Þjóðviljinn - 19.02.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.02.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. febrúar 1952 Bæjarfréttir Framhald af 4. síðu. 20.45 Undir ljúfum lögum: Carl 3illich o. fl. flytja óperettulög. 21.15 Frá Islendingum í Dan- mörku; þriðji þáttur: Frú Inger X.arsen og Högni Torfason frétta- maður ferðast meðal Islendinga á Jótlandi. 22.00 Fréttir og veður- fregnir. — 22.10 Passíusálmur nr. 8.- 22.20 Kammertónleikar p!.): Strengjakvintett í C-dúr op. 183 eftir Schubert (Horaee Britt cellóleikari og Lu'ndúna strengja- kvartettinn leika). 23.10 Dagskrár- lok. Blaðiá „Bíldda'iing ur“ hefur borizt r • Þjóðviljanum. Af efui blaðsins má nefna: Fréttir frá Bildudal; greinar um verkalýðsmál; Forleikur lífs- íns, saga eftir Hans Hergins; um Jón Sigurðsson, eftir Sverri Krist- jánsscn; Þula eftir X, og ýmislegt fleira. .— Blaðið er fjölritað á Bíídudal, 12 síður á stærð. Útg'. og ritstjóri er Ingimar Júlíusson. Þann 12. febr. opin beruðu trúlofun sína ungfrú Sjöfn Bachmann Bessa- dóttir, Suðurgötu 53 Hafnarfirði og Þórður Jón Þorvarðarson verzlun- armaður, Hringbraut 52 Hafnart- firði. Bafmagnstakmörkunln í dag .Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til. sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi, Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Kafmarkstakmörkunln í kvöld Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu Mel- arnir, Grímsstaðaholtið með flug- vallarsvæðinu, Vesturhöínin með Örfirisey, Kaplaskjól C/g Seltjarn- arnes fram eftir. Krabbameinsfélagi Keykjavíkur hafa borizt eftirfarandi gjafir: Til minningar um forseta Islands, herra Svein Björnsson: Frá Brunabótafélagi Islands kr. 5000, — Sjóvátryggingafélagi Isl. kr. 5000, — Ónefndur krónur 10.000, — Skólabróðir kr. 300,00. — Eggert Kristjánsson kr. 500,00. Til minningar um Stefán Þórar- insson, hreppstjóra: frá Friðriki Jónssyni, Þorvaldsstöðum, kr. 100, 00. — Til kaupa á geislalækninga- tækjum: Skipverjar á B/v. Hall- veigu Fróðadóttur kr. 2000,00. B.J. kr. 100,00. — Ónefnd kona kr. 100,00. — O.D. 500,00. — Ó nefndur kr. 500,00. — Innilegar þakkir færi ég öllum gefendun)- um. Reykjavik, 16. febr. 1952. F.h. Krabbameinsfélags Reykja.víkur Gísli Sigurbjörnsson, gjaldlteri. Krossgáta X.árétt: 1 óhræsi — 4 þröng — 5 leyfist — 7 tvö — 9 lit — 10 kærleikur — 11 hlemmur —• 13 úr ull — 15 tími — 16 heimting. Lóðrétt: 1 mynni — 2 öskra — 3 tveir ólíkir — 4 veiðarfæri — 6 unalðs — 7 járnkarl — 8 lína — 12 beina — 14 þrældómur — 15 afa. Lausn 30. krossgátu. Xárétt: 1 spornar — 7 K.Á. — 8 daga —- 9 örn — 11 gaf — 12 æf 14 R.T. — 15 ásar — 17 na — 13 læk —• 20 brellur. I.óðrétt: 1 skör — 2 pár — 3 rd. — 4 nag — 5 agar — 6 ralta — 10 ngs — 13 fall ''— 15 áar — 16 ræl — 17 N.BÍ — 19 ku. 104. DAGUR Og dag nokkurn ?kömmu seinna átti Gilbert Griffiths leið þarna um og nam staðar til að tala við Clyde, og þá þóttist hún viss um að Clyde stæði hærra í mannfélaginu en hún hafði álitið fram að þessu. Þegar Gilbert nálgaðist hallaði Lena Schlict sér að hexmi og sagði: „Þarna kemur herra Gilbert Griffiths. Faðir ihans á alla verksmiðjuna og þegar ihann deyr, þá erfir hann allt saman. Og hana er náfrændi hans,“ bætti hún við og bandaði í áttina til Clyde. „Firmst þár þeir ekki líkir ?“ „Jú, sannarlega.“ svaraði Róberta og virti þá báða fyrir sér. En þó finnst már herra Clyde Griffiths næstum laglegri, finnist þér það ekki?“ Hoda Petkanas öat hinum megiu við Róbertu og heyrði hvað hún sagði. Hún hló. „Það finast okkur öllum. Hann er ekki eins merkilegur með sig og þessi Gilhert Griffiths.