðið heldur hitt að stígandinn verði inn- leiddur. Lengra nær stígandinn ekki, þó reglan hafi verið að hann ætti að taka upp hvenær sem var í hverri einstakri glímu þegar hlé var á sóknar og varn- araðgerðum. Þetta orsakar sumt af því ljóta í glímunni þ. e. bolstöðuna með beinum og stífum handleggjum, sem oft kom fyrir í þessari glímu og er samkvæmt reglunum ekki leyfilegt, eins og segir í 21. gr. glímulaganna: „3: Að bolast, standa stífur og þyngja sig niður með bein- um og stífum örmum eða standa hokinn með samanklemd hné.“ -—- Fyrir þetta á að stöðva glímu. Endurtekning á þessu hlýtur að heyra undir 22. gr. þar sem segir: „Ef hann hefur í frammi at- ferli sem ódrengilegt tellst og gagnstætt eðli glímunnar, skal dómarj dæma glímumanni víta- byltu“. 1 þessari grein segir ennfrem- ur: — „Ef sækjandi níðir verj- anda í falli eða vörn með því að: a) láta faliast á hann of- an eða ýta honum niður; b) hrekja hann eftir vellinum eft- ir að hann hefur komið rið hendvörn“. — Þá hefur verið drepið á hver þau ljótu atriði voru sem nefnd voru í upp- hafi, og sýnt frammá að • þetta er óheimil leikaðferð og ber að dæmast. Dómararnir verða því að taka á sig þá ábyrgð að hafa mikið um of leyft þessar ólöglegu að- gerðir sem settu blett á þessa glímu. Þeim hlýtur að vera allra manna ljósast að þennan ósóma verður að losa úr íslenzku glím- unni með illu eða góðu, og þeir hafa lögin bak við sig til að gera þetta. Það skal játað, að það er enginn hægða!rleikur að breyta 'þessu í vetfangi, en regl- an er fyrir hendi og henni ber að framfylgja, og það er dóm- aranna verk. Hitt skal líka við- urkennt að starf dómarans er vanþakklátt, sérstaklega eru það áhorfendur sem vilja þar láta ljós sitt skína, og gleyma að allir erum við menn. Eins og fyrr segir voru mörg góð tilþrif sýnd, hrein brögð sem gáfu hreinar byltur og svo ágætar varnir. Segja má að „þrír stórir“ hafi komið þarna fram en það voru: Rúnar, Ármann og Sig- urður Sigurjónsson. Glímur þessara þremenninga innbyrðis voru yfirleitt Ijótar: þungar, stífar og bragðdaufar. Ein- kenndust mest af átökum en ekki glímni, nema að því er úr- slitabragð Ármanns snertir viðl Sigurð. Hinsvegar voru glímur | þeirra við hina léttari margar hverjar góðar. Sigurður virtist þó þeirra beztur í þeim viður eignum. Ármann er full þungur, tæp- ast nóg æfður. Gauti Arnþórsson frá U.Í.A. var sá maður er mesta lýðhylli hafði. Ungur maður, knálega vaxinn og kattmjúkur, stendur yfirleitt -vel að glímu. Hann varð að glíma við Sigurð Sig- urjónsson um þriðju verðlaun í aukaglímu eftir að ihafa. fellt hann áður, en féll þá. Guðm. Jónsson úr U.M.F.R vak.ti líka á sér athygli fyrir góðar glímur og knálegar, þó hann væri þeirra minnstur að vexti. Matthías Sveinsson úr K.R. sem er nýr maður hér vakti á sér athygli fyrir góðar glímur, þó hann væri ekki sérlega sig- ursæll. Kristmundur Guðmundsson er í framför, og þegar honum vex meira afl verður hann skæð ur. Erlingur Jónsson úr U.M.F.R. stendur nokkuð í stað. Anton Högnason er að breyta glimu sinni mjög til hins verra. Maður með slíka