Þjóðviljinn - 12.02.1952, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. febrúar 1952
tt»t
og myndi grynningar við sjálf-
an hafnargarðinn.
Atvinnumál.
Nú hefur Laxfoss strandað,
búið að farga Hafborginni, og
er þannig hálfur skipakostur-
inn farinn vgg allrar veraldar.
Væntanlega kemur Hvítá bráð-
lega úr slippnum, þannig að
einhverjir fái vinnu við hana.
Ástandið í atvinnumálum
Borgnesinga er mjög alvarlegt,
mikill fjöldi ungra og eldri
manna er atvinnulaus og hef-
ur verið um langan tíma. Ekk-
ert bendir til þess að þetta á-
stand lagist í vetur, menn leita
burt í von um atvinnu, ef hana
væri einhversstaðar að fá. Er
það líklega tilætlun þeirra sem
gpngiö hafa fram í því að koma
héðan atvinnutækjunum.
Skráning atvinnuleysingja
fór fram um jólin, en fáir
mættu þar. Var það viðkvæði
manna að ekkert þýddi að
mæta til skráningar, því engin
atvinna fengist hvort eð væri.
Aðeins einn fundur var hald-
inn í verkalýðsfélaginu á síð-
asta ári, aðalfundurinn í jan-
úar. Komu talsvert færri til
stjórnarkjörs en árið áður.
Þeim atvinnulausu var sagt
að þeir fengju ekki vinnu ef
þeir kysu stjórnarandstöðuna
eða yrði sagt upp. ef þeir
höfðu vinnu. Margir ► 'ku því
það ráð að sitja heima. Opinber
vinna á vegum hreppsins er
fyrir fáa, en allur fjöldinn
fær ekki handtak.
Einhvern næstu daga verður
aðalfundur í verkalýðsfélaginu
og verður þar eflaust rætt um
atvinnumálin. Um nokkurt
skeið hefur verið séð fyrir því
að forustumenn verkalýðsfé-
lagsins hafi vinnu — en krafa
almennings er atvinna handa
öllum.
Jónas Kristjánsson.
Frá Borgarnesi
Framhald af 3. síðu j
sumri. Er vonandi að vel tak- ;
■ist, því á því er hin brýnasta ■
þörf. Á fyrst og fremst að
grafa sundur Þursstaðarifið,
auka dýpið á innsiglingarleið-
.inni og grafa upp sjálfa höfn-
ina. Komið hafa fram raddir
um það að fylla upp í Brákar-
sundið. En frá því að það mál
var fyrst rætt hafa sérfróðir
menn verið mótfallnir því, með
tilliti til þess að sandur o,, j fulltrúi hans þyrfti að finna hann heima. Og var þá ekki
leir berist fram fynr eyjuna 1
98. DAGUR
hann úr öllu sambandi við Dillard. Og nú var frændi hans
búinn að hæfcka hann í tigninni, svo að vel gat verið að ein-
óviðeigandi, að hann byggi í svona litlu herbergi?
Tíu dögum eftir að laun hans voru hækkuð tókst honum
vegna nafns síns að fá herbergi í álitlegu húsi í sæmilega fínni
götu — Jefferson Avenue, sem lá samhliða Wykeagy Avenue.
Hús þetta átti ekkja deildarstjóra í verksmiðjunni, og hún
leigðj tvö herbergi án fæðis til þess að geta haldið heimilinu í
horfinu. Og frú Peyton, sem hafði lengi átt heima í þessum
bæ og vissi margt um Griffiths fjölskylduna, þekkti bæði nafn
Clydes og sá þegar í stað hversu mjög hann lífctist Gilbert. Og
af því að henni fannst þetta mifcill kostur og leizt þar að auki
vel á hann, bauð hún honum strax afbragðs herbergi fyrir
aðeins fimm dollara á viku, og hann tófc það undir eins.
En hvað vinnu hans í verksmiðjunni snerti, þá tókst honum
ekki alltaf að einbeita huganum að starfinu einu saman og
gleyma konunum, þrátt fyrir hinn góða ásetning, því að nokkr-
ar þeirra voru mjög aðlaðandi. Og nú var sumar — síðari hluti
júnímánaðar. Og í allri verksmiðjunni, einkum iffli tvö-, þrjú-
og fjögurleytið á daginn, þegar tilbreytingarleysi starfsins virt-
ist sljóvga alla, var eins og kæruleysi, jafnvel ástleitni næði
tökum á öllum. Þarna voru svo margar og mismunandi konur
og stúlkur. Og hér voru þær fjarri karlmönnum og skemmtun-
um — í rauninni aleinar með honum. Og loftið inni í salnum
Bólusetnlng gegn barnaveikl.
Pöntunum veitt móttaka þriðju-
daginn 5.-2. n. k. kl. 10—12 f. h.
í síma 2781.
