Þjóðviljinn - 13.02.1952, Blaðsíða 8
Hermanni Guðnrnndssyni
þökkuð 12 ára forusta
Ólafur Jónsson kosinn formaður Hlífar
Aðalfuiidur verkamannafél. Hlíf í Hafnarfirði var s.l. sunnu-
dag. Hermann Guðniundsson sem verið hefur formaður Hlifar
óslitið s.1. 12 ár baðst nú undan endurkosnin'gn og tekur Ólafur1
Jónsson við formennsku Hlífar.
Hermann þakliaði öllum Hlífarmönnum fyrir samstarfið á
undanförnum árum og kvað< Hlíf hafa teíkizt öðrum fremur að
varðveita einingu innan félagsins til mikilla heilla fyrir félagið.
Kvaðst hann ekki eiga aðra betri ósk félaginu til' handa cr hann
léti af formennsku en að sú eining mætti haldast framvegis í
félaginu.
Hermann Guðmundsson, er ver-
ið hefur formaður HLífar síð-
ustu 12 árin.
Á fundinum flutti Heermann
skýrslu jdir starfið á síðasta
ári ; voru haldnir 68 fundir
á árinu, þ. a. 10 féiagsfundir,
48 stjórnarfundir, 4 í trúnaðar-
ráði, 5 í trúnaðarmannaráði og
1 í verkfallsstjóm. Skýrslan og
reikningar félagsins voru sam-
þykkt umræðulaust.
Hina nýju stjórn Hlífar, sem
var sjálfkjörin, skipa: Formað-
ur: Ólafur Jónsson, varaform.:
Jens Runólfsson, ritari Sigurð-
ur Þórðarson, gjaldkeri Þor-
steinn Auðunsson, varagjald-
keri Bjami Erlendsson, vara-
ritari Pétur Kristbergsson,
fjármálaritari: Sigurður Ein-
Þau 12 ár sem liðið hafa
undir stjóm Hermanns Guð-
mundssonar hafa verið við<-
burðarík í Hlíf og á þessu
tímabili unnizt margir stærstu
sigrar félagsins. Hinn nýi for-
maður þakkaði Hermanni langa
og góða forustu í félaginu og
hrópuðu Hlífaimenn síðan fer-
falt húrra fyrir Hermanni. —
Sigurður Þórðarson, ritari Hiíf-
ar, þakkaði Hermanni einnig.
Að lokum þakkáði Heermann
hlýhug þann er fram hefði
komið í sinn garð og bað fund-
armenn hrópa ferfalt húrra
fyrir Hlíf.
3 Islandsmet sett í gær
Skautameistaramóti Islands lauk í gær eins og til stóð. Hélt
mótið áfram á íþróttavellinum kl. 2. Veður var hið ákjósan-
legasta og hlaupabrautin mikið betri en í fyrradag.
tJrslit 1 1500 m skautalilaupi ikarla urðu þessi: 1. Kristján
Ámason (KR)i 2:45,4, og er það nýtt íslandsmet. 2. varð Þor-
steinn Steingrímsson (Þrótti) 2:46,6 og 3. Bjöm Baldursson
(SA) 2:51,9.
1500 m hlaup kvenna: Edda
Indriðadóttir (SA) var eini
þátttakandinn og hljóp hún
vegalengdina á 3:28,9 og setti
þar með nýtt íslandsmet. Edda
er aðeins 15 ára gömul og þyk-
ir mjög efnileg skautamær eins
og frammistaða hennar ber
vott um.
í 5000 m hlaupi karla urðu
úrslit þessi: 1. Kristján Áma-
son (KR) Í0,04 og er það nýtt
Islandsmet. 2. Þorsteinn Stein-
Framhald á 6. síðu.
Ólafur Jónsson hinn nýkjömi
formaður Hlífar.
Reynt að bjarga
Sleipni
Norðfirði, 11. febr. ’52.
Einar Eggertsson kafari úr
Reykjavík hefur með aðstoð
v.b. Björns unnið að því að
koma fyrir festum í m. s.
Sleipni, sem sökk hér fyrir
tveimur og hálfum mánuði og
liggur á 24. metra dýpi.
Gekk köfunin vel og mun ætl-
unin að reyna að fá skip til
að ná sleipni upp.
Síðara árásar-
málið upplýst
Lokið er nú rannsókn síðara
árásarmálsins frá fyrri viku.
Aðfaranótt fyrra þriðjudags
varð Óli Anton Þórarinsson, til
heimilis í Hliði á Álftanesi, fyr-
ir árás tveggja manna í Veltu-
sundi hér í bænum. Börðu þeir
hann niður, og ætluðu að ræna
hann, en hvorugur þeirra telur
sig hafa náð neinum fjármun-
um af Óla.