mýkt og kraft þarf ekki að grípa til eins ólög- legra sókna og hann gerði þrá- faldlega. EFTIRMÁLI. Atvik kom fyrir í glímu þess- ari sem getur komið til með að hafa nokkur eftirköst. Er þeir glímdu saman Rúnar og Matthí- as Sveinsson úr K.R. leggur Matth. bragð á Rúnar svo hann fellur og féll Matthías líka, svo að sumum virtist sem um bræðrabyltu hefði verið að ræða. Rúnari er þó dæmd bylta og Matthíasi sigur. Líða svo 10—12 glímur. Þá tilkynnir yf- irdómari að dómnefnd hafi orð- ið sammála um að þeir glími aftur. Þessi tilkynning kom á- horfendum nokkuð ,,spanskt“ fyrir, þar sem svo langt var liðið síðan fyrri viðureign þeirra fór fram. En ekki þýðir að deila við dómarann og þeir glíma aftur og fellir Rúnar þá Matthías. Þessum úrskurði mót- mæla fulltrúar frá U.M.F.R. í lok glímunnar, en úrslit stóðu milli Ármanns J. Lárussonar U.M.F.R. og Rúnars. Hefði fyrri úrskurður staðið óbreytt- ur hefði Rúnar orðið að fella Ármann tvisvar til að sigra. Urslit. Urslit glimunnar urðu þessi: 1. Rúnar Guðmundsson Á. 12 2. Ármann J. Lárusson UMFR 11. 3. Sigurður Sigurjónsson K.R. 9 + 1. 4. Gauti Arnþórsson U.l.A. 9. 5. Erlingur Jónsson UMFR 7- 6. Kristm. Guðmundsson Á. 6 7. Guðm. Jónsson UMFR 5’/2- 8. Grétar Sigurðsson Á. 4. 8. Haraldur Sveinbj. K.R. 4. 9. Anton Högnason Á. 3%. 10. Elí Auðunsson K.R. 3. 10. Tómas Jónsson K.R. 3. 11. Matthías Sveinsson K.R. 2 Glímustjóri var Gunnlaugur Briem, og dómarar voru Þor- steinn Einarsson yfirdómari, Kristmundur Sigurðsson og Guðmundur Ágústsson. Áhorfendur voru margir, en glíman fór fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Glímufélagið Ármann hafði tileinkað íþróttasambandi ís- lands glimu þessa í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins. "Sölumaöur deyr? sýndur í Þjóðleikhúsinu að nýju I ! x... i Hinn ameríski harmleikur Arthurs Millers er tvímælalaust eitt merkasta og áhrifamesta leikrit sem flutt hefur verið á sviði Þjóðleikhússins, nýstár- legt að formi og alþýðlegt í senn. Aðsókn hlaut leikurinn miklu minni en hann á skilið, enda sýndur á óheppilegum tíma, og er því bæði sjálfsagt og skylt að flytja hann að nýju Sölumaðurinn ér eitt af mestu afrekum. Indriða Waage, hins ágæta listamanns, en leikur hans þrozkast og auðgazt síðan á frumsýningunni í fyrra, orð- ið enn stórbrotnari, fyllri og ríkari að blæbrigðum. Reg'na Þórðardóttir hefur vart lýst annarri persónu betur en hinni góðu og marghrjáðu konu sölu- mannsins, og ágætlega fara þeir. með minni hlutverk, Róbert Arnfinnsson og Valur Gíslason. Sú breyting er á orðin að Baldvin Halldórsson leikur eldri soninn í stað Jóns Sigurbjörns- en Biff er eitt hinna meiri og vandasömustu hlutverka. Jón! var myndarlegri á velli og sannari íþróttamaður, en skap* gerðarleikur Baldvins er traust- ari og sannari; hann lýsir af öruggum skilningi hugarvíli og taugaveiklun hins ráðlausa, vonum svipta manns, og til- þrifamikil eru reikningsskil þeirra feðganna í lokin. Þá hefur Vilhelm Norðfjörð tekið við hlutverki Howard Wagners, og leikur smekklega og hóf- samlega, en fjörmeiri og þrótt- meiri