Krossgáta
25.
m
lárétt: 1 ögraði — 4 leit — 5 lít
7 hvíldist------9 núið — 10 keyri
11 árnun — 13 fors. — 15 tvíhljóði
16 hæðina.
Lóðrétt: 1 eignast — 2 stjaka
3 ending — 4 rista — 6 hríðinni
7 eldstæði — 8 hirð — 12 sólundi
14 ná í — 15 úttekið.
I.ausn 24. krossgátu.
Lárétt: 1 ýringur — 7 sá — 8 árla
9 ask — 11 átu — 12 Ok — 14
ui — 15 slag 17 me — 18 lás
20 skotsár.
Inðrétt: 1 ýsan — 2 rás — 3 ná
4 grá — 5 ultu — 6 raula — 10
koj — 13 kalt — 15 sek — 16
gás — 17 ms — 19 sá.
var næstum alltaf þungt og lamandi og gegnum opna glugg-
ana sem náðu frá gólfi til lofts, sást niðandi Mohawk áin milli
grænna grasflata og skuggsælla trjáa. Hún virtist alltaf minna
á ævintýr, sem gátu gerzt við bakka hennar. Og starf þessara
kverna var svo vélrænt, að þær gátu gefið hugarfluginu lausan
tauminn, hugsað um hvað þær myndu gera ef þær væru ekki
bundnar við þetta starf sitt.
Og venjulega beindust hugsanir þeirra að deildarstjóranum.
Og Clyde var eini karlmaðurinn á næstu grösum — vel og
smekfclega til fara. Konurnar gerðu sér hinar ævintýralegustu
hugmyndir um samband hans við Griffithsfjölskylduna, hvar
hann ætti heima og hvernig stúlku hann gæti orðið ástfanginn
af. Og þegar hugur hans var ekki of bundinn minningunni um
það sem Gilbert Griffiths hafði sagt við hann, hugsaði hann
oft um þær — einkum sumar þeirra — og hugsanir hans sner-
ust mjög um ástarævintýri. Því að þrátt fyrir reglur Griffiths
félagsins og Rítu, eða ef til vill einmitt vegna hennar, fann
.hann að hann fékk æ meiri áhuga á þrem verksmiðjustúlkum,
Þetta var kát og lífsglöð þrenning — og þeim fannst öllum
Clyde mjög laglegur. Ruza Nikoforitch — rússnesk-bandarísk
stúlka — stór, ljóshærð og frumstæð, með vot brún augu, hnubb-
aralegt nef og höku, var mjög heilluð af honum. En framfcoma
hans var ævinlega slík, að hún leyfði sér varla að láta sig
dreyma um hann. I augum hennar var hann næstum of full-
kominn til að vera til, með snyrtilega greitt hárið, í Ijósröndóttri
skyrtu með ermamar brettar upp að olnboga í hitanum. Hún
dáðist að hreinum, vel gljáðum brúnum skónum, fallega leður-
beltinu rneð glæsilegu spennunni og bindinu hans.
Svo var Marta Bordaloue, hnellin og fjörleg frönsk-kanadísk
stúlka, ^þrýstin og fagurvaxin með fallega fótleggi, rauðgult
bár, blágræn augu, rjóðar kinnar og smáar hendur. Hún var
fáfróð og blóðheit, og hún leit á Clyde sem mann, sem hún
myndi taka opnum örmum, þótt hann kæmi aðeins í klukfcu-
tíma heimsókn, ef Honum sýndist svo. Um leið var liún ein-
beitt og óstýrilát og hún hataði allar þær, sem reyndu á ein-
hvern hátt ao vefcja athygli hans á sér og fyrirleit Ruza af
þeim ástæðum. Hún sá að Ruza reyndi að halla sér upp að
Clyde í hvert sfcipti sem hann kom nærri henni. Og sjálf neytti
hún allra bragða sem hún kunni — hneppti blússunni frá sér
að framan, svo að skein í hvít, ávöl brjóstin, togaði pilsið upp
íyrir kálfa þegar hún var að vinna, og þrýstnir, ávalir hand-
leggir hennar voru berir upp að öxlum til þess að sýna honum,
kð líkamlega að minnsta kosti væri hún þess virði að henni væri
veitt athygli Og andvörp hennar og ástleitnisaugnaráð þegar
bann var í nánd urðu til þe3s að Ruza hrópaði einn góðan veður-
dag: „Þessi franska tæfa! Eins og honum detti í hug að líta
við henni.“ Og Qyde vegna langaði hana mest til að gefa henni
utanundir.