Árásarmennimir heita Einar
Hjaltason, Skólavörðuholti 139,
25 ára að aldri; og Kristján
Friðriksson, Höfðaborg 32; og
var hann annar þeirra er gerðu
aðförina að Einari Bjömssyni
þessa sömu nótt. En frá því
máli hefur Þjóðviljinn áður
skýrt.
6—26 skippund
Sandgerði. Frá
fréttaritara Þjóðviljans.
Enn er hér tregur afli en
góðar gæftir. í fyrradag var
heldur betri afli en undanfarið,
eða frá 6 og upp í rúml. 20
skippund.
Nú er ekki sjómannadagur!
Nafnlaus „utgerðarmaður" í Morgnn-
blaðinu ymprar á 20 klukkustunda
daglegum brældómi togaraháseta
Nokkrir þeirra sem börðust gegn 6 stunda hvíld togaraliá-
seta og seinna gegn lögunum um 8 stimda hvíld hafa vitnað
opinberlega, beðið afsökunar á fjandskap sínum við jafn sjálf-
sagðar réttlætiskröfur. Allir vita hve Morgunblaðið er mikill
ejómannavinur á sjómannadaginn. Þá mega heldur ekki togara-
eigendur vatni halda vegna væntumþykju á „hetjum hafsins",
sem þeir nefna svo.
En þegar sjómenn krefjast bættra kjara ikemur snögglega
annað hljóð í strokkinn. Er öllum sjómönnum ráðlagt að lesa
grein í Morgunblaðinu í gær, blaði Thórsaraklíkunnar og ann-
arra óþokkasælustu auðmanna landsms, undirskrifaða „útgerð
armaður“. Hér skal aðeins drepið á eitt atriði af ósvífni þessa
„útgerðarmanns“ sem virðist þó eiga eftir þann snefil af sóma-
tilfinningu að hann þorir ekki að setja nafn sitt undir samsetn-
inginn.
Hann talar ura það sem glæsilega fyrirmynd að Bretar hafi
ekkj nema um 20 manns á togurum sínum og segir svo orðrétt:
„Ástæðan er einfaldlega sú að í Bretlandi eru engin
vökulög en í samningum er sjómörenum tryggð 4 stunda
hvild á sólarhring og er það á valdi skipstjórans hvenær
sólarhrings hann veitir hvíidina og er henni þá auðritað
hagað eftir ástæðum. Við íslenzkir útgerðarmenn erum
ekki endiíega að halda því fram að 4 tíma hvíldiin sé
nægjanleg“ og svo framvegis í sama dúr.
Gjáfir eru „hetjum hafsins" gefnar, og það af sömu mönn-
unum sem væla framan í þá á sjómannadaginn! Afætumar sem
hafa rakað sarnan auði af vinnu sjómannanna, velt sér í lúxus-
lífi og stolið milljónum úr útgerðinni í óhófslíf sitt og braskfyrir-
tæki, tilkynna togarahásetunum um miðja tuttugustu öld að þeir
séu „ekki endilega" að krefjast af þeim allt að 20 stunda þræl-
dóms á sólarhring. Ætlast þeir ikannski til þess að togarasjó-
menn falli fram og tilbiðji þá fyrir tilboð um 4 stunda hvild á
sólarhring ?
Sjómenn vita, að einu óþörfu mennimir við togaraútgerð em
hinir svonefndn eigendur togaranna, mennimir sem vegna ó-
heiðarlegra valda yfir bönkum landsins hafa fengið aðstöðu til
að láta greipar sópa um afraksturinn af vinnu sjómannanna.
Þeir munu minnast þessa skeytis, þessa liðs við kjarabaráttu
þeirra frá Morgunblaðinu, blaði Thórsaraklíkunnar, og „útgerð-
armanni" ,þess. Og liann þarf ekki annað en sækja í sig kjark
til að birta nafn sitt til þess að verða ódauðlegur í sögu íslenzikrar
verkalýðshreyfingag, maðurinh sem árið 1952 var „ekki eridilega“
að krefjast þess að togaraháseta'rþræli.allt að 20 klulckustundir
á sólarlirihg, en telur samt að það sé mjög til fyrinnyndar.
þJÓÐVIUINN
Miðvikiidagur 13. fehrúar 1952 ;— 17. árgangur — 35. tölublað
Hreyffilsstjórnin á aigeru undan-
haldi ffyrir markvissri gagnrýni
félagsmanna
Fyrrihluti aðalfundar Hreyfils var haldinn í fyrrinótt.
Bergsteinn talaði fyrst á aðra klst., en ræðan snerti lítið
hagsmunamál stéttarinnar lieldur var hún pólitísk'ur
skammavaðall. — Á starfsárinu voru haldnir 11 stjómar-
fundir, en í öllum þrem deildum félagsins að meðtöldum
félagsfundum, vom haldnir 15 fuiidir á árinu, og sézt á þvi
að félaginu hefur verið stjómað með einræði Bergsteins.