mætti hann vera. — ,,Sölumanninum“ mega engir gleyma sem unna góðum bók- mennfum og tilkomumiklum' íeik. Á. Hj. Frá Borgarnesi Borgarnesi. Frá fréttarit- ara Þjóðviljans. Janúar í ár var umhleypinga- samur hér, með óvenjulegum veðurofsa. Nokkrar ferðir m. s. Laxfoss féllu niður til Borg- arness og Akraness. I suðvest- an aftakaveðri slitnaði m. s. Eldborg frá hafnarbakkanum í Borgarnesi og rak á fjöru hjá Mjólkursamlaginu og stóð þar réttum kili á leirnum eins og hún hefði verið sett í báta- naust. Var framstafninn beint að landi við Skúlagötu, og skemmdist skipið ekki hið minnsta. M. s. Hvítá lá í Reykjavík- urhöfn, slitnaði þar upp, lenti á hafnargarðinum og skemmd- ist. Er hún nú í slippnum til viðgerðar. Þriðja Borgarnes- skipið, m.s. Laxfoss, strandaði eins og alkunnugt er, og mis- tókst að ná því á flot aftur. Þetta er í annað skiptið sem Laxfoss strandar, fyrra skiptið var 1944. Eftir það var hann OLYMPfUFRÉTTIR Það þykir i/Y mikill heiður M a og viðurkenn ■ 1 \ inS að vera ® kjörinn til þess að sverja iV ,\ 111 ólympiska eið- Vk ) inn á hverjum í leikjum. Til þess eru vald- ir venjulega ' eldri íþrótta menn sem hafa með þátt töku í íþrótt- um um lang- an tíma verið fagurt for- dæmi um ástundun, afrek og framkomu. Hann verður að vera keppandi í þeim leikjum sem í hönd fara og alltaf úr því landi sem leikirnir eru háðir í. Ekki hefuiö verið endanlega gengið frá því hver hlýtur þennan heiður í Osló, en getum hefur verið að því leitt að það verði mjög þekktur skíðagöngu- maður sem orðinn er 41 árs og heitir Olav Ökern. Á mörg- um undanförnum árum hefur hann verið með allra beztu göngumönnum Norðmanna og á mótum undanfarið hefur þessi öldungur sýnt að hann er einn þeirra allra bezti maður. Um fyrri helgi vann hann það afrek að verða nr. 2 á 50 km. þar sem saman voru komnir flestallir olympíu-kandidatar Noregs í göngu. Hann kom fyrst fram 1933 og var þá þegar og það fram að stríðinu meðal úrvalsmanna. Á stríðsárunum tók hann þátt í íþrótta-, ,verkf alli‘ ‘ norskra í- þróttamanna. Fyrir það var hann tekinn fastur af Þjóðverj- unum. Sat lengi í fangelsi með dauðadóm hangandi yfir höfði sér. Síðar var hann þó sendur í fangabúðir í Þýzkalandi. Lifði það af, en kom sem vænta mátti máttfarinn og illa útleikinn. Þó jafnar hann sig það fljótt að hann er sendur á Olympíuleik. í St. Moritz 1948. Er það útaf fyrir sig undravert afrek. - Vegna Jítilla snjóa hefur að und anförnu verið um það rætt hvort flytja þyrfti brunið á Voss. En um fyrri helgi fóru ráðandi menn til Norefjell til að taka endanlega afstöðu. Hún varð þá sú að með dálitlum lag- færingum yrði Norefjell keppn- isstaðurinn. 