“ „Er hann Iíka ríkur?“ spurði Róberta og var með hugana við Clyde. „Ég veit það ekki. Flestir halda að hann sé það ekki.“ Hún setti stút á munninn því að hún hafði mikinn áhuga á Clyde engu síður en hinar stúlkurnar. „Hann vanu niðri í þæfinga- salnum áður en hann kom hingað. Ég býst við að hann hafi unnið fyrir daglaunum þar. En hann er nýkominn hingað til að kynna sér reksturinn. Það er óvíst að hann verðj lertgi hér.“ Róberta varð áhyggjufull yfir þessum orðum hennar. Hún hafði verið að reyna að telja sér trú um, að hún bæri engan ástarhug í brjósti til Clyde — en hún mátti þó efcki til þess hugsa að hann færi burt, hyrfi úr lífi hennar. Hann var svo ungur, röskLegur og aðlaðaudi Og hann virtist hafa svo mikinn. áhuga á henni. Já, það leyndi sér ekki. En hún mátti alls ekki gefa honum undir fótinn, fyrst hann var svona þýðingarmikil persóna — hátt yfir hana hafinn. Um leið og hún heyrðj að Clyde ætti svo tigna ættingja og væri ef til vill auðugur, þá taldi hún vafasamt að tilgangur hans með kunningsskap við hana væri heiðarlegur. Var hún annað en rétt og sléfct verksmiðjustúlka ? Og var hann ekki bróðursonur vellauðugs manns. Auðvitað færi hann ekki að kvænast henni. Og um annað gat ekki verið að ræða. Hún varð að vera á verði gagnvart honum. FIMMTÁNDI KAFLI Þegar Clyde hugsaði um Róbertu og stöðu sína í Lycurgus, varð hann yfirleitt órór og vandræðalegur. Hafði Gilbert ekki einmitt varað hann við að skipta sér af starfsstúlkunum? Að öðru leyti var daglegt líf hans næstiun óbreytt frá því sem áður var. Að vísu hafði hann komizt í betra umhverfi við það að flytja til frú Peyton, en að öðru leyti leið honum engan veginn betur en hjá frú Cuppý. Þar hafði hann að minnsta kosti haft dálítið samneyti við ungt fóLk, sem hann hefði haft ánægju af að kynnast ef hann hefði talið það heppilegt. En að undanteknum gcmlum piparkarli sem var bróðir frú Peyton og þrítugum syni — mögrum og fáskiptnum, sem vann í banka í Lycurgus — hitti hann nú engan sem gerði sér far um að kynnast honum. Og allir töldu óþarft cg jafnvel óviðeigandi að stinga upp á skemmtunum við hann, vegna fjölskyldu hans og ættingiá, En þótt Róberta tilheyrði eklíi hinum tigna heimi, sem hann sóttist svo mjcg eftir, þá var ýmislegt í fari hennar, sem seiddi hann ómótstæðilega. Vegna einveru sinnar og þessa gagnkvæma aðdráttarafls sem var sterkara með hverjum degi sem leið, gat hann tæplega litið augunum af henni — né hún af honum. Þau skiptust á snöggum en eldheitum augnaráðum. Og eftir eitt slíkt augnaráð — 'hún hafði skotrað augunum til hans sem snöggvast og hann átti alls ekki að sjá það — fann hann, að hann var máttfarinn og eldheitur,-■ Muunur hennar var svo fallegur, augun svo stór og heillandi, bros hennar svo töfrandi og feimnislegt. Og handleggir hennar voru svo fallegir — vöxturinn svo liðlegur, mjúkur og samsvaraði sér vel og hreyfingarnar heillandi. Ef hann þyrði aðeins að vera vingjam- legur við hana — ávarpa hana og hitta hana síðan einhvers staðar — ef hún fengist til þess og hann þyrði það. Óróleiki. Þrá. Logandi ástríða tímunum saman. Hann var bæði ringlaður og gramur yfir þessum andstæðum í sínu eigin Iífi — hann vai; einmana og þráði félags3kap, en allir sem þekktu hann álitu að hann væri virfcur þátttakandi í sam- kvæmislífinu. Og til þess að skemmta sér á viðeigandi hátt fyrir mann í hana stöðu og forðast þá sem héldu að dægrastyttingar hans væru tilkomumeiri en þær voru, hafði hann byrjað á ,því á laugardögum og sunaadögum að fara í smáferðalög til Glovers- ville, Fonda, Amsterdam