Og loks var hin litla og fjörlega Flora Brandt, bandarísk al-
múgastúlka, með grófgerða en aðlaðandi andlitsdrætti, svart hár,
stór augu umkringd löngum augnahárum, stutt nef og þykkar,
nautnalegar en þó fallegar varir, og hún var liðlega vaxin, og
allt frá því er hann hóf vinnu þarna hafði hún einblínt á hann
eins og hún vildi segja: „Hvað þá? Fiirnst þér ég eleki falleg.“
Og um leið mátti lesa úr augnaráði hennar: ,Jívemig geturðu
haldið áfram að hundsa míg? Það eru margir sem fúslega vildu
vera í þínum sporum, það geturðu reitt þig á.“
Og þegar frá leið flögraði sú hugsun að honum, að fyrst þess-
ar þrjár stúlkur virtust lausar á kostunum og höfðu sennilega
ckki mjög mikinn áhuga á íöstum samböndum, þá væri fcannske
áhættulaust að gefa sig að einhverri þeirra — eða þeim öllum
þrem á víxl, ef hvatir hans beindust í þá átt — án þess að upp
um hann kæmist, einkum ef hann brýndi fyrir þeim í byrjun
að hann lítillækkaði sig með því að veita þeim athygli. Og eftir
framkomu þeirrá að dæma, myndu þær áreiðanlega láta hann fá
vilja sínum framgengt án þess að talka það hátíðlega þótt hann
léti sem hann sæi þær ekki á eftir vegna stöðu sinnar hér. En
hann hafði þó gefið Gilbert Griffiths ákveðið loforð, og hann
hafði ekki í hyggju að svíkja það. Þetta voru aðeins hugsanir
sem komu öðru hverju upp í huga hans undir óþægilegum kring-
umstæðum. Hann yarð auðveldlega fyrir áhrifum af hinu veika
kyni og.^egur.ð þess. Og hann átti erfitt með að standast seið-
magn þess. Og framkoma og tilleitni þessara stúlkna freistaði
hans iðulega, einfcum þessa heitu og lamandi sumardaga, þegar
hann vissi e’cki hvað hann átti af sér að gera og átti engan
kunningja til að umgangast. Stundum gat hann ekki staðizt þá
freistingu að nálgast þessar stúlkur, sem reyndu mest til þess að
freista hans, þótt hann væri á ytra borðinu kæruleysislegur og
fjarrænn.
En um þetta leyti barst svo mikið af pöntunum, að Whiggam
og Liggett ráðlögðu Clyde að taka nokkrar stúlkur tjl reynslu,
sem vildu vinna í ákvæðisvinnu, þangað til þær væru orðnar svo
færar að launin hækkuðu. Margar stúlfcur sneru sér til ráðn-
ingarskrifstofunnar á neðstu hæð. Þegar Jítið var að gera var
þeim vísað frá eða merki hengt upp, sem stóð á: „Engin at-
vinna.“
Og af því að Clyde var tiltölulega nýr í starfinu og hafði fram
að þessu hvorki ráðið neina né sagt neinum upp, varð það að
samkomulagi milli Whiggams og Liggetts, að allar þær konur
sem þeim voru sendar til reynslu yrðu sendar á fund Liggetts,
—oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—>
BARNASAGAN
„Neyttu, á meðan á nefinu stendur“
1. DAGUR
Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu og
karl og kerling í koti sínu. Einu sinni keypti karl-
inn og kerlingin sér tunnu fulla aí smjöri, sem þau
ætluðu að hafa til vetrarihs. En nú urðu þau í vand-
iæðum með það, hvar þau ættu að geyma tunnuna,
svo ekki yrði stolið úr henni. Loksins kom þeim
saman um að fá hana geymda í kóngsgarðinum.
Gekk þeim vel að fá það, og tók kóngur hana til
geymslu. Gengu þau sjálf frá tunnunni og bundu
yfir Leið nú fram undir haustið; fór þá kerlinguna
að langa í smjörið, og hugsaði hún sér undir eins
upp ráð til þess.
Einn góðan veðurdag er hún snemma á fótum;
kemur hún þá inn og segir karli sínum, að það sé
kallað á sig í kóngsríkinu til að halda þar barni und-
ir skírn, og verði hún því að fara burtu þangað.
Karl segir, að það sé svo sem sjálfsagt. Býr nú kerl-
ing sig í allra mesta snatri og fer í kóngsríkið. Seg-
ir hún þar, að hún eigi að sækja smjörögn í tunnuna,
og var því trúað, svo henni var hleypt þar inn, sem
tunnan stóð. Tók kerling nú gott borð af tunnunni.
Síðan fór hún heim. Þá spyr karlinn, hvað barnið
hefði heitið í kóngsríkinu. Kerling segir: ,,Borða
heitir burðug mær."
Þegar kerling var nú búin með það, sem hún
hafði tekið, segir hún einu sinni við karlinn: „Kall-
oð er í kóngsríkinu enn.” Karl spurði, á hvern og
til hvers. „Á mig til að halda barni undir skírn,”
segir hún. „Far þú þá," segir karl. Kerling fer og
segir sem fyrr, að hún eigi að sækja smjör í tunn-
una. Tekur nú kerling ofan í miðja tunnu. En þegar
hún kom heim, spurði karlinn, hvað bai'nið héti<
Kerling segir: „Miðja heitir mikil snót." ,