20—30 menn eiga að ryðja snjó í brautina og ým- ist höggva ofan af trjástubbum eða hylja með snjó. — Þegar Einar Pálsson kom með hóp sinn til Noregs hélt hann samstundis til bæjarins Voss sem er ca. 75 km frá Bergen. Þar er nægur snjór enda liggur Voss þar sem land- ið hækkar mjög og því nægur snjór þar. Æfa þeir nú af kappi miklu og nota tímánn vel. Er heldur ekki ólíklegt að okkar flokkur hafi komið siðastur til hinna „útvöldu“ æfingastaða, en allar þjóðir hafa látið flokka sína dvelja þar vikum og jafnvel mánuðum saman. Má þar nefna lönd þau er að Ölpunum liggja og svo Norð- urlöndin þrjú, Svíþjóð, Noreg og Finnland. — Um mánaðarmótin voru olympisku fánarnir dregnir að hún á hinum þrem aðaldvalar- stöðum keppnisfólksins, en það eru Sogn, Ullevál og Ila. Eru Norðmenn sjálfir mjög ánægðir með þessar vistarveriu- íþróttafólksins, og telja jafnvel að þær standi ekki að baki að- búnaðinum sem var í Garmich- Parten-Kirchen í Þýzkalandi og jafnan er við brugðið. Auðvitað er þarna fyrir komið: sam- komusölum ,æfingasal, rakara- stofu, viðgerðarstofu, þurrk- klefum sem þurrka föt á klukku stund. I þessum dvalarheimilum í- þróttafólksins er líka gert ráð fyrir að borðtennis verði ein að- alíþróttagrein leikjanna. Keppn- ishópar þjóðanna byrjuðu þeg- ar að flytja inn, og komu þar fyrstir þeir er lengst komu að eða Japanar, og fyrstir Evrópu- þjóðanna voru Spánverjar með sinn fimm manna hóp. stækkaður, sett ný vél í hann og farþegarúmið aukið. Skipið varð þá hraðskreytt og gott farþegaflutningaskip. Talið er að það hafi flutt fleiri farþega’ en nokkurt annað skip hér við land. Það mátti með réttu! kalla Laxfoss „ferjuna yfir sundið“, skipið sem daglega var í förum á hinni stuttu sjóleið Bn-Ak-Rvík. og munu nú marg- ir sakna skipsins. Án efa verð- ur keypt eða byggt nýtt skip í stað Laxfoss, og væri æski- legt að það risti grynnra og færi með* 12—14 mílna hraða. En þá háttvísi ætti að hafa að leggja niður fossanafnið og taka upp t.d. „Borgina“ sem! var óðal Skallagríms eða ann- að slíkt nafn. Laxfossstrandið er margfalt áfall fyrir Borgarnes, atvinnu- missir fyrir þá sem eiga hlut að máli, og fyrir hið nýjá hótel og rekstur þess er slíkt farþegaskip mikið atriði.. Hótelbyggingin. Unnið er nú stöðugt að byggingu hótelsins, en þar á að vera rúm fyrir um 40 hótel- gesti. Byggingin með innbúí mun kosta allt að tveim mil'j- ónum króna. Er sem vænta' má erfitt áð fá fé það sem til þarf nema með tilstyrk ríkis- valdsins. Þegar gamla hótelið brann var tilkynnt að ekki yrðil byggt nýtt hótel nema með op- inberum stuðningi. Það varð því að velja á milli þess að byggja nýtt hótel sem kostaðí mikið eða leggja niður hótel- hald í Borgarnesi. Sú skoðun hefur gert allmikið vart við sig að þjóðin mætti væptá tekjuöflunar af ferðafólki, en til þess þarf boðleg hótel. Þetta var m.a. ástæðan til þess að ákveðið var að byggja að nýju hótel í Borgarnesi. Hlutafé var safnað meðal ýmissa aðila og varð það sam- tals 500.000, þar af lagði Borg- ameshreppur 100.000 krónur. Tillaga hefur þegar komið fram um aukin framlög, og er þá gert ráð fyrir að lilutur hreppsins verði allt að Vz milljón í hótelbyggingunni. Slíkt er þó fjarri öllu lagi. Það verður að leita stuðnings frá ríkinu, til að koma bygging unni upp og óefað verður rík- ið að styrkja eitthvað rekstur hótelsins í upphafi. Hafnarframkvæmdir. Nú er í undirbúningi að fram- kvæma dýpkun hafnarinnar og innsiglingarinnar á næstai Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.