og á staði eins og Grey Lake og Crum Lake, þar sem var aðgangur að bátum, baðströndum og bað- fötum. Og hann var sífellt að hugsa um, að ef til vill fengi hann heimboð hjá Griffithsfólkinu og yrði því að tileinka sér ýmislegt sem það áleit nauðsyulegt, og vegna þess að hann komst í kynni við mann, sem féll vel við hann og kunni bæði að synda og stinga sér, þá lærði hann hvort tveggja til fulln- ustu. En skemmtilegaisit þótti honum að róa. Hann var hrifinn af útliti sjálfs ,sín í léttri sumarskyrtu og ilskóm, þar sem ha.nn reri um Crum vatnið í hárauðum, grænum eða bláum báti. Og við þessj tækifæri fannst honum umhverfið verða ævintýra- legt og loftkent, einkum þegar örfáir skýhrioðrar voru á lofti. Og hann sökkti sér niður í dagdrauma sem snerust allir um líf auðuga fólksins, sem leitaði norður á bóginn — til Raquetto Lake — Schroon Lake —■ George Lake og Champlain — dans- aði, lék golf og tennis, reri um vötnin — En það var um þetta leyti, sem Róberta og Grace vinkona —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oöo— —oOo— —oOo— BARNASAGAN 2. DAGUR eftir karlinn og létu sér mjög annt um hana. Einu sinni kom hvassviðri mikið, og urou þeir þá hrædd- ir um, ao Brúnka mundi fjúka, báru því á hana og hlóou upp með henni svo miklu grióti sem á henni tolldi; eftir það fauk hún hvorki né stóð upp fram- ar. Meðan þeii Bakkabræður áttu Brúnku sína, voru beir allir einu sinni á ferð í tungsljósi um vetur á ísum, og reið einn þeirra merinni, en hinir gengu með hesti hans. Þeir tóku eftir því, að maður reið allt af á hlið við reiðmanninn, en það þótti þeim þó und-. arlegast, að honum fór ekki orð frá munni, nema þeim heyroist hann segja við hvert fótmál, sem mer- in tók: „Kári, Kári." Þetta þótti þeim því kynlegra sem beir vissu, að enginn þeirra hét því nafni. Hugs- aði þá reiðmaðurinn með sér að ríða þennan pilt af sér. En því hraðara sem hann reið, því tíðara heyrð- ist honum sagt: „Kári, Kári", og hinir bræðurnir sáu, að fylgdarmaðurinn reið alltaf á við bróður sinn, hvort hann fór hægt eða hart. Loksins komust þeir heim og sáu ,að þegar sá þeirra fór af baki sem reið fór fylgdármaður hans eins af baki og lét inn hest- inn sinn um leið og þeir bræður; en hann hvarf þeim með öllu, þegar þeir fóru inn úr tunglsljósinu. Ef einn þeirra bræðra þurfti að fara eitthvað, fóru þeir ævinlega allir. Einu sinni fóru beir í langferð, hér um bil þrjár þingmannaleioir. Þegar þeir voru komnir tvo þriðjunga vegarins, mundu þeir eftir því, að þeir höfðu ætiað að fá léðan hesí til ferðarinnar. Sneru þeir svo heim aitur, fengu hestinn og fóru svo ferðar sinnar. Einu sinni sem oftar fóru þeir bræður að færa landsdrottni sínum landskuldir af Bakka; en það var ekkja, sem jörðina étti. Þeir greiddu henni skuldirn- ar og voru svo hjá henni um nóttina. Morguninn eítir héldu þeir heimleiðis og átíu langa leið að fara. Þegár þéir voru kcmnir meir en á miðja leið, tekur einn þeirra til orða cg segir: „Já, Gísli-Eiríkur-Helgi, þá man ég það, að við báðum ekki konuna að gefa okkur í guðsfriði." Hina rankaði og við, að hann segði satt; sneru þeir því aftur til ekkjunnar, gerðu boð fyrir hana og sögðu: „Gefðu okkur í guðsfriði." Héldu þeir svo heimleiðis; en þegar þeir voru komn- ir víst é miðja leið, mundu þeir enn eftir því, að þeir höfðu ekki þakkað ekkjunni fyrir sig, og svo að eng- inn skyldi hlæja ao þeim fyrir það, að þeir kynnu ekki mannasiði, sneru þeir enn aftur, hittu ekkjuna, þökkuðu henni með mestu virktum fyrir sig og fóru svo heim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.