Vegna hinna miklu umræðna á fundinum var ekki hægt að
taka fyrir reikninga félagsins, svo félagsmenn fá enga hug-
mynd um viðskiinað fráfarandi stjómar á f jármálum félags-
ins fyrr en eftir að kosning hefur farið fram!
Bergsteinn og stjórn hans var á algem undanhaldi á
fundinum undan rökstuddum ádeil'um félagsmanna. Torfi
Mankússon flutti þar mjög greinargóða ræðu og flestir er
til máls tóku gagnrýndu stjómina harðlega, enda virtust
elcki nema 2 félagsmemi, auflc þeirra Bergsteins og Ingi-
miuidar vilja reyna að verja gerðir stjómarinnar, og á þri
hverjir það voru sést fyrir hverra hagsmuni stjómin hefur
unnið á árinu, eu þessir menn vora Ingvar Sigurðsson, for-
stjóri klofningsstöðvarinnar, Borgarbílstöðvarinnar, sem
var þamieð að þaklca stjóminni fyrir dyggilega aðstoð við
klofnlnginn, og óskaði hann Bergsteini langra lífdaga í
stjóminni, enda mjög líklegt að hann þnrfi á meiri aðstoð
Bergsteins að halda, verði hann áfrarn í stjóminni. —
Hinn verjandi Bergsteins og Ingimumdar var Guðjón Hans-
son, — og allir vita hvemig hann er.
Þeir Hreyíilsmenn sem vilja íélaginu heilt
og vel, vilja einingu innan íélagsins, fylkja sér
því í dag um B-listann.
í gærkvöld höfðu 226 kosið í Hreyfli, þegar
kosningu lauk kl. 10, af um 600 á kjörskrá.
í dag stendur kosning yfir frá kl. 10—10 og
er þá lokið.
Hreyfilsmenn! Kjósið B-listann og vinnið að
sigri hans.
Þing Í.B.R. sett
I gærkvöld hófst þing íþrótta
bandalags Reykjavíkur í félags-
heimili KR í Kaplaskjóli. Gísli
Halldórsson, fomi- sambands-
ins, setti þingið og flutti
skýrslu stjómarinnar.
Á fundinum í gærkvöld var
kosið í nefndir þingsins, en
fyrir þinginu liggja mörg mál.
Munu nefndir þingsiiÍR starfa
næstu 2—3 vikur og leggja þá
fram álit sín á síðara þingdegi
en þinghlé ver'ður til þess tíma.
Á laugardaginn var seldi Ell-
iði afla sinn í Bretlandi, 3125
kit fyrir 6992 pund. I gær
seldu Karlsefni í Grimsby 3190
kit fyrir 7732 pund og Askur
3880 kit fyrir 9256 pund.
I dag selja Hvelfell, Jörund-
ur og Jón Þorláksson.
tslenzk nátísiynlist sýnd í Brax-
elles í feoli bekiska ríkisins
Fyrsta yfirlitssýningin um íslenzka nútímalist á
meginlandi Evrópu
Eins og Þjóöviljinn hefur áður skýrt frá verður yfirlits-
sýning um íslenzka myndlist í Palais des beaus arts í
Bruxelles í Belgíu i marzlok. Býður belgíska ríkið til sýn-
ingariimar. en menntamálaráð hefur annazt undirbúning
hér á landi. Er sýning þessi hin mikilvægasta, því að Brux-
elles er nú að veröa annar miðdepill listalífs í Vesturevr-
ópu, við hlið Parísar. Má segja áð þetta sé fyrsta yfirlits-
sýningin um íslenzka myndlist utan norðurlanda, þótt
nokkurt safn íslenzkra mynda hafi veriö sýnt í Þýzkalandi
alllöngu fyrir stríð — og auk þess hafa svo einstakir ís-
lenzkir listamenn haft sýningar á verkum sínum víða
um lönd.
Áhugi Belgíumauna á ís-
lenzkri myndlist vaknaði í sam-
bandi vi'ð sýninguna í Noregi
á síðasta ári. Komu þnngað
tveir belgískir listfræðingar, og
var annar Langue, rá,ðunaut-
ur Belgíustjómar í listamálum.
V öktu þeir þá þegar máls á þvi
að fá hliðstæða sýningu til
Brauxelles, og liefst hún síð-
ari hluta marz í vor eins og
áður er sagt.
M c n n t am án.r á ð fól riefnd
myndlistarmanna. að ■ velja
myndir á sýninguna, og völdu
þeir Gunnlaugur Scheving. Þor-
valdur' Skúlason og Jón Þor-
leifseon málverkin en Ásmund-
ur Sræmssou og Sigurjón Ólafs-
Framhald á T